Morgunblaðið - 27.07.2022, Side 28

Morgunblaðið - 27.07.2022, Side 28
Þurrk- grindur Laugavegi 29 | sími 552 4320 verslun@brynja.is | brynja.is 3 stærðir Vefverslun brynja.is Innan-og utandyra 60 cm x 4,9 lm, ber 20 kg Verð kr. 10.980 Útdraganleg 5x4,2 lm Verð kr. 7.980 80 cm x 6,7 lm, ber 20 kg Verð kr. 11.980 100 cm x 8,5 lm, ber 20 kg Verð kr. 12.970 Opi ð virk a dag a fr á 9- 18 lau . frá 11- 17 Gítaristinn og tónskáldið Bjarni Már Ingólfsson kemur fram ásamt kvartetti á Björtuloftum í Hörpu í kvöld kl. 20. Á efnisskránni er frumsamin tónlist eftir Bjarna, ásamt ýmsum perlum frá mismunandi skeiðum djass- sögunnar. Kvartettinn skipa auk Bjarna þeir Phil Doyle á saxófón, Birgir Steinn Theódórsson á kontrabassa og Einar Scheving á trommur. Miðar fást í miðasölu Hörpu og á harpa.is og tix.is. Kvartett Bjarna Más á Múlanum MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 208. DAGUR ÁRSINS 2022 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 776 kr. Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr. PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr. Englendingar leika til úrslita um Evrópumeistaratitil kvenna í knattspyrnu á sunnudaginn eftir að hafa unnið stórsigur á Svíum, 4:0, í undanúrslitaleik liðanna í Sheffield í gærkvöld. Það kemur síðan í ljós í kvöld hvort það verða Þjóðverjar eða Frakkar sem verða and- stæðingarnir í úrslitaleiknum. »23 Englendingar leika til úrslita á EM ÍÞRÓTTIR MENNING Inga Þóra Pálsdóttir ingathora@mbl.is Nýtt kaffihús hefur verið opnað í Grænamýri á Seltjarnarnesi en eigandi þess er hinn átta ára gamli Gabríel Tryggvi Jónsson. Kaffihúsið er í kofa sem Gabríel smíðaði sjálfur, við hlið göngu- stígsins milli Seltjarnarnesbæjar og Reykjavíkurborgar í Græna- mýri. Í samtali við Morgunblaðið segir Gabríel reksturinn ganga mjög vel en opið er alla laugar- daga og sunnudaga milli klukkan tvö og fjögur í sumar. Að sögn Gabríels ætlar hann að nýta ágóðann af rekstrinum til að gera skemmtilega hluti með fé- lögum sínum, en fyrir ágóða síð- ustu helgar fór hann einmitt með vinkonu sinni, sem hefur hjálpað honum við rekstur kaffihússins, í trampólíngarðinn Rush í Kópa- vogi. Enduðu þau ferðina hjá keppinautinum á Seltjarnarnesi, kaffihúsinu Örnu, þar sem þau fengu sér ís. Vinir Gabríels hafa verið dug- legir að breiða út þær fregnir að nýtt kaffihús sé komið í hverfið. Bjuggu vinkonur Gabríels meðal annars til auglýsingamiða, sem þær dreifðu í hús, og hafa félagar hans hjólað um hverfið og hvatt fólk til að kíkja við í kaffi og köku. Kofinn fluttur með sendibíl Kofann, sem hýsir kaffihúsið, smíðaði Gabríel á smíðanámskeiði hjá Seltjarnarnesbæ í sumar. Kof- inn er á tveimur hæðum. Á þeirri neðri er kaffihúsið en á efri hæð- inni eru svalir, þar sem hægt er að njóta kræsinga frá kaffihúsinu. Jónína Soffía Tryggvadóttir, móðir Gabríels, segir í samtali við Morgunblaðið það hafa verið svo- litla fyrirhöfn fyrir þau að ferja kofann frá Valhúsaskóla, þar sem smíðanámskeiðið var haldið, heim í Grænamýrina, en til þess þurfti sendibíl. Að sögn Jónínu þurfti að saga af upprunalegu svalir kofans til að koma honum inn í sendibílinn. Þegar kofinn var kominn heim smíðaði Gabríel, með aðstoð nokk- urra vina, bara nýjar svalir, enda nýbúinn á smíðanámskeiði og orð- inn flinkur smiður. Njóta þess að aðstoða soninn Jónína, móðir Gabríels, er þre- faldur Íslandsmeistari í ólíkum kaffigreinum og hafnaði hún í fimmta sæti á heimsmeistaramóti kaffibarþjóna árið 2005. Þá starf- aði hún einnig lengi í kaffihúsa- bransanum hérlendis. Faðir Gabríels er Jón Stefán Sigurðs- son, sýningarstjóri og sviðsmaður hjá Þjóðleikhúsinu. Að sögn Jónínu hefur Jón mik- inn áhuga á smíði og hefur sonur þeirra erft ástríðuna fyrir kaffi- húsum frá henni en smíðagenin frá pabbanum. Þau njóta þess bæði að aðstoða Gabríel við rekst- ur kaffihússins. „Mér finnst ekk- ert leiðinlegt að hjálpa honum að hella upp á kaffi og baka kökur,“ segir Jónína. Rekur eigið kaffihús í kofa sem hann smíðaði - Opið um helgar í sumar - Vinirnir duglegir að hjálpa til Morgunblaðið/Hákon Kaffihús Gabríel hefur skreytt kofann með blómum og myndum. Til sölu hjá honum eru kökur og kaffi. Opið er um helgar milli kl. tvö og fjögur. Fjölskylda Gabríel ásamt foreldrum sínum, Jónínu Soffíu og Jóni Stefáni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.