Morgunblaðið - 27.07.2022, Page 21

Morgunblaðið - 27.07.2022, Page 21
DÆGRADVÖL 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2022 „HANN ER Í JAFNVÆGI ÞESSA STUNDINA, EN HANN GÆTI BRJÁLAST VIÐ MINNSTA ÁREITI.“ „ÉG VEIT AÐ KLUKKAN ER KORTER Í ÞRJÚ, EN VILTU VANGA?“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... límið sem heldur fjölskyldunni saman. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann KÆRI JÓLI, MIG LANGAR Í NÝ JAKKAFÖT Í JÓLAGJÖF. TIKK TIKK TIKK TIKK TIKK TIKKTIKK Í VIÐHENGINU ER MYND AF FÖTUNUM SEM MIG LANGAR Í. ÞAÐ MÆTTI ALVEG SPILA TÓNLIST HÉRNA! SORRÍ, EN ÞAÐ AÐ LEIKA Á FLÖSKUSTÚT ER EKKI ALVEG AÐ GERA SIG! ÍÞRÓTTA- SÁLFRÆÐINGUR EIGUM VIÐ EITTHVAÐ EFTIR AF GRÆNA PÓLÝESTER- EFNINU Í VÖRUHÚSINU? veitingastaði. Eins hef ég áhuga á góðu víni og vínmenningu.“ Í tilefni stórafmælisins er Ögmundur staddur ásamt fjölskyldu sinni í Frakklandi, nánar tiltekið í Búrgúndíhéraði, en þar vantar ekki vínmenninguna. „Við erum búin að skoða kampavínshéraðið, erum núna í Búrgúndí og á afmælisdaginn ætl- um við á markaðinn í Beaune og heimsækja vínbændur suður af Beaune.“ Fjölskylda Eiginkona Ögmundar er Hildi- gunnur Svavarsdóttir, f. 21.11. 1967, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri. Þau eru búsett á Akureyri á Neðri- Brekku. Foreldrar Hildigunnar voru hjónin Svavar Eiríksson, f. 12.2. 1939, d. 24.3. 2006, skrifstofumaður, og Margrét Birna Sigurbjörnsdóttir, f. 13.9. 1942, d. 6.7. 2018, hjúkrunar- fræðingur. Þau voru búsett á Akur- eyri. Börn Ögmundar og Hildigunnar eru 1) Almar Ögmundsson, f. 15.1. 1994, sjóðsstjóri í eignastýringu hjá Kviku banka, búsettur í Kópa- vogi. Maki: Oddný María Krist- insdóttir, nemi í löggiltu fasteigna- sölunámi. Sonur þeirra er Nökkvi Freyr Almarsson, f. 4.8. 2021; 2) Agnes Ögmundsdóttir, f. 4.4. 1998, var að ljúka BA-námi í sálfræði við HA og er núna í fæðingarorlofi, búsett á Akureyri. Maki: Sigurður Már Steinþórsson, forritari á Fiskistofu. Dóttir þeirra er Kristel Tanja Sigurðardóttir, f. 24.8. 2021. Bróðir Ögmundar er Birgir Karl Knútsson, f. 20.9. 1960, sér- fræðingur KPMG, búsettur á Akureyri. Foreldrar Ögmundar eru hjónin Knútur Karlsson, f. 30.12. 1936, fyrrverandi framkvæmdastjóri, og Guðný Þórunn Ögmundsdóttir, f. 11.7. 1937, fyrrverandi skrifstofu- maður. Þau eru búsett á Akureyri. Ögmundur Haukur Knútsson Guðný Rósa Oddsdóttir húsfreyja í Flatey á Skjálfanda Sigurgeir Magnússon bóndi í Flatey á Skjálfanda Oddný Sesselja Sigurgeirsdóttir húsfreyja á Illugastöðum og Akureyri Ögmundur Ólafsson smiður á Illugastöðum í Fnjóskadal og á Akureyri Guðný Þórunn Ögmundsdóttir fv. skrifstofumaður á Akureyri Þórunn Halldórsdóttir húsfreyja í Garðhúsum Ólafur Sigurðsson bóndi, formaður og trésmiður, fyrst í Garðhúsum á Miðnesi, svo í Hafnarfirði, síðast í Reykjavík Gróa Erlendsdóttir húsfreyja í Ártúnakoti og Hallanda Þórður Helgason bóndi í Ártúnakoti á Rangárvöllum og Hallanda í Flóa Jórunn Þórðardóttir matráðskona í Keflavík Karl Friðriksson útgerðarmaður og yfirfiskmatsmaður á Akureyri Halldóra Hólmfríður Jónsdóttir verkakona á Akureyri Friðrik Einarsson útgerðarmaður á Akureyri Ætt Ögmundar Knútssonar Knútur Karlsson fv. framkvæmdastjóri á Akureyri Þorgeir Magnússon yrkir á Boðn- armiði „Í útilegu; hlýnun af mannavöldum“: Kvelda gerir, kula fer köld er vist í tjöldum heitt nú þrái að hlýni mér og helst af mannavöldum. Guðrún Bjarnadóttir gerir þessa athugasemd: Mikið spurt hver með þér velst á misjöfnum síðkvöldum, því umhverfisvænt ekki telst allt af mannavöldum. Hallmundur Guðmundsson skýtur inn: „Ef miðað er við nýjustu mál- fræðikenníngar í íslensku þá,“… Nú er hart í heiminum og harðna mun það enn. Því komin er nú kenníng um að konur sé’ ei menn. Og Dagbjartur Dagbjartsson: Lítil get ég gert því skil né glatt þig (að við höldum) en hérna færðu ósk um yl af ungra kvenna völdum. Þorgeir Magnússon: Vísan þín þess vitni ber að von og efi mætast. En óskin sem nú yljar mér er um það bil að rætast. Guðmundur Arnfinnsson hafði orð á því, að það væri „þungskýjað“: Dagsins ásýnd döpur er, dimmt í mínum kofa, dregur allan mátt úr mér, mun því lengur sofa. … Læt mig dreyma ljúfa snót sem lífgar sálarhaginn, hlýt þá góða heilsubót og held svo út í daginn. Verið gætı́ að glaðni til og Gumma farı́ að hlýna. Ef loftið fyllist aftur yl, er allt í þessu fína. Og hér yrkir hann um morgun lífsins: Grænkar lundur, glóa sund og vogur, yfir grund um árdagsstund arkar sprund á vinar fund. … Fuglar spranga, fá í svanginn æti, blómin anga björt um vang, bærist þang við klettadrang. Óla Friðmey Kjartansdóttir seg- ir, að „þriðja covid-sprautan hafi slegið kellu illa“: Aum var legan eins og blý ekki lýst með orðum . En upp er risin alveg ný eins og Jesús forðum… Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Hlýnun af mannavöldum Þín upplifun skiptir okkur máli Kringlan ... alltaf næg bílastæði Borðabókanir á www.finnssonbistro.is eða info@finnssonbistro.is Við tökum vel á móti þér Fjölbreyttur og spennandi matseðill þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi Skoðið matseðilinn á finnssonbistro.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.