Morgunblaðið - 04.07.2022, Side 19

Morgunblaðið - 04.07.2022, Side 19
sókn. Eftir að Gógó, eins og við kölluðum hana alltaf fjölskyld- an, þurfti að flytja á hjúkrunarheimili og bið tók við á stofn- unum fjölgaði heim- sóknum og urðu margar í viku hverri, sérstaklega síðast- liðið ár. Það gerði okkur enn nánari og fyrir þessa vináttu okkar er ég svo þakklát. Einnig spjölluðum við mikið saman í síma á kvöldin um heima og geima, en skemmtilegast þótti Gógó að tala um sveitina sína ástkæru. Fjölskyldan varð glöð þegar þú fluttir í Sóltún og gast fegrað umhverfi þitt, en þangað var allt- af gott að koma. Það var erfitt að kveðja og söknuðurinn er mikill og nístir hjartað. Mig langar enn og aftur að þakka þér fyrir að taka mér opn- um örmum og fyrir samveruna, sem var alltaf falleg og góð. Ég á eftir að sakna þín svo lengi sem ég dreg andann. Guð blessi þig og minningu þína og alla sem minnast þín og sakna. Þín tengdadóttir, Hildur. Mig langaði að rita nokkur fátæk- leg orð og minnast elskulegrar tengda- móður minnar sem lést 16. júní sl. Kynni okkar hófust fyrir rúm- um fjórum árum með kaffibollum og spjalli í litla fallega húsinu hennar í Hjallaselinu, þegar ég var svo lánsöm að kynnast hon- um Bjössa mínum og fjölskyldu. Elsku Gógó, alltaf fengum við kaffi og kruðerí sem þú fannst til fyrir okkur. Þótt sjónin væri far- in að daprast mikið léstu það ekki aftra þér frá því að hugsa um gestina þína og taka betur til eftir húshjálpina en þú varst svo snyrtileg og áttir svo fallegt og hlýtt heimili og rósunum í stof- unni gleymi ég aldrei, þær báru vott um mikla ást og umhyggju sem þær fengu að njóta. Heimsóknum okkar Bjössa fjölgaði og vinátta okkar óx og þið Pabló urðuð góðir vinir enda kom hann yfirleitt með okkur í heim- Vilborg Eyjólfsdóttir ✝ Vilborg Eyjólfsdóttir fæddist 8. október 1932. Hún lést 16. júní 2022. Útför fór fram 27. júní 2022. MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2022 ✝ Dagrún Erla Ólafsdóttir fæddist 6. nóv- ember 1929 á Ísa- firði. Hún lést 16. júní 2022 á Landspít- alanum, Fossvogi. Foreldrar henn- ar voru Ólafur Guðbrandur Jak- obsson, f. 27.10.1892, d. 5.1.1963, og Anna Filippía Bjarnadóttir, f. 9.7.1899, d. 15.4.1992. Dagrún Erla var þriðja í röð átta systkina, Systkini Dagrún- ar Erlu: Bjarney Ingibjörg, f. 20.10.1923, d. 23.1.2003, Guð- björg Guðríður f. 18.8.1927, d. 4.9.2011, Guðrún Elísa, f. 3.2.1932, d. 23.5.2010, Snjáfríð- ur Arndís f. 7.6.1933, Anna Ólafía, f. 20.5.1935, d. 11.1.1956, Jakob Ingiberg f. 19.2.1937, og Rut, f. 10.9. 1979. Dagrún Erla kynntist núver- andi eiginmanni sínum, Steinari Erlendssyni, árið 1976. Þau gengu í hjónaband 8.4.2009. Dagrún Erla var handlagin og eftirsótt til vinnu, hún hóf starfsævi sína á klæðskera- verkstæði Þorsteins Guð- mundssonar á Ísafirði. Hún starfaði einnig sem skipsþerna á millilandaskipi um nokkurt skeið, en lengst af starfaði hún við umönnun barna og fullorð- inna með fatlanir, lengi vel á Sólheimum og einnig sam- býlum. Þegar Dagrún Erla hætti störfum vegna aldurs fékk hún tækifæri til að sinna sínu helsta áhugamáli, list- sköpun. Hún sótti nám bæði innanlands og erlendis í ým- iskonar listsköpun þar á meðal í olíumálun og keramik. Hún hélt tryggð við listsköpunina alla tíð og fengum við fjöl- skyldan að njóta hennar stór- kostlegu vatnslistaverka, því sem hún saumaði út, öll gler- listin fallega og hennar ein- stöku leirlist. Útför Dagrúnar Erlu fer fram frá Grafarvogskirkju, í dag, 4. júlí, kl. 15. d. 31.3.2014 og Jó- hanna Fjóla f. 9.7.1941. Dagrún Erla eignaðist dóttur með Kjartani Ólafssyni, f. 4.9. 1905, d. 9. mars 1994: Steinunni, f. 9.1. 1950. Börn hennar: Anna María Guðmunds- dóttir, f. 6.4 1970 og Helena Margrét Friðriks- dóttir, f. 2.11. 1988. Dagrún Erla kvæntist Har- aldi Sigurðssyni, f. 14.4.1930, d. 11.3.2007, og eignaðist með honum þrjú börn: 1) Ólafur, f. 15.3. 1955. Börn hans: Krist- mundur Þór, f. 15.2. 1981 og Dagrún Ása, f. 13.7. 1988. 2) Þórarinn, f. 23.3. 1957. Sonur hans: Rögnvaldur Gauti, f. 4. 5. 1982. 3) Arndís, f. 6.12. 1959, d. 11.4. 1993. Dætur hennar: Sigríður, f. 5.8. 1977 Ungur drengur man ég að mamma var öðruvísi en aðrar mæður í hverfinu. Þær voru flestar húsmæður með svuntuna og gjarnan með Camel-sígarettu í munnvikinu. Mamma var hins vegar að mála myndir. Hún var leitandi sál. Sótti námskeið í heimspeki, guðspeki og listum. Á þessum tíma þótti fólk eins og mamma skrýtið. Við bjuggum í Hólmgarði 5. Pabbi var bóndasonur og vann sem sjómaður og drakk eins og sjómenn gerðu. Og þótt hann væri söngelskur hafði hann fyr- irlitningu á öllu andlegu rugli og menntafólki. Hann skildi ekki móður mína. Hann reyndi að setja mömmu í bás, sem var vonlaust. Upp kom ágreiningur og brestir í hjónabandið. Hönd- in var því miður laus. Bitur skilnaður tók við sem virtist hafa engan enda. Systkini mín, Óli og Addý, fylgdu mömmu með úrskurði og ég fór til pabba. Fyrir hjónaband foreldra minna, þegar mamma var 20 ára, átti hún Steinunni systur mína með eldri manni. Sú mannleysa skipti sér aldrei af þeim mæðgum. Sökum fátæktar endaði Steinunn á vöggustofu. Það var myrkrið í huga móður minnar sem hún gat aldrei talað um. Mér skilst að þegar mæður komu í heimsókn á vöggustof- una hafi þær ekki mátt snerta börnin sín og máttu aðeins fylgjast með þeim í gegnum gler. Sem einstæð móðir þyngdist lífsbarátta mömmu. Með mikilli vinnusemi tókst henni að kaupa íbúð í Álftamýri 40. Bjartari tímar tóku við og hún fór að vinna að listinni af fullum krafti og hélt því áfram alla ævi. Hún málaði með akríllitum, vatnslit- um og með olíulitum. Hún gerði skálar og önnur verk í leir. Hún vann með gler. Hún saumaði og skrifaði fallegar sögur. Listin var ástríða mömmu alla ævi og það sem hélt henni gangandi. Í hana fóru allir hennar aukapen- ingar og allur tími sem aflögu var. Nær alla sína starfsævi vann mamma við umönnunar- störf á mörgum sambýlum. Eitt þeirra var Sólheimar. Umhyggj- an og náungakærleikurinn var það sem einkenndi mömmu. Hún mátti ekkert aumt sjá. Mér eru minnisstæð símtölin við mömmu úr vinnunni frá Noregi. Fyrstu fimm mínúturn- ar snerust um heilsufar móð- urættarinnar, sem er stór. Það gat verið blöðrubólga, verkir í mjöðm eða stundum bara ein- hver pest. Það fór ekkert fram hjá henni. Mér fannst þessir pistlar ekki skemmtilegir hjá henni en lét mig hafa það að hlusta hljóður, vitandi að mamma hafði þessar áhyggjur. Seinni maður móður minnar er Steinar. Þau kynntust 1976 og giftust þegar mamma var 80 ára í mjög fallegu brúðkaupi. Í brúðkaupinu var hún mikil skvísa. Það var eins og tíminn stöðvaðist á skrifstofu borgar- dómara þegar mamma kom í skrautbúningi sínum. Hjónabandið var farsælt. Síð- ustu árin sem mamma lifði ann- aðist Steinar hana af miklum kærleik og ástúð alla daga. Fyr- ir mér var mamma ankerið í til- verunni. Fallega brosið og faðm- urinn sem var svo stór. Hún var kærleikurinn í fallegustu merk- ingu þess orðs. Takk fyrir lífið elsku besta mamma í heimi. Þórarinn. Elsku amma var mögnuð kona, alveg einstök. Bernsku- minningarnar okkar með ömmu einkennast af skemmtilegum gæðastundum og amma stakk alltaf upp á einhverju nýju og spennandi til að gera saman. Við tókum upp viðtöl og heilu leikritin með segulbandstækinu hennar, teiknuðum, máluðum, ferðuðumst og vorum úti í nátt- úrunni. Heima hjá ömmu var lykt af reykelsi, fjaðrir í vasa, einstök húsgögn og ógrynni af allskonar dóti, bæði fyrir handa- vinnu en líka allt mögulegt ann- að. Amma henti fáu og átti til dæmis hafsjó af allskonar skemmtilegum fötum sem við gátum mátað og farið í búninga- leiki með. Amma bar virðingu fyrir líf- inu, hún talaði við blómin sín og grínaðist mikið. Hún var líka mjög trúuð kona og alltaf þegar við komum til hennar drógum við litla miða úr krukku sem vís- uðu í sálma í biblíunni. Amma lét okkur finna sálminn í biblí- unni og lesa hann upp fyrir hana, alltaf var hún jafn spennt að heyra lesturinn. Aldrei þröngvaði hún þó sínum skoð- unum á okkur heldur sýndi hún okkur hvað trúin gerði fyrir hana og hvernig maður getur dregið lærdóm af lífinu. Frá því við munum eftir okk- ur þá var amma að starfa við umönnun, sér í lagi með fötluð börn og ungmenni. Hún starfaði lengi vel á Sólheimum og sam- býlum og hafði unun af starfinu. Amma var nákvæmlega það sem hún gaf sig út fyrir að vera og sýndi það sífellt í verki. Eftir að mamma okkar dó, við 13 og 15 ára á þeim tíma, kom amma enn meira inn í líf okkar og samband okkar við hana varð sterkara. Amma var alltaf til staðar, vildi vita hvað við vorum að kljást við hverju sinni og tók virkan þátt í lífi okkar. Þegar við eignuðumst svo börn sjálfar varð hún ofur- langamma. Amma var mjög listræn. Hún teiknaði, málaði, prjónaði, hekl- aði, saumaði, leiraði og hvað annað sem henni datt í hug að gera. Hún var meira að segja með stærðarinnar ofn heima hjá sér til að brenna keramikverkin sín, svo fátt eitt sé nefnt. Amma fór í enskuskóla og listnám erlendis á sjötugs- og áttræðisaldri, hún fór létt með tæknimálin og var klárlega flottasta amman og langamman á Facebook. Það virtist einhvern veginn ekkert stöðva ömmu í því að ná markmiðum sínum. Þrátt fyrir að hún hafi þurft að klífa marg- ar brekkur í lífinu, þá virðast þær hafa gert hana sterkari. Frábært viðhorf ömmu hefur gefið tóninn fyrir okkur systur, allt er mögulegt ef viljinn er fyrir hendi og hindranir eru til að læra af þeim. Minningarnar sem við eigum um elsku ömmu eru ómetanleg- ar. Góðar samverustundir, ferðalög, spjall um allt á milli himins og jarðar, traustið, virð- ingin, listin, þolinmæðin og þaulseiglan. Allt sem við lærð- um af henni munum við taka með okkur í framtíðina. Við munum sakna ömmu mikið en við minnumst hennar með þakk- læti í hjarta og ósk um að hún og mamma okkar séu saman á ný. Sigríður (Sísí) og Rut. Á leið minni í skemmtiferð með ferju frá Skagen fékk ég símleiðis þá sorgarfrétt að Dagga systir mín væri látin. Allt í einu breyttist gleðin í sorg og leiða yfir að vera ekki nær fjöl- skyldu hennar á Íslandi. Til að lina sorgina hugsaði ég um okk- ar dýrmætu sameiginlegu stundir. Hún opnaði t.d. áhuga minn á heimspeki og listum og kynnti mig fyrir Þorsteini eig- inmanni mínum. Við vorum ekki bara systur, við vorum góðar vinkonur. Dagga elskaði heimabæ sinn Ísafjörð og heimsótti hann eins oft og mögulegt var. Hún minnt- ist oft á umhyggjusömu foreldra okkar og hve dásamlegt það hefði verið að alast upp hjá þeim þrátt fyrir fátæktina og þrengslin á heimilinu. Sem bet- ur fór var nógu vítt á milli veggja í umhverfinu og hlíðin, fjöllin og fjaran gáfu ótal mögu- leika til leikja og samveru- stunda. Þá léku börn sér meira úti en inni. Í einni heimsókn sinni til Ísafjarðar setti hún nið- ur tré og blómafræ í opið skarð í hlíðinni. Þar myndaðist falleg- ur lundur sem er nú kominn undir varnargarð. 15 ára gömul fór Dagga að heiman, þá var tekin fjölskyldu- mynd hjá Símson áður en hún færi. Ferðin var til Svíþjóðar þar sem hún sinnti börnum og heimili Auðar Auðuns (síðar borgarstjóra) og maka hennar. Dagga lauk prófi við Hús- mæðraskólann á Ísafirði og vann ýmis störf á lífsleiðinni. Þar má nefna saumavinnu, mat- reiðslu og umönnun fatlaðra. Einnig vann hún sem skips- þerna og í mörg á listasafni Ein- ars Jónssonar. Hún vélritaði mikið fyrir Kjartan Ólafsson, hagfræðing og rithöfund. Árið 1950 eign- uðust þau dótturina Steinunni sem varð fóstursystir mín þegar ég var níu ára. Þá hafði ég lengi verið yngsta barnið á bænum og fagnaði því að eignast litla fal- lega systur sem var yngri en ég. Með eiginmanni sínum Har- aldi Sigurðssyni eignaðist Dagga yndislegu börnin Ólaf, Þórarin og Arndísi, sem lést að- eins 33 ára gömul. Árið 2009 giftist Dagga Stein- ari Erlendssyni eftir margra ára sambúð. Alltaf var yndislegt að eiga stundir með þeim. Steinar er umhyggjusamur maður og veitti Döggu mikinn stuðning þegar hún missti heyrn og sjón- in var orðin léleg. Dagga var hugmyndarík fjöl- listakona sem fór snemma að teikna og mála. Síðar sótti hún mörg listnámskeið og stundaði nám við Myndlistarskólann í Reykjavík og síðar við Central Saint Martins í Englandi. Eftir hana liggja ótal fögur listaverk, málverk, teikningar, keramik, glermunir og handverk. Hún var ekki fyrir að vera með list- sýningar þrátt fyrir ótal áskor- anir. Hún var gjöful og gaf mörg þeirra t.d. til barna sinna, systkina, ættingja og vina. Tónlistin var henni í blóð bor- in. Hún hafði hljómmikla og fal- lega söngrödd og spilaði á gítar. Elskaði sving, dægurlög, ljóða- söngva, rómansa og ýmsar arí- ur. Það var svo gaman að syngja með henni í röddum við gítar- eða píanóundirleik. Það gerðum við eiginlega alltaf þeg- ar við heimsóttum hvor aðra. Elsku Steinar, Steinunn, Óli og Þórarinn, ég og fjölskylda mín sendum ykkur og fjölskyld- um ykkar hjartans samúðar- kveðjur. Lengi lifi minningarnar um þig elsku systir. Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir. Dagrún Erla Ólafsdóttir ✝ Margrét V. Alfonsson fæddist í Reykjavík 26.9. 1931. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Eir 24. júní 2022. Foreldrar: Guð- ríður Guðmunds- dóttir frá Sól- heimum í Hrunamanna- hreppi, f. 13.1. 1909, d. 11.10. 1986, og Vigfús Einarsson, f. 27.3. 1911, d. 23.11. 1973. Stjúpfaðir Matthias Knútur Kristjánsson frá Stapa- dal í Arnarfirði, f. 7.1. 1900, d. 29.9. 1985. Systir samfeðra Inga Rún, f. 26.9. 1935, d. 3.11. 1986. Systkini samæðra Matthías, f. 29.4. 1943, Guðrún, f. 24.1. 1947. Margrét ólst upp hjá móður sinni og stjúpföður frá 1942. Stundaði nám í gunnskóla og gagnfræðaskóla. Vann við sauma hjá Andrési klæðskera. Margrét giftist Jóhanni Þóri Alf- onssyni 30.11. 1957, f. 5.12. 1930, d. 25.10. 2009. Þau eignuðust eina dóttur, Guðríði, f. 22.9. 1960, d. 6.10. 1999. Útför hennar er gerð frá Guðríðarkirkju í dag, 4. júlí 2022, klukkan 13. Í dag kveðjum við elskulega systur, sem var ótrúleg kona og mikil fyrirmynd okkar allra. Þrátt fyrir erfið áföll í lífinu þá var hún endalaust þakklát og gat alltaf gefið af sér hlýju og vænt- umþykju. Hugsaði meira um aðra en sjálfa sig! Hún sagði stuttu áður en hún kvaddi: „Ég er svo þakklát“ og það fékk starfsfólkið á Eir oft að heyra, enda fundum við hvað öllum þar þótti vænt um hana! Við þökkum þeim öllum fyrir einstaka umönn- un og hlýju! Hún eignaðist dásamlegan eiginmann 30. nóvember 1957, Jóhann Þóri Alfonsson, sem lærði húsgagnasmíði og dreymdi um að komast til Ameríku og freista gæfunnar þar. Þau eign- uðust dótturina Guðríði, sálfræð- ing, 22. september 1960. Það var mikill söknuður þegar þau fluttu vestur um haf 1962. Ég gleymi ekki fyrstu jólunum sem Magga var ekki, það vantaði svo mikið! En það var reynt að halda góðu sambandi við þau með bréfa- skriftum og síðar voru meiri möguleikar að fara til þeirra, allt- af tekið á móti okkur með mikl- um höfðingsskap og gestrisni. Magga var listakokkur, hafði mikla ánægju af að galdra fram ýmsa gómsæta rétti sem voru svo fallega framreiddir og stjan- aði síðan við okkur á alla lund. Þau stofnuðu sitt eigið fyrir- tæki JOMAR Construction sem þau ráku meðan heilsa Þóris leyfði. Magga vann með Þóri við húsbyggingar og dró hvergi af sér. Með þessari vinnu og heim- ilsstörfunum tók hún að sér að vera gjaldkeri Íslendingafélags- ins í Washington DC og því sinnti hún af mikilli samviskusemi og nákvæmni. Þá byggðu þau sér mjög fallegt hús í Waldorf í Maryland. Þegar við vorum að láta hanna húsið okkar í Stapa- seli 1976 höfðum við húsið þeirra í huga, eins og að hafa opið eld- hús, samtengt stofunni. Magga var mjög smekkleg í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Það var mikið áfall þegar Gurrý greindist með krabbamein um 1990 og lést 6.10. 1999 aðeins 39 ára gömul. Þórir greindist með parkinsonsveiki um svipað leyti og lést 25.10. 2009. Það var aðdáunarvert að fylgjast með hvað Magga tók þessu af miklu æðruleysi og dugnaði og sinnti þeim báðum eftir bestu getu í þeirra erfiðu veikindum. Það var mikið rétt sem Gurrý dóttir hennar sagði: „Mamma, þú getur þetta, þú ert af sterka stofnin- um!“ sem ég held að hafi verið satt hjá henni, hún var mjög sterk kona bæði andlega og lík- amlega. Guð blessi minningu elsku Möggu okkar! Matthías, Katrín og fjölskylda. Elsku systir, ég kveð þig með miklum söknuði. Þú varst ein- stök, alveg yndisleg, svo jákvæð og þakklát, þú varst ekki bara systir heldur líka eins og mamma mín. Ég geymi allar minningarn- ar, sem eru margar bæði í sorg og gleði, í hjarta mínu. Fjölskyld- an, makar og börnin okkar voru númer eitt hjá þér, spurðir alltaf hvort ekki væri allt gott hjá þeim; „ef allt er gott hjá þeim þá líður mér vel“ sagðir þú alltaf. Nú ertu komin til Þóris þíns og Gurrýjar sem umvefja þig ást og kærleika. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Kveð þig eins og þú kvaddir mig alltaf – með fingurkossi og „Guð blessi þig“. „Love!“ Þín systir, Guðrún. Margrét V. Alfonsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.