Morgunblaðið - 04.07.2022, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.07.2022, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2022 ✝ Baldvin Ár- sælsson fædd- ist 22. janúar 1928 í Reykjavík. Hann lést 22. júní 2022 á hjúkrunarheim- ilinu Grund. Foreldrar hans voru Ársæll Brynj- ólfsson, f. 11.3. 1888, d. 27.6. 1960, og Arndís Helga- dóttir, f. 8.1. 1893, d. 20.6. 1986. Systkini Baldvins voru Anna, f. 13.12. 1913, Helgi, f. 19.8. 1915, Svava, f. 1.12. 1916, Brynjólfur, f. 7.8. 1918, Har- aldur, f.11.3. 1920, Sigrún, f. 1.4. 1924, Ásdís, f. 10.4. 1926, og Hreiðar, f. 20.11. 1929. Eiginkona Baldvins var Þor- björg Guðmundsdóttir, f. 16.1. 1936, d. 27.3. 2015. Foreldrar hennar voru Guðmundur Sig- urðsson, f. 13.11. 1902, d. 21.9. 1974, og Helga Kristjánsdóttir, f. 19.3. 1903, d. 22.6. 1982. Dóttir Baldvins er Ása, f. 14.6. 1955. Hún er gift Albert Jónssyni, f. 28.12. 1952. Börn þeirra eru: 1) Baldvin, f. 1.5. 1983. Hann er kvæntur Örnu Þor- leifsdóttur og eiga þau Tjörva og Ásu Láru; 2) Auður, f. 15.10. 1989. Hún er í sambúð með Jóhanni Ólafssyni og þau eiga Ólaf og Orra. Baldvin ólst upp í Vesturbæ Reykjavíkur. Hann var prentari alla starfsævina. Baldvin var virkur félagi í Golfklúbbi Ness, skíðadeild KR og í Oddfellow- stúkunni Leifi heppna. Útför Baldvins fer fram frá Landakotskirkju í dag, 4. júlí 2022, kl. 15. Í dag verður gerð útför tengdaföður míns, Baldvins Ár- sælssonar. Gælunafnið Dússi festist við hann á barnsaldri og ættingjar og margir vina hans kölluðu hann ætíð Dússa. Hann átti stórt net vina og kunningja vegna starfa sinna sem prentari í Steindórsprenti og hjá Kassa- gerðinni, í gegnum gömul tengsl við skíðadeild KR, áratuga langa þátttöku í Golfklúbbi Ness og starf fyrir klúbbinn, og í gegnum starf í Oddfellowstúkunni Leifi heppna. Baldvin ræktaði þetta net vel enda hafði hann mikinn áhuga á fólki og var sækinn í félagsskap. Naut þess að skrafa og spjalla. Minnið var alla tíð gott – ótrúlega svo – og þjónaði vel ríkum áhuga hans á mönnum og málefnum. Hann var, jafnvel umfram okkur flest, maður sumarsins. Þrátt fyrir skíðaáhugann fram eftir aldri olli veturinn og skammdegið honum leiða, jafnvel að kalla mætti þunglyndi. Sum- arið var tíminn til að njóta úti- veru – nema ef rigndi. Rigning var óveður í augum sóldýrkand- ans, sem var ætíð vel sólbrúnn frá vori og fram á haust. Eina hobbí Baldvins að heita má var golf. Hann spilaði mikið og tók þátt í ótal mótum. Nesvöll- urinn var honum kær ekki bara golfsins vegna heldur og vegna náttúrunnar þar en einkum fuglalífsins. Hann byggði sum- arbústað í landi Miðdals, jörð skammt frá Laugarvatni sem Hið íslenska prentarafélag átti. Þótt hann nyti þess að vera í bústaðn- um og hefði ástríðu fyrir trjá- rækt þar með góðum árangri fór mest af frítímanum í golfið. Næstum alfarið svo eftir að hann hætti að vinna og fór á eftirlaun. Fyrir nokkrum árum tók Baldvin kaþólska trú og sótti eft- ir það messu í Landakotskirkju á sunnudögum hvenær sem því varð við komið. Að gerast kaþ- ólskur reyndist honum heillarík ákvörðun, sem gaf honum gleði og veitti ný tækifæri síðustu árin til að hitta fólk. Hann eignaðist vini í kirkjunni sem sýndu honum mikla ræktarsemi, sem við Ása, dóttir hans, erum afar þakklát fyrir. Þorbjörg Guðmundsdóttir, eiginkona Baldvins, lést fyrir níu árum eftir löng og erfið veikindi. Baldvin sinnti Þorbjörgu á heim- ili þeirra meðan fært var og kom til hennar að heita mátti hvern dag eftir að hún flutti á hjúkr- unarheimilið Grund þar sem hún dvaldi eftir að sjúkdómurinn ágerðist. Sjálfur bjó hann síðustu árin á Grund og naut þar þeirrar elsku, umhyggju og öryggis sem frábært starfsfólk Grundar veitir vistmönnum. Baldvin átti í öllum aðalatrið- um gott líf með fjölda vina og vinnufélaga og með fjölskyld- unni; einkadóttur sem var honum allt eftir að Þorbjörg veiktist, tveimur barnabörnum sem sjald- an viku úr huga hans og fjórum langafabörnum sem oft vitjuðu hans og glöddu síðustu árin sem hann lifði. Myndin sem geymist í hug- skotinu af Baldvini er af fjörleg- um félagslyndum manni, sem naut samvista við aðra og gaf ríkulega af sér til þeirra. Blessuð sé minning Baldvins Ársælssonar. Albert Jónsson. Það er föstudagur og ég sit aftur í gamla Saab-inum hans afa og heyri niðinn í vélinni. Við er- um að keyra Sæbrautina á leið niður í bæ. Við fáum stæði beint fyrir utan Café París við Aust- urvöll. „Auðvitað, við erum alltaf svo heppin þegar við erum sam- an,“ sagði hann. Það var alveg rétt hjá honum. Við vorum bæði heppin en ég var alveg sérstak- lega heppin með hann. Afi Dússi hefur verið alltaf verið stór hluti af lífi mínu. Hann var alltaf svo grobbinn af okkur systkinunum og svo mikill afi. Þegar við Baldvin vorum í grunn- skóla sótti hann okkur á hverjum föstudegi og gaf okkur að borða. Yfirleitt annaðhvort franska pylsu í Laugardal eða vöfflu á Café París. Eftir það tók við bíl- túr sem endaði alltaf úti á Nesi. Í þessum bíltúrum fræddi afi okk- ur um hver byggði hvaða hús og hvort hann hafi verið drullusokk- ur eða ekki. Afi var ekkert sér- staklega hræddur við að segja hvað honum fannst um fólk, þá bæði jákvætt eða neikvætt. Hann var heldur ekki hræddur við að beygja reglur eða þykjast ekki heyra vinsamleg tilmæli. Það sást kannski síðast núna í vor þegar hann byrjaði að fara einn, aðeins vopnaður göngugrind, út í Hólavallakirkjugarð. Þess má geta að hann heyrði frekar illa og sá enn verr og hafði verið beðinn að gera þetta ekki. Hann hló nú bara að þeim tilmælum og fór samt. Sem betur fer enduðu þessar ferðir hans allar vel. Ann- að dæmi er þegar við vorum einu sinni tvö saman í Saab-inum og hann sagði við mig: „Nú prófar þú að keyra.“ Ég hef líklega verið nýfermd eða svo og með enga þekkingu á því að keyra bíl. En jú jú, ég settist í bílstjórasætið og hann við hliðina á mér. Ég sá um stýrið, kúplinguna og bensíngjöf- ina á meðan hann stýrði gír- stönginni. Vettvangur glæpsins var vegurinn frá Nesbala og út að golfvelli og fórum við nokkrar ferðir, áfallalaust. Eða þar til lög- reglubíll birtist. Sem betur fer vorum við þá búin að leggja á bílastæðinu við golfvöllinn og afi skipaði mér að halla mér alveg niður þannig við sæjumst ekki. Lögreglubíllinn keyrði í burtu og við stuttu síðar. Og afi þá í bíl- stjórasætinu. Svona var afi, pass- lega stjórnsamur og hvatvís en líka úrræðagóður. Elsku afi. Það var svo viðeig- andi hvernig þú kvaddir, um það leyti sem dagurinn er lengstur. Þú elskaðir sólina og hún elskaði þig, hún gerði þig svo fallega brúnan og lét þér líða svo vel. Ég er svo hamingjusöm að þú náðir nokkrum sólardögum áður en þú kvaddir. Ég mun sakna þess að koma til þín, taka í höndina þína og strjúka yfir hvíta hárið þitt. Ég mun sakna hlýjunnar í rödd- inni og fallega brossins þegar þú fattaðir að þetta var ég sem var komin. Elsku afi minn. Takk fyr- ir alla bíltúrana, ísbúðarferðirnar og gistingarnar á Fálkagötunni. Takk fyrir öll símtölin þar sem þú spurðir hvort ég væri ham- ingjusöm og hvort það væri ekki nóg að gera. Takk fyrir að styðja mig í öllu því sem ég tók mér fyr- ir hendur og gleðjast með mér. Takk fyrir að vera yndislegur langafi barnanna minna sem var alltaf til í að prakkarast og gefa nammi. Takk fyrir að vera afi minn. Auður Albertsdóttir. Hinn mikli sómamaður, prent- ari, golfari og KR-ingur, Baldvin Ársælsson, hefur kvatt þessa jarðvist. Það var sumarið 2009, stuttu eftir að við Baldvin byrjuðum að vera saman, að ég kom ein heim í sumarfrí frá London. Ég hafði aldrei hitt tilvonandi tengdafjölskylduna mína, ein- ungis á Skype. Það fór svo að ég fór í kaffi á Laugateiginn og svo kíkti ég á Fálkagötuna til afa Dússa. Mér þótti vissara að af- greiða allan pakkann fyrst ég var að þessu á annað borð. Ég kom færandi hendi með siginn bútung að vestan. Mikið sem þessi fyrsti fundur okkar var ljúfur eins og allar okkar samverustundir þar eftir. Afi Dússi var hann kallaður, bæði af Baldvini mínum og börn- unum okkar Tjörva og Ásu Láru. Þau elskuðu hann heitt og það verður tómlegt lífið án hans. Þau munu sakna heimsóknanna á Grund, hlusta á sögur af afa þeg- ar hann lék sér í flæðamálinu sem polli vestur í bæ, þegar hann sá pýramídana. Það var líka svo góður brjóstsykurinn hjá afa og knúsin svo hlý. Honum var annt um alla í fjöl- skyldunni og spurði iðulega hvort við værum ekki hamingjusöm. Ég held hann hafi kvatt lífið glað- ur og yfir sig stoltur af hópnum sínum. Nú hafið þið hjónin sam- einast á góðum stað. Með þökk fyrir allar yndislegu minningarnar sem munu veita okkur hlýju það sem eftir er. Arna Þorleifsdóttir. Baldvin Ársælsson var kominn á níræðisaldur þegar við kynnt- umst gegnum afkomendur en sonur okkar og dótturdóttir Baldvins búa saman og eiga tvo syni. Á langri ævi hafði hann sann- arlega skilað góðu dagsverki og marga fjöruna sopið í starfi og leik. Brauðstritinu þurfti að sinna en meðfram gafst tóm til að sinna hugðarefnum. Þau hjónin Baldvin og Þorbjörg – eða Dússi og Dista eins og þau voru kölluð – höfðu komið sér upp bústað í sælureit prentara nálægt Laug- arvatni og þess njóta nú afkom- endur þeirra. Lengi vel voru þau máttarstólpar í skíðadeild KR og sáu oft um skála deildarinnar í Skálafelli. Í því sjálfboðastarfi kynntust þau mörgu ágætu fólki og mynduðu varanleg tengsl. Þá var hann um skeið knattspyrnu- dómari og til síðasta dags mikill KR-ingur. Ekki má gleyma golf- bakteríunni, hún nær mörgum þegar árunum fjölgar. Dússi tók veikindi og andlát Distu mjög nærri sér en auðn- aðist svo að aðlagast breyttum aðstæðum. Það var tvímæla- laust mikið gæfuspor þegar hann fékkst til að fara í hvíld- arinnlögn á Grund og fljótlega eftir það fluttist hann þangað al- farinn. Þar var vel um hann hugsað. Um tíma sótti Baldvin Grens- áskirkju með okkur og Óla yngri en þegar þeim tíma lauk end- urnýjaði hann gömul kynni af Landakoti og fór alla leið: Kom- inn á tíræðisaldur fermdist hann inn í kaþólsku kirkjuna. Þar var honum auðsýnd mikil um- hyggja. Hrörnun og dauði er eðlilegt framhald eftir vaxtar- og blóma- skeið lífsins. Sjón og heyrn hafði daprast og þegar daginn fór aftur að stytta eftir lengstan sólargang sofnaði Baldvin frá birtu íslenska sumarsins inn í þá birtu eilífð- arinnar sem aldrei dofnar. Hann er kvaddur í virðingu, með þökk fyrir allt gott sem líf hans færði öðrum. Þóra Harðardóttir og Ólafur Jóhannsson. Baldvin Ársælsson ✝ Skarphéðinn Jónas Olgeirs- son, alltaf kallaður Deddi, fæddist í Skálabrekku á Húsavík 6. júní 1948. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu, Laug- arbrekku 13, Húsavík, 24. júní 2022. Foreldrar hans voru Ragnheiður Friðrika Jón- asdóttir, f. 28. apríl 1924, d. 9. apríl 2007, og Olgeir Sig- urgeirsson, f. 22. maí 1924, d. 20. febr. 2006. Þau bjuggu í Skálabrekku á Húsavík. Skarphéðinn var 6. í röð 11 Skálabrekkubræðra, þeir voru: Sigurður Valdimar, f. 23. maí 1942, d. 15. okt. 2005. Hreiðar Ófeigur, f. 26. maí 1943, d. 18.1. 2016, óskírður sonur, f. 10. ágúst 1944, d. 10. ágúst 1944. Pétur Sigurgeir, f. 12. okt. 1945, Jón, f. 6. maí 1947, dóttir, og Jakob Héðinn, f. 2005. 3) Katla Sóley, f. 1977, maki Björn Kennedt Froholdt, f. 1974, dætur þeirra eru Katrín Björk, f. 2010, og Kristjana Vaka, f. 2012. 4) Jóna Rún, f. 1986. Skarphéðinn og Kristjana giftu sig 1974, hófu búskap á Húsavík og bjuggu þar allan sinn búskap að undanskildum tveimur árum sem þau voru í Kollavík við að endurbyggja íbúðarhús foreldra Jönu sem varð illa úti í bruna. Deddi ólst upp í Skála- brekku í stórum bræðrahópi, stundaði nám við barna- og gagnfræðaskóla Húsavíkur. Strax að loknu skyldunámi 15 ára fór Deddi til sjós, síðar sótti hann sér 1. stigs vélstjórnarréttindi og var vél- stjóri lengst af á Kristbjörgu ÞH 44 með Hreiðari bróður sínum, en lauk sinni sjósókn um borð í hvalaskoðunarbátum Norðursiglingu á Húsavík sem vélstjóri og viðhaldsmaður. Síðustu starfsárin eftir að hann var kominn í land vann hann hjá Söginni ehf. Útför Skarphéðins fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag, 4. júlí 2022, kl. 14.00. Egill, f. 24. ágúst 1949, Aðalgeir, f. 2. apríl 1952, d. 6. apríl 2006, Krist- ján Bergmann, f. 1. júlí 1960, Björn, f. 23. febr. 1962, og Heiðar Geir, f. 18. júlí 1967. Þá eiga þeir eina hálf- systur á Húsavík, Ásdísi, f. 10.2. 1954. Eftirlifandi eiginkona Skarphéðins er Kristjana Vil- borg Ketilsdóttir frá Kollavík í Þistilfirði, f. 15.11. 1948. Börn þeirra eru: 1) Karólína, f. 1972, maki Sigmar Stef- ánsson, f. 1972, dætur þeirra Lovísa Björk, f. 1998, og Marta Sóley, f. 2003. 2) Róbert Ragnar, f. 1974, maki Ágústa Pálsdóttir, f. 1972, þeirra börn Jana Björg, f. 1997, kær- asti Pétur Þórarinsson, Páll Vilberg, f. 2001, hans kærasta Ragnheiður Ísabella Víðis- Elsku Deddi minn. Ég trúi ekki að þú sért farinn, svona skyndilega. Margar góðar minningar koma upp í hugann sem erfitt er að setja í orð á þess- ari stundu. Hjartans þakkir fyrir allt. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt og hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Minning þín mun lifa. Sjáumst síðar. Þín Jana Kristjana Vilborg Ketilsdóttir. Afi Deddi var yndislegur mað- ur og var alltaf til staðar fyrir okkur. Hjá ömmu og afa í Laug- arbrekkunni var alltaf opið hús og allir velkomnir, bæði vinir og ættingjar. Í gegnum árin höfum við barnabörnin verið nær dag- legir gestir þar sem heimili ömmu og afa er nálægt fótbolta- vellinum og sundlauginni. Það passaði því vel að stoppa þar og taka matarpásu á leiðinni á völl- inn og síðan að fylla á tankinn eft- ir æfinguna. Við fundum fyrir einlægri gleði hjá afa í hvert skipti sem við komum í heimsókn og fundum við hversu stoltur hann var af afrekum okkar, stórum sem smáum. Þegar við elstu barnabörnin sögðum afa í hvaða nám við ætluðum var hann jafn ánægður með það allt saman því það væri nú gott að hafa sjúkraþjálfara í fjölskyldunni og viðskiptafræðing og ekki síst lyfjafræðing. Afi var mikill húm- oristi og tók hláturinn oft yfir áð- ur en hann náði að klára sögurn- ar. Afi var oft til í að taka í spil en hann bauð þó einungis upp á ól- sen-ólsen. Eitt helsta “starf“ afa síðustu árin var að skutla okkur um bæinn, var þá spjallað um það sem við vorum að fást við og sýndi hann því einlægan áhuga. Í bílnum átti afi yfirleitt mola á milli sætanna og passaði hann að alltaf væri nóg til handa okkur. Við barnabörnin áttum góða fyr- irmynd í afa Dedda og kenndi hann okkur margt sem við mun- um taka með okkur út í lífið, eins og hjálpsemi, góðvild, samvisku- semi og að öll erum við jöfn. Elsku afi Deddi, við þökkum þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur og allar samverustundirn- ar, heima í Laugarbrekkunni, í bústaðnum og á ferðalögum. Þín verður sárt saknað og minning þín mun lifa í hjörtum okkar. Þín afabörn Lofisa, Marta, Jana, Páll og Jakob. Deddi, eins og Skarphéðinn bróðir var alltaf nefndur, var kallaður burt óvænt úr þessari tilvist föstudagsmorguninn 24. júní. Ég var á minni daglegu morgungöngu þegar Róbert son- ur hans hringdi og sagði að pabbi sinn hefði orðið bráðkvaddur. Ég hraðaði mér á Laugarbrekkuna, þar var fólkið hans mætt, börn, tengdabörn og hluti barna- barnanna. En þetta var búið, bróðir hafði kvatt og var farinn í sumarlandið. Það tók mig nokkurn tíma að átta mig á því að elsku bróðir hefði kvatt þessa jarðvist. En smátt og smátt kom maður aftur til sjálfs sín og áttaði sig á að þetta var raunveruleikinn og hugurinn leitaði til baka til bernskunnar og góðu minning- anna heima í Skálabrekku. Að alast upp í stórum bræðrahópi voru forréttindi, að vera þátttak- andi í daglegu lífi fjölskyldunnar í faðmi ástríkra og vinnusamra foreldra. Á milli okkar Dedda hefur allt- af verið sterk taug enda var hann aðeins árinu eldri og höfum við átt því láni að fagna að hafa fylgst að næstum allt okkar líf. Í æsku okkar voru foreldrar okkar með kindur og kú eins títt var á Húsa- vík, vorum við aldir upp við að annast dýrin og var Deddi mjög natinn við það. Leikvöllurinn var Brekkan, fjaran og lífið við höfn- ina. Áhugi Dedda var mikill í kringum skepnurnar, en í minn- ingunni voru íþróttir mikið stundaðar af bræðrum. Hann hefur bætt um betur með að fylgja börnum sínum og barna- börnum í starfi Völsungs þar sem mörg þeirra eru afreksfólk. En hjá Dedda, eins og öðrum á þess- um árum, var æskan í styttra lagi og upp úr fermingu hafist handa við að afla tekna. Að loknu skyldunámi var hald- ið til sjós og það gert að ævistarfi. Deddi var vel liðinn og skyldu- rækinn, ekki síst eftir að hann varð vélstjóri, enda lengst af með sömu skipstjórum. Á einni af sinni fyrstu síldar- vertíðum lenti hann í því á mið- unum austur af landinu að fá heilablóðfall og vera fluttur í land meðvitundarlaus. Var hann flutt- ur með flugvél til Danmörku í höfuðaðgerð, tókst það farsæl- lega og eftir endurhæfingu virtist hann ná sér, þó mann gruni að af- leiðingar þessa hafi háð honum allt lífið. Það var Dedda stærsta happ í lífinu að hitta hana Jönu sína, ekki síst eftir erfið ár í kjölfar veikindanna. Þau giftu sig 1974 og hófu sambúð á Húsavík, hafa verið farsæl og afar samstiga um að búa sér gott heimili og eignast saman myndarlega fjölskyldu sem bundist hefur traustum fjöl- skylduböndum. Við bræður höfum báðir starf- að lengi saman í Kiwansklúbbn- um Skjálfanda, þar sem hann var öflugur félagi og verður sárt saknað. Samskipti okkar bræðra og fjölskyldna hafa verið góð, ekki síst síðustu árin þar sem við höf- um búið hvor á móti öðrum við Laugarbrekkuna. Sjaldan hefur liðið sá dagur að við eða konurnar kæmum ekki við hvert hjá öðru. Ef eitthvað vantaði eða þurfti að gera var haft samband yfir göt- una, Deddi var alltaf tilbúinn að hjálpa. Elsku Jana, við Pálína sendum okkar bestu samúðarkveðju til þín og fjölskyldunnar. Minningin er björt um góðan bróður, takk fyrir samfylgdina og hvíl í friði. Egill Olgeirsson Skarphéðinn Jónas Olgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.