Morgunblaðið - 04.07.2022, Qupperneq 12
12 FRÉTTIR
Viðskipti| Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2022
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB
Bílar á lager
Sími 4 80 80 80
Litur: Hvítur, svartur að innan.
Stór sóllúga, bakkmyndavél,
Bang & Olufsen hátalarakerfi,
Apple Carplay, hiti í öllum
sætum, hiti í stýri, fjarstart,
lane-keeping system,
heithúðaður pallur o. fl. o.fl.
3,5 L V6 Ecoboost
10-gíra, 375 hestöfl, 470 lb-
ft of torque, 20” álfelgur
2021 Ford F-150 Platinum
Litur: Hvítur/ Svartur að innan
(nappa leather)
Æðislegur fjölskyldubíll,
hlaðinn búnaði.
7 manna bíll,Hybrid Bensín,
Sjálfskiptur, 360° mynda-
vélar, Collision alert system,
Harman/Kardon hljómkerfi,
Tölvuskjáir í aftursæti
VERÐ aðeins
10.390.000 m.vsk
2022 Chrysler Pacifica Hybrid Limited
VERÐ frá
18.500.000 m.vsk
Litur: Svartur/ svartur að
innan.
10 gíra skipting,
auto track millikassi, sóllúga,
heithúðaður pallur, rafmagns
opnun og lokun á pallhlera,
flottasta myndavélakerfið á
markaðnum ásamt mörgu
fleirra.
High Country Deluxe pakki.
2022 Chevrolet High Country
VERÐ
15.890.000 m.vsk
Fulltrúar spænsku stéttarfélaganna
SICTPLA og USO boðuðu um
helgina áframhaldandi verkfall
spænskra flugþjóna lággjaldaflug-
félagsins Ryanair. Með verkfallinu
vilja starfsmenn flugfélagsins mót-
mæla slæmum vinnuskilyrðum en
flugþjónarnir eru nýkomnir úr
þriggja daga verkfalli sem neyddi
flugfélagið til að fella niður tíu flug-
ferðir innanlands.
Munu flugþjónarnir leggja niður
störf dagna 12. til 15., 18. til 21. og 25.
til 28. júlí en Ryanair flýgur til tíu
flugvalla á Spáni. Í tilkynningu frá
Ryanair segir að flugfélagið vænti
aðeins lítilsháttar truflana vegna
boðaðra verkfalla á Spáni en hins
vegar kunni verkföll flugumferðar-
stjóra og flugvallarstarfsmanna víða
um álfuna að valda meiri röskun á
starfsemi félagsins.
Nýlega lögðu flugþjónar Ryanair í
Belgíu, Portúgal, Frakklandi og Ítal-
íu niður störf tímabundið. Þá hyggj-
ast flugþjónar easyJet á Spáni fara í
níu daga verkfall í júlí til að krefjast
hærri launa, en starfsmenn Charles
de Gaulle-flugvallar í París lögðu
niður störf á föstudag og laugardag
og þurfti að fella niður um 10% ferða
til og frá vellinum. ai@mbl.is
AFP / Pau Barrena
Ósátt Starfsmenn Ryanair
mótmæla á El Prat-flugvelli.
Flugþjónar Ryan-
air á leið í verkfall
- Ólga innan flug-
valla og flugfélaga
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Sturlu Þórhallssyni var vandi á
höndum þegar kórónuveirufaraldur-
inn stöðvaði komur kínverskra
ferðamanna til landsins. Sturla, sem
á að baki nokkuð langan starfsferil í
ferðaþjónustu, stofnaði nýlega hug-
búnaðarfyrirtækið Splitti til að
hjálpa íslenskum
hótelum, afþrey-
ingarfyrirtækjum
og verslunum að
taka við
greiðslum í gegn-
um kínversku for-
ritin Alipay og
WeChat og koma
vörum sínu og
þjónustu á fram-
færi á kínversk-
um samfélags-
miðlum á borð við Sina Weibo og
Baidu. Reksturinn hafði farið vel af
stað og hljóðuðu spár upp á að árið
2020 myndu allt að 250.000 eyðslu-
glaðir kínverskir ferðamenn sækja
landið heim.
„Við erum komin með góðan við-
skiptavinahóp og byrjuð að ná ágæt-
is flugi þegar komur kínverskra
ferðamanna til Evrópu snarstoppa.
Það hægðist mikið á hjá okkur og var
ekki annað í boði en að leita að nýjum
verkefnum til halda rekstrinum á
floti, en vinna samt áfram að þróun
kjarnavörunnar enda ljóst að ferða-
menn frá Kína og öðrum Asíu-
löndum munu koma aftur,“ útskýrir
Sturla. „Við fórum að bjóða upp á
vefsíðugerð og ýmsar forritunar-
lausnir, en sumarið 2020 koma tveir
ungir menn með þá hugmynd á borð
til mín að opna verslun með notaðan
fatnað fyrir börn og fullorðna – nema
hvað þá vantaði hugbúnað til að
hjálpa við reksturinn.“
Rannsóknarvinna leiddi í ljós að
engum forritum var til að dreifa sem
bjuggu yfir réttu eiginleikunum og
leitaði Sturla til hugbúnðarfyrirtæk-
isins Reon til að gera forritið að
veruleika. „Reon býr að miklum
fjölda forritara með rétta þekkingu
og reynslu og eftir tveggja mánaða
forritunarvinnu var frumgerð að
nýju sölukerfi tilbúin,“ segir hann.
Nýi hugbúnaðurinn, sem fengið
hefur nafnið SmartGO, fékk heldur
betur góðar viðtökur og á aðeins 18
mánuðum hafa vörur fyrir 230 millj-
ónir króna verið seldar í gegnum
kerfi SmartGO.
Hringrásarverslanir sækja á
Til að útskýra hvernig SmartGO
virkar þarf fyrst að fræða lesendur
um viðskiptamódel hringrásar-
verslana. Nokkrar þannig verslanir
hafa sprottið upp á Íslandi á undan-
förnum árum og má lýsa þeim sem
eins konar framþróun á viðskipta-
módeli flóamarkaða og hefðbund-
inna verslana með notaðan fatnað.
Virka hringrásarverslanirnar
þannig að verslunareigandinn skaff-
ar húsnæði, afgreiðslufólk og inn-
réttingar á borð við hillur og fataslár
en leigir síðan út rými í versluninni,
yfirleitt í mánuð í senn. „Fólk sem
vill t.d. selja notaðan fatnað eða aðra
muni úr geymslunni pantar þá til-
tekið rými í versluninni og borgar
umsamda leigu fyrir, auk þess sem
verslunin fær skerf af sölutekjunum.
Seljandinn kemur með vörurnar sín-
ar í upphafi leigutímabilsins og stillir
þeim upp, en þarf svo ekki að koma
aftur á svæðið fyrr en leigutímanum
lýkur og fjarlægir þá þær vörur sem
ekki seldust. Starfsfólk verslunar-
innar sér um að þjónusta viðskipta-
vinina og tekur við greiðslum,“ út-
skýrir Sturla.
SmartGO einfaldar ferlið til muna
og heldur m.a. utan um bókanir á
sölurýmum og útprentun strika-
merkja fyrir þær vörur sem seljand-
inn kemur með. „Seljandinn slær inn
upplýsingar um allar þær vörur sem
hann hyggst losa sig við og á hvaða
verði þær mega seljast en auk þess
að prenta út merkimiða með verði og
lýsingu á vörunni þá eru upplýsing-
arnar færðar inn í vefverslunarkerfi
Shopify auk þess að vera tengdar
beint við afgreiðslukassahugbúnað
frá Reglu. Kerfin tala öll saman og ef
flík er t.d. seld í versluninni hverfur
hún úr vefverslunarkerfinu,“ segir
Sturla en bætir við að enn sé eftir að
setja vefverslunarhlið SmartGO í
loftið og skrifast það á strangar regl-
ur íslenskra færsluhirða: „Þeir hafa
ekki enn samþykkt að taka við
greiðslum fyrir markaðstorg með
notaðar vörur og kemur það m.a. til
af því að þar sem alla jafna er aðeins
í boði eitt eintak af hverri vöru þarf
að koma í veg fyrir að það geti gerst
að sama varan sé óvart seld sam-
tímis í vefversluninni og í sjálfri búð-
inni. Við leysum þennan vanda með
því að hafa netverslunina aðeins
virka utan afgreiðslutíma búðar-
innar og væntum þess að geta byrjað
sölu á netinu síðar á þessu ári, en
núna vinna fjórir forritarar að þróun
nýrrar útgáfu SmartGO.“
Fyrir veskið og plánetuna
Vinsældir hringrásarverslana fara
vaxandi víða um heim og segir Sturla
að verslanirnar höfði bæði til um-
hverfisvitundar og hagsýni neyt-
enda. Líta margir á kaup á notuðum
fatnaði sem mikilvægt skref til að
draga úr umhverfisspori fatafram-
leiðslu og er sparnaðurinn líka um-
talsverður. „Nýverið keypti ég sjálf-
ur tvær skyrtur, tvær peysur, tvo
jakka, og sitthvað smálegt í hring-
rásarverslun og borgaði 30.000 kr.
fyrir. Í kjölfarið gerði ég leit á netinu
og fann hvað flíkurnar hefðu kostað
ef þær hefðu verið keyptar nýjar og
fékk það út að ég sparaði mér um
250.000 kr. með því að velja notað í
staðinn fyrir nýtt. Er sennilegt að
engin af þeim flíkum sem ég keypti
hafi verið notuð oftar en fimm sinn-
um,“ segir Sturla.
Frá opnun hafa um 5.500 einstak-
lingar skráð vörur inn í kerfi
SmartGO og samtals hafa 404.000
vörur verið stimplaðar inn. Fatnaður
er stærsti vöruflokkurinn en kerfið
hefur líka verið notað til að selja
fylgihluti, alls kyns heimilismuni,
húsgögn og útivistarvörur.
Sturla segir seljendur mega vel
við una og sýna mælingar SmartGO
að af þeim vörum sem skráðar eu inn
í kerfið seljast um það bil 54%. „Vel-
gengni seljenda virðist einkum ráð-
ast af því hvernig þeir verðleggja
vörurnar og mikilvægt að fólk beri
eigin verð saman við það sem tíðkast
hjá öðrum.“
Framundan er útrás til Evrópu og
hefur SmartGO samið við öflugan
hollenskan aðila sem hyggst koma
hugbúnaði SmartGO í notkun hjá
meira en þrjátíu hringrásarverslun-
um í Hollandi og Belgíu á næstu tólf
mánuðum. „Það er gríðarlegt rými á
Evrópumarkaði fyrir svona verslan-
ir og eru horfurnar hjá okkur góðar
næsta árið, og útlit fyrir að áður en
þetta ár er á enda verði um tvær
milljónir vara skráðar í kerfið okk-
ar.“
230 milljónir á fyrstu
átján mánuðunum
- Hugbúnaður SmartGO mætir þörfum hringrásarverslana
Hagsýni Úrvalið skoðað hjá markaði Barnaloppunnar. Hringrásarverslanir hafa slegið í gegn á Íslandi og víðar.
Morgunblaðið/Eggert
Sturla
Þórhallsson
4. júlí 2022
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 133.05
Sterlingspund 160.07
Kanadadalur 102.8
Dönsk króna 18.645
Norsk króna 13.381
Sænsk króna 12.868
Svissn. franki 138.33
Japanskt jen 0.9833
SDR 176.79
Evra 138.7
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 169.1858