Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.06.2022, Qupperneq 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.06.2022, Qupperneq 2
Hver ert þú? Ég heiti Daniel Pilkington og er með propsgerð í kringum Pilkington Props en kærastan mín, Björg Einarsdóttir, er með mér í þessu. Við búum til alls konar props en erum helst í búningavinnslu og stærri fígúrum. Við gerðum til að mynda tröllið sem heitir SúVitra sem finna má í Flyover Iceland. Ertu lærður í þessu? Ég er með háskólapróf frá listaháskóla í Bournemouth. Ég lærði tæknibrellur og sérsvið mitt er að búa til karaktera, en ég er í fullri vinnu hjá fyrirtæki sem heitir Parity Games. Hvað er nýjasta verkefnið? Ég er með í samstarfsverkefni með Reykjavíkurborg og Hringleik, en árið 2019 gerðum við miðgarðsorminn fyrir skrúðgönguna 17. júní, en svo voru engin hátíðarhöld næstu tvö árin. Nú fengum við aftur tækifæri með stuttum fyrirvara og bjuggum til tröll sem fékk nafnið Tufti. Þessi tröllahugmynd hefur verið að malla í nokkur ár, en pabbi, Brian Pilkington, teiknar mikið tröll í sínum bókum. Mér finnst gaman að fá að nýta hans teikningar og blása lífi í þær. Hvað er þetta stórt tröll? Það er erfitt að meta fyrst ég er yfirleitt í búningnum en það er að minnsta kosti þrír metrar á hæð. Ætlar þú að leiða skrúðgönguna 17. júní? Já, og tvö tröllabörn en þau leika akróbatar frá Hringleik. Verða ekki börnin hrædd við þig? Jú, mér finnst það mjög sennilegt, börnin hafa reynst vera mis- spennt fyrir tröllinu en sumum finnst þetta geggjað og önnur eru skíthrædd. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon DANIEL PILKINGTON SITUR FYRIR SVÖRUM Blæs lífi í tröllÁhugafólk um flinka lagahöfunda í íslenskri dægurlagatónlist ætti að fá töluvert fyrir sinn snúð í Sunnudagsblaðinu þessa vikuna. Í blaðinu er að finna viðtöl við bæði Valgeir Guðjónsson og Bjartmar Guðlaugsson sem hafa skilið eftir sig ófáar perlurnar og er ævistarfinu þó ekki lokið. Eiga þessar kempur ýmislegt sameiginlegt í tónlistinni og eru liprari í texta- gerð en gengur og gerist í poppinu. Búa yfir góðu valdi á íslenskunni og drjúg- um orðaforða. Báðir hafa þeir þann eiginleika að geta séð spaugilegar hliðar á tilverunni og eru gjarnan hnyttnir í tilsvörum þegar fjölmiðlar hafa tekið þá tali. Ýmislegt er þó ólíkt á þeirra ferli. Valgeir var lengi í mjög vinsælum hljómsveitum en Bjartmar gaf lengst af út sólóplötur. Í einhverjum heimildarþættinum sem gerður var um hljómsveitina Stuðmenn var komið inn á metnað hljómsveitarmeðlima til að stíga á svið í fjölbreyttum og skrautlegum búningum. Sagði Valgeir að hann hlyti að vera eini ryþmagítarleikari landsins sem komið hefði fram á tón- leikum á sundskýlu. Þótt sundlaug- arnar séu álíka rækilega greyptar í íslenska þjóðarsál eins og Stuðmenn þá mátti heyra á Valgeiri að honum hefði ekki þótt þetta hlutskipti sitt eftirsóknarvert, en gamalkunnugt glott var reyndar á sínum stað. Þótt Valgeiri hafi eflaust þótt óþægilegt að leika á gítar á sviði á sundskýlu þá fölnar slík áskorun hjá þeirri sem hann mátti takast á við á síðasta ári og hann lýsir í blaðinu. Krabbameinið getur verið lúmskur vágestur og í tilfelli Valgeirs var hann ekki kvalinn í aðdraganda greiningarinnar. Valgeir og Bjartmar eru enn að gleðja fólk með tónlistarsköpun sinni og Bjartmar verður með tónleika af og til næstu mánuðina um leið og hann vinnur að nýju efni með Bergrisunum. Ég tengdi alltaf ágætlega í uppvextinum við setninguna frægu „mér er sagt að þegja meðan fréttatíminn er,“ sem heyra má í lagi Bjartmars: Súrmjólk í hádeginu. Mér skilst að þegar fréttalestri lauk, og íþróttafréttir tóku við, hafi hinir fullorðnu ætlað að rjúfa þögnina en þá hafi ég sussað á móti. Teljast verður líklegt að þetta gæti átt sér stoð í raunveruleik- anum. Fyrir þá sem yngri eru er ekki heiglum hent að skilja hvernig fjölmiðla- umhverfið var áður en hið háæruverðuga internet kom til sögunnar. Þá skipti máli að komast í Moggann til að lesa frétt eða heyra og sjá fréttatíma til að ná því nýjasta. Langur tími gat liðið þar til næsta tækifæri gafst og sussið sem Bjartmar fangaði var því vel þekkt. Kempur sem enn gefa af sér Pistill Kristján Jónsson kris@mbl.is ’ Þótt Valgeiri hafi ef- laust þótt óþægilegt að leika á gítar á sviði á sundskýlu þá fölnar slík áskorun hjá þeirri sem hann mátti takast á við á síðasta ári og hann lýsir í blaðinu Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.6. 2022 Auður Björnsdóttir Ég ætla að vera heima hjá mér á Norðurlandinu og njóta sólar þar. SPURNING DAGSINS Hvert ætlarðu í sumarfrí? Aron Sveinn Elínarson Ég fer til Ítalíu í fimm daga, til Portofino. Kolbrún Þóra Björnsdóttir Ég fer til Tenerife með tvö tíu ára barnabörn og ætla svo að vera í bú- staðnum mínum í Borgarfirði. Guðmundur Logi Hjartarson Ég ætla á Úlfljótsvatn og til Belgíu. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Kristinn Magnússon Tufti, tröllið hans Daniels Pilkingtons, mun leiða skrúðgönguna í Reykjavík 17. júní og síðar mun það skemmta börnum í Hljóm- skálagarðinum. Daniel tekur einnig þátt í Flipp Festival Hringleiks sem haldið verður 25.-26. júní. Upplýsingar má finna á hringleikur.is. Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Allar almennar bílaviðgerðir Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.