Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.06.2022, Síða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.06.2022, Síða 24
Ernest og Frida voru afar spennt að komast í hundagönguna. E inn fagran laugardags- morgun í einu af fínni hverfum Cleveland-borgar í Ohio fékk blaðamaður að fylgja vinunum Ernest og Fridu eftir þegar þau tóku þátt í vikulegri hópgöngu hunda, sem kallast á ensku „Pack Walk“. Ernest og Frida spennt Ernest og Frida, sem heita eftir þeim frægu listamönnum Ernest Hemingway og Fridu Kahlo, eru bæði af Labradoodle-kyni, sem er blanda af Labrador og Poodle, eins og nafnið gefur til kynna. Hundar þessir eru með afbrigðum þægir, klárir og skemmtilegir og gelta varla. Frida og Ernest virtust vel vita hvert förinni var heitið þegar lagt var af stað í bíl, og sátu bæði spennt í aftursætinu. Þegar komið var í fallegan garð beið þar fjöldi hunda af öllum stærðum og gerð- um, ásamt eigendum þeirra. Alls mættu þennan dag 65 hundar en mest hafa þeir verið um 120 tals- ins. Læra að mæta öðrum En hvað er „Pack Walk“? Það er skipulögð fjöldaganga hunda, þar sem hundaþjálfari ræður ferðinni og stjórnar æfing- um og leikjum hundanna. Tilgang- urinn er að fá hunda til að venja sig við að mæta öðrum hundum, án þess að tryllast, gelta eða ráð- ast á þá. Hundarnir virtust hafa bæði gagn og gaman af göngunni, en oft var numið staðar og farið í eins konar hundaþrautir sem fólu í sér til dæmis að mætast, ganga í halarófu eða setjast stilltir og bíða. Í leiðinni kynnast eigend- urnir, spjalla og eiga notalega stund saman í klukkutíma eða svo. Hundagöngur eru vinsælar í Ameríku en þá hittist fjöldi hunda til að ganga saman og læra að umgangast hvorn annan. Morgunblaðið/Ásdís Ernest fylgist hér með öðrum hundum í göngunni, sallarólegur. Gengið var fyrst í halarófu í sólinni. Hundalíf og hópganga Víða um Bandaríkin hittast hundaeigendur með hunda sína til að venja þá hvern við aðra. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.6. 2022 GÆLUDÝR Dekton er algjörlega öruggt gagnvart blettum svo sem kaffi, rauðvíni, sítrus og ryði. Dekton þolir að það slettist á það Blettaþolið SýruþoliðHögg- og rispuþolið Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is HÁTT HITAÞOL

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.