Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.06.2022, Page 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.06.2022, Page 8
VIÐTAL 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.6. 2022 T ónlistarmaðurinn og Stuðmaðurinn góðkunni, Valgeir Guðjónsson, og kona hans Ásta Kristrún Ragn- arsdóttir, námsráðgjafi og rithöf- undur, starfrækja menningarhús fjölskyldunnar, Bakkastofu, á Eyrarbakka. Þar bjóða þau upp á dagskrá sem er blanda af tónlist, samveru og sögustundum. Tónlistin og textar eru öll eftir Valgeir en Ásta er sérfróð um menningararfinn á 19. öld. Þegar gestir eru erlendir og enskumælandi flytur Valgeir aðallega tónlist úr Saga Musica bálki sínum sem nær lengra aftur, eða til landnáms Íslands með sterka tilvísun í Íslendingasögur og goða- fræði. Valgeir segist ungur hafa heillast af uppruna þjóðar og spændi í sig Íslendingasög- urnar sem barn. Áhuginn minnkaði ekki með árunum og árið 1991 sigldi hann með vík- ingaskipinu Gaiu frá Noregi til Orkneyja sem var mikið ævintýri. Blaðamaður hitti fyrir hjónin sem eru í óða önn að æfa fyrir stórtónleika sína sem haldn- ir verða á sjálfan þjóðhátíðardaginn í Skál- holti. Þau gáfu sér þó tíma til að spjalla í lítilli íbúð í miðbæ Reykjavíkur, þar sem þau eiga nú afdrep. Yfir kaffibolla og Prins Póló leiða þau blaðamann í allan sannleikann um fyr- irhugaða tónleika og af hverju það hafi verið mikilvægt að láta af þeim verða núna. Val- geir, sem varð sjötugur í janúar, greindist með eitlakrabbamein fyrir ári og var í lyfja- meðferð í sex mánuði. Hann er nú kominn fyrir vind. Gat brugðið til beggja vona „Við höfum tekið á móti þúsundum gesta í Bakkastofudagskrá. Auðvitað stöðvaðist allt í Covid en nú erum við að spýta í lófana,“ segir Valgeir á meðan Ásta nær í kaffið. „Þú ert fyrsti gesturinn! Við vorum bara að bera inn húsgögnin í gær,“ segir Ásta og sest hjá okkur í litlu stofunni og þau segja frá vinnu sinni og fyrirhuguðum tónleikum. „Efnið sæki ég í Íslendingasögurnar og goðafræðina en til að mæta þeim mikla áhuga, sem er útbreiddur um víkingatímann og menningu eða ómenningu þessa tímabils, sem ég alla söngtexta á ensku,“ segir Val- geir. „Á tónleikunum þann 17. júní verða flutt fimmtán lög úr þessum viðamikla bálki. Þessi lög mynda söguþráð með upphafi og enda. Á undan hverju lagi er sá hluti sög- unnar sagður, sem tengist laginu sem á eftir kemur. Því má segja að um heildstætt verk sé að ræða. Því gerum við skil í veglegri tón- leikaskrá, sem jafnframt hefur að geyma meistaralega vel gerðar teikningar. Ungur sunnlenskur listamaður, Sindri Mjölnir, sem er menntaður í kvikmyndagerð í Bandaríkj- unum, vann söguþráðinn í kringum lögin og teiknaði myndirnar,“ segir hann en þess má geta að miða má nálgast bæði á tix.is og eins við innganginn. „Bókin er algjört listaverk, bæði myndræn og söguleg,“ segir Ásta og bætir við: „Þetta eru hátíðartónleikarnir „Valgeir sjö- tugur“. Þessir tónleikar eru hugsaðir fyrir Ís- lendinga og því hef ég gert útdrætti úr sög- unum á íslensku sem ég flyt og þannig bland- ast þessi tvö tungumál fallega saman. Hugmyndin að veglegum Saga Musica- tónleikum vaknaði þegar Valgeir varð svona veikur. Við tókum þessa stefnu þegar við gerð- um okkur grein fyrir að það gat brugðið til beggja vona.“ Þetta er banvænn sjúkdómur Valgeir, geturðu sagt mér frá þessum veik- indum? „Ég var búinn að vera svolítið skrítinn og svo fann ég hnúð í náranum í fyrravor. Ég fór í bæinn og fór fyrst í sneiðmyndatöku og svo fleiri myndatökur og loks var ég skorinn til að taka sýni úr náranum til að greina þetta æxli,“ segir Valgeir. „Þegar í ljós kom að meinið var illkynja var hann settur í jáeindaskannann og þá kom í ljós að krabbameinið hefði dreift sér í alla eitla og inn í merg. Þetta var mjög langt gengið þó hann hafi fundið lítið til,“ segir Ásta og segir greiningarferlið allt hafa tekið töluverðan tíma áður en meðferð hófst. „Mér var ekki illt en ég var slappur og ég finn enn að ég er ekki alveg á fullu gasi. Áður en meðferðin hófst vorum við það lánsöm að samtal var strax á milli sérfræðinga á Land- spítalanum og okkar mæta krabbameins- læknis hér á Suðurlandi,“ segir hann. „Þetta er banvænn sjúkdómur og okkur var strax gert það ljóst. Framfarir í krabbameins- lækningum hafa orðið miklar á undanförnum árum. Fræðsla um stöðuna og meðferðina sem binda má vonir við getur skipt sköpum fyrir þá sem í hluta eiga. Sigurðar Böðvarsson, krabbameinslæknir, veit hversu þýðing- armikið það er að sjúklingar og aðstandendur séu upplýstir og þannig virkir í ferlinu. Hann tók okkur í læri og fór með okkur í gegnum eðli eitlakrabbameins og þá lyfjameðferð sem er í boði. Tveimur meginúrræðum var beitt; líftæknilyfi sem ræðst beint á krabbameins- frumurnar en samhliða breiðvirkandi lyfi sem ræðst á allar frumurnar,“ segir Ásta. „Staða Valgeirs var sú að hann þurfti á kröftugri meðferð að halda og fékk því tvöfald- an skammt af breiðvirkandi lyfjameðferð. Við bárum mikið traust til læknanna. Við ákváðum að taka veikindunum með eins jákvæðu hug- arfari og okkur var unnt og leyfðum okkur ekki að missa vonina. Við fengum svo þær Valgeir Guðjónsson og Ásta Kristrún Ragnarsdóttir eru samrýnd hjón. Ásta stóð þétt við bakið á manni sínum í gegnum erfið veikindi. Morgunblaðið/Kristinn Magnúss Það eru nokkrir svanir eftir Hjónin Valgeir Guðjónsson og Ásta Kristrún Ragnarsdóttir vinna náið saman við uppsetningu sagnatónleika undir nafninu Saga Musica. 17. júní rætist gamall draumur þegar haldnir verða stórtónleikar í Skálholti, þar sem öllu verður tjaldað til. Val- geir vildi ekki bíða lengur en hann stóð á þröskuldi dauðans í fyrravor þegar hann tókst á við illvígt krabbamein. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’ Valgeir var hundslappur. Við vorum öll hræðilega góð við hann og við vildum allt gera til þess að hann næði þessu mark- miði sínu og að Saga Musica færi í loftið. Við lögðum mikinn metnað í að gera þetta vel og jafnvel að skapa eins konar minnisvarða um Valgeir.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.