Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.06.2022, Blaðsíða 29
AFP/Emma McIntyre
Jerry Seinfeld, George
Shapiro og Eddie
Murphy árið 2017.
látist árið 1984, aðeins 35 ára að
aldri.
Það var í raun merkilegt að Shap-
iro skyldi halda tryggð við Kaufman
því eflaust hefðu einhverjir gefist
upp. Í mörgu sem Kaufman tók sér
fyrir hendur var markmiðið ekki að
afla sér vinsælda og einhverjir um-
boðsmennirnir hefðu því misst áhug-
ann. Þvert á móti naut Kaufman
þess að hrista upp í fólki og fram-
kvæmdi eins konar gjörninga. Shap-
iro sagði sjálfur í viðtölum að hann
hefði kunnað að meta manneskjuna
Andy Kaufman og þess vegna hefði
hann haldið samstarfinu áfram en
viðurkenndi að á ýmsu hefði gengið.
Shapiro sagðist ekki geta verið með
skemmtikrafta á sínum snærum ef
hann bæri ekki virðingu fyrir þeim
sem manneskjum. Samskiptin væru
það mikil á milli umboðsmannsins og
skemmtikraftsins að það væri nán-
ast eins og hjónaband.
Kaufman var með ólíkindum
uppátækjasamur og sérvitur eins og
vel kemur fram í kvikmyndinni Man
On The Moon frá árinu 1999 þar sem
Jim Carrey leikur Andy Kaufman og
Danny DeVito leikur Shapiro. De-
Vito þekkti vel til þar sem hann lék
með Kaufman í hinum kunnu
gamanþáttum Taxi. Shapiro tók þátt
í framleiðslu kvikmyndarinnar og
gefur hún því ágæta mynd af sam-
skiptum hans og Kaufmans.
Eitt af því sem Kaufman tók upp á
var að takast á við konur úr hópi
áhorfenda í fjölbragðaglímu og var
atriðið hluti af skemmtunum hans
þegar Kaufman tróð upp í háskólum
og víðar. Framan af þótti mörgum
atriðið skemmtilegt en Kaufman var
í sérkennilegum glímufatnaði og lét
hanna fyrir sig belti til merkis um að
hann væri mesti glímukóngur
heimsins. Glímuatriðin fóru að súrna
þegar Kaufman færði glímuna inn í
sjónvarpssal og gekk fram af áhorf-
endum með alls kyns yfirlýsingum
um að staður kvenna væri í eldhús-
inu og fleira í þeim dúr. Þar var
Kaufman í karakter og vildi í raun
leika óvinsæla persónu en það skil-
aði sér ekki endilega inn í stofu hjá
fólki. Shapiro sagði fjölbragðaglím-
una hafa verið það erfiðasta í sam-
starfinu með Andy Kaufman.
Bréfasendingar virkuðu
Georg Shapiro gerðist umboðs-
maður Jerrys Seinfelds eftir að hafa
séð Seinfeld fara með gamanmál á
sviði. Shapiro á heiðurinn af því að
NBC-sjónvarpsstöðin var tilbúin til
að gefa Jerry Seinfeld tækifæri í
sjónvarpi. Hann var reyndar orðinn
býsna þekktur uppistandari, meðal
annars þar sem hann hafði komið
fram í þáttum hjá Johnny Carson,
David Letterman og þeim kump-
ánum öllum.
Shapiro sendi þáverandi forstjóra
NBC reglulega blaðaúrklippur þeg-
ar Seinfeld fékk góða dóma fyrir
uppistand. Dag einn sendi hann for-
stjóranum bréf með einni úrklipp-
unni. Þar skrifaði Shapiro eitthvað á
þessa leið: „Þú getur sagt að ég sé
klikkaður en ég tel að Jerry Seinfeld
muni vera með þátt á NBC áður en
langt um líður.“ Í framhaldinu var
boðað til fundar með Seinfeld og
Shapiro. Úr varð vinsælasti sjón-
varpsþátturinn í Bandaríkjunum á
tíunda áratugnum og einn sá vinsæl-
asti frá upphafi.
Þeir sem þekkja sögu Seinfeld-
þáttanna vita að þættirnir fóru ekki
á flug í vinsældum fyrr en í fjórðu
seríunni. Fram að því kom nokkrum
sinnum upp óvissa um hvort fram-
leiðslu þáttanna yrði hætt. Sér-
staklega á fyrstu stigum. NBC var
með þættina vinsælu Cheers sem Ís-
lendingar þekkja einnig vel. Ástæða
þess að Cheers-þættirnir luku
göngu sinni árið 1993 var sú að aðal-
leikarinn Ted Danson sagðist þurfa
að snúa sér að öðru. Varð þetta vatn
á myllu Seinfeld-þáttanna því þeir
voru þá sýndir á þeim tíma sem
Cheers hafði verið sýnt í dagskrá
NBC. Línuleg dagskrá lifði þá góðu
lífi og hlutir sem þessir skiptu miklu
máli.
Þá jukust vinsældir Seinfeld-
þáttanna til mikilla muna. Skömmu
síðar rakst George Shapiro á Ted
Danson í veislu. Fyrstu viðbrögð
Shapiro voru að faðma Danson að
sér sem varð mjög undrandi. Shap-
iro gat ekki annað en viðurkennt að
faðmlagið væri til komið vegna þess
að Danson hefði hætt í Cheers.
Þar sem Shapiro og West tóku
þátt í framleiðslu Seinfeld-þáttanna
þá þurftu þeir ekki að kvíða lífsbar-
áttunni á efri árum.
12.6. 2022 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
295
Vinnuvettlingar
PU-Flex
Öflugar Volcan
malarskóflur
á frábæru
verði
frá 365
Glærir ruslapoka
Ruslapokar 120L
Ruslapokar 140L
Sterkir 10/50stk
1.995
Strákústar
mikið úrval
Öflug
stungu-
skófla
Garðverkfæri í miklu úrvali
Hakar, hrífur, járnkarlar, kínverjar, sköfur, skröpur, fíflajárn, fötur,
balar, vatnstengi, úðarar, stauraborar.........
Léttar og góðar hjólbörur
með 100 kg burðargetu
999Barna-
garðverk-
færi
frá 395
Ruslatínur
frá 295
Úðabrúsar
í mörgum stærðum
frá 995
Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fös. kl. 9-18, lau. kl. 10-17, sun. kl. 12-16
Garðslöngur
í miklu úrvali
Hrífur
Greinaklippur
frá 585
Burstar framan
á borvél 3 stk.
Mikið úrval af
garðstömpum
Fötur í
miklu úrvali
frá1.495
Laufhrífur
SJÓNVARP Sarah Jessica Parker
tjáði sig á dögunum um ástæður
þess að Kim Cattrall sé ekki með í
nýrri þáttaröð And Just Like That.
Þar munu þrjár leikkonur af fjór-
um úr þáttunum vinsælu Beðmál í
borginni leika saman á ný.
Parker var í viðtali í hlaðvarps-
þættinum THR’s Awards Chatter
og sagði Cattrall ekki hafa haft
áhuga á verkefninu. Hún eigi ekki í
deilum við Cattrall því um ein-
stefnu sé að ræða. Catrall hafi tjáð
sig um Parker en ekki öfugt.
Á ekki í deilum við Cattrall
Leikkonan Sarah Jessica Parker.
AFP
BÓKSALA Í MAÍ
Tekið saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda
1
Natríumklóríð
Jussi Adler-Olsen
2
Allt í blóma
Hafsteinn Hafliðason
3
Maðurinn sem dó tvisvar
Richard Osman
4
Allt og sumt
Þórarinn Eldjárn Gullbringa
5
Hanni granni dansari
Gunnar Helgason
6
Gestalistinn
Lucy Foley
7
Sumar í strandhúsinu
Sarah Morgan
8
Risasyrpa – fjallaklifur
Walt Disney
9
Heiðríkja – Shetland 6
Ann Cleeves
10
Reimleikar
Ármann Jakobsson
11
Kennarinn sem fuðraði upp
Bergrún Íris Sævarsdóttir
12
Liðin tíð
Lee Child
13
Bekkurinn minn 4
– hjólahetjan
Yrsa Þöll Gylfadóttir
14
Fær í flestan sjó
Egill Eðvarðsson
og Kristín Jórunn
15
Bíbí í Berlín
Bjargey Kristjánsdóttir
16
Spæjarastofa Lalla og
Maju: Dýraráðgátan
Martin Widmark
og Helena Willis
17
Hlaupahringir á Íslandi
Ólafur Heiðar Helgason
18
Af djúpum straumi
Ferdinand Jónsson
19
Getnaður
HeiðaVigdís Sigfúsdóttir
20
Helkuldi
Viveca Sten
Allar bækur
Rithöfundurinn kunni Auður Haralds hefur sent frá
sér nýja skáldsögu Hvað er drottinn að drolla? Auður
vakti strax athygli með sinni fyrstu skáldsögu Hvunn-
dagshetjan árið 1979 og síðar vöktu bækurnar um
Elías mikla athygli. Ný skáldsaga frá Auði telst þó til
tíðinda því hún hefur einungis sent frá sér tvær bæk-
ur á þessari öld. „Um höfundinn er ekkert nýtt að
segja. Hún er með tvær hendur, tvo fætur og eitt
höfuð, eins og hún hefur alltaf haft og þótti ekki
fréttnæmt fram að þessu,“ stendur aftan á bókinni sem fjallar um
tímaflakk.
Á tíma plágunnar í Englandi á fjórtándu öld lendir Guðbjörg, skrif-
stofukona í Reykjavík, á óumbeðnu tímaflakki. Og þar má doka við
og velta fyrir sér hverju nútímavitneskja bjargi þegar nútíminn fylgir
ekki með.
Þrettánda bókin um Stellu
Fleiri íslenskar bækur hafa komið út nýlega og enn er
vor í spennusagnagerð á Íslandi. Þrjár nýjar spennu-
sögur eru á boðstólum í kiljuformi.
Morðið í Öskjuhlíð er þrettánda bókin um Stellu
Blómkvist. „Árið er 1995 og Stella Blómkvist er ný-
útskrifaður lögfræðingur. Þegar þekktur blaðamaður
hverfur í tengslum við rannsóknir sínar dregst hún
inn í mál sem verður fljótlega að snúinni morðgátu
sem teygir anga sína víða um heiminn. Og þegar ung kona þarf að
leita réttar síns eftir nauðgun getur Stella ekki annað en hjálpað
henni, jafnvel þótt valdamiklir aðilar reyni að stöðva hana,“ segir í
kynningu á bókinni.
Kafbátaumferð í höfninni
Anna Ólafsdóttir Björnsson, fyrrverandi þingmaður,
sendi frá sér glæpasögu í fyrra og aðra nú sem heitir
Óvissa.
Horfinn eiginmaður, kafbátaumferð í Reykjavík-
urhöfn að næturþeli og ímyndunarveikur unglingur.
Allt eru þetta óvæntar hliðar á nýju máli sem vinirnir
Linda Lilja og Gabríel sogast inn í,“ stendur aftan á
bókinni.
Fyrsta spennusaga Maríu
Hvítserkur er fyrsta spennusaga Maríu Siggadóttur.
Þar finnst maður nokkur myrtur í heimahúsi og við
rannsókn málsins blandast atburðarásin saman við
smygl á eiturlyfinu Vermaak, einhverju hættulegasta
eiturlyfi sem vitað er um. Hera Hallvarðsdóttir rann-
sóknarlögreglukona og félagar hennar, sem annast
rannsókn málsins, hafa í mörg horn að líta.
KILJUR
Ný bók frá Auði Haralds