Morgunblaðið - 04.07.2022, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2022
✝
Dr. John Brian Dodsworth
fæddist 6. mars 1934 í
Middleton, úthverfi Manchester.
Hann lést í Cambridge 30. mars
2021.
Hann sýndi ungur afburða
námshæfileika og hlaut fullan
styrk til náms við Christ‘s Col-
lege í Cambridge, og lauk þar
meistaraprófi í norrænu. Hann
var við starfsnám í hand-
ritafræði á árunum 1961-1963
hjá Jóni Helgasyni við stofnun
Árna Magnússonar í Kaup-
mannahöfn.
Að loknu doktorsprófi í Cam-
bridge árið 1970 varð hann um-
sjónarmaður norrænu deild-
arinnar við háskólabókasafnið í
þar, allt til starfsloka 1998. Und-
ir hans stjórn óx deildin og dafn-
aði sem eitt helsta bókasafn nor-
rænna fræða utan Norðurlanda.
Kona hans var Guðrún Stein-
unn Halldórsdóttir, f. 21.4.1929,
d. 1.11.2009. Foreldrar hennar
voru Halldór Ragnar Gunn-
arsson kaupmaður, f. 26.4. 1896,
d. 29.2. 1964, og Steinunn Guð-
rún Gunnarsson (fædd af ís-
lenskum foreldrum í Kanada og
kölluð Solvason), f. 5.9. 1901, d.
7.10. 1989. Guðrún átti þrjá
bræður: Rút, f. 15.9. 1925, d.
10.11. 1998, Gunnar Kristin, f.
23.1. 1928, d. 12.7. 1936, og
Brynjólf Hermann, f. 7.8. 1930,
d. 17.1. 2006.
Útför yfir duftkeri hans verð-
ur gerð í dag frá Fossvogskap-
ellu kl. 11.30.
Að athöfn lokinni verður ker-
ið jarðsett í leiði eiginkonu
hans.
Dag einn keypti faðir Brians
alfræðibókasafn af farandsala er
knúið hafði dyra hjá fjölskyld-
unni. Þetta reyndist örlagafeng-
ur fyrir hinn gáfaða og forvitna
strák, sem las bækurnar upp til
agna en heillaðist þó umfram
allt annað af kaflanum um vík-
ingana. Hann gat ekki hætt að
hugsa um þá. Þessi áhugi leiddi
síðar til háskólaprófs í norrænu
og starfs hjá Jóni Helgasyni í
Kaupmannahöfn.
Jón kom því til leiðar að Bri-
an fékk styrk ríkissjóðs til
námsdvalar á Íslandi. Brian
lýsti ferðinni hingað sem hálf-
gerðri pílagrímsför fyrir sig.
Hann sótti þá tíma hjá Halldóri
Halldórssyni í nútímaíslensku
og urðu það fyrstu raunveru-
legu kynni Brians af okkar
tungu, máli víkinganna. Hann
tók og að sér kennslu í nám-
skeiði í ensku við málaskólann
Mími, sem strax varð mjög eft-
irsótt, enda framburður hans á
hinu nýja heimsmáli forkunn-
arfagur og vandaður. Á rútu-
ferðalagi um suðurland, sumarið
þar á eftir, reyndist einn nem-
andi hans, Guðrún Steinunn
Halldórsdóttir, óvænt vera í
hópi samferðamannanna. Þau
settust saman og þarna fundu
bæði að þeim var ætlað að verða
samferða allt lífið á enda. Sam-
band þeirra var einkar fagurt
og ástríkt.
Brian leitaði hér ráða varð-
andi efni til doktorsprófs. Var
honum bent á að Mágusar saga
bragðarefs væri lítt rannsökuð.
Sú riddarasaga var til í yfir 70
handritum, og höfðu aðrir veigr-
að sér við að takast svo stórt
verkefni á hendur. Mágusar
saga var vinsælli meðal íslend-
inga á miðöldum en þær sögur
sem nú eru taldar frægastar,
enda full af ærslum, vandræð-
um og ævintýrum og hún endar
vel.
Brian lagði á brattann. Þetta
reyndist umtalsvert meira um-
fangs en sem nemur einni
venjulegri doktorsritgerð. En
með seiglunni og mikilli vinnu
hafðist það. Fyrr en varði hafði
hann varið doktorsritgerð sína,
þykka bók, um Mágusar sögu
bragðarefs, við Christ‘s College
í Cambridge.
Mestan hluta starfsævinnar
starfaði Brian við háskólabóka-
safnið í Cambridge.
Við starfslok árið 1998 leitaði
hugur hans enn á ný til Mágus-
ar sögu bragðarefs. Margt nýtt
hafði komið í leitirnar og hann
tók á ný upp rannsóknir sínar
og bætti enn við verkið af mik-
illi atorku.
Á heimili þeirra hjóna var
alltaf töluð íslenska. Var til þess
tekið, hvað hann náði góðum
tökum á málinu. Á veggjum
voru íslensk málverk og íslensk-
ar bækur í bókaskápum. Þau
leituðust ætíð við að greiða götu
þeirra íslendinga sem á vegi
þeirra urðu, og hafa margir not-
ið gestrisni þeirra. Kynnin af
Guðrúnu, með sitt kærleiksríka
og brosmilda viðmót, og Brian,
sem var gull af manni og heill í
gegn, urðu mönnum minnis-
stæð. Á sumrin dvöldust þau
jafnan hér á landi, í húsi for-
eldra hennar að Sólvallagötu 14
í Reykjavík.
Þau hjónin höfðu ráðgert að
flytjast til Íslands, en Guðrún
andaðist árið 2009, áður en af
því gat orðið. Við fráfall hennar
var að honum kveðinn þungur
harmur. Fáeinum árum síðar
slasast hann og hlaut að vistast
á umönnunarheimili eftir það.
Þá var hann í raun og veru orð-
inn meiri Íslendingur en Breti.
Blessuð sé minning þessa
góða fólks.
Björn Einar Árnason.
John Brian
Dodsworth
✝
Kristín Sig-
urjónsdóttir
fæddist á Búðarhóli
í Austur-
Landeyjum 31. des-
ember 1934. Hún
lést á Heilbrigð-
isstofnun Suður-
lands á Selfossi 23.
júní 2022.
Foreldrar henn-
ar voru Margrét
Fríða Jósefsdóttir
frá Sveðjustöðum í Miðfirði, f.
23.11. 1904, d. 10.10. 1978, og
Sigurjón Einarsson frá Krossi,
Austur-Landeyjum, f. 7.4. 1894,
d. 19.10. 1987.
Kristín var fimmta í röðinni af
sjö systkinum, hálfbróðir sam-
feðra var Aðalsteinn, f. 6.6. 1915,
d. 21.1. 1988. Alsystkin eru Einar
Birgir, f. 5.5. 1933, Friðrik, f. 1.3.
1934, d. 5.3. 1934, ónefndur, f.
4) Grettir, f. 18.11. 1967. 5) Jón
Valur, f. 2.7. 1973, maki Sigríður
Sigmarsdóttir, f. 13.6. 1973. Börn
þeirra eru Kristín Edda og Einar
Örn. 6) Eiríkur Ingvi, f. 20.11.
1980, maki Berglind Ó. Sigvarðs-
dóttir, f. 11.12. 1985. Börn þeirra
eru Thelma Rós, Arnar Gauti,
Anton Ingi og Jón Bjarki. Þegar
Kristín lést voru lang-
ömmubörnin orðin þrettán.
Kristín fæddist á Búðarhóli í
Austur-Landeyjum. Hún fluttist
til Vestmannaeyja 1952, þá 18
ára að aldri. Hún bjó með for-
eldrum sínum á Sólheimum í
Vestmannaeyjum en þar kynntist
hún manni sínum, Jóni Ein-
arssyni. Þau bjuggu í Steinholti í
Vestmannaeyjum fram til ársins
1962 en þá um vorið flytja þau að
Bakka í Austur-Landeyjum. Á
Bakka endurreistu þau hjónin öll
húsakynni og ræktuðu upp land.
Þau ráku bú á Bakka fram til
ársins 2000 þegar börn þeirra
tóku við. Kristín var heiðurs-
félagi í kvenfélaginu Freyju.
Útför hennar fer fram frá
Krosskirkju, Austur-Landeyjum
í dag, 4. júlí 2022, klukkan 14.
1.3. 1934, d. 4.3.
1934, Eiríkur Ingvi,
f. 17.8. 1937, d. 2.10.
1978, og Heiðrún
Gréta, f. 23.12.
1941.
Kristín giftist
Jóni Einarssyni frá
Tjörnum, f. 1.3.
1930, d. 10.4. 2016,
hinn 16. júlí 1961.
Börn þeirra eru: 1)
Sigmar, f. 15.4.
1957, maki Hólmfríður K. Helga-
dóttir, f. 25.1. 1961. Börn þeirra
eru Elísabet Rut, Jón Ægir og
Rúnar Helgi. 2) Einar, f. 1.2.
1959, maki Unnur M. Sævars-
dóttir, f. 22.6. 1968. Börn þeirra
eru Kristrós Dögg og Bjartmann
Styrmir. Áður átti Einar tvö
börn, Þórunni Björk og Victor
Loga. 3) Harpa, f. 21.4. 1962.
Barn hennar er Kolbrún María.
Elsku amma mín. Ég trúi eig-
inlega ekki ennþá að þú sért farin
frá okkur.
Ég er svo þakklát fyrir vinátt-
una okkar, þær stundir sem við
áttum saman meðan ég var að
naglalakka þig, þegar við kjöftuð-
um um allt milli himins og jarðar,
bulluðum og hlógum. Ég stríddi
þér oft á því að þú værir aftur orð-
in unglingur, aldrei heima hjá þér
og alltaf á eintómu flakki! Eftir að
afi dó fannstu kannski ekki alveg
þinn stað og varst mikið að flakka
á milli Reykjavíkur til Heiðrúnar
þinnar, Bakka og Vestmannaeyja.
Ég stríddi þér líka á að þú vildir
vera naglalökkuð og fín til að
heilla alla karlana í Reykjavík, en
síður en svo, þú varst alltaf vopn-
uð þínum giftingarhring og tókst
hann aldrei niður.
Þér var alltaf svo umhugað um
okkur, börnin þín og barnabörn
og síðar barnabarnabörn. Alltaf
spurðir þú frétta af mér og mínum
en oftar en ekki vissirðu allt þá
þegar því þú varst búin að spyrj-
ast fyrir áður en ég kom. Ég man
þegar þú sást til mín, þegar ég var
barn, að borða eintómar ostsneið-
ar eða þurrt mjólkurkex, stóð þér
alls ekki á sama og vildir gjarnan
að ég borðaði nú eitthvað meira.
Þú náðir reglulega að gera mig
kjaftstopp því snögg varstu í til-
svörum með gullkornin þín. Ég
man sérstaklega eftir því þegar
við Kolla ætluðum út á lífið í Eyj-
um og þú varst að forvitnast hvar
við ætluðum að gista. Ég spurði
þig hvort við mættum ekki kúra
hjá þér en þú hélst nú síður. Þá
sagði ég að við myndum bara finna
okkur einhverja gæja til að gista
hjá en þá fussaði sú gamla; „það
vill enginn sofa hjá ykkur“ og svo
hlógum við eins og vitleysingar.
Ég er þakklát fyrir þá fyrir-
mynd sem þú ert mér en styrk-
urinn og húmorinn þinn er nokk-
uð sem ég vona að ég nái að
tileinka mér í mínu lífi.
Þú varst alltaf hörkutól, fram á
síðustu stundu!
Takk fyrir að vera vinkona
mín.
Við kveðjum þig, kæra amma,
með kinnar votar af tárum.
Á ást þinni enginn vafi,
til okkar, við gæfu þá bárum.
Horfin er hönd þín sem leiddi
á hamingju- og gleðifundum,
ástúð er sorgunum eyddi,
athvarf á reynslustundum.
Margt er í minninga heimi
mun þar ljósið þitt skína.
Englar hjá guði þig geymi,
við geymum svo minningu þína.
(Höf. ók.)
Þín
Kristrós Dögg.
Í dag kveð ég elsku Stínu mína
á Bakka.
Frá því ég fór að venja komur
mína á Bakka sem barn til Kollu
vinkonu tók Stína mér alltaf opn-
um örmum frá fyrsta degi og
náðum við vel saman og urðum
miklar vinkonur. Mér þótti ég
eiga annað heimili á Bakka og
það var oft sem mamma og pabbi
tóku undir það þar sem á tíma
var ég oftar þar en heima hjá mér
enda kallaði ég oft Stínu, ömmu
Stínu.
Ég minnist með hlýju og þakk-
læti allra samverustunda okkar
Stínu á Bakka. Mér var boðið á
fjölskylduhittinga, ófáar eru gisti-
næturnar, alltaf var mér boðið í
mat og hún tók mér alltaf sem
einni af sínu fólki. Ég verð henni
og fólkinu á Bakka ævinlega
þakklát fyrir alla góðmennskuna,
vinskap og hlýhug í minn garð í
gegnum árin.
Stína sat með okkur Kollu dag-
ana langa og hlustaði á okkur að
tala um allt og ekkert og spila á
spil. Þá tók hún oftar en ekki í
spilin með okkur og spjallaði. Hún
hafði áhuga á öllu sem við vorum
að gera eða ræða, hvort sem við
héldum að hún skyldi ekki allt
hvað við vorum að segja en þá
vissi hún meira en við héldum. Ég
get ennþá hlegið þegar Heiðrún
systir hennar var með okkur, önn-
ur heyrði ekki nógu vel en hin sá
ekki nógu vel. Í raun var það svip-
að með okkur Kollu svo að við vor-
um góðar saman, svo eftir fjög-
urra tíma kaffi spjall þá var
jafnvel upphafleg frásögn löngu
gleymd og búin að breytast til
muna að það var orðinn stór mis-
skilningur, en það kom ekki að
sök þar sem við gleymdum öllu
jafnóðum.
Sumrin þegar við sátum í
garðinum að sóla okkar, heim-
alningurinn með okkur en þá
grínaðist Stína stundum hvor
heimalningurinn... þar var átt við
mig.
Mikið þykir mér vænt um allar
samverustundir okkar og spjöllin,
kaffið og bestu flatkökurnar sem
ég hef smakkað. Má ekki bjóða
þér mjólk og flatköku með miklu
smjöri? Jú takk. Það þurfti ekki
að spyrja að því, ekki stóð á mót-
tökunum.
Þetta var yndislegur tími og
Stína gaf sér alltaf tíma til að tala
við mig og spyrja frétta af mínu
fólki. Og allar símhringingarnar.
Ég talaði alltaf við Stínu í dágóða
stund áður en hún færði Kollu
símann, ávallt svo þakklát fyrir
hverja símhringingu. Það var svo
gott að spjalla við hana og heyra
hláturinn, veitti mikla gleði. Stína
var mikill húmoristi og gátum við
grátið stundum saman af hlátri.
Hún var mikil hvatning fyrir bæði
mig og Kollu í okkar daglega
amstri og ég veit að hún mun vaka
yfir henni og Kristbjörgu. Hún
var stór hluti af minni æsku og
faðmur hennar var ætíð fullur af
kærleika.
Stína bjó sínum traust og gott
heimili, vann allt sitt af hógværð
og hjartans lítillæti.
Hún var sanntrúuð kona og
hjartahrein sem öfundaði engan
og kunni ekki að eiga óvini.
Mér þykir vænt um hvað Stína
var góð við mig alla tíð og tók mér
sem einni af sínu eðal fólki.
Minningin lifir áfram í hugum
okkar og hjörtum og verður henni
haldið á lofti með fallegum sögum
fyrir komandi kynslóðir.
Takk fyrir allt elsku amma
Stína.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Vil ég votta börnum hennar,
barnabörnum og öllum fjölskyld-
um þeirra mína dýpstu samúð.
Sigurbjörg Fríða
Ólafsdóttir.
Kristín
Sigurjónsdóttir✝
Jóhann Pét-
ursson fæddist
á Akureyri 29.
ágúst 1969. Hann
varð bráðkvaddur
24. júní 2022.
Foreldrar hans
eru hjónin Pétur
Heiðar Sigurðsson,
f. 26. nóvember
1942, og Gunnborg
Hugrún Gunnars-
dóttir, f. 12. ágúst
1948. Systir Jóa er Hólmfríður
Björk Pétursdóttir, f. 26. maí
1975, maki Þorvaldur Örn Arn-
arson, f. 6. júlí 1974.
Maki Jóa er Valrún Helga
Magnúsdóttir, f. 28. apríl 1968.
Foreldrar hennar voru Magnús
Valsteinn Tryggvason, f. 5. febr-
úar 1936, d. 15. maí 2020, og Lilja
Magnúsdóttir, f. 7.
mars 1941, d. 4.
september 1988.
Börn þeirra eru
Heiðar Gauti, f. 2.
nóvember 2002,
Lilja Katrín, f. 2.
nóvember 2002, og
Gunnborg Petra, f.
13. október 2004.
Jói fæddist og ólst
upp á Akureyri.
Hann gekk í Lund-
arskóla og þaðan lá leiðin í Gagn-
fræðaskóla Akureyrar. 16 ára var
Jói farinn að vinna á sjó og var
sjómaður allt til æviloka. Lengst
af starfaði hann fyrir Samherja,
nú síðast á skipinu Björgvini EA.
Útför Jóhanns fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 4. júlí
2022, klukkan 13.
Það er þyngra en tárum taki að
skrifa þessi orð. Elskulegur bróð-
ir, mágur og frændi hefur kvatt
okkur alltof snemma og skilur eft-
ir stórt skarð í hjarta okkar.
Hann Jói var góður maður,
með ljúfa lund, hjálpsamur,
traustur og skemmtilegur. Hann
gat líka verið þrjóskur og stríðinn.
Oft fóru stríðnin og þrjóskan sam-
an og gat hann þrætt en glott út í
annað á sama tíma.
Í bernsku náði hann oft að espa
systur sína upp. Með aldri og
þroska varð stríðnin mildari hjá
Jóa og snerist oftar en ekki um
fótbolta. Eitt sinn þegar hann var
í útlöndum ætlaði hann að hrekkja
mág sinn og keypti Liverpool-
búning fyrir litla frænda sinn þar
sem hann minnti að mágur sinn,
faðir hans, væri United-maður.
Hann er hins vegar mikill Liver-
pool-maður og var hinn ánægðasti
með gjöfina. Eins benti hann
yngsta frænda sínum reglulega á
að rautt og hvítt væri fallegra en
gult og blátt. Litli frændi stríddi
honum á móti með því að klæða
sig í eins margar KA-flíkur og
hann gat þegar hann heimsótti
Jóa. Jói mætti samt oft að horfa á
litla frænda keppa fyrir hönd KA
og hvatti hann áfram.
Þrátt fyrir nokkur ár í bernsku
þar sem hann naut þess að stríða
systur sinni þá var alltaf mikill
kærleikur þeirra á milli. Ef litlu
systur leið illa mætti Jói til að
hugga hana og ef Jói var á djamm-
inu þá rúntaði litla systir til rúm-
lega fjögur um nóttina ef ske kynni
að hann vantaði far heim. Nú á full-
orðinsárum nutu systkinin þess að
hittast yfir kaffibolla og spjalla,
fara út að borða saman eða í
göngutúr. Það var gott að tala við
Jóa og gátu systkinin rætt um allt.
Oft ræddu þau um börnin sín og
hvað Jói var stoltur af Heiðari,
Lilju og Gunnborgu, ljúfmennsku
þeirra, þrautseigju og dugnaði.
Samverustundir í sumarbú-
staðnum Liljulundi, útilegur í
Vaglaskógi og ferðin til Danmerk-
ur lifa sterkt í minningu okkar. Jói
naut þess að fara í fjallaferðir á
trukknum sínum og fórum við
hjónin eitt sinn með honum og
Valrúnu í ferð upp á Vatnajökul.
Fegurðin og kyrrðin stórkostleg
og félagsskapurinn dásamlegur.
Einnig fékk litla frænkuskottið
oft að fara með þeim í ferðir. Þeim
þótti svo sjálfsagt að taka hana
með í fjölskylduferðir enda hefur
hjarta þeirra og heimili alltaf
staðið opið fyrir fjölskyldu og vini.
Jói var einstaklega bóngóður,
laghentur og frábær kokkur. Það
var alveg sama hvort okkur vant-
aði aðstoð við matseld, þurftum að
geyma búslóð, hjálp við að flytja
eða vantaði pössun þá voru hann
og Valrún alltaf til í að hjálpa. Eitt
sinn vantaði litlu systur pössun
fyrir frumburðinn. Jói var í landi
og var alveg til í að passa nafna
sinn. Nafnarnir áttu góða stund
og horfðu á Stubbana í nokkra
klukkutíma. Seinna hafði hann
orð á að þetta hefði verið leiðinleg-
asta sjónvarpsefni sem hann hefði
nokkurn tíma séð, en aldrei lét
hann litla frænda finna fyrir því.
Við syrgjum þig elsku Jói okk-
ar en erum afskaplega þakklát
fyrir þær stundir sem við áttum
saman. Þær minningar lifa í
hjarta okkar um ókomin ár. Megi
allar góðar vættir gefa okkur öll-
um styrk á þessum erfiðu tímum.
Hólmfríður Björk, Þorvaldur
Örn, Jóhann Bjarki, Helga
Jenný og Pétur Örn.
Ferjan hefur festar losað.
Farþegi er einn um borð.
Mér er ljúft — af mætti veikum —
mæla nokkur kveðjuorð.
Þakkir fyrir hlýjan huga,
handtak þétt og gleðibrag,
þakkir fyrir þúsund hlátra,
þakkir fyrir liðinn dag.
(Jón Haraldsson)
Þinn vinur,
Halldór (Halli).
Jóhann Pétursson, sem við
kveðjum í dag, var sjómaður af lífi
og sál. Hann gerði sjómennsku að
ævistarfi sínu, sem háseti og neta-
maður á togurum Samherja í um
aldarfjórðung.
Sjómennska snýst að stórum
hluta um liðsheild, þar sem hver
og einn sinnir hlutverki sínu af al-
úð og samviskusemi. Með slíku
hugarfari verður til sterk og sam-
hent áhöfn. Jóhann Pétursson var
gæddur þessum eiginleikum sem
prýða góðan sjómann og var því
mikils metinn af sínum skipsfélög-
um. Það var hægt að treysta á þau
verk sem hann tók að sér.
Þegar þessir þættir fara saman
myndast gjarnan einlæg vinátta
og traust manna í millum.
Það var mikil gæfa fyrir Sam-
herja að fá Jóhann í áhöfn Þor-
steins EA haustið 1996. Síðustu
fimm árin var hann háseti og
netamaður á Björgvin EA þar
sem eiginleikar góðrar sjó-
mennsku nutu sín svo eftir var
tekið, rétt eins og á öðrum skipum
er Jóhann var í áhöfn. Þótt skipa-
kostur taki breytingum eru
grunnatriði góðrar sjómennsku
alltaf þau sömu.
Jóhann var hæglátur, lét frekar
verkin og kunnáttuna tala. Einmitt
þess vegna leitaði Samherji oft til
hans vegna ýmissa verkefna á mis-
munandi skipum. Listinn yfir þau
skip Samherja sem Jóhann var í
áhöfn á þessum aldarfjórðungi er
nokkuð langur, einfaldlega vegna
þess að hans þekkingar var þörf.
Fyrir vikið eignaðist hann marga
vini, sem nú sakna og syrgja.
Það er þungbært að sætta sig
við að Jóhann Pétursson, í blóma
lífsins, hafi skyndilega verið hrif-
inn á brott af okkar jarðvist. Hann
hefur siglt sína síðustu sjóferð í
þessum heimi og við taka sigling-
ar á nýjum slóðum.
Um leið og við þökkum Jóhanni
Péturssyni fyrir langt og farsælt
samstarf, sendum við fyrir hönd
Samherja, fjölskyldu hans og vin-
um innilegustu samúðarkveðjur.
Guð styrki þau í sorg sinni.
Minningin um góðan og traust-
an samstarfsmann lifir.
Kristján Vilhelmsson,
Þorsteinn Már Baldvinsson.
Jóhann Pétursson