Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.06.2022, Síða 19
Gunnþór og Jónína hella afgangi af messuvíninu
á leiði Sveins M. Björnssonar myndlistarmanns
venju samkvæmt. Sveinn er sá síðasti sem jarð-
settur var í kirkjugarðinum í Krýsuvík en hann
var borinn til grafar fyrir aldarfjórðungi.
E
ndurbyggð Krýsuvíkurkirkja var vígð við hátíð-
lega athöfn á hvítasunnudag, hinn 5. júní. Kirkj-
an brann til grunna í upphafi árs árið 2010 en
Vinir Krýsuvíkurkirkju stóðu fyrir endurbyggingu
kirkjunnar. Öll smíði var á vegum Iðnskólans í Hafn-
arfirði, síðar Tækniskóla Íslands og jafnframt Þjóð-
minjasafns Íslands. Segja má að kirkjan hafi verið end-
urreist í annað sinn. Hún mun hafa verið að falli komin
um miðja síðustu öld en var endurvígð árið 1964. Kirkj-
an var hins vegar tekin fyrst í notkun árið 1857.
Í byrjun janúar 2010 var Jónatan Garðarsson með
fund á heimili sínu til að ræða tónlistarmálefni. Hann
byrjaði á að sýna fundarfólki líkan sem dóttir hans
hafði gert af Krýsuvíkurkirkju, um leið og fréttir af
bruna kirkjunnar voru til umræðu. Á sama augnabliki
hringdi Hrafnkell Marinósson, kennari í bygg-
ingagreinum í Iðnskólanum í Hafnarfirði, í Jónatan,
sem svaraði með því að spyrja hvort hann mætti
hringja í Hrafnkel seinna um daginn þar sem hann væri
aðeins upptekinn. Hrafnkell sagði erindið vera stutt og
spurði: „Eigum við að byggja saman kirkju?“ Jónatan
spurði hvort hann væri með einhverja sérstaka kirkju í
huga og Hrafnkell sagði: „Já, Krýsuvíkurkirkju.“ Jón-
atan svarað að bragði: „Já við skulum gera það,“ og
nokkrum dögum seinna var Vinafélag Krýsuvíkurkirkju
stofnað.
Séra Kristján Valur Ingólfsson, fyrrverandi vígslu-
biskup í Skálholti, vígði kirkjuna og flutti predikun.
Séra Hans Guðberg Alfreðsson, prófastur Kjalarness-
prófastsdæmis, séra Gunnþór Þ. Ingason, sem hafði
umsjá með fyrri Krýsuvíkurkirkju, og séra Jónína
Ólafsdóttir, sóknarprestur Hafnarfjarðarkirkju, þjón-
uðu einnig við vígsluna. Jónína mun leysa Gunnþór af
hólmi. Ekki er vítt til veggja í kirkjunni en þar komast
um fjörutíu manns fyrir. Boðið var upp á streymi frá at-
höfninni og mættust þar gamli tíminn og nútíminn.
Gamalt hús endurbyggt með gamla laginu og útsending
á netinu fá vígslunni. Bogi Reynisson sá um streymið
en ekki var pláss fyrir hann innandyra. Veðurguðirnir
voru ekki hliðhollir og hellirigndi meðan á athöfninni
stóð. Boga tókst, við erfiðar aðstæður, að halda streym-
inu gangandi í rúmar fimmtíu mínútur.
Vert er að geta þess að altaristaflan eftir Svein M.
Björnsson sem kallast Upprisan slapp frá brunanum.
Kemur það til vegna þess að hún var geymd yfir vetrar-
mánuðina í Hafnarfjarðarkirkju. Var sett upp í Krýsu-
víkurkirkju í vormessu ár hvert og tekin niður á haust-
in. Hún er nú komin á sinn stað í endurreistri kirkjunni.
Gestir koma til vígsl-
unnar í sannkölluðu
Krýsuvíkurveðri.
Önnur endurreisnin
Krýsuvíkurkirkja hefur verið endurreist eftir brunann árið 2010. Var hún
vígð á hvítasunnudag en veðurguðirnir voru ekki sérlega hliðhollir.
Ljósmyndir: Árni Sæberg Texti: Kristján Jónsson kris@mbl.is
Kristján Valur í predikunarstólnum. Á
meðal kirkjugesta má sjá Þór Magn-
ússon fv. Þjóðminjavörð og Rósu Guð-
bjartsdóttur bæjarstjóra í Hafnarfirði.
12.6. 2022 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19