Morgunblaðið - 04.07.2022, Síða 6

Morgunblaðið - 04.07.2022, Síða 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2022 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Æfingar og leikir í anda raunveru- legra verkefna voru í aðalhlutverki á landsmóti unglingadeilda Slysa- varnafélagsins Landsbjargar sem haldið var á Höfn í Hornafirði um helgina. Alls um 400 manns af öllu landinu sóttu mótið, þar af um 300 ungmenni sem þarna reyndu sig í leit- artækni, bjarg- sigi, fyrstu hjálp, siglingum og fleiru. „Hópefli og samvinna var áberandi þráður í þessum æfingum – sem í lokin var slegið upp í kappleiki og gleði,“ segir Otti Rafn Sigmarsson, formaður SL, í samtali við Morgunblaðið. Hann var með sínu fólki á Hornafirði um helgina og naut þess vel. Góð fyrirheit um framtíðina Björgunarfélag Hornafjarðar og Slysavarnadeildin Framtíðin sáu um framkvæmd landsmótsins, sem ung- lingar 14-18 ára frá alls 22 félögum sóttu. „Frábær þátttaka á þessu móti gefur okkur góð fyrirheit um framtíðina í starfinu. Þar erum við alltaf að leita að öflugum mannskap sem þarf þjálfun,“ segir formað- urinn. Hálendisvaktin hafin Otti segir að ýmsir af leiðbein- endum og umsjónarmönnum sem voru á unglingamótinu nú séu meðal þess björgunarsveitafólks sem fari á næstunni á svonefnda Hálendisvakt björgunarsveitanna. Þegar séu fyrstu flokkarnir þar farnir á fjöll og komnir í Landmannalaugar. Á næstu dögum verði raðirnar svo þéttar enn frekar og sveitir sendar til sumarstarfa í Skaftafelli, í Nýja- dal á Sprengisandi og í Drekagil við Öskju. Fjöldi björgunarsveita sendir mannskap á hálendið og er hver flokkur þar í eina viku. Verkefnin á hálendisvakt eru fjöl- breytt, svo sem að liðsinna göngu- fólki sem ratað hefur í vandræði, að- stoða ökumenn og sinna fólki sem kann að hafa hrasað, fengið skrámur og slíkt. Þá hafa björgunarsveitirnar einnig nú ýtt umferðarátaki úr vör, en undir merkjum þess eru öku- menn á leið út á land teknir tali, gef- in ráð og hvatt til aðgæslu. Ljósmynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg Landsmót Tilfæringar á stóru dekki af vinnuvél og sjúkraböruburður voru meðal þeirra verkefna sem ungt fólk úr björgunarsveitunum þurfti að leysa, í því skyni að læra af og fá reynslu. Æfingarnar í anda raunveruleika - Unglingar björgunarsveita hittust á Hornafirði - Hópefli og samvinna - Öflugur mannskapur fær þjálfun Ljósmynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg Otti Rafn Sigmarsson Lífsgleði var í fyrirrúmi á fjölsóttu móti Fálkaskáta á aldrinum 10-12 ára sem haldið var á Úlfljótsvatni um helgina. Tæknivinna ýmiskonar, vatnasafarí og ástar- pungabakstur voru meðal þrauta á mótinu, en það sóttu um 150 ungir skátar. Fjöldi þátttakenda var ann- ars tvöföld sú tala, því mótshaldi sem þessu fylgir alltaf líka stór hópur foringja og foreldra. Stundum mæta jafnvel heilu fjölskyldurnar, enda eru skátamót æv- intýri allra kynslóða. Róverskátar – fólk beggja vegna við tvítugt – ætla síðan að mætast í Landmannalaugum síðar í sumar enda allir þjálfaðir í útivist og ögrunum sem henni fylgja í öræfaferðum. Þá eru ýmsar samkomur skáta í sumar á Hömrum við Akureyri. Fálkar fjörugir á Úlfljótsvatni Ljósmynd/Olga Skátar Fylking kátra krakka undir fána á fallegu sumarkvöldi í útivistarparadís skáta á Úlfljótsvatni um helgina. Verið er að ganga frá kaupsamn- ingi við nýjan kaupanda að varð- skipunum Ægi og Tý og búist er við að ljúka ferlinu við lok vik- unnar. Þetta staðfestir Helena Rós Sigmarsdóttir, lögfræðingur hjá Ríkiskaupum. „Það er samt ekkert í höfn fyrr en blek er komið á blað,“ segir hún, en fallið var frá öðru kauptilboði í skipin fyrir mán- uði. Höfðu áður gert tilboð Ríkiskaup auglýstu skipin til sölu síðasta haust og bárust þá tvö til- boð í bæði skipin. Hið hærra var upp á 125 milljónir en hið lægra upp á 18 milljónir. Ekki varð af kaupum í samræmi við tilboðið sem var samþykkt vegna þess að sá kaupandi hafði sett tiltekna fyr- irvara sem skipin stóðust ekki og hann gat ekki fellt út, að sögn Helenu. Þeir kaupendur sem nú hyggjast festa kaup á varðskip- unum tveimur eru þeir sömu og gerðu kauptilboð upprunalega, sem ekki var samþykkt þá. Bæði skipin eru smíðuð í Danmörku. Varðskipið Ægir var smíðað í Álaborg 1968 og Týr var smíðaður í Árósum 1975. Ægir fór í sína síðustu löggæslu- og eftirlitsferð um miðin sumarið 2015 og Týr í nóvember í fyrra. Helena býst við því að Ægir verði settur í niðurrif eftir kaupin. thorab@mbl.is Nýir kaupendur að Ægi og Tý - Stefna á að klára kaupin í lok vikunnar Varðskip Ægir og Týr í Sundahöfn. Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Ungt fólk á framhaldsskólaaldri og eldri sundiðkendur eru hvað spenntastir fyrir miðnæturopnun í Laugardalslaug, að mati Árna Jónssonar, forstöðumanns Laug- ardalslaugar. Þar verður opið til miðnættis á fimmtudögum frá og með 4. ágúst næstkomandi, fram að áramótum og lengur ef vel tekst til. „Ég hef heyrt jákvæðar und- irtektir. Við erum ótrúlega spennt yfir því að prófa þetta og vera ófeimin við að leyfa þessu að þrosk- ast,“ segir hann. Laugardalslaug hefur reynslu af miðnæturopn- unum, til dæmis eftir miðnætur- hlaup Suzuki, en þá fréttu fram- haldsskólanemar af opnuninni og fjölmenntu á staðinn. „Það er auð- vitað ótrúlega jákvætt að þau séu að koma og vera í svona heilbrigðu umhverfi. En við viljum auðvitað ekki að þau séu að vaka lengi í haust,“ segir Árni. „Við viljum ekki hafa neikvæð áhrif á skólagöng- una.“ Árni hefur átt samtöl um miðnæturopnunina við fastagesti laugarinnar. Margir eru fastir í rút- ínunni og vilja ná sundinu fyrir tíu- fréttir. „En það er dálítill hópur sem hefur sýnt þessu töluverðan áhuga og það eru þessir eldri. Ætli það sé ekki fólk yfir sextugt. Ekki þessir allra elstu,“ segir hann. Yfir vetrartímann byrja sundæf- ingar klukkan 05:30 á morgnana í Laugardalslaug. „Þá fer þetta að verða svolítið langur dagur hjá okkur, frá hálfsex til tólf. Samt er góður hópur að vinna hjá okkur. Flestir sem ég er búinn að ræða þetta við eru ótrúlega jákvæðir gagnvart þessu. Þetta er eitthvað sem hægt er að búa til skemmtilega stemningu í kringum,“ segir hann. „Ótrúlega spennt“ fyrir miðnætursundi í sumar - Forstöðumaður segir ungt fólk og eldri iðkendur sýna áhuga Morgunblaðið/Sigurður Bogi Miðnætursund Viðbrögðin hafa verið jákvæð, að sögn Árna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.