Morgunblaðið - 04.07.2022, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 04.07.2022, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2022 2013 2018 Reki ehf • Skemmuvegur 46 • 200 Kópavogur • Sími 562 2950 www.reki.is Við sérhæfum okkur í síum í allar gerðir véla Eigum til flest allar gerðir af síum á lager Áratuga reynsla í þjónustu við íslenskan iðnað Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Markmið okkar og áherslumál var að rjúfa ákveðna kyrrstöðu hér í sveit og koma mikilvægum málum á rekspöl. Eflum Hruna- mannahrepp var kjörorð okkar fyrir kosningar og nú þegar við erum komin í aðstöðu til að fylgja því eftir stöndum við líka við okk- ar markmið og yfirlýsingar,“ segir Jón Bjarnason. Hann er oddviti D- lista Sjálfstæðisflokks og óháðra sem í kosningum í maí síðast- liðnum náði meirihluta í sveitar- stjórn Hrunamannahrepps. Fékk 56,5% greiddra atkvæða og þrjá fulltrúa kjörna en L-listinn tvo. Sveitarstjórnarmál fylgja ekki flokkslínum Séu kosningaúrslitin í sveit- inni sett í stærra samhengi má benda á að forðum var Sigurður Ingi Jóhannsson, nú innviða- ráðherra, oddviti H-listans sem nú var reyndar kenndur við bókstaf- inn L. Í kosningnum í vor vann Framsóknarflokkurinn, þar sem Sigurðar Ingi er formaður, vel á í mörgum sveitarfélögum og komst til áhrifa víða, nema þá helst í heimasveit hans þar sem H/L list- inn hafði lengi verið í meirihluta. Jón Bjarnason segir að ekki megi oflesa í þetta, þó úrslitin veki vissulega athygli. Sveitarstjórn- armál, einkum í dreifbýlinu, fylgi yfirleitt öðru en flokkslínum. Í Hrunamannahreppi hafi fólk ein- faldlega viljað breytingar og nýjar áherslur. Hrunamannahreppur er í uppsveitum Árnessýslu og eru Flúðir miðkjarni sveitarinnar. Íbú- ar eru í dag 820 og hefur talan verið lengi á því róli. „Sveitarfé- lagið þarf að hafa tiltækar fleiri byggingarlóðir og þess vegna lögðum við áherslu á skipulagsmál nú fyrir kosningar. Höfum þar keypt af einkaaðilum deiliskipu- lagssvæði hér aðeins fyrir vestan þéttbýlið á Flúðum. Þar verður hægt að reisa um 190 íbúðir; ein- býlis-, par- og raðhús. Vinna við breytingar á deiliskipulagi þessa svæðis er hafin og lóðir til úthlut- unar við eina götu verða vonandi tilbúnar í haust. Þá gæti fólk kannski flutt inn í nýbyggð hús þarna á næsta ári. Að hafa hér ekki nægt framboð lóða hefur staðið ýmsum fyrir þrifum hér í Hrunamannahreppi,“ tiltekur Jón. Innviðir til staðar Sína sögu segir, að mati Jóns, að árið 2008 voru 180 börn í Flúða- skóla en núna eru þau um 100. „Þessu viljum við snúa við. Hér í sveit eru raunar til staðar flestir þeir innviðir sem þarf til að mæta íbúafjölgun, án þess að sveitarfé- lagið þurfi að kosta miklu til eða fara í framkvæmdir. Síðustu árin hefur fólki fjölgað í flestum sveit- arfélögum hér á Suðurlandi langt umfram landsmeðaltal. Sú þróun hefur hins vegar ekki náð til okkar og má í raun líkja við fólks- fækkun.“ Hefðbundinn landbúnaður, þá ekki síst mjólkurframleiðsla, er mikilvægur þáttur í atvinnulífinu í Hrunamannahreppi. Þar eru nokkur kúabú sem eru með þeim stærri á landinu og ungt fólk er í mörgum tilvikum tekið við rekstri þeirra með kynslóðaskiptum. Iðn- aður og ferðaþjónusta eru einnig mikilvægar stoðir í byggðinni og kom sú fjölbreytni sér vel á Covid- tímum þegar að mestu tók fyrir komur ferðafólks. Garðyrkjan er sömuleiðis stór þáttur í öllum um- svifum á þessum slóðum og miklir möguleikar til sóknar þar. Stór hluti af því grænmeti sem Íslend- ingar neyta kemur frá Flúðum og bændur í uppsveitunum eru að færa út kvíarnar jafnt og þétt. Sjálfur rekur Jón með unnustu sinni bú í Skipholti – er með kýr, sauðfé og hrossarækt og er að taka við keflinu af foreldrum sín- um. Sveitastörf og búskap segir hann alltaf hafa höfðað sterkt til sín og í raun hafi fátt annað komið til greina en að verða bóndi. Vel heppnuð samfélagsgerð „Sauðfjárræktin, sem nú er í vanda stödd, er ef vill vill veiga- minni þáttur í búskap hér um slóð- ir en í mörgum öðrum sveitum. Skiptir eigi að síður miklu máli. Fjárrag og fjallferðir móta menn- ingu hér á margan hátt. Raunar má halda því fram að Hruna- mannahreppur sé nokkuð vel heppuð samfélagsgerð, nema hvað okkur vantar fleira ungt fólk,“ segir Jón og ennfemur: „Íbúar hér hafa borið gæfu til að standa saman í ýmsum fram- faramálum og fólk veit að framlag hvers og eins – og raunar allra í sveitinni – skiptir máli. Hér var til dæmis reist reiðhöll að stórum hluta í sjálfboðastarfi, hér er áhugamannafélag um viðhald fjallaskála á afréttinum og annað félag um landgræðslu þar. Svo gangvirki samfélagsins snúist þarf líka fólk í til dæmis björgunar- sveit, kirkjukór og ungmenna- félag. Hér í sveit eru þessir fé- lagslegu þættir allir í nokkuð góðu lagi, að ég tali nú ekki um þegar fólk hér í nágrannabyggðum á stærra svæði leggur saman krafta sína á hinum félagslega vettvangi. Slíkt gerðist til dæmis nú nýlega þegar þrjú hestamannafélög hér í uppsveitum voru sameinuð í eitt.“ Sameiningarumræðan ekki umflúin Umræða um sameiningu sveitarfélaga er alltaf og enda- laust í deiglunni. Mun líka halda áfram á breiðum grundvelli, að mati Jóns, sem telur að ekki verði umflúið að meta og taka ákvarð- anir um sameiningu á næstu árum. „Hver sem verkefni sveitar- stjórna annars eru, þá er mikil- vægt að á hverjum pósti sé gott fólk. Hér í Hrunamannahreppi vorum við svo stálheppin að fá reynsluboltann Aldísi Hafsteins- dóttur, áður bæjarstjóra í Hvera- gerði, sem sveitarstjóra hér í sveit og eigum von á henni til starfa nú í lok júlímánaðar.“ Ný forysta í Hrunamannahreppi, þar sem landbúnaður, garðyrkja og ferðaþjónusta eru í aðalhlutverki Morgunblaðið/Sigurður Bogi Oddviti Félagslegir þættir í góðu lagi, að ég tali nú ekki um þegar fólk hér í nágrannabyggðum á stærra svæði leggur saman krafta sína, segir Jón Bjarnason, hér í Skipholti þar sem hann býr með fjölskyldu sinni. Framlag allra í sveitinni skiptir máli - Jón Bjarnason er fæddur ár- ið 1993, búfræðingur að mennt jafnframt því að hafa lokið námi í grunndeild rafiðna. Er nú bóndi í Skipholti II og III í Hrunamanannahreppi. Er fjórði ættliðurinn sem situr jörðina og er þar með búskap. - Jón hefur lengi verið virkur í ýmsu félagsstarfi fyrir bændur og sína heimasveit. Hefur jafn- framt verið fjallkóngur. Sam- býliskona Jóns er Kristín Magnúsdóttir og þau eiga einn son. Hver er hann? Morgunblaðið/Sigurður Bogi Flúðir Þéttbýli sveitarinnar þar sem nú á að brjóta land undir íbúðahverfi. Framkvæmdir hefjast brátt. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Útreiðartúr Hluti af lífinu í sveitinni er að bregða sér á hestbak eftir annansaman dag við fjölbreytt bústörfin. Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Í sveitarfélaginu Langanesbyggð hefur í langan tíma verið viðvarandi húsnæðisskortur en slík staða hamlar jafnan uppbyggingu og vöxt sveitar- félaga. Nú virðist bjartara fram- undan því nýlega fékk Langanes- byggð jákvætt svar við erindi til Leigufélagsins Bríetar um að félagið byggi upp íbúðir í sveitarfélaginu en erindið var sent þegar ný húsnæð- isáætlun Langanesbyggðar lá fyrir. Bríet er sjálfstætt starfandi leigu- félag í eigu Húsnæðis- og mannvirkj- astofnunar og nokkurra sveitarfé- laga, stofnað að norrænni fyrirmynd og rekið án hagnaðarsjónarmiða, eins og segir í tilkynningu Langanes- byggðar. Næsta skref er það að sveit- arfélagið og Bríet munu leita eftir áhugasömum byggingarverktökum til íbúðabygginga á Þórshöfn en eink- um er horft til minni íbúða sem skort- ur er á. Í þessu samstarfsverkefni Bríetar og Langanesbyggðar verður leitað eftir hagkvæmustu leið til til upp- byggingar á húsnæði og á verði sem Bríet telur ásættanlegt og standi undir leiguverði, sagði Sigurður Þór Guðmundsson, oddviti Langanes- byggðar. Gangi þetta allt eftir eru það góð tíðindi fyrir húsnæðismarkað á Þórshöfn og uppbyggingu leigu- markaðs í Langanesbyggð. Bríet mætir í Langanesbyggð - Nýjar íbúðir verða byggðar í sveitarfélaginu Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Fallegt sumarkvöld. Nú stefnir í að fleiri íbúðir verði byggðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.