Morgunblaðið - 04.07.2022, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2022
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
ur
.H
ei
m
sf
er
ði
rá
sk
ilj
a
sé
rr
ét
tt
il
le
ið
ré
tti
ng
a
á
sl
ík
u.
At
h.
að
ve
rð
ge
tu
rb
re
ys
tá
n
fy
rir
va
ra
.
595 1000 www.heimsferdir.is
Verona
LáttuÍtalskadrauminnrætast!
19.950
Flug aðra leið frá
Flugsæti
Landsmót hestamanna hófst með
forkeppni í barna- og unglingaflokki
í gær. Fisléttir knaparnir stýrðu
vígalegum hestunum listilega fyrir
framan fjölskipaða dómnefnd. Ás-
mundur Einar Daðason barnamála-
ráðherra var meðal þeirra sem
mættu í brekkuna til þess að fylgjast
með. Eftir forkeppni í barnaflokki
er Kristín Eir Hauksdóttir efst á
hestinum Þyt frá Skáney með ein-
kunnina 8,798, sem hefði dugað til
efsta sætis í flokki unglinga. Hæstu
einkunn í unglingaflokki hlaut Svan-
dís Aitken Sævarsdóttir á merinni
Fjöður frá Hrísakoti með 8,728.
Þá fór fram fordómur á fjögurra
og fimm vetra hryssum á kynbóta-
vellinum og þar verða sýningar
áfram út mótið sem eru fjölsóttar af
ræktendum og unnendum íslenska
hestsins hvaðanæva úr heiminum.
„Mótið hefur gengið mjög vel í
dag, fullt af fólki í brekkunni,“ segir
Ólafur Þórisson mótsstjóri. Hann
kveðst finna fyrir mikilli spennu og
stemningu í ungviðinu og nú sé búið
að ná mesta skrekknum úr fyrir
milliriðilinn. thorab@mbl.is
Landsmót hestamanna hófst á Gaddstaðaflötum í gær með glæsilegri setningarathöfn en fjögur ár eru liðin frá síðasta landsmóti
Ungviðið
reið á vaðið
Ljósmynd/ Landsmót hestamanna
Ósæmileg hegðun foreldra á íþrótta-
mótum barna er ekki ný af nálinni að
sögn Hafrúnar Kristjánsdóttur
íþróttasálfræðings. „Við breytum því
ekki að fólk hagi sér eins og fífl, en
ég held samt að félögin gætu unnið
meira með að búa til og innleiða gildi
í sitt starf.“
Rannsóknir sýna að áhugi og
stuðningur foreldra við íþróttaiðkun
barna sinna sé til þess fallinn að þau
endist lengur í íþróttinni. Í því felist
forvarnaráhrif, enda dragi íþrótta-
iðkun almennt úr áhættuhegðun. Því
væri ekki lausn að foreldrar hættu
að mæta á leiki barna sinna. „Við
viljum þennan stuðning. Eðlileg
hegðun foreldra er að hvetja áfram
liðið sitt án þess að einbeita sér að
úrslitum og frammistöðu. Þeir eigi
frekar að fylgjast með því hvort
barnið sýni íþróttamannslega hegð-
un og virðingu í samskiptum og
hvort liðið sé að ná framförum.“
N1-mótið í knattspyrnu fór fram á
Akureyri um helgina, þar sem tvö
þúsund krakkar á aldrinum ellefu til
tólf ára tóku þátt. Mótið gekk vel
fyrir sig en þó fóru á kreik sögur af
ósæmilegri hegðun foreldra á leikj-
um barna sinna. Þá tók lið á vegum
Þróttar þá ákvörðun að mæta ekki í
leik um fimmta sætið gegn liði FH. Í
kjölfarið birti knattspyrnudeild
Þróttar yfirlýsingu þess efnis að
yfirþjálfari og þjálfari liðsins hefðu
tekið þessa ákvörðun í ljósi þess að
hegðun liðs FH hefði borið vott um
agaleysi og vanvirðingu. Þar var
jafnframt bent á að ábyrgðaraðilar
hefðu brugðist þegar „leikar fóru úr
böndunum“.
Hafrún segir ómögulegt að taka
afstöðu til þess hvort ákvörðun
Þróttar hafi verið rétt eða ekki, enda
hafi hún ekki vitneskju um hvað hafi
átt sér stað. „Almenna reglan er auð-
vitað að þú mætir til leiks en stund-
um vill maður ekki setja börn í að-
stæður sem maður metur
óæskilegar.“
Þjálfarar, og eftir atvikum for-
eldrar, verða að axla þá ábyrgð að
veita aðhald og leiðbeina ungum iðk-
endum um hvernig hegðun sé æski-
leg í fótboltaleik. „Þessi börn eru ell-
efu og tólf ára og eru bara að læra.
Þau geta misst stjórn á skapi sínu.
Þá hvílir mikil ábyrgð á þjálfurun-
um. Hegðun barnsins á ekki að bitna
á öðrum leikmönnum.“
Um þessar mundir er Hafrún að
taka þátt í tilraunaverkefni með ÍSÍ,
UMFÍ og KSÍ, Fimleikasambandi
Íslands, Háskólanum í Reykjavík og
Loughborough-háskóla á Englandi,
Fimleikadeild Ármanns og knatt-
spyrnudeild Fylkis. Verkefnið kall-
ast 5C og snýst um að þjálfa fimm
þætti í sálrænni og félagslegri færni
barna og unglinga í íþróttum. Þessir
þættir eru skuldbinding, samskipti,
sjálfstraust, sjálfsagi og einbeiting.
Innleiðing á verkefninu hófst með
félögunum í sumar og hefur heilt yfir
gengið vel, að sögn Hafrúnar, þó
þjálfarar séu misjafnlega móttæki-
legir. Hafrún segir að um sé að ræða
langhlaup en ekki spretthlaup. Það
skipti máli að þjálfa iðkendur mark-
visst í huglægum þáttum frá upp-
hafi. „Þú þarft eiginleika eins og
samskiptahæfni, sjálfstraust og til-
finningastjórnun til þess að verða af-
reksíþróttamaður, en þetta hjálpar
líka í lífinu almennt.“ Þannig ætti
aukin áhersla á hugarfar í íþróttum
og framkomu að gagnast öllum iðk-
endum, sama hversu langt þeir
hyggjast stefna. thorab@mbl.is
Mikil ábyrgð hvílir á þjálfurum
Skapti Hallgrímsson
Úrslit Fjölnir og Þór kepptu í úrslitum B-liða á N1-mótinu á Akureyri.
- Foreldrar eigi að fylgjast með framförum og framkomu frekar en úrslitum og frammistöðu - Hegð-
un barns eigi ekki að bitna á öðrum leikmönnum - Auka þurfi áherslu á hugarfarsþjálfun frá upphafi
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Stjórn Dómarafélagsins telur að
meint leiðrétting á launum 260 op-
inberra starfsmanna, þar á meðal
dómara, sé ólögmæt.
Komst fjársýsla ríkisins nýverið að
því að allt frá gildistöku laga nr. 79/
2019 um laun þjóðkjörinna manna,
ráðherra og tiltekinna embættis-
manna ríksins hafi laun 260 opin-
berra starfsmanna verið ofgreidd.
Viðmið við framkvæmdina var launa-
vísitala ríkisstarfsmanna en ekki það
viðmið sem tilgreint er í lögunum,
þ.e. meðaltalsbreyting reglulegra
launa ríkisstarfsmanna milli ára.
„Það hefur verið ákveðið að fylgja
launavísitölu ríkisstarfsmanna en
síðan kemur fjársýslan eftir þrjú ár
og segir að launavísitalan sé eitthvað
annað en hlutfallsleg breyting á með-
altali reglulegra launa starfsmanna
ríkisins. Okkur finnst alveg óboðlegt
að það gefur í sjálfu sér enga skýra
mynd að þetta sé annað en meðaltal
reglulegra launa. Það hefur enginn
útskýrt hvað felst í því hugtaki. Okk-
ur finnst óboðlegt að ganga frá skiln-
ingi, framkvæma hann og koma svo
eftir þrjú ár og ætla sér að breyta
því,“ segir Kjartan.
„Breytt fyrirvaralaust“
„Við erum fyrst og fremst að kalla
eftir skýringu á því hvað breyttist
þarna. Þessu er breytt fyrirvara-
laust, án þess að við fáum að tjá okk-
ur og án þess að við fáum neinn rök-
stuðning fyrir því samkvæmt lögum
í málinu og síðan tilkynnt opinber-
lega beint í kjölfarið,“ segir hann.
Ef stjórnvald breyti launum emb-
ættismanns sé slíkt stjórnvalds-
ákvörðun og vill Kjartan meina að
ekki hafi verið farið að stjórnsýslu-
lögum í málinu. Stjórn Dómara-
félagsins mun á næstu dögum ákveða
hvort málið verði rekið fyrir dómstól-
um. Fari svo er líklegt að héraðsdóm-
arar víki sæti í málinu og settir verði
dómarar í málinu; fordæmi er fyrir
slíku frá árinu 2006, þegar héraðs-
dómari fór í mál við ríkið vegna
kjaramála og bar sigur úr býtum. Þá
viku allir héraðsdómarar við Héraðs-
dóm Reykjavíkur sæti í málinu og
skipaði dómsmálaráðuneytið forseta
lagadeildar Háskólans í Reykjavík
setudómara í málinu auk tveggja pró-
fessora við lagadeild Háskóla Ís-
lands.
„Óboðlegt“ hjá ríkinu
að mati Dómarafélagsins
- Telja rökstuðning skorta og tilkynningarskyldu ekki virta