Morgunblaðið - 04.07.2022, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 04.07.2022, Qupperneq 32
STILLANLEG HJÓNARÚM MEÐ BODYPRINT DÝNU WWW.SVEFNOGHEILSA.IS Svefn heilsa& PANDORA STILLANLEGUR HÆGINDASTÓLL VANDAÐAR SÆNGUROG KODDAR Í ÚRVALI EITT MESTA ÚRVAL AF HEILSUDÝNUM Á LANDINU ÚRVALAF VÖNDUÐUM HEILSURÚMUM GERIÐ GÆÐA- OG VERÐSAMANBURÐ Stefán Pálsson sagnfræðingur leiðir sögugöngu í Viðey annað kvöld kl. 19.15. Þátttaka er gestum að kostn- aðarlausu en greiða þarf í ferjuna og verður siglt frá Skarfabakka kl. 19.15 og til baka kl. 21. Saga Viðeyjar er jafnlöng byggð í land- inu og mun Stefán ganga með gesti um gömlu húsin í miðeynni og yfir á austurendann þar sem einu sinni var stórskipahöfn landsins. Rætt verður um dramatíska atburði siða- skiptatímans, sérkennileg kraftaverk þar sem bjór kem- ur við sögu, magnaða mat- arveislu, sjóskaða, þjóðtrú og ömurlegan vetur stór- skálds í eyjunni, eins og segir í tilkynningu. Sérkennileg kraftaverk, þjóðtrú og ömurlegur vetur í sögugöngu MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 185. DAGUR ÁRSINS 2022 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 776 kr. Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr. PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr. Tveir leikir fóru fram í Bestu deild karla í knattspyrnu um helgina. Keflavík lagði Fram, 3:1, í gærkvöldi og fær- ist nú nær efri hluta deildarinnar. Topplið Breiðabliks heimsótti ÍBV til Vestmannaeyja þar sem niðurstaðan varð markalaust jafntefli, sem er jafnframt fyrsta jafntefli Blika í deildinni í sumar. »26 Keflavík nálgast efri hlutann en Breiðablik missteig sig ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Undanfarinn nær áratug hefur Júl- íus Ágúst Guðmundsson, sölumaður hjá lagnaversluninni Vatni og veit- um, varið frítímanum í tréútskurð. „Ég sker aðallega út ýmsar fígúrur, álfa, jólasveina og sjómenn,“ segir hann. „Áður gekk ég á fjöll en tré- skurðurinn hefur tekið yfir.“ Sumarið 2013 var fjölskyldan í sumarbústað einu sinni sem oftar. Júlíus segist hafa rekist á viðarbút, tekið hann upp og byrjað að skera í hann. „Eftir að hafa dúllað mér um stund sá ég að eitthvað kom út úr þessu og þar með fór boltinn að rúlla.“ Í kjölfarið fór hann á námskeið hjá Jóni Adolf Steinólfssyni. „Hann er mikill meistari og kom mér á skrið, kenndi mér að beita áhöld- unum, útskurðarjárnunum og hnífn- um, og sýndi mér meðal annars hvernig á að gera auga. Ég hef verið í sambandi við hann síðan og notið góðs af.“ Á öll nauðsynleg tæki Júlíus hefur verið stjórnarmaður í Félagi áhugamanna um tréskurð, FÁT, undanfarin sex ár og þar af varaformaður frá 2017, tók við af Jóni Adolf. „Hann dró mig inn í stjórnina 2016. Sagði ekkert mál að vera í stjórn og engar skuldbind- ingar. Starfsemin snerist fyrst og fremst um að koma saman, drekka kaffi og spjalla um útskurð. Annað kom á daginn. Þetta hefur verið heil- mikil vinna, en hún er skemmtileg eins og útskurðurinn.“ Verk Júlíusar hafa verið á árlegri vorsýningu félagsins síðan hann gekk í það. Segist hafa verið blautur á bak við eyrun til að byrja með en hann hafi eflst með hverju árinu. „Ég byrjaði smátt en verkin hafa stækkað enda er ég kominn með keðjusög, slípirokk og borfræsara.“ Hann leggur samt áherslu á að út- skurðurinn sé bara áhugamál. „Þetta er bara svo gaman að þegar ég er byrjaður að skera út get ég varla hætt. Ég ætla kannski að vera í klukkutíma en hann verður gjarn- an að þremur eða fjórum tímum.“ Spýta er ekki aðeins spýta þegar búið er að eiga við hana með viðeig- andi tréskurðaráhöldum. „Það er sérstök tilfinning að sjá eitthvað skapast,“ segir Júlíus. „Þetta er hálfgerð hugleiðsla, að sjá andlit myndast er engu líkt. Maður er í eig- in heimi, einn með stykkinu sínu. Það er einstakt.“ Júlíus segir mikinn mun vera á því að skera út litla fígúru eða stóran jólasvein. „Mér finnst skemmtilegra að vera með lítinn bút í höndunum, sitja inni í stofu eða í vinnuherberg- inu og tálga. Hitt er meira fyrirtæki. Þá þarf ég að vera úti og helst í góðu veðri, sem ekki er hægt að ganga að vísu.“ Viðurinn er misjafnlega erfiður. „Birkið er langbest, það er minn við- ur,“ segir Júlíus og bætir við að hann geti verið 15 til 20 tíma með 20 til 25 sm fígúrur. Að undanförnu hef- ur hann verið með grenitré að saga út garðálf með keðjusög og segir að það hafi gengið hægt. „Viðurinn er grjótharður og keðjusögin nær varla í gegnum harðan kvistinn,“ segir hann. „Ég hef verið nokkra mánuði með álfinn.“ Af fjöllum í tréútskurð - Júlíus segir áhugamálið hálf- gerða hugleiðslu Ljósmynd/Þráinn Freyr Clausen Sköpun Júlíus Ágúst Guðmundsson hefur lengi unnið við garðálfinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.