Morgunblaðið - 04.07.2022, Qupperneq 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2022
✝
Hilmar Albert
Albersson
fæddist 9. janúar
1944. Hann lést á
heimili sínu Heið-
argerði 16, Akra-
nesi, 10. júní 2022.
Móðir Hilmars
var Ásta Krist-
björg Bjarnadótt-
ir, f. 12. maí 1922,
d. 3. sept. 1991, en
faðir hans er
óþekktur.
Hilmar var elstur systkina
sinna sem öll eru honum sam-
mæðra. Þá er næstur Hilmari
Júlíus Hólm Baldvinsson, f. 7.
ágúst 1948, næst Guðlaug Sig-
ríður Kristjánsdóttir, f. 20.
ágúst 1950, d. 22. feb. 2020,
Bjarni Júlíus Kristjánsson, f.
6. apríl 1953, d. 6. júlí 2002,
Helgi J. Kristjánsson, f. 10.
mars 1954, Michael Allan Co-
mer, f. 6. júlí 1956, Elís Krist-
jánsson, f. 8. ágúst 1957, d. 3.
vinnu annaðhvort við sjó eða
önnur störf ólst hann upp hjá
hjónunum Ingibjörgu Guðrúnu
Erlendsdóttur (alltaf kölluð
Imba) og Alberti Guðmunds-
syni í Kolbeinsstaðahreppi, á
bænum Heggstöðum. Fjöl-
skyldan á Heggstöðum átti
alltaf fastan sess í hjarta
Hilmars.
Árið 1967 tekur Hilmar
saman við eiginkonu sína
Rögnu Steinunni Eyjólfs-
dóttur, f. 8. júlí 1936 í Grund-
arfirði, en hann vann þá við
vegavinnu. Þau eiga saman
fimm börn: Albert, f. 28. ágúst
1968, Hjört, f. 2. mars 1970,
Ásdísi Lilju, 5. feb. 1974, Sign-
ar Kára, f. 12. ágúst 1975, og
Hermínu Huld, f. 27. júní
1980. Fyrir átti Ragna þrjá
syni, þá Guðjón Ingva Ingi-
marsson, f. 10.12. 1960, d.
18.10. 1961, Kristvin Ingva
Ingimarsson, f. 4. nóv. 1962,
og Leif Dag Ingimarsson, f.
11. jan. 1965, d. 5. maí 1985.
Hilmar og Ragna eiga 17
barnabörn og fimm barna-
barnabörn.
Útför hans fer fram frá
Stykkishólmskirkju í dag, 4.
júlí 2022, klukkan 14.
sept. 2016, og Sig-
urður Krist-
jánsson, f. 11. feb.
1959.
Hilmar fæddist í
Borgarnesi en var
fyrstu æviárin í
Stykkishólmi hjá
afa sínum og
ömmu, Elísabetu
Hildi Gísladóttur
og Bjarna Júlíusi
Kristjánssyni. Þá
fluttist hann til Keflavíkur
með móður sinni en var þar
aðeins í örfá ár og kom varla
þangað aftur fyrr en hann fór
á vertíð sem sjómaður sem
fullorðinn maður, sem þá var
auðvitað bara rétt um tvítugt.
Hilmar vann alltaf mikið, alls
konar vinnu en oftast var
hann sjómaður og án þess að
vera mikið fyrir titla hefði
hann örugglega titlað sig sem
slíkan. Frá átta ára aldri og
þar til Hilmar fór að sækja
Elsku pabbi. Nú ertu farinn,
allt of fljótt og allt of skjótt.
Hefði verið til í að faðma þig
einu sinni enn, segja að mér
þætti vænt um þig, kveðja. En
mjúku orðin voru ekki og eru
ekki algeng í okkar ætt, meira
svona vissa um að vera elskuð
af þeim sem næst standa og
þannig er það að þú varst
vissulega elskaður og verður
sárt saknað.
Öll símtölin og samveran
fara í gagnabankann þar sem
minning þín lifir, þar sem
væntumþykja fyrir fjölskyld-
unni var þér alltaf efst í huga
og varstu óþreytandi við að
fylgjast með og áhyggjur þínar
ef eitthvað bjátaði á sýndu vel
hversu góðan mann þú hafðir
að geyma.
Lífið var þér ekki alltaf auð-
velt, hvorki í bernsku né síðar,
en styrkur þinn og lífsgleði
smituðu alla sem þig þekktu og
ekki síst fjölskylduna, það fór
ekki fram hjá neinum þegar þú
varst nálægt og var alltaf sökn-
uður er þú fórst, eins og það
myndaðist eitthvert tómarúm
og þannig er það núna, stórt
tómarúm.
En minningin af sterkum
pabba halda í höndina á litlum
strák sem fann við það styrk og
öryggi er það sem ég mun allt-
af muna og þótt ég gæti skrifað
margar blaðsíður um þig og
minn söknuð kveð ég stoltur af
að vera sonur þinn í vissu um
að þú sért á góðum stað og
þangað mun ég koma þegar
minn tími hér er liðinn.
Þinn sonur,
Hjörtur Hilmarsson.
Elsku pabbi, tengdapabbi og
afi.
Það var mikið högg að fá
þær fréttir að þú værir farinn,
þetta gerðist með engun fyr-
irvara. Það rifjaðist upp þegar
við áttum spjall saman og þú
hafðir sagt mér að svona mynd-
ir þú vilja kveðja, þ.e.a.s heima-
fyrir. Það er óhætt að segja að
ég hafi alla tíð verið mikill
pabbastrákur þótt ég sé rúm-
lega fimmtugur. Við höfum
gengið í gegnum margt saman,
þegar ég var að alast upp hjá
þér og eins í seinni tíð. Við
bjuggum víða, bæði sveitum og
þorpum í gegnum tíðina.
Á ég mínar bestu minningar
frá þessum tíma en þótti stund-
um nóg um þegar ég var að
nálgast fullorðinsár. En svona
voru þessir tímar, mikið um
flutninga vegna atvinnu. Æsku-
minningarnar eru margar, m.a.
þegar þú fórst með okkur
krakkana í veiði á Heggstaði,
sem var staður sem var þér allt-
af mjög kær. Allir sem þekktu
þig vissu að þú varst alltaf eitt-
hvað að brasa, það voru bílar og
alls konar ævintýri. Þú lifðir og
hrærðist í þessu og fékk ég að
heyra af þessu öllu saman þar
sem samskipti okkar voru alltaf
mikil. Þú fylgdist vel með þínum
nánustu og það er skrýtið að
heyra ekki í þér nánast daglega.
Söknuðurinn er mikill og geym-
um við minningar um þig í
hjarta okkar.
Þinn sonur,
Albert, Bryndís og börn.
Hilmar Albert
Albertsson
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
SÓLON RÚNAR SIGURÐSSON,
fv. bankastjóri,
verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju
miðvikudaginn 6. júlí klukkan 13.
Guðrún M. Sólonsdóttir Hannes Heimisson
Sigurður M. Sólonsson Arnfríður Hjaltadóttir
Árni Valur Sólonsson Svanlaug Ida Þráinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SELMA JÓHANNESDÓTTIR
Aðalgötu 5, Reykjanesbæ,
lést á Hrafnistu, Reykjanebæ, 22. júní 2022.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju
miðvikudaginn 6. júlí klukkan 13.
Jóhannes Sigurðsson Indiana Steingrímsdóttir
Jón Sigurðsson Karólína Sigurðardóttir
Sigurður Kr. Sigurðsson Guðrún Arnarsdóttir
Guðmunda Sigurðardóttir Ólafur Þór Gylfason
Ólafur Eggertsson
barnabörn og barnabarnabörn
✝
Svanhildur
Sigurðardóttir
fæddist í Reykjavík
26.12. 1929. Hún
lést 24.6. 2022.
Foreldrar henn-
ar voru Sigurður
Oddgeirsson frá
Ofanleiti, Vest-
mannaeyjum, f.
24.4. 1892, d. 1.6.
1963, og kona hans
Ágústa Þorgerður
Högnadóttir frá Vatnsdal, f.
17.8. 1901, d. 7.11. 1948.
Systkini Svanhildar voru
Erna Sigríður Brown, f. 31.5.
1921, d. 3.2. 2012, Anna Sigurð-
ardóttir, f. 12.9. 1922, d.14.2.
2013, Sigurður Sigurðarson, f.
22.7. 1928, d. 16.8. 2020, Helga
Sigurðardóttir, f. 5.12. 1932, d.
31.5.1936, Hilmir Sigurðsson, f.
2.6. 1939.
Þann 16. maí 1948 giftist
Svanhildur Bergi Ólasyni, f.
24.9. 1919, d. 1.8. 2010. Börn
Svanhildar og Bergs og eru: 1)
Þorgeir, f. 6.8. 1949, d. 10.12.
1967. 2) Bergljót, f. 21.7. 1951.
Dóttir Bergljótar og Jóns Gísla-
sonar er Vala, f.
14.11. 1983. Maki:
Óskar Ingi Guð-
jónsson, f.
17.7.1983. Börn
þeirra eru Hekla
Rán og Jón Breki.
3) Sigurður Hall-
dór, f. 16.2. 1955,
maki Kristbjörg
Gunnlaugsdóttir, f.
16.9. 1952, d. 21.6.
2013. Sonur Krist-
bjargar er Atli Heiðar Gunn-
laugsson. Núverandi sambýlis-
kona: Jóhanna Sjöfn
Eiríksdóttir, f. 24.10. 1962. 4)
Anna, f. 21.1. 1962. Maki: Dag-
bjartur Harðarson, f. 30.12.
1959. Börn þeirra eru Diljá, f.
22.2. 1990, maki Gustav Alex
Gústavsson, f. 11.2. 1988. Börn
þeirra eru Ívar Alex og Bjartur
Freyr. Bergur Einar, f. 23.2.
1997. Unnusti: Ari Sigurpálsson,
f. 17.3. 2003. Fyrir átti Dag-
bjartur soninn Davíð Þór, f.
13.5. 1986 með Hildi Símonar-
dóttur.
Útför Svanhildar fór fram í
kyrrþey.
Elsku Svana systir, nú ert þú
farin og ég einn eftir úr systkina-
hópnum.
Ég mun sakna símtalanna okk-
ar sem við áttum í hverri viku og
stundum oftar.
Aðeins 14 ára gömul varst þú
búin að taka mig undir þinn
verndarvæng vegna veikinda
mömmu okkar en hún þurfti oft
að dvelja á Vífilsstöðum vegna
þeirra.
Þegar þú síðar stofnaðir heimili
með Bergi þínum á Egilsstöðum
þá tókstu mig til þín, mamma dó
stuttu seinna og ég varð áfram hjá
ykkur í nokkur ár. Þetta voru góð-
ir tímar fyrir mig við nám og leik.
Á þessum tíma voru Egilsstaðir
lítið þorp og krefjandi fyrir unga
stúlku frá Reykjavík að vera með-
tekin. Hún þurfti að sanna sig á
ýmsa vegu, allt sem hún gerði var
undir smásjá og að koma með sjö
ára strák vakti allskonar umtal.
En hún systir mín stóð þetta allt
af sér með sóma og varð góður og
gegn Egilsstaðabúi.
Elsku Svana, ég man svo vel
ástríku faðmlögin þín.
Takk fyrir allt.
Hilmir.
Svanhildur
Sigurðardóttir
✝
Auðunn Unn-
steinn Jónsson
fæddist 1. október
1946 í Litluhlíð í
Víðidal í Vestur-
Húnavatnssýslu og
ólst upp hjá móð-
ur sinni Jósefínu
Ástríði Þorsteins-
dóttur, f. 26.3.
1906, d. 3.10. 1987
og móðurbróður
Jakobi Þorsteins-
syni, f. 22.8. 1908, d. 14.1.
2002, til 16 ára aldurs.
Auðunn lést á Landspít-
alanum Hringbraut 19. júní
2022.
eru Þórdís Guðný Jónsdóttir,
f. 14.10. 1957 og Olgeir Jón
Jónsson, f. 5.8. 1951, d. 1.11.
2016.
Börn Auðuns frá fyrri sam-
böndum eru: Úrsúla Ástríður,
f. 20.6. 1969 og Guðbjartur
Unnsteinn, f. 18.2. 1971 (sam-
mæðra) og Eiríkur Auðunn, f.
21.12. 1971 og Örlygur, f. 5.3.
1974 (sammæðra).
Auðunn giftist Rósu Maríu
Guðbjörnsdóttur, f. 24.7. 1946,
d. 1.9. 2019, þann 5. desember
1981, dóttir þeirra er Þórdís
Dögg, f. 15.12. 1976, stjúpdæt-
ur Auðuns og dætur Rósu eru:
Sigríður Jóakimsdóttir, f. 1.11.
1964 og Jenný Jóakimsdóttir,
f. 5.9. 1968.
Auðunn starfaði lengst af
sem vinnuvéla- og ýtustjóri.
Útför Auðuns fór fram frá
Fossvogskapellu 28. júní 2022
í kyrrþey.
Faðir Auðuns
var Jón Ásmunds-
son, f. 20.9. 1929,
d. 12.2. 2014,
pípulagning-
armeistari í Kefla-
vík.
Systkini Auðuns
sammæðra eru
Fanney Guð-
mundsdóttir, f.
17.1. 1933, Jóhann
Hermann Sigurðs-
son, f. 8.11. 1936, d. 12.4.
2003, Þórir Heiðmar Jóhanns-
son, f. 23.12. 1941, d. 9.2.
2010, Laufey Jónsdóttir, f.
21.12. 1944. Systkini samfeðra
Elsku pabbi. Þú varst snögg-
lega tekinn frá mér, alltof fljótt.
Sakna svo innilega spjallsins
okkar, bíltúranna og fróðleiks
þíns. Alltaf gat ég komið til þín
ef mig vantaði ráð, og huggun
gafst þú mér þegar mamma
kvaddi okkur.
Mér tregt er um orð til að þakka þér,
hvað þú hefur alla tíð verið mér.
Í munann fram myndir streyma.
Hver einasta minning er björt og
blíð,
og bros þitt mun fylgja mér alla tíð,
unz hittumst við aftur heima.
Ó, elsku pabbi, ég enn þá er
aðeins barn, sem vill fylgja þér.
Þú heldur í höndina mína.
Til starfanna gekkstu með glaðri
lund,
þú gleymdir ei skyldunum eina
stund,
að annast um ástvini þína.
Þú farinn ert þangað á undan inn.
Á eftir komum við, pabbi minn.
Það huggar á harmastundum.
Þótt hjörtun titri af trega og þrá,
við trúum, að þig við hittum þá
í alsælu á grónum grundum.
(Hugrún)
Ég elska þig!
Þórdís Dögg
Auðunsdóttir.
Er vorið hlær og fagrar grundir gróa
og geislar himins leika’ um hæð og
mó,
er syngur „dírrindí“ í lofti lóa
og ljóssins englar dansa um strönd
og sjó.
Við komum, elsku afi, til að kveðja
með ástarþökk og bænarljóð á vör.
Þín æðsta sæla var að gefa og
gleðja,
og góðir englar voru í þinni för.
Ó, hjartans afi, öll þín heitt við
söknum
því enginn var eins góður á okkar
braut.
Á angurs nótt og vonar morgni er
vöknum
þá vakir andi þinn í gleði og þraut
og „gleym-mér-ei“ að þínu lága leiði
við leggjum hljótt og brosum gegnum
tár,
sem maísól, er brosir blítt í heiði
þú blessar okkar stundir daga og ár.
(HP)
Saknaðarkveðja,
Arnar Ingi, Ellert
Andri og Rósa Maren.
Auðunn stjúpi okkar er látinn
eftir snörp veikindi og farinn í
sumarlandið til móður okkar
Rósu Maríu sem lést 1. sept-
ember 2019. Við erum vissar um
að hún hefur tekið vel á móti
honum og eflaust með næg
verkefni fyrir hann að sinna
með sér.
Auðunn kom inn í líf okkar
nokkru áður en hann og
mamma giftu sig 5. desember
1981. Nokkrum árum áður kom
Þórdís systir til okkar, dóttir
Auðuns og mömmu. Auðunn
sýndi okkur alltaf hlýju og varð
strax okkar fjölskylda. Hann og
mamma voru miklir vinir alla tíð
og Auðunn strax hluti af stór-
fjölskyldunni. Hann var einn af
þeim sem gengu í öll verk og
féll vel inn í fjölskylduna, sem
maður sem allt gat. Hvort sem
það var að gera við vélar og
bíla, sjá um gróðurinn eða að
smíða. Hann og mamma dvöldu
löngum stundum í Svarfhóls-
skógi með Adda bróður mömmu
sem var þar að smíða sér sum-
arbústað, þar voru þeir saman
við smíðar á bústaðnum og
seinna til að njóta. Auðunn
þekkti vel landið sitt og ferðað-
ist mikið innanlands, með hon-
um fórum við í útilegur og
margar voru bílferðirnar. Ekki
er langt síðan hann tók okkur í
jeppaferð alla leið í Land-
mannalaugar þó heilsan væri
ekki upp á sitt besta. Það var
svo mamma sem tók hann í sína
fyrstu utanlandsferð fljótlega
eftir að þau giftu sig. Það þurfti
bara eina ferð fyrir hann til að
fá ferðabakteríuna. Saman fóru
þau með Þórdísi í allnokkrar
ferðir og keyrðu meðal annars
um alla Evrópu og alltaf var
endað í sólinni. Mamma og Auð-
unn dvöldu svo í nokkur ár á
Spáni saman í húsi sem þau
höfðu keypt sér þar. Auðunn
hafði unun af því að hugsa um
garðinn sinn og lagði mikla
áherslu á að í kringum húsið
þeirra á Selfossi væri vel hugs-
að um garðinn og flötina. Hann
hafði byggt sér gróðurhús sem
hann setti bak við hús og rækt-
aði þar plöntur og jarðarber
sem hann gaf okkur stoltur að
smakka þegar við mættum í
heimsókn með börnin og barna-
börnin. Það var honum því
þungbært þegar heilsan leyfði
ekki eins mikla vinnu í garð-
inum. Hann fylgdist stoltur með
Þórdísi systur þegar hún opnaði
nýverið Klukkublóm á Hellu og
hjálpaði til við opnunina og
reksturinn eins og heilsan leyfði
honum. Auðunn tók okkar börn-
um strax sem sínum eigin og
var aldrei neitt annað en besti
afi barnanna okkar, Árna Þórs
hennar Sirrýjar og Arnars Inga,
Ellerts Andra og Rósu Maren-
ar, sem voru börn Jennýjar, og
langafabörnin voru synir Árna
Þórs, Askur Andri og Ágúst
Máni. Þau sakna öll mikið afa
síns. Auðunn vildi allt fyrir alla
gera ef hann mögulega gat.
Fyrir það erum við þakklát,
hvort sem það var að færa okk-
ur kjöt og fisk í frystikistuna,
gera við bílana, skutlast eða
bara að gefa góð ráð. Við mun-
um sakna fjölskyldustundanna
og matarboðanna sem voru allt-
af vegleg hjá mömmu og Auðuni
sem alltaf bætti við í lok hverr-
ar máltíðar: „Ætlið þið ekki að
borða meira?“ Við munum halda
áfram þar sem frá er horfið og
njóta saman með Þórdísi systur
sem fjölskylda í anda mömmu
og Auðuns.
Jenný og Sigríður
(Sirrý).
Auðunn Unnsteinn
Jónsson
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í
öðrum miðlum nema að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar