Morgunblaðið - 27.07.2022, Síða 16
16 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2022
✝
Daníel Jónas-
son fæddist í
Vestmannaeyjum
17. júní 1938. Hann
lést í Noregi 16. júlí
2022.
Foreldrar hans
voru Jónas S. Jak-
obsson, mynd-
höggvari, f. 5.11.
1909, d. 29.4. 1984
og Guðbjörg Guð-
jónsdóttir, sjúkra-
liði, f. 26.12. 1916, d. 14.9. 2007.
Systkini Daníels eru: 1) Jakob
Naftalí, f. 24.11. 1936, d. 26.10.
1963. 2) Dóra Mirjam, f. 26.12.
1939, 3) Guðjón, f. 1.8. 1941, 4)
Ríkarður Bergstað, f. 1.1. 1944,
5) Rebekka, f. 15.1. 1946 og 6)
Guðný Ragnhildur, f. 5.9. 1948.
Daníel kvæntist þann 18. jan-
úar 1964 Åse Johanne Jónasson
(áður Gundersen), f. 18.9. 1926,
d. 13.9. 2016. Börn þeirra eru:
Ólafía Daníelsdóttir, f. 30.11.
Sunniva Ariel, f. 8.11. 2007 og
Luna Noor, f. 22.2. 2010.
Daníel ólst að mestu upp á
Sauðárkróki og á Akureyri.
Hann fór 18 ára til Reykjavíkur
í tónlistarnám og bjó þar æ síð-
an. Lauk tónmenntakennara-
prófi frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík. Stundaði einnig
orgelnám hjá ýmsum kennur-
um. Hann lauk stúdentsprófi
1978 og BA prófi í sagnfræði
1988. Daníel starfaði sem tón-
menntakennari í Melaskóla og
Laugarnesskóla og síðan í Fjöl-
brautaskólanum í Breiðholti.
Tók einnig nemendur í einka-
tíma á orgel og fleiri hljóðfæri.
Daníel var organisti í yfir 30 ár,
lengst af í Breiðholtskirkju.
Hann átti frumkvæði að stofnun
Foreldrafélags blindra og sjón-
skertra barna, sem síðan kom á
fót sambýli fyrir blinda og sjón-
skerta.
Útför Daníels fer fram frá
Fíladelfíukirkjunni, Hátúni 2, í
dag, 27. júlí 2022, og hefst kl. 13.
Streymi:
https://streyma.is/
1964, í sambúð með
Ara Tryggvasyni, f.
4.6. 1954 og Guð-
björg Daníels-
dóttir, f. 30.11.
1964. Eftirlifandi
kona Daníels er
Ingunn Lilja Leifs-
dottir Risbakk, f.
6.1. 1948. Börn Ing-
unnar og fyrri
maka eru: 1)Sidsel
Helen Kjerstad, f.
28.10. 1971, gift Ove Kjerstad, f.
1.3. 1969. Börn þeirra eru: Jan
Roar, f. 15.8. 1996, Isadora Mat-
hea, f. 14.10. 1997, Ivan Nico-
laus, f. 1.11. 1998, Nora Helen, f.
13.6. 2002 og Leif Vilmer, f. 3.3.
2006. 2) Leif Roar Kjerstad, f.
26.8. 1973. Börn hans eru: Leo
Arthur, f. 13.6. 2006 og Luca
Christine, f. 19.7. 2009. 3) Aida
Irene Urkedal, f. 24.6. 1975.
Börn hennar eru: Aron, f. 4.5.
2001, Seth Isak, f. 26.6. 2005,
Þau voru óþægileg símtölin
sem ég fékk um að pabbi væri á
leið á spítala meðvitundarlaus,
með stóra heilablæðingu sem
leiddi hann til dauða á fimm tím-
um. Hann sem ætlaði að koma
heim með Ingunni sinni daginn
eftir, eftir þriggja mánaða dvöl í
Noregi og Svíþjóð. Hann hlakkaði
til að koma heim til að hitta fjöl-
skyldu og vini og fara austur í
sveitina sína. Elsku pabbi minn.
Ég á erfitt með að trúa því að þú
hafir kvatt okkur. Þú varst svo
sprækur þrátt fyrir aldur og fyrri
sjúkdóma. Ég minnist þín með
þakklæti og hlýju. Ég var alltaf
pabbastelpa. Þú hjálpaðir mér og
studdir í gegnum nám og í gegn-
um lífið. Ég ætlaði að sleppa því
að taka stúdentspróf í sögu en þú
keyrðir mig niður eftir. Prófið
skyldi ég taka og ég rétt náði og
gat útskrifast. Þú studdir við bak-
ið á mér á erfiðum tímum og varð-
ir mig fyrir ágengni annarra. Við
vorum samferða í skóla því þú
tókst stúdentinn fertugur. Bú-
staðinn byggðir þú þegar ég var
16 ára. Mér þótti nú ekki alltaf
gaman að vera þarna niðri á slétt-
unni sem unglingur. Vildi frekar
vera með krökkunum í Kotinu. Þú
fékkst hjá mér gallaðar greni-
plöntur þegar ég vann á gróðrar-
stöðinni Tumastöðum, sem nú eru
orðnar margra metra háar. Eftir
að ég fullorðnaðist nýt ég þess að
koma í sveitina mína í ró og næði
með fuglasöng en þú þekktir nöfn-
in á þeim öllum. Þú varst líka svo
góður við Guðbjörgu og gast alltaf
náð til hennar. Þú varst útsjónar-
samur og hugsaðir um hag hennar
og framtíð. Stofnaðir Foreldra-
félag blindra og sjónskertra
barna sem stóð að stofun sambýlis
með það fyrir augum að framtíð
Guðbjargar systur væri tryggð
þegar ykkar mömmu nyti ekki
lengur við. Mér fannst oft nóg um
sparsemi þína og nægjusemi og
gerði óspart grín að þér. En þetta
skilur eftir skemmtilegar minn-
ingar. Við vorum ætíð náin þó þú
hringdir yfirleitt ekki í mig nema
vegna praktískra hluta. Viku áður
en þú kvaddir hringdir þú þó, því
þú vildir heyra í mér, en það var
óvenjulegt. Enda virtistu vera að
kveðja vini og kunningja, kannski
ómeðvitað.
Þú varst fastur klettur í tilver-
unni og bjóst í Vesturberginu í
næstum 50 ár. Minningarnar eru
óteljandi. Þegar þú spilaðir á pí-
anóið eða orgelið niðri í kirkju eða
vannst í bústaðnum oft í grútskí-
tugum og götóttum vinnufötum.
Nokkrum sinnum héldum við að
við værum að kveðja þig í veik-
indum en ekki nú. Þú hafðir þekkt
seinni konu þína hana Ingunni í
tæp þrjú ár og ég hafði aldrei séð
þig svona glaðan og hamingju-
saman. Það var því gæfa að hafa
fengið að heimsækja ykkur á eyj-
una hennar Ingunnar í sumar
ásamt Guðbjörgu systur. Áttum
við þar góðar stundir. Við fórum
líka í ógleymanlegar ferðir saman,
til Ísrael og Perú. Þú skilur eftir
þig dýrmætan arf, orgelspil, kóra-
söng og mikið verk um sögu
Hvítasunnukirkjunnar á Íslandi.
Það verður ótrúlega tómlegt án
þín. Að geta ekki skroppið yfir í
Vesturbergið með hundinn minn
Samson. Við höfum öll misst mikið
en Ingunn mest. Guð styrki hana
og okkur í sorginni. Takk fyrir
allt, pabbi minn, og ég bíð eftir að
sjá þig aftur. Ég elska þig.
Þín dóttir,
Ólafía.
Elsku pabbi minn. Mikið er
sorglegt að þú sért ekki lengur
hjá mér. Þú varst alltaf svo góður
við mig. Þú keyptir handa mér
stóran vefstól og hjálpaðir mér
með uppistöðuna. Þú smíðaðir
prjónastokk og raðgrind. Þú og
Ninni smíðuðuð stólinn fyrir vef-
stólinn. Svo keyptir þú líka handa
mér tvöfalt hjól og við hjóluðum
saman. Þú kenndir mér á flautu
og píanó. Það var svo gott að
koma til Harøya í sumar með
Ólafíu og Ara.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson)
Þín
Guðbjörg.
Daníel var í rauninni minn
fyrsti og eini tengdafaðir. Ég fékk
bara að hafa hann í þrjú ár. Kynni
okkar Ólafíu, dóttur hans, náðu þó
lengra aftur, þegar við hófum
störf samtímis á geðdeild LSH,
fyrir tæpum 16 árum. Tengdaföð-
ur velur maður ekki og þar var ég
einstaklega heppinn. Það fyrsta
sem ég tók eftir var hið stórglæsi-
lega kónganef, nokkuð sem mér
hefur ætíð þótt frekar heillandi og
hefði viljað að Ólafía hefði haft
greiðari aðgang að erfamengi
nefsins. Hins vegar er ég ekki viss
um að Daníel hefði verið sammála
mér, því hann leið fyrir hið stór-
glæsilega nef, var strítt, kallaður
Nefið eða Nebbi.
Auðvitað voru það persónu-
töfrar Daníels sem hrifu mig.
Fljótlega eftir að við Ólafía byrj-
uðum saman dvaldi ég, ásamt
þeim feðginum, í bústað hans,
Bóli, austur í Fljótshlíð, m.a. til að
þekja hann með viðarolíu. Daníel
hannaði og byggði bústaðinn að
eigin frumkvæði, af getu, innsæi
og útsjónarsemi. Að sjálfsögðu
fékk hann hjálp við sumt. Nú er
þar kominn gróskumikill trjá-
gróður á þessum rúmum 40 árum.
Fyrir mér var algerlega nýtt að
detta inn í svo rótgróna Hvíta-
sunnufjölskyldu. Ég er frekar
íhaldssamur varðandi messuhald
og mér skilst að Daníel hafi einnig
verið það, organistinn sjálfur.
Orgelið í Fíladelfíu hefur mátt
víkja fyrir poppaðri trúartónlist.
Það hefur verið í dvala í rúma þrjá
áratugi. En nú er tími kominn til
að draga tjaldið frá til að heiðra
minningu hans, organistans og
tónmenntakennarans.
Við sátum báðir á skólabekk í
sagnfræði. Daníel lauk sínu BA-
námi með merkri ritgerð um
sögu Hvítasunnusafnaðarins hér
á landi. Við höfðum að sumu leyti
ólíkar skoðanir á einstaka þátt-
um veraldarsögunnar sem von
er, enda léttur leikur að villast í
því völundarhúsi. Daníel var
hæglátur og hógvær og skoðun-
um sínum kom hann á framfæri
þannig, þó honum hafi verið ein-
staka sinnum mikið niðri fyrir,
enda næg tilefni til nú um stund-
ir.
Þvílík gæfa, sá tími sem við
áttum saman í Noregi, við Ólafía
og Guðbjörg Daníelsdætur,
ásamt Ingunni, dagarnir í Har-
öya, þaðan sem Ingunn kemur.
Skyndiferðin með hraðbátnum
til Álasunds og engin bátsferð til
baka um kvöldið. Þá var ekkert
annað að gera en að fara með
leigubíl til næsta ferjustaðar.
Enginn æsingur, því mistök og
fljótfærni búa stundum til
skemmtilegar og hjartnæmar
minningar.
Ég kveð þig, kæri vinur og
tengdafaðir. Það er svo hryggi-
legt hversu lítinn tíma við feng-
um saman en stundirnar sem við
áttum öll saman í Noregi geym-
um við í hjarta okkar.
Ari Tryggvason.
Hljóður og hæglátur vinur
hefur kvatt og verður sárt sakn-
að um ókominn tíma. Þetta var
drengur góður.
Við Daníel kynntumst á rölti á
grænmáluðum gangi hjarta-
deildar 12E á Landspítalanum
við Hringbraut á vormánuðum
2014. Þetta var óttalegur hæga-
gangur hjá okkur félögunum til
að byrja með, rétt farið fetið,
enda við báðir að ná okkur eftir
stórar hjartaaðgerðir, en þá
gafst einmitt ráðrúm til að kynn-
ast ögn, jafnvel frekar heldur en
þegar erill dagsins ræður ferð
því þarna var jú lítið við að vera
annað en að hreyfa sig og reyna
að ná bærilegri heilsu aftur. Það
var einkum tónlistin sem tengdi
okkur Daníel, en sömuleiðis
æskuslóðir fyrir norðan og þrátt
fyrir að hann væri töluvert eldri
en ég gengum við í takt gegnum
minningar fyrri tíma og áttum
margt sameiginlegt. Seinna
fylgdumst við að á Reykjalundi
þar sem áfram gafst tóm til að
spjalla um þá Händel og Bach
og/eða kynnast leyndardómum
kontrapunktsins meðfram stífri
æfingadagskrá þar sem göngu-
hraðinn var aukinn og kominn
upp í moderato, nálgaðist jafnvel
allegretto … áfram til að koma
okkur félögum á bataveg, koma
okkur aftur til manns.
Þegar sjúkrahúslegan og
þjálfunin þar á eftir voru á enda
og okkur sagt að inngripið hefði
lukkast það vel að nokk víst væri
að þarna hefði tekist að lengja líf
okkar um ein tíu ár, fórum við
hvor í sína áttina, en tókum hins
vegar upp bréfasamband okkar
á milli, sem varði allt til dagsins í
dag, báðum til mikillar gleði og
töluverðrar skemmtunar. Þá
heimsóttum við líka hvor annan
og nutum saman margra gleði-
stunda, nú síðast við opnun
myndlistarsýningar minnar um
páskana, þegar þangað voru
mætt prúðbúin þau Daníel og
Ingunn til að njóta þess sem þar
var boðið upp á. Mikið hefði ég
viljað vita þá að þetta væri í síð-
asta sinn sem okkur gafst tæki-
færi að fagna hvor öðrum og
skiptast á hlýjum, uppbyggjandi
kveðjum. Faðmlagið hefði sann-
arlega orðið lengra og enn inni-
legra.
Í dag ertu hins vegar horfinn
af sjónarsviðinu, minn góði vin,
en hlýtt handtak þitt er og verð-
ur ávallt greypt í hendi mér sem
staðfesting á sannri vináttu
tveggja stráka að norðan. Farðu
í friði.
Egill Eðvarðsson.
Daníel Jónasson
Elskulegur faðir okkar, stjúpfaðir,
tengdafaðir og afi,
KJARTAN JÓNSSON
innanhússarkitekt,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans
miðvikudaginn 20. júlí í faðmi dætra sinna.
Útför hans fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 28. júlí
klukkan 13.
Helga Sjöfn Kjartansdóttir G. Magni Ágústsson
Margrét Una Kjartansdóttir Kristinn Jóhannes Magnússon
Helgi Birgisson Margrét Agnarsdóttir
og barnabörn
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi,
langafi og langalangafi,
HÓLMSTEINN ÞÓRARINSSON
loftskeytamaður,
lést á HSN Siglufirði 16. júlí.
Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju
föstudaginn 29. júlí klukkan 13.
Jóninna Hólmsteinsdóttir Grímur Laxdal
Sigurður Hólmsteinsson Sigurlaug Þórhallsdóttir
Díana Hólmsteinsdóttir Viðar Konráðsson
Oddný Hólmsteinsdóttir Markús Ingason
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn
✝
Sigríður Helga
Axelsdóttir
fæddist að Látrum á
Látraströnd 8. júlí
1934. Hún lést á
Hjúkrunarheim-
ilinu Skjólgarði á
Hornafirði 18. júlí
2022.
Foreldrar henn-
ar voru Axel Jó-
hannesson bóndi og
Sigurbjörg Stein-
grímsdóttir húsfreyja. Sigríður
var næstelst í röð sjö systkina,
þar af fæddist eitt andvana, en
eftirlifandi systkini hennar eru:
Steinunn Halla, Anna Lísbet og
Sigurlína Hólmfríður.
Sigríður giftist Jóni Sveins-
syni útgerðarmanni 10. sept-
ember 1956. Börn þeirra eru: 1)
Ragnhildur, f. 1956, gift Grétari
Vilbergssyni og eiga þau dæt-
urnar Emblu Sigríði, sem er í
sambúð með Arnari Má Krist-
jánssyni og eiga þau dæturnar
Millu Mist og Bellu Björt og Mist,
sem er í sambúð með Erni Rúnari
Magnússyni. 2) Axel, fæddur
1959, í sambúð með Fanneyju
Þórhallsdóttur og eiga þau börn-
in Þórhall, sem er giftur Vigdísi
Líndal og eiga þau
synina Björn Hilmi
og Axel Regin, Sig-
ríði Helgu, sem er í
sambúð með Sig-
urði Hirti Ólafssyni,
þau eiga börnin
Fanneyju Svövu,
Skarphéðin Úlf og
Þórkötlu Kristínu,
og Jón Frey sem er í
sambúð með Dóru
Hrund Gunn-
arsdóttur og eiga þau dótturina
Stormeyju Sól. Axel á svo dótt-
urina Kristínu, sem er í sambúð
með Bjartmari Frey Hjaltasyni
og eiga þau dótturina Hafrúnu
Leu. 3) Sveinbjörg, fædd 1964,
gift Ómari Frans Franssyni og
dætur þeirra eru Hildur Ýr, í
sambúð með Hlyni Pálmasyni og
börn þeirra eru Ída Mekkín,
Grímur, Þorgils og Sóley Ágústa,
sem er í sambúð með Guðmundi
Bjarkasyni og eiga þau dæturnar
Sóllilju Björgu og stúlku sem
fæddist 7. júlí sl.
Útför Sigríðar Helgu fer fram
frá Hafnarkirkju í dag, 27. júlí
2022, klukkan 14.
Streymi:
https://tinyurl.com/3p3tt7rw
Elsku besta mamma mín. Hér
er ég staddur við Panamaskurð-
inn og bíð þess að verða hleypt í
gegnum hann, til að skila af mér
skipinu Janus, sem ég tók að mér
að fara með til Mexíkó. Það tekur
Sigríður Helga
Axelsdóttir
✝
Gunnar Þór
Einarsson
fæddist á fæðing-
arheimilinu í
Reykjavík 14. jan-
úar 1985. Hann lést
af völdum hjarta-
áfalls í Barcelona á
Spáni 5. júlí 2022.
Foreldrar hans
eru Kristín Þóra
Gunnarsdóttir, f.
12. desember 1962,
og Einar Þór Jónsson, f. 13. júlí
1963, d. 24. júní 2019. Stjúpfaðir
hans er Einar Ögmundsson, f.
19. desember 1967.
Gunnar Þór var elstur fjög-
urra systkina. Systkini hans eru
Kolbrún Þóra, f. 11. mars 1986,
eiginmaður hennar er Kristinn
Már Gíslason, Guðbjörg Heiða, f.
11. ágúst 1999, og Baldur Heið-
ar, f. 9. ágúst 2002.
Að loknu námi í
Seljaskóla prófaði
Gunnar Þór ýmsa
framhaldsskóla,
m.a. MR, Hrað-
braut, FB, Keili og
Kvikmyndaskólann.
Hann kom víða við
á vinnuferli sínum,
m.a. í Byko, Penn-
anum og IKEA.
Áhugamál hans
voru fjölbreytt, þ. á m. skáta-
starf, flugbjörgunarsveitin og
leiklist þar sem hann fór meðal
annars með hlutverk í Stúdenta-
leikhúsinu og kvikmyndum.
Jafnframt stundaði hann dans af
öllum toga.Gunnar Þór verður
jarðsunginn frá Fella- og Hóla-
kirkju í dag, 27. júlí 2022, og
hefst athöfnin kl. 13.
Sofðu unga ástin mín,
úti regnið grætur.
Mamma geymir gullin þín,
gamla leggi og völuskrín.
Við skulum ekki vaka um dimmar
nætur.
Það er margt, sem myrkrið veit,
minn er hugur þungur.
Oft ég svarta sandinn leit
svíða grænan engireit.
Í jöklinum hljóða dauðadjúpar
sprungur.
Sofðu lengi, sofðu rótt,
seint mun best að vakna.
Mæðan kenna mun þér fljótt,
meðan hallar degi skjótt,
að mennirnir elska, missa, gráta
og sakna.
(Jóhann Sigurjónsson)
Mamma og Einar.
Ég var stoltur afi þegar
mamma þín lagði þig í minn faðm
og sagði að þú skyldir heita
Gunnar Þór í höfuðið á mér.
Þú ólst upp og þér var margt
til lista lagt. Þú varst alltaf hlýr
og opinn og áttir þess vegna auð-
velt með að kynnast og umgang-
ast fólk. Það sást best á því hve
vinmargur þú varst. Þú lagðir
áherslu á enskukunnáttuna enda
nýttist hún þér vel. Þú varst ung-
ur þegar Aðalsteinn móðurbróðir
þinn kom þér að sem þátttak-
anda í barna- og unglingamótum
IOGT, en þar fékkst þú þína
fyrstu reynslu af alþjóðlegu
starfi. Snemma beindist hugur
þinn að dansi og dansíþróttinni.
Þar eignaðist þú marga vini og
nokkrum sinnum varðst þú við
þeirri bón minni að sýna dans í
dagskrá hátíðlegra tækifæra.
Ekkert mál, afi minn, var jafnan
þitt svar. Sérstakt áhugamál þitt
var Lindyhopp-dansinn, en færni
þín var góð í fjölda annarra
dansa.
Þú varst með fyrstu ungmenn-
um sem á námskeiði hjá Komið
og dansið, lærðir að dansa við
tvær dömur í einu, og í sjón-
varpsþætti sem þau samtök létu
gera árið 1999 varst þú kynntur
sem 14 ára að dansa við mömmu
þína og ömmu í sama dansi. Við
amma þín þökkum þér fyrir þína
ræktarsemi við okkur og þín
heimsókn til okkar í mars sl.
verður okkur ávallt minnisstæð.
Þú varst þá áhyggjufullur vegna
míns heilsufars og lokaorðin þín
þegar þú kvaddir voru þau að
hann væri tilbúinn til að gefa mér
líffæri úr sér ef það hentaði og
Gunnar Þór
Einarsson