Morgunblaðið - 04.07.2022, Qupperneq 10
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2022
* %)'%#)&" !($+Guðrún
Arnardóttir
Níundi þáttur
ámbl.is
DÆTUR ÍSLANDS
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Í níunda þætti af Dætrum Íslands
heimsækjum við knattspyrnu- og
landsliðskonuna Guðrúnu Arnar-
dóttur, leikmann Rosengård í Sví-
þjóð.
Guðrún, sem er 26 ára gömul, gekk
til liðs við sænska félagið frá Djur-
gården í Svíþjóð í júlí á síðasta ári en
hún er uppalin hjá BÍ á Ísafirði.
Hún lék upp yngri flokkana hjá BÍ
til ársins 2010 þegar hún gekk til liðs
við Selfoss en hún lék sinn fyrsta
meistaraflokksleik í 1. deildinni í maí
2011, þá 15 ára gömul.
Hún var í lykilhlutverki hjá Sel-
fyssingum sumarið 2011 þegar liðið
tryggði sér sæti í efstu deild en hún
gekk svo til liðs við Breiðablik árið
2012 þar sem hún lék í sjö tímabil, frá
2012 til 2018.
Hún varð tvívegis Íslandsmeistari
með Blikum og þrívegis bikarmeist-
ari en alls á hún að baki 98 leiki í efstu
deild þar sem hún hefur skorað 8
mörk.
Í desember 2018 skrifaði hún undir
eins árs samning við sænska félagið
Djurgården þar sem hún lék í tvö og
hálft tímabil áður en hún gekk til liðs
við Rosengård í júlí 2021 þar sem hún
varð Svíþjóðarmeistari með liðinu á
síðustu leiktíð. Þá varð hún bikar-
meistari með liðinu á yfirstandandi
keppnistímabili.
Hlakkar mikið til
Guðrún á að baki 19 A-landsleiki
fyrir Ísland þar sem hún hefur skor-
að eitt mark. Hún lék sinn fyrsta
landsleik gegn Japan í mars árið
2015, þá 19 ára gömul.
„Ég er ótrúlega spennt fyrir Evr-
ópumótinu,“ sagði Guðrún í þætt-
inum en hún er á leið á sitt fyrsta
stórmót með kvennalandsliðinu.
„Ég hef ekki farið á stórmót áður
og er tiltölulega ný í landsliðinu líka
þannig að ég hlakka mikið til. Þetta
er ótrúlega skemmtilegur hópur og
stemningin er virkilega góð þannig að
það er mjög gaman að vera hluti af
landsliðinu í dag.
Það ríkir ákveðin eftirvænting fyr-
ir mótinu heima á Íslandi og það er
almennt held ég bara mikil spenna á
meðal fólks fyrir lokamótinu, sem er
gaman að sjá. Þessi lokamót eru allt-
af að verða stærri og stærri og ég hef
fundið fyrir miklum stuðningi heiman
frá. Það er mín tilfinning að almenn-
ingur sé því alveg jafn spenntur fyrir
þessu og við stelpurnar.
Það eru bara sterk lið í lokakeppn-
inni og það verður alvöru áskorun að
reyna að ná í úrslit gegn þessum
sterkustu þjóðum en á sama tíma tel
ég okkur eiga ágætis möguleika á
mótinu,“ sagði Guðrún meðal annars.
Almenningur alveg jafn spenntur
Morgunblaðið/Hallur Már
Rosengård Guðrún gekk til liðs við sænska félagið frá Djurgården í júlí á síðasta ári en hún var Svíþjóðarmeistari með liðinu á síðustu leiktíð.
- Guðrún Arnardóttir er samningsbundin sænska úrvalsdeildarfélaginu og meistaraliði Rosengård
- Guðrún er uppalin á Ísafirði en hún er á leið á sitt fyrsta stórmót með íslenska kvennalandsliðinu
Morgunblaðið/Hallur Már
Völlur Rosengård spilar heimaleiki sína á íþróttavell-
inum í Malmö sem tekur rúmlega 3.900 manns í sæti.
Morgunblaðið/Hallur Már
Malmö Sænska borgin er þriðja stærsta borg Svíþjóðar
en hún er á suðvesturstönd landsins.