Morgunblaðið - 04.07.2022, Side 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2022
Sími 555 2992 / 698 7999
Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra
Gott fyrir:
• Maga- og þarmastarfsemi
• Hjarta og æðar
• Ónæmiskerfið
• Kolesterol
• Liðina
Læknar mæla með selaolíunni
Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu ogMelabúð
Óblönduð
– meiri virkni Selaolía
Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en
konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika
í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð
að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar
breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið
niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað
áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var
með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir
að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og
húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað
Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni
bætta líðan og heilsu.
Guðfinna Sigurgeirsdóttir.
„Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga
á vinnustaðmínum sem ég hafði ekki getað áður.“
Tilkynnt var um
nýtt lofthreinsiver
Climeworks á Hellis-
heiði, í samstarfi við
Carbfix og Orku nátt-
úrunnar. Loft-
hreinsiverið mun tí-
falda núverandi afköst
föngunar og förgunar
á koldíoxíði (CO2) úr
andrúmslofti á svæð-
inu. Fyrir er Orca,
annað lofthreinsiver Climeworks,
sem tók til starfa síðastliðið haust og
var hið fyrsta sinnar tegundar í
heiminum.
Árið 2017 hófum við í Carbfix til-
raunaverkefni með Climeworks þar
sem loftsugutækni þeirra til föng-
unar var samþætt okkar förgunar
aðferð. Carbfix tekur við CO2 frá
loftsugunum, leysir það
upp í vatni og dælir síð-
an niður í berggrunninn
þar sem það breytist
hratt og varanlega í
stein. Með nýja loft-
hreinsiverinu aukast af-
köst föngunar úr and-
rúmslofti úr fjórum
þúsundum tonna af CO2
á ári í alls 40 þúsund
tonn sem nemur kolefn-
isspori um 3.500 Íslend-
inga á ári samkvæmt
kolefnisreikni OR og
Eflu.
Að stöðva útblástur CO2 er mikil-
vægt en það mun ekki duga eitt og
sér í baráttunni gegn loftslagsbreyt-
ingum. Það þarf að skipta jarðefna-
eldsneyti út fyrir endurnýjanlega
orkugjafa, draga úr neyslu, endur-
heimta vistkerfi og efla hringrásar-
hagkerfið. Í nýjustu skýrslu IPCC
kemur einnig skýrt fram að heim-
urinn hefur enga möguleika á að ná
loftslagsmarkmiðum sínum án um-
fangsmikillar kolefnisföngunar og
-förgunar.
Til þess eru nokkrar leiðir. Það er
til dæmis hægt að gróðursetja tré,
endurheimta votlendi og endurbæta
jarðveg sem hefur spillst eða verið
ofræktaður. Allt þetta fangar og
bindur CO2 úr andrúmsloftinu. Til
viðbótar þessu þurfum við á nýrri
tækni að halda sem fangar CO2 beint
úr andrúmsloftinu (e. Direct Air
Capture eða DAC).
Föngun og förgun CO2 úr and-
rúmslofti tífölduð á Hellisheiði
Við vinnum nú hörðum höndum að
því að beita Carbfix-tækninni á mun
stærri skala en við höfum gert áður,
það erum við að gera bæði hér á Ís-
landi en líka í verkefnum erlendis.
Einna hæst ber Coda Terminal-
verkefni Carbfix í Straumsvík sem
miðar að því að binda árlega um 3
milljónir tonna af CO2. Til sam-
anburðar nemur heildarlosun Ís-
lands um 5 milljónum tonna á ári.
Ímyndum okkur að árið sé 2050.
Heimurinn er breyttur, við erum á
góðri leið með að ná loftslagsmark-
miðum okkar og halda hlýnun jarðar
innan við 1,5°C. Þegar heimsbyggðin
horfir til baka á þær tæknilausnir
sem náðu að fjarlægja öll gígatonnin
af CO2 úr andrúmloftinu, þá munu
sjónir beinast að Íslandi og fyrstu
loftsuguverunum sem reist voru hér.
Við vorum frumkvöðlarnir.
Tæknilausnir Carbfix, Clime-
works og annarra sambærilegra fyr-
irtækja eru ekki töfralausn við lofts-
lagsvánni, en við erum stolt af því að
vera hluti af lausninni og styðja við
þróun þessa stækkandi iðnaðar,
hvort sem er á Íslandi eða annars
staðar í heiminum. Aðferð okkar,
sem byggist á áratuga reynslu af því
að breyta CO2 varanlega í náttúru-
legar steindir, er öruggasta og var-
anlegasta leiðin til kolefnisförgunar.
Við þurfum allar hendur á dekk.
Ákvarðanir og aðgerðir dagsins í
dag og næstu ára skipta öllu máli
fyrir líf á jörðinni næstu þúsundir
ára.
Eftir Eddu Sif Pind
Aradóttur
Edda Sif Pind Aradóttir
» Tæknilausnir Carb-
fix, Climeworks og
annarra sambærilegra
fyrirtækja eru ekki
töfralausn við loftslags-
vánni, en við erum stolt
af því að vera hluti af
lausninni.
Höfundur er framkvæmdastýra
Carbfix.
Loftslagsaðgerðir eru lífsnauðynlegar
Hjörtur heiti ég, ró-
andi á fleyinu Láru V
ÍS 122. Ætla ég að
vekja athygli á rétt-
lætinu sem við strand-
veiðisjómenn búum
við. Við megum fiska
12 daga í mánuði.
Hugsið ykkur hvers
konar samfélag við
byggjum við ef allir
ættu að skila einungis
12 starfsdögum í mán-
uði! En bíðið við, þetta er ekki allt.
Til að ná þessum 12 dögum höfum
við um að velja mánudaga, þriðju-
daga, miðvikudaga og fimmtudaga.
Það má ekki róa föstudaga, laug-
ardaga og sunnudaga, sem þýðir að
við höfum að meðaltali
16 daga til að ná þess-
um 12 dögum. En svo
koma rauðir dagar
sem ekki má róa á og
svo blessaðir brælu-
dagarnir, en þeir eru
alltaf einhverjir á
sumri, bara mis-
margir.
T.d. þaðan sem ég
ræ var staðan 15. maí
að af átta dögum sem
liðnir voru gátu menn
róið þrjá. Ástæðan var
sú að veðurguðirnir
herjuðu á með norðaustanáttum og
frekar stífum. Staðreyndin er sú að
það þarf ekki að vera mikið að
veðri svo við getum ekki róið á
okkar litlu bátum, ekki 12-18 metr-
ar eins og var fyrir utan Vestfirði
fyrri vikurnar í maí og jafnvel víð-
ar, sem er skaðviðri fyrir okkur á
litlu bátunum. Þannig að þeir sem
náðu þremur dögum höfðu þá níu
daga til að ná þeim 12 sem menn
eiga rétt á mánaðarlega. Urðu
menn að róa alla dagana og þá
jafnvel pressast þeir til að róa í vá-
veðrum. Oft á tíðum eru stillur
miklar um helgar en þá má ekki
róa. Og svo eins og komið hefur
fram þá höfum við 12 daga í mán-
uði og lítið fleiri daga til að ná
þeim. Við höfum ekki neinn mögu-
leika á að færa daga milli mánaða
til að ná okkar dögum.
Svo er það magn þess fisks sem
við megum draga að landi, en það
eru 774 kíló af óslægðum þorski á
dag. Ekki veit ég til þess að nokkur
bátur sé búinn þeirri tækni að get-
að vigtað aflann né hef ég heyrt um
hana, sem gerir allar aflatölur bara
ágiskun eina. En ef við berum að
landi meira en 774 kíló á dag ber
okkur að borga fésekt og allur um-
framafli gerður upptækur. Við höf-
um ekki færi á að færa afla milli
daga til að gera upp magnið sem
fiskast, eða jafnvel, eins og réttlát-
ast væri, að gera magnið upp bara
eftir tímabilið. Við sem stundum
strandveiðar þurfum að haga okkur
í öllu eftir einhverjum óskýran-
legum ólögum.
Hugsið ykkur olíusparnaðinn ef
þessi kíló sem við megum veiða á
dag yrðu margfölduð með daga-
fjölda = 774 kíló x 12 dagar sem
yrðu 9.288 kíló, sem við gætum
komið með að landi í 3-4 ferðum í
stað 12 ferða. Það yrði miklu vist-
vænna, minni olíueyðsla, en við
veiðarnar er bara notað rafmagn.
Sem sagt: Það er keyrt á miðin,
þar er drepið á vél og svo er notast
við rafmagn við veiðarnar. Al-
gjörlega „hybrid“. Auk þess sem á
enda veiðarfærisins eru önglar sem
ekki skemma botninn né veiða of
mikið. Sem sagt algjörlega vist-
vænt!
Svo er það sem kallast afla-
dagbók!
Afladagbók virkar þannig að
okkur ber að skila ágiskuðum töl-
um til Fiskistofu helst áður en afl-
inn er vigtaður upp úr bátunum, en
réttar tölur berast Fiskistofu raf-
rænt um leið og búið er að vigta
aflann. Þar af leiðandi sjáum við
ekki tilganginn með að senda inn
ágiskaðar tölur. Ekki er nóg með
að við séum skikkaðir til að skila
þessum tölum heldur þurfum við að
borga Fiskistofu fjármuni með
þessum upplýsingum sem við skil-
um til hennar. Að borga fyrir upp-
lýsingar sem þeir segjast nota í
rannsóknarvinnu er svo gjör-
samlega galið að annað eins þekkist
ekki í siðmenntuðum ríkjum. Auð-
vitað ættum við að fá borgað fyrir
að veita téðar upplýsingar.
Hér hef ég nefnt ýmsar for-
sendur fyrir því að strandveiðar
verði gefnar frjálsar.
Ég get svo sem nefnt stöðu mína
eins og hún var 15. maí. Eins og
fyrr segir voru veður frekar válynd
og einnig hafa ófyrirséðar bilanir
verið að angra. Ég bý í Dúfnahól-
um 10 en bátinn minn geymi ég á
Suðureyri og kem þar vestur um
miðjan apríl í þeim tilgangi að gera
bátinn kláran fyrir komandi vertíð.
Var með langan lista yfir það sem
þurfti að gera. Ég er með putta
sem ég kann að nota og get þar af
leiðandi gert ýmislegt, en einnig
hjálpuðu smiðjukarlarnir hér á
Suðureyri mér talsvert. Þá þurfti
ég að kalla til rafvirkja frá Bolung-
arvík til að fullkomna verkið.
Svo sunnudaginn 1. maí er ég að
prufusigla bátnum þegar vélin tek-
ur upp á því að hitna meira en
góðu hófi gegnir. Komst ég í land
og fer að rífa og spekúlera. Kemst
að því að ferskvatnskælirinn er far-
inn. Kostar hann ekki nema 500.000
íslenskar krónur í umboði vél-
arinnar. Fyrsta vikan er liðin þegar
sá nýi er kominn í og þá er prufað
aftur. Þá vildi hann ekki hlaða raf-
magn fyrir 24 voltin. Fyrst ég
þurfti rafvirkja þar sem land-
hleðslan var eitthvað að stríða einn-
ig þá lét ég hann setja díóðubrú á
rafkerfið til að aðskilja neysl-
urafmagn og startrafmagn. Þannig
að þegar þetta er allt klárt eru
liðnar tvær vikur, kominn 15. maí
og aðeins tvær vikur eftir sem inni-
halda skírdag eða einn rauðan dag
sem ekki má róa á. Svo er spáin
eitthvað að versna – ætlar í NA-
skít þegar líður á þriðju vikuna.
Svo góðir hálsar; svona er bless-
að strandveiðilífið í hnotskurn.
Eftir Hjört
Sævar Steinason »… við höfum að
meðaltali 16 daga til
að ná þessum 12 dögum.
En svo koma rauðir
dagar sem ekki má róa á
og svo blessaðir brælu-
dagarnir …
Hjörtur Sævar
Steinason
Höfundur er sjómaður.
postur@jakinn.is
200 mílur – hugleiðingar strandveiðisjómanns
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is