Morgunblaðið - 04.07.2022, Qupperneq 27
HM U20 kvenna
Úrslitaleikur:
Noregur – Ungverjaland ..................... 31:29
Leikur um 3. sætið:
Holland – Svíþjóð ................................. 31:20
Nations Cup U18 karla
Þýskaland – Ísland............................... 34:32
E(;R&:=/D
Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Verðlaun Thelma Aðalsteinsdóttir, Hildur M. Guðmundsdóttir, Guðrún E.
Min Harðardóttir, Ragnheiður J. Jóhannsdóttir og Valgarð Reinhardsson.
Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Meistari Thelma Aðalsteinsdóttir gerði sér lítið fyrir og tryggði sér Norð-
urlandameistaratitilinn á slá á Norðurlandamótinu í Versölum í gær.
NORÐURLANDAMÓTIÐ
Ásta Hind Ómarsdóttir
astahind@mbl.is
Norðurlandamótið í áhaldafim-
leikum fór fram í Versölum,
íþróttahúsi Gerplu í Kópavogi, um
helgina og gekk fulltrúum íslensku
landsliðanna gríðarlega vel. Mótið
byrjaði á liðakeppni á laugardag-
inn þar sem kvennalandsliðið lenti
í 3. sæti og karlalandsliðið í 4.
sæti.
Á laugardaginn var einnig keppt
í fjölþraut. Í fjölþraut eru ein-
kunnir á öllum áhöldum lagðar
saman og í henni er hægt að vinna
sig inn í úrslit á einstökum áhöld-
um. Ísland sendi frá sér lið í ung-
lingaflokki karla og kvenna og í
fullorðinsflokki karla og kvenna.
Fulltrúar Íslands í úrslitum
voru tíu, þrír í unglingaflokki og
sjö í fullorðinsflokki, og uppskáru
þau sex verðlaunapeninga og þar á
meðal einn Norðurlandameistara.
Bara ég og sláin
Thelma Aðalsteinsdóttir endaði í
6. sæti í fjölþraut á laugardaginn
og vann sig inn í úrslit á slá. Á
sunnudaginn gekk svo sláæfing
hennar eins og í sögu og endaði
hún mótið sem Norðurlandameist-
ari í greininni.
„Upphitun gekk ekki alveg nógu
vel svo ég var ekki að búast við
miklu en svo heilsaði ég dóm-
urunum og hugsaði að það væri
bara ég og sláin og að ég væri
bara að sýna dómurunum þá æf-
ingu sem ég er búin að æfa svona
milljón sinnum,“ sagði Thelma í
samtali við Morgunblaðið eftir
mótið.
Ísland átti annan fulltrúa á
verðlaunapalli á slá í kvennaflokki.
Guðrún Edda Min Harðardóttir
hreppti bronsverðlaun fyrir flotta
æfingu sína á slánni. Einungis
munaði 0,2 á einkunnum hennar
og Thelmu.
Hildur hársbreidd frá gullinu
Hildur Maja Guðmundsdóttir
komst í úrslit á gólfi ásamt Agnesi
Suto. Á gólfinu var mjög hörð
keppni en Hildur Maja fékk silfur-
verðlaun fyrir sínar gólfæfingar og
var einungis 0,05 stigum frá hinni
sænsku Ölvu Eriksson, sem varð
Norðurlandameistari. Agnes Suto
hafnaði í 4. sæti og var einungis
0,05 stigum frá bronsverðlaun-
unum. Kvennalið Íslands skipuðu
þær Agnes Suto, Dagný Björt Ax-
elsdóttir, Guðrún Edda Min Harð-
ardóttir, Hildur Maja Guðmunds-
dóttir, Margrét Lea Kristinsdóttir
og Thelma Aðalsteinsdóttir.
Leiðinlegt að missa gullið
Í karlaflokki fékk Valgarð Rein-
harðsson tvenn silfurverðlaun fyrir
glæsilegar æfingar sínar í stökki
og á gólfi. Valgarð varð fyrstur
inn í úrslit á gólfi eftir æfingar
sínar á laugardaginn.
„Það var svolítið leiðinlegt að
missa gullið frá sér því ég var
fyrstur inn í úrslit en ég tek silfr-
inu. Dagurinn í dag var eiginlega
bara geggjaður,“ sagði Valgarð í
samtali við Morgunblaðið eftir
mótið.
Valgarð endaði einnig í 5. sæti í
hringjum á eftir samlanda sínum
Jóni Sigurði Gunnarssyni en hann
endaði í 4. sæti. Martin Bjarni
Guðmundsson, stóri bróðir Hildar
Maju Guðmundsdóttir í kvenna-
landsliðinu, komst í úrslit á svifrá
og endaði í 6. sæti þar.
Karlalið Íslands skipuðu þeir
Arnþór Daði Jónasson, Atli Snær
Valgeirsson, Jón Sigurður Gunn-
arsson, Jónas Ingi Þórisson, Mart-
in Bjarni Guðmundsson, Valgarð
Reinhardsson og Valdimar Matt-
híasson.
Eitt brons í unglingaflokki
Í unglingaflokki kvenna hafnaði
Ísland í 4. sæti. Landsliðið skipuðu
þær Arna Brá Birgisdóttir, Auður
Anna Þorbjarnardóttir, Katla
María Geirsdóttir, Kristjana Ósk
Ólafsdóttir, Natalía Dóra S. Rún-
arsdóttir, Ragnheiður Jenný Jó-
hannsdóttir og Sól Lilja Sigurðar-
dóttir.
Ragnheiður Jenný Jóhanns-
dóttir og Natalía Dóra S. Rúnars-
dóttir kepptu til úrslita í stökki
þar sem Ragnheiður Jenný
hreppti bronsverðlaun fyrir sín
stökk og Natalía Dóra lenti í 6.
sæti. Ragnheiður Jenný komst
einnig í úrslit á gólfi og þar endaði
hún í 6. sæti.
Í unglingaflokki karla lenti ís-
lenska liðið einnig í 4. sæti. Lands-
liðið skipuðu þeir Ari Freyr Krist-
insson, Davíð Goði Jóhannsson,
Lúkas Ari Ragnarsson, Sigurður
Ari Stefánsson, Sólon Sverrisson
og Stefán Máni Kárason.
Sigurður Ari Stefánsson komst í
úrslit á bæði svifrá og hesti. Hann
lenti í 5. sæti í stökki og 6. sæti á
svifrá.
Thelma
Norðurlanda-
meistari
- Valgarð hlaut tvö silfur og Hildur eitt
- Sex verðlaunapeningar til Íslands
allra næstu árum en liðinu tókst ekki
að tryggja sér Meistaradeildarsæti á
síðasta tímabili. Samkvæmt The
Times er uppeldisfélag Ronaldos,
Sporting frá Lissabon, áhugasamt um
að fá hann aftur auk Roma, sem leikur
þó ekki í Meistaradeildinni á næsta
tímabili. The Athletic segir Napoli
einnig áhugasamt.
_ Portúgalski knattspyrnumaðurinn
Fábio Carvalho er formlega genginn
til liðs við enska félagið Liverpool frá
Fulham, sem verður nýliði í ensku
úrvalsdeildinni á næsta tímabili.
Liverpool greiðir 5 milljónir punda
fyrir hinn 19 ára gamla sóknartengilið
en sá verðmiði gæti hækkað upp í 7,7
milljónir punda með árangurs-
tengdum
greiðslum.
_ Enska knatt-
spyrnufélagið
Tottenham Hot-
spur hefur stað-
fest að Grétar
Rafn Steinsson,
fyrrverandi lands-
liðsmaður í knattspyrnu, hafi verið
ráðinn í starf hjá félaginu. Eins og
skýrt var frá í síðasta mánuði tekur
Grétar við starfi frammistöðustjóra
hjá Tottenham og vinnur náið með yf-
irmanni knattspyrnumála, Fabio Para-
tici. Grétar hætti hjá Everton í desem-
ber 2021 eftir að hafa starfað þar í
þrjú ár og tók í framhaldinu að sér sex
mánaða starf hjá Knattspyrnu-
sambandi Íslands sem tæknilegur ráð-
gjafi.
_ Ógnvænlegur árekstur átti sér stað
strax í fyrstu beygju breska Formúlu 1-
kappakstursins í gær, sem Carlos Sa-
inz hjá Ferrari vann að lokum. George
Russell hjá Mercedes og Pierre Gasly
hjá Williams lentu í árekstri sem varð
til þess að bíll Russells lenti á bíl Zhou
Guanyu hjá Alfa Romeo, með þeim af-
leiðingum að bíll hans rann á hvolfi út
fyrir brautina. Ótrúlegt en satt sakaði
Zhou þó ekki og þakkaði hann öryggis-
grindinni í bíl sínum fyrir.
_ Norska handknattleiksstjarnan
Sander Sagosen þarf að gangast undir
aðra skurðaðgerð
á ökkla eftir að að-
gerð sem hann
gekkst undir í byrj-
un júní bar ekki
þann árangur sem
vonast hafði verið
eftir. Sagosen
ökklabrotnaði í
leik með Kiel gegn
Hamburg í þýsku 1. deildinni í byrjun
júní. Stuttu síðar gekkst hann undir
aðgerð og tilkynnti Kiel að hún hefði
gengið vel. Svo var þó ekki og þarf Sa-
gosen því að fara undir hnífinn að nýju.
Þetta staðfesti Harald Marcussen,
sjúkraþjálfari norska karlalandsliðsins,
í samtali við TV2 í gær. Aðgerðin verð-
ur framkvæmd í dag eða á morgun.
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 2022
Noregur
Odd – Bodö/Glimt ................................... 3:2
- Alfons Sampsted lék allan leikinn fyrir
Bodö/Glimt.
Kristiansund – Lilleström ...................... 1:3
- Brynjólfur Willumsson kom inn á sem
varamaður á 78. mínútu hjá Kristiansund.
- Hólmbert Aron Friðjónsson lék allan
leikinn og skoraði fyrir Lilleström.
HamKam – Molde .................................... 0:0
- Björn Bergmann Sigurðarson lék ekki
með Molde vegna meiðsla.
Aalesund – Strömsgodset....................... 1:0
- Ari Leifsson lék allan leikinn fyrir
Strömsgodset.
Viking – Rosenborg ................................ 1:1
- Patrik Sigurður Gunnarsson varði mark
Viking og Samúel Kári Friðjónsson lék
fyrri hálfleikinn.
Staðan:
Lillestrøm 13 9 3 1 27:12 30
Molde 12 8 2 2 22:11 26
Viking 14 6 4 4 25:18 22
Strømsgodset 13 6 2 5 20:21 20
Sarpsborg 12 6 1 5 28:18 19
Bodø/Glimt 12 5 4 3 24:17 19
Aalesund 13 5 4 4 15:17 19
Rosenborg 12 4 6 2 20:15 18
Odd 13 6 0 7 14:19 18
HamKam 12 3 7 2 17:14 16
Tromsø 11 2 7 2 15:18 13
Sandefjord 11 4 1 6 19:23 13
Haugesund 13 3 3 7 20:25 12
Vålerenga 12 3 2 7 12:22 11
Jerv 11 3 1 7 6:19 10
Kristiansund 10 0 1 9 7:22 1
B-deild:
KFUM Ósló – Sogndal............................. 3:2
- Jónatan Ingi Jónsson lék allan leikinn
fyrir Sogndal og skoraði, Valdimar Þór
Ingimundarson lék fyrstu 86 mínúturnar
og lagði upp mark og Hörður Ingi Gunn-
arsson lék allan leikinn.
_ Efstu lið: Brann 29 stig, Stabæk 23, Ran-
heim 23, Mjöndalen 22, KFUM Ósló 21,
Sogndal 20, Sandnes 19, Start 16.
2. deild kvenna
ÍA – Sindri................................................. 2:3
Völsungur – Álftanes ............................... 4:0
Fram – Einherji ....................................... 1:0
Staðan:
Fram 6 6 0 0 20:2 18
Grótta 6 4 2 0 27:4 14
ÍR 6 4 2 0 19:6 14
Völsungur 6 4 2 0 17:3 14
Sindri 7 4 0 3 14:20 12
KH 4 2 1 1 14:8 7
Álftanes 7 2 1 5 14:22 7
ÍA 4 2 0 2 12:7 6
ÍH 6 1 1 4 11:27 4
Einherji 5 1 0 4 4:11 3
Hamar 6 0 1 5 7:22 1
KÁ 6 0 0 6 4:31 0
>;(//24)3;(
Ástralía
Forestville Eagles – South Adelaide 83:91
- Isabella Ósk Sigurðardóttir skoraði 21
stig, tók 16 fráköst og gaf tvær stoðsend-
ingar á 28 mínútum hjá South Adelaide.
Undankeppni HM karla
A-riðill:
Slóvakía – Lettland .............................. 60:93
Serbía – Belgía....................................... (3:6)
- Leiknum var frestað til dagsins í dag
vegna rafmagnsleysis í keppnishöllinni.
_ Staðan: Lettland 5/1, Belgía 3/2, Serbía
3/2, Slóvakía 0/6.
B-riðill:
Bretland – Tyrkland ............................ 71:85
_ Lokastaðan: Grikkland 3/1, Tyrkland 2/2,
Bretland 1/3. Hvíta-Rússlandi var vísað úr
keppni.
C-riðill:
Svíþjóð – Slóvenía................................. 81:84
Króatía – Finnland ............................... 79:81
_ Lokastaðan: Finnland 5/1, Slóvenía 4/2,
Svíþjóð 2/4, Króatía 1/5.
D-riðill:
Þýskaland – Pólland............................. 93:83
Ísrael – Eistland................................... 96:77
_ Lokastaðan: Þýskaland 5/1, Ísrael 3/3,
Eistland 2/4, Pólland 2/4.
>73G,&:=/D
KNATTSPYRNA
Besta deild karla:
KA-völlur: KA – Valur .............................. 18
Kaplakriki: FH – Stjarnan .................. 19.15
Breiðholt: Leiknir R. – ÍA ................... 19.15
2. deild karla:
ÍR-völlur: ÍR – Ægir ............................ 19.15
Í KVÖLD!