Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.06.2022, Side 14
VIÐTAL
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.6. 2022
F
reistandi er að nota orðalagið þannig
týnist tíminn af þessu tilefni. Bjart-
mar segist sjaldan hafa gert mikið
úr eigin afmælisdögum en nú stend-
ur mikið til, því Bjartmar og Berg-
risarnir halda tónleika í Háskólabíói hinn 18.
júní. Auk þess sendir Bjartmar frá sér nýtt lag
á afmælisdaginn.
„Dóttir mín, hún Elma Björk, hefur staðið á
bak við þessa tónleika í einu og öllu. Ég vildi
ekki hafa svona vesen. Hún er viðskipta- og
markaðsfræðingur og horfði bara ákveðið á mig
og sagði: „Pabbi, þú ert vörumerki“! Ég fór þá
að pæla í hvort ekki væri svolítið til í því hjá
henni og ég hlýði,“ segir Bjartmar sposkur en
hann bauð blaðamanni heim til sín í kaffi í vik-
unni. Þegar þetta er skrifað eru fáir miðar á
tónleikana á lausu en lagt er upp með að fara yf-
ir ferilinn, ásamt því að flytja ný lög. Spurður
um hvort tónlistarunnendur fái ekki fleiri tæki-
færi til að sjá Bjartmar og Bergrisana spila,
segir hann að svo verði. Til standi að spila á
Goslokahátíðinni í Vestmannaeyjum sem dæmi
og tónleikar séu fyrirhugaðir í haust.
„Við strákarnir í Bergrisunum ákváðum að
halda áfram þar sem frá var horfið og búa til
tónlist. Við gerðum plötuna Skrítin veröld árið
2010 og hún fékk alveg gífurlega góðar mót-
tökur. Við fengum góða dóma og fengum verð-
laun á íslensku tónlistarverðlaununum. Okkur
fannst bara ekki forsvaranlegt að hætta þessu
og ákváðum því að byrja aftur. Við erum búnir
að koma út þremur nýjum lögum og fjórða lagið
kemur á afmælisdaginn minn, 13. júní. Við er-
um að safna í plötu en nútíminn gefur okkur
möguleika á því að gefa út eitt lag í einu og það
er mjög flott. Ég læt strákana að mestu um
spileríið en ég syng og spila á kassagítarinn
annað veifið. Birkir Rafn Gíslason og Júlíus
Guðmundsson stofnuðu Bergrisana með mér
árið 2010. Við höfum verið með bestu hljóðfæra-
leikarana með okkur og Arnar Gíslason og Daði
Birgisson verða til dæmis með okkur 18. júní.
Allt eru þetta súperhljóðfæraleikarar. Ég fór
víst ekki í tónlistarnám en að vinna með öllum
bestu tónlistarmönnum landsins í áratugi er svo
sannarlega háskólanám fyrir mig.“
Ber að fara vel með velgengnina
Finnur Bjartmar ennþá fyrir leikgleði, eftir öll
þessi ár í tónlistinni? „Já, já. Það hefur aldrei
verið skemmtilegra að semja tónlist en núna og
ég er með margar hugmyndir sem ég er að
vinna úr. Ég hef áttað mig á því á efri árum hve
gæfusamur ég hef verið að eiga möguleika á því
að mála og semja lög. Ég er þakklátur fyrir það
en það ber að fara vel með og passa sig á því að
drekkja því ekki í hroka eða sjálfumgleði. Það
bitnar á listinni og manni sjálfum,“ segir Bjart-
mar, enda er eflaust auðvelt að missa jarðteng-
inguna þegar menn njóta velgengni í tónlistar-
bransanum.
„Við erum nú bara hérna á Íslandi og þekkj-
um hvert annað. Þú þarft ekkert að fá þér leyni-
númer þótt þú sért beðinn um að vera á sjálfu í
Bónus. Það er alveg á hreinu.“
Ekki er annað að heyra á Bjartmari en að
hann hafi næga orku til listsköpunar, því hann
segist sinna myndlistinni svo gott sem á degi
hverjum, auk þess sem lög og textar virðast
einnig renna frá honum. Bjartmar skilgreinir
sig ekki annað hvort sem tónlistarmann eða
myndlistarmann.
„Nei, þetta er einn pakki og ég vinn í þessu
samhliða. Ég get verið að vinna í málverkinu en
ráfa svo um og skrifa eitthvað. Því næst gríp ég
kannski í gítarinn. Heimilið er vinnustofa og
hefur alltaf verið hjá okkur. Ég ráfa á milli list-
greina hérna innanhúss. Það má alveg segja
það en þetta truflar ekkert hvort annað,“ segir
Bjartmar en eiginkona hans heitir María Hel-
ena Haraldsdóttir.
„Hún er með mér í þessu öllu. Við byrjuðum
saman 1983 og á næsta ári eru því fjörutíu ár
síðan. Við gengum í hjónaband tveimur árum
seinna. Tveir einstaklingar á svipuðu róli með
svipaðar hugmyndir og svipaðar skoðanir á ást-
inni, lífinu og öllu. Við höfum alltaf staðið saman
í öllum stórum ákvörðunum sem við höfum tek-
ið. Hún er tónlistarkona og hefur sungið á plöt-
unum mínum.“
Hlýddi á eldra fólk tala gott mál
Bjartmar fæddist á Fáskrúðsfirði 13. júní 1952
og bjó þar til 7 ára aldurs. Þá flutti fjölskyldan
til Vestmannaeyja en Bjartmar var þó stundum
á sumrin á Fáskrúðsfirði sem unglingur. Hann
segist engu að síður vera mikið borgarbarn í
sér, þótt ræturnar úr sjávarplássinu séu vissu-
lega sterkar. Hann býr í Skerjafirðinum og sýn-
ir blaðamanni tilkomumikið útsýni af svölunum.
Þar sat Bjartmar og fylgdist með eldgosinu í
Fagradalsfjalli.
Langt er síðan Bjartmar kynntist hverfinu í
Skerjafirðinum, því þangað kom hann fyrst 17
ára þegar systir hans bjó þar. Trén og gróður-
inn fyrir neðan húsið skyggja aðeins á útsýnið
núorðið en vöxtur þeirra sýnir hve langt er síð-
an Bjartmar virti fyrst fyrir sér útsýnið. „Þessi
tré voru nú ekki svona stór þegar ég kom hing-
að fyrst,“ segir hann og bendir á að á mörgum
túnum í kring hafi þá verið kýr á beit. Hann
hugsar með hlýju til æskuheimilisins austur á
fjörðum og segir samband foreldra sinna hafa
verið fallegt alla tíð en móðir hans kom þangað
frá Færeyjum.
„Ég kynntist færeyskri tónlist og ljóðagerð í
gegnum móður mína, sem var færeysk. Hún
kom til Íslands 17 ára gömul í leit að vinnu árið
1944. Þá voru allir að leita að vinnu í fátæktinni
í stríðinu. Hún ætlaði að fara í vist eins og það
var kallað. Ætli það hafi ekki verið au pair þess
tíma. Hún kom yfir hafið á færeyskri fiskiskútu
og pabbi var eitthvað að þvælast niðri á bryggju
að hjálpa þeim. Það urðu sextíu ár í mjög far-
sælu hjónabandi, enda sáu þau ekki sólina hvort
fyrir öðru. Það var yndislegt og engin vandamál
á heimilinu,“ segir Bjartmar en hann var athug-
ull sem barn og saug í sig ýmislegt úr nánasta
umhverfi.
Textagerð og ljóð hans eru rómuð og hann
segist hafa alist upp í kringum eldra fólk sem
talaði gott mál. „Þetta var alþýðufólk sem ég
lærði að tala af og það var gaman að hlusta á
þetta fólk. Sem barni fannst mér gaman að
hlusta á eldra fólk tala. Föðurættin kemur úr
Suðursveit og þar gættu menn vel að málfari. Í
föðurættinni voru menn því vel máli farnir.“
Rúnar reyndist áhrifavaldur
Bjartmar á lengri feril sem lagahöfundur en
flytjandi. Hann samdi lög eða texta fyrir aðra
tónlistarmenn áður en hann fór að túlka lög sín
sjálfur. Flestir landsmenn sem fæddir eru fyrir
1980 kannast við lagið Súrmjólk í hádeginu sem
var eitt þessara laga. Ekki ómerkari maður en
Rúnar Júlíusson mæltist til þess að Bjartmar
færi að flytja lögin sjálfur en Bjartmar hafði
ekki litið svo á að það kæmi til álita. Bjartmar
var um þrítugt þegar íslenskir tónlistarunn-
endur tóku eftir honum fyrir alvöru. Fyrsta lag-
ið sem varð frægt í hans flutningi var Hippinn
sem margir þekkja betur sem Kótilettukarlinn.
„Já það var fyrsta lagið sem vakti athygli í
mínum flutningi. Það var í raun bara skipun frá
Rúna Júl að ég myndi syngja lagið þar sem ég
væri höfundurinn. Í framhaldinu komu fyrstu
Sumarliðalögin: Sumarliði á móti og svo þegar
hann datt í’ða.“
Vegurinn var beinn og breiður fyrir lagahöf-
undinn Bjartmar í framhaldinu að því manni
virðist. Sumarliði er fullur varð mjög vinsælt.
Sumarliði segir hlustendum hátt og snjallt að
halda kjafti og í lok árs 1984 var lagið flutt með
miklum tilþrifum af Sigurveigu Hjaltested í
Áramótaskaupinu. Hvernig lagðist það í ís-
lensku þjóðarsálina á fyrri hluta níunda áratug-
arins, að vera sagt að halda kjafti í dægurlagi
sem var vinsælt hjá börnum og unglingum?
„Ég fékk aldrei neinar skammir fyrir það.
Það var miklu frekar að ég fengi nett skot á mig
fyrir súrmjólkina,“ segir Bjartmar og hlær en
bætir við á alvarlegri nótum. „Ég get alveg við-
urkennt að sum lög frá mér voru sett til hliðar
þegar ríkið sá um allt sem spilað var í útvarpi.
Þegar einhverjum ofbauð eitthvað í lögunum.
Margir listamenn lentu í því að vera hreinlega
bannaðir hjá Ríkisútvarpinu. Siðgæðispostul-
arnir vilja nú láta til sín taka og þurfa að hafa
eitthvað að gera.“
Bjartmar bendir á að meðganga geti verið
löng áður en dægurlag fæðist. Til dæmis geti
textinn eða lagið verið samið langt á undan
hinu. Hann nefnir sem dæmi að textinn við Súr-
mjólk í hádeginu hafi fyrst verið fluttur í leikriti
austur á Hvolsvelli þegar Bjartmar var rúm-
lega tvítugur.
Allt sem lifir er yrkisvert
Árið 1987 kom út platan Í fylgd með fullorðnum
sem seldist geysilega vel. Þar er að finna lagið
Týnda kynslóðin og framhaldið Sunnudags-
morgunn. En þar var einnig kunnur slagari Ég
er ekki alki. Allt saman drepfyndnir textar að
hætti Bjartmars. Í mörgum skemmtilegum lög-
um Bjartmars er ort með augum barnsins sem
fylgist með fullorðna fólkinu.
„Í fylgd með fullorðnum var þemaplata og
fjallar um þá veröld sem við bjóðum börnum
upp á. Þar var farið í þau mál. Ég lít fyrst og
fremst á mig sem höfund, þótt ég syngi lögin
sjálfur. Maður þarf að halda vel utan um það að
vera höfundur. Ef þú ætlar að vera höfundur,
þarftu að bera virðingu fyrir öllu sem lifir. Þú
þarft ekki að bera virðingu fyrir skoðunum allra
en bera virðingu fyrir lífinu. Ef þú ætlar að af-
marka þig einu yrkisefni, eins og einhverri
stefnu eða bylgju, þá býrðu í raun til girðingu í
kringum þig. Ég hef alltaf haft að leiðarljósi að
veröldin bjóði upp á svo margt. Í veröldinni eru
foreldrar, afi, amma, langafi, langamma, börn,
hundar, kettir og fuglar. Allt sem lifir er yrk-
isvert og ég passa mig á að vera ekki með neina
girðingu. Ég bjó meira að segja eitt sinn til
barnaplötu með Þorgeiri Ástvaldssyni, vini
mínum,“ útskýrir Bjartmar en Þorgeir er ein-
mitt einn þeirra sem hvöttu Bjartmar áfram
snemma á ferlinum, rétt eins og Rúnar Júl.
„Á milli okkar Þorgeirs er fóstbræðralag. Við
höfum verið vinir alla tíð og erum nánir. Sama
átti við um mig og Rúnar Júlíusson. Fóst-
bræðralag þýðir trúnaður, skilningur og vinátta
út fyrir dauða og gröf. Þannig samband á ég við
Pabbi, þú ert vörumerki
Listamaðurinn Bjartmar Guðlaugsson verður sjötugur 13. júní þótt einhverjir eigi eflaust erfitt
með að sjá fyrir sér að þessi síðhærði töffari frá Fáskrúðsfirði sé kominn á svo virðulegan aldur.
Kristján Jónsson kris@mbl.is
Létt er yfir Bjartmari Guð-
laugssyni á þessum tímamótum
og mikið stendur til.
Ljósmynd/Úr einkasafni
Bjartmar í góðu
sambandi við
tónleikagesti.