Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.06.2022, Side 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.06.2022, Side 4
FRÉTTIR VIKUNNAR 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.6. 2022 Algeng einkenni B-12 skorts: • Nálardofi í hand- og fótleggjum • Erfiðleikar með gang • Skapsveiflur • Minnisleysi Munnúði tryggir hraða og góða upptöku þar sem vítamínið frásogast auðveldlega í gegnum slímhúðina í munninum og beint út í blóðrásina. Upptaka á B12 gegnum slímhúð í munni er örugg, þægileg og áhrifarík leið til a tryggja líkamanum nægjanlegt magn af B12 vítamíni og til að verja okkur gegn skorti. Útsölustaðir: Apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. B12 - MUNNÚÐI SEM VIRKAR H vítasunnuhelgin kom björt og fögur, svo helftin af íbú- um höfuðborgarsvæðisins fór úr bænum í blíðuna. Ekki þó alveg allir, því borgar- fulltrúar í efstu sætum á listum Sam- fylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar kepptust við að hnoða saman nýjan en samt gamlan meiri- hluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Það tókst líkt og flestir bjuggust við og var nýi meirihlutinn kynntur í Elliðaárdal á 2. degi hvítasunnu. Þar kom fram að Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar, yrði áfram borgarstjóri enn um sinn, en að einu og hálfu ári liðnu tæki Einar Þor- steinsson, oddviti Framsóknar, við borgarstjórakeðjunni. Einar Þorsteinsson verður í fyllingu tímans fyrsti borgarstjóri Fram- sóknarflokksins í Reykjavík, en flokkurinn hefur til þessa aldrei notið mikils fylgis í höfuðstaðnum og flokknum raunar löngum fremur í nöp við sollinn syðra, svo aðeins í því felast mikil pólitísk tíðindi. Samstarfssáttmáli hins nýja meiri- hluta var kynntur við það tækifæri, en Dagur sagði að hann rímaði afar vel við kosningastefnuskrá Samfylk- ingar. Þar var lítt nýtt og afgangar verkefnaskrár gamla meirihlutans kynntir sem verkefni hins nýja. Framsókn náði þó að þröngva sam- starfsflokkunum til þess að fallast á þrjú stefnumál sín, en það var hækk- un á frístundastyrk upp í 75.000 kr. og að grunnskólabörn fengju ókeypis í sund og strætó. Eftir því var tekið að skömmu eftir að nýi meirihlutinn var kynntur sagð- ist Einar Þorsteinsson fremur hafa kosið að mynda meirihluta til hægri, en að þess hafi ekki verið kostur. Ráðahagurinn virðist því fremur byggður á hagræði en hamingju. Stjórnmálaspekúlantar fóru þegar að spekúlera um hvers vegna Dagur hygðist láta af borgarstjóraembætti eftir 18 mánuði og hvort hann kynni að söðla um yfir í landsmálin. Fleiri tíðinda kann að vera að vænta um það leyti, en hvíslað er um að Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, hafi augastað á embætti í borgarkerfinu, sem Dagur láti verða sitt hinsta verk að dubba hana upp í í þakklætisskyni. Á Laugardalsvelli bar það helst til tíðinda á karlalandsleik Íslands og Albaníu í fótbolta (1-1) að þar var í fyrsta sinn seldur bjór. Það endaði ekki með skelfingu eins og sumir höfðu varað við. Öll inniveran í kórónuveirufaraldr- inum virðist hafa haft þau áhrif að gríðarleg aukning hefur orðið í barnsfæðingum. Það bendir til þess að tilmæli sóttvarnalæknis um fjar- lægðarmörk hafi ekki alltaf verið virt sem skyldi. Karlmaður á þrítugsaldri var hand- tekinn á laugardagskvöld fyrir að hafa orðið nágranna sínum að bana með barsmíðum í húsi við Barðavog. Lögreglan hafði verið kölluð þangað tvívegis fyrr um kvöldið. . . . Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, en þar gerði hinn nýi meirihluti fimm tillögur um breytta stjórnskipan í borginni. Þremur þeirra var frestað eftir áköf mótmæli minnihlutans, enda höfðu tillögurnar ekki verið kynntar fyrr en hálftíma fyrir fund- inn. Varnarmálaráðherrar Norðurhóps- ins svokallaða (Norðurlöndin, Eystrasaltsríkin, Þýskaland, Hol- land, Pólland og Bretland) heldu tveggja daga fund í Reykjavík, þar sem öryggismál svæðisins voru rædd, einkum með tilliti til innrás- arinnar í Úkraínu. Mannfjöldaspá Hagstofunnar hefur verið breytt og er nú talið að íbúum landsins muni fjölga um 19 þúsund milli 2022 og 2024. Hins vegar hafa hagfræðingar áhyggjur af því að ýmsar ytri aðstæður kunni að hamla hagvexti á síðari hluta þessa árs, þar ræðir bæði um eftirhreytur heimsfaraldurs og stríðið í Úkraínu. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhann- esson, fór í tveggja daga opinbera heimsókn til Vestfjarða. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, fv. bæjarstjóri í Grundarfirði og sveitar- stjóri á Hellu, lést 71 árs gamall. . . . Eldhúsdagsumræður fóru fram á Alþingi, enda styttist í þinglok, og töluðu tveir þingmenn fyrir hvern flokk. Ræðurnar voru ekki mjög eft- irminnilegar nema hvað þingmenn Framsóknar töluðu fyrir bættri stöðu landsbyggðarinnar, m.a. með skattaívilnun til íbúa hennar. Samtök fyrirtækja í landbúnaði (SAFL) voru stofnuð, en gert er ráð fyrir að þau muni starfa innan vé- banda Samtaka atvinnulífsins (SA) líkt og ýmis önnur atvinnugreina- samtök. Þau segja starfsskilyrði ís- lenskra bænda lakari en í nágranna- löndum og úr því þurfi að bæta. Jón Atli Benediktsson háskóla- rektor lýsti mikilli ánægju með áhrif lagabreytingar um skattundanþágur lögaðila í þágu almannaheilla og sagði þær hafa komið til leiðar mun fleiri styrkúthlutunum til fræða- starfs. Hann hvetur stjórnvöld til þess að hækka hámarkið á fram- lögum einstaklinga. Verið er að setja upp vindmyllur og sólarsellur í Grímsey, en gera á til- raunir með hvor leiðin hentar betur til orkuöflunar hjá þessum útverði Ís- lands í norðri. Í öðrum innviðafréttum er að Örygg- isfjarskipti ehf. hyggjast byggja upp háhraðafarnetsþjónustu fyrir leift- ursveitir landsins: lögreglu, slökkvi- lið, hjálparsveitir o.þ.h. Ívar J. Arndal, hinn leynilegi for- stjóri ÁTVR, gaf færi á sér 2. vikuna í röð, að þessu sinni til þess að koma á framfæri umsögn um frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á áfengislögum, sem hann fann allt til foráttu. Er þó alls óljóst af hverju ríkisforstjóranum kemur það við hvað löggjafinn aðhefst. Undirbúningsnefnd rannsóknar á að- búnaði og meðferð fullorðins fólks með fötlun eða geðrænan vanda lagði til við Katrínu Jakobsdóttur for- sætisráðherra að hún færi fram skv. lögum um rannsóknarnefndir, sem gæfi nefndinni víðtækar heimildir. Undirbúningsnefndin kvartaði undan slælegum svörum frá fjölda sveitar- félaga. . . . Lögregla greindi frá því að hún hefði lagt hald á mikið magn fíkniefna og hráefna til fíkniefnagerðar, en götu- virði afurðanna næmi um 1,7 millj- örðum króna. Þetta var afrakstur einhverrar umfangsmestu lögreglu- rannsóknar á skipulagðri brota- starfsemi hér á landi, en málin eru tvö og hófst fyrri rannsóknin árið 2020. Alls voru 20 leitir gerðar, tíu manns handteknir og fimm þeirra hnepptir í gæsluvarðhald. Einn situr enn í gæsluvarðhaldi. Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum var haldinn og þrátt fyrir að þar mætist jafnan stál- in stinn var órofa samstaða um að athuga betur kosti til að gera jarð- göng frá Eyjum til þess að rjúfa ein- angrun Íslands. Tvö tilfelli apabólusmits greindust hér á landi, en smitin mátti rekja til Evrópuferðar fyrir skemmstu. Þór- ólfur Guðnason sóttvarnalæknir kom í viðtal og sagði ekki verulega hættu á faraldri, en varaði lands- menn þó við kynmökum við ókunnuga, sem sjálfsagt er góð meg- inregla. Bandarískt fyrirtæki tilkynnti að það myndi hefja starfsemi á Akranesi í sumar og framleiða þörunga til kol- efnisbindingar í hafi. Kurr er vegna skógræktarskandals í Skorradal, en Skógræktin lét ryðja veg þvert yfir miðjar hlíðar Draga- fells á skógræktarsvæði sínu þar án þess að leita leyfis fyrir framkvæmd- inni, en mikið lýti þykir að honum. Skógræktin telur að hún þurfi ekki að leita neinna leyfa fyrir fram- kvæmdum innan skipulagðra skóg- ræktarsvæða. Kynntur var vegvísir um vistvæna mannvirkjagerð, en samkvæmt henni er stefnt að því að minnka kolefnis- losun í byggingariðnaði um meira en helming. Stærsti bílfarmur Íslandssögunnar kom með færeysku flutningaskipi til Þorlákshafnar, en um borð voru 545 bílar, þar af 329 Toyotabílar. Guðmundur Björgvin Helgason var kjörinn ríkisendurskoðandi. Halldór Jónatansson, fv. forstjóri Landsvirkjunar, lést níræður að aldri. Nýr og gamall meirihluti Fyrsti fundur nýkjörinnar borgarstjórnar veit á gott um friðinn þar næstu ár. Borgarstjóri boðaði bætt samskipti í borg- arstjórn og lagði fyrirvaralaust fram tillögur um breytta stjórnskipan. Minnihlutinn sagði hann hafa fallið á fyrsta prófinu. Morgunblaðið/Eggert 5.6.-10.6. Andrés Magnússon andres@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.