Morgunblaðið - 04.07.2022, Síða 24

Morgunblaðið - 04.07.2022, Síða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2022 E60 Íslensk hönnun og framleiðsla frá 1960 Mikið úrval lita bæði á áklæði og grind. Sérsmíðum allt eftir pöntunum. Stóll E60 orginal kr. 44.100 Retro borð 90 cm kr. 156.200 (eins og á mynd) Sólóhúsgögn ehf. Gylfaf löt 16-18 112 Reykjavík 553-5200 solohusgogn. is 30 ÁRA Unnur fæddist í Reykjavík en fjölskyldan bjó mikið erlendis þegar hún var barn. Frá þriggja til tólf ára aldurs bjó Unnur með for- eldrum sínum á Spáni, í Belgíu og í Kaliforníu. Unnur útskrif- aðist sem leikkona frá The American Academy of Drama- tic Arts í New York 2016 og hlaut á útskriftarathöfninni verðlaun sem besta leikkona árgangsins. Hún fór með hlut- verk Evu í þáttunum Systra- böndum og söng og talsetti í Netflix-myndinni, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. Unnur er einnig tónlistarkona en lag hennar og Martyns Zub var í Netflix- myndinni Velvet Buzzsaw sem skartaði Jake Gyllenhaal, Toni Collette og Rene Russo í aðal- hlutverkum. Unnur býr til skiptis í New York og á Íslandi og er heima í fæðingarorlofi þessa stundina. „Covid setti smá strik í reikninginn hjá mér. Ég varð svo ólétt í fyrra og fór að sinna öðrum verkefnum fyrir utan leiklistina. Ég vann sem samfélagsmiðlaráðgjafi, stofnaði fyrirtæki og var kosningastjóri hjá Vinstri-grænum í síðustu kosningum en er núna bara að dunda mér í orlofinu og kynnast dóttur minni. Svo fer ég að mjaka mér aftur í prufur með haust- inu.“ Nýlega keyptu framleiðendur myndarinnar Poker Face með Russel Crowe í aðalhlutverki lag sem Unnur samdi. FJÖLSKYLDA Unnusti Unnar er Travis Raab, f. 1986, tónlistarmaður. Þau eiga dótturina Emmu Sólrúnu, f. 2022. Foreldrar Unnar eru Eggert Bene- dikt Guðmundsson, f. 1963, leiðtogi á sviði sjálfbærrar þróunar í forsætis- ráðuneytinu, og Jónína Lýðsdóttir, f. 1969, hjúkrunarfræðingur. Unnur Eggertsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Nú er kominn tími á tiltekt og gott að losa sig við gamalt dót sem gerir ekkert gagn inni í einhverri geymslu og er aldrei notað. Gefðu þeim hlutum sem þú ekki notar framhaldslíf á öðru heimili. 20. apríl - 20. maí + Naut Þú áttar þig svo sannarlega á því hversu mikla umhyggju aðrir bera fyrir þér á komandi vikum. Þú hefur á sama hátt náð tökum á því að elska syndarann, ekki syndina. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Flotti stíllinn á þér opnar fyrir þér dyr. Nú færð þú tækifæri til þess að sjá hve mikill kærleikur er í þínu lífi dags daglega. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Stundum geta hversdagslegar samræður leitt til annarra og meiri hluta. Gott væri að gefa sér tíma til íhugunar. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Um þessar mundir gefur þú meira en þú hefur efni á. Tónlist, áhugaverðar sam- ræður, skýjamyndanir, draumar. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þótt þú kunnir vel við vini þína þarf þig ekki endilega að langa til að hitta þá í dag. Þú hefur ýmislegt að hugsa um. 23. sept. - 22. okt. k Vog Það er erfiðara að finna jafnvægið á milli ástar og vinnu en að leiðrétta fjár- lagahallann. Gefðu þér tíma til að njóta feg- urðar náttúrunnar með þínum nánustu. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Fyrirhyggjulaus eyðsla verður þér bara til bölvunar. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Rómantísk sambönd gætu liðið fyrir það í dag að einn aðilinn er að reyna að bæta hinn. Ef þú heldur kynningu í dag, verður hún alger smellur. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Gagnýni frá vini þínum kemur þér úr jafnvægi og dregur úr sjálfstrausti. Sá sem ekki skilar sínu fær ekki meira. Um- bæturnar eru litlar en þýðingarmiklar. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Ef þú hefur tíma aflögu skaltu nota hann til að létta undir með öðrum á einhvern hátt. Samt skaltu vera við öllu viðbúinn því ekkert er eins hættulegt og andvaraleysið. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Hættu að bíða eftir því að aðrir geri hlutina. Seinna getur þú endurgoldið þeim greiðann í sömu mynt. S igrún Þuríður Geirsdóttir fæddist 3. júlí 1972 á fæðingarheimilinu í Reykjavík. Hún ólst upp í Mosfellssveit, sem síð- ar breyttist í Mosfellsbæ, gekk þar í grunnskóla og stundaði fiðlunám við Tónlistarskóla Mosfellssveitar hjá Nönnu Jakobsdóttur. „Ég var lánsöm því móðurafi minn bjó á heimilinu nánast alla barnæsku mína og kom ég því aldrei heim að tómu húsi.“ Sigrún var lítið fyrir íþróttir á sínum yngri árum og var einstaklega heimakær, svo mjög að í eina skiptið sem reynt var að senda hana, þá átta ára gamla, í eina viku í sumarbúðir í Hlíð- ardalsskóla neyddust foreldrar hennar til að sækja hana eftir ein- ungis þrjá daga. Sigrún hefur þó alltaf verið mjög sjálfstæð og 11 ára gömul sótti hún um vinnu með því að ganga taugaspennt langan veg að Reykjum, en hún var lengi búin að fylgjast með krökkunum sem voru að vinna í kálgörðunum á bak við æskuheimili hennar í Mos- fellsbænum. Fékk hún vinnuna og tók upp rófur allt sumarið. Þegar grunnskólagöngu lauk stundaði Sigrún nám við Mennta- skólann við Hamrahlíð en áfanga- kerfið átti ekki við hana og hætti hún námi eftir tvö ár og sótti um í Iðnskólanum en hana langaði í hár- greiðslunám. „Ég komst á samning hjá Brósa, en hann var einn vin- sælasti hárgreiðslumeistari lands- ins á þessum tíma. Fljótlega kom í ljós að ég hafði mikið ofnæmi fyrir alls kyns hárvörum og varð ég því að leggja skærin á hilluna.“ Haust- ið 1997 ákvað Sigrún að sækja um í Þroskaþjálfaskóla Íslands (sem síð- ar var sameinaður Kennaraháskól- anum) og fékk hún inngöngu. Gekk henni mjög vel í námi með tvö lítil börn og eitt á leiðinni. Útskrifaðist hún sem þroskaþjálfi frá Kenn- araháskólanum árið 2001. Sigrún útskrifaðist síðan með diplómunám í fötlunarfræðum árið 2012 og meistaragráðu í þroskaþjálfafræð- um frá Háskóla Íslands 2016. Hún hefur að mestu starfað sem þroskaþjálfi í grunnskólum en einnig á sambýlum og þjónustu- kjörnum. „Ég kynntist manninum mínum, Jóhannesi Jónssyni, árið 1988 í unglingavinnunni á Reykjalundi en við giftum okkur 1992. Við höfum alltaf búið í Mosfellsbænum en þó flutt ansi oft innan bæjarins, eða alls 14 sinnum. Við fórum mikið í útilegur með krakkana þegar þau voru yngri og ferðuðumst mikið um landið, en ég hef alltaf verið heilluð af útiveru og náttúru Íslands. Haustið 2019 keyptum við hjónin okkur sumarbústað við Apavatn og er það algjör draumastaður þar sem við dveljum mikið. Í fyrra varð ég tvöföld amma en það ár fékk ég tvö barnabörn, þau Kötlu Maren og Einar Birki, og er ömmu- hlutverkið það besta í heimi.“ Árið 2008 tók Sigrún heilsuna í gegn og byrjaði að stunda sjósund sem hafði mikil og góð áhrif á hana. Sjósundið byrjaði sem dýf- ingar og kæling, eiginlega hálfgerð sjóböð, en hefur undið hressilega upp á sig með ýmsu sjósundi, bæði við Íslandsstrendur sem erlendis. Hún hefur þrisvar synt boðsund yf- ir Ermarsundið, fyrst árið 2013 með boðsundssveitinni Sækúnum, endurtók hún leikinn ári síðar með sundhópnum Yfirliðinu og 2019 synti hún í þriðja sinn boðsund yfir Ermarsund með sundhópnum Mar- glyttunum. Árið 2015 varð hún fyrsta íslenska konan til að synda einsömul yfir Ermarsund og jafn- framt fyrsti Íslendingurinn til að takast að synda yfir í fyrstu til- raun. Skráði hún sig því rækilega í sögubækurnar, en sundið tók hana 22 klst. og 34 mín. Árið 2017 synti hún síðan Drangeyjarsund og 2019 synti hún fyrst kvenna svokallað Eyjasund, þ.e. frá Vestmanna- eyjum til Landeyjasands. „Sundið synti ég í minningu frænda míns, Eyjólfs Jónssonar sundkappa, sem synti það fyrstur manna 60 árum fyrr.“ Undanfarin ár hefur Sigrún stutt við fólk sem er að stíga sín fyrstu skref í sjósundi sem og ráðlagt reyndari sundmönnum sem vilja takast á við stærri áskoranir. Sigrún hefur hlotið ýmsar viður- kenningar í tengslum við sjósundið. Árið 2013 hlaut hún silfurmerki Sundsambands Íslands sem og sér- staka viðurkenningu frá Sund- sambandinu ári síðar. Hún var til- nefnd sem maður ársins árið 2015 hjá Rás 2, Vísi og Bylgjunni og valin Mosfellingur ársins það ár. Hún hlaut og sérstaka viðurkenn- ingu frá Mosfellsbæ í kjöri á íþróttamanni Mosfellsbæjar árið 2015 og fékk jafnframt verðlaun og afrekstitil frá The Channel Swimming & Piloting Federation fyrir aðdáunarverðasta sund ársins 2015 (most meritorious swim of the year). Hún veitti Drangeyjarsund- sbikarnum frá Íþrótta- og ólympíu- sambandi Íslands viðtöku árið 2018 og hlaut Eyjasundsbikarinn frá bæjarstjóra Vestmannaeyja 2019. Hinn 17. júní árið 2020 sæmdi for- Sigrún Þuríður Geirsdóttir – 50 ára Stór fjölskylda Sigrún kynntist eiginmanni sínum, Jóhanni Jónssyni, í ung- lingavinnunni árið 1988 og giftu þau sig fjórum árum síðar. Hér eru þau með börnum sínum, mökum þeirra og barnabörnum. Synt fjórum sinnum yfir Ermarsundið Sundgarpur Sigrún hefur skarað rækilega fram úr í sundi og synti ein yfir Ermarsundið árið 2015. Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.