Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.07.2022, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.07.2022, Blaðsíða 2
Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.7. 2022 H versu oft heyrir maður að tíska fari í hringi? Ekki einungis það sem snýr að fatnaði, hárgreiðslu eða hönnun heldur einnig að straumar og stefnur í alls kyns afþreyingu eins og kvikmyndum og tónlist geti komist aftur í tísku. Jaaa, ég ætla nú ekki að fullyrða neitt um þetta þar sem ég hef ekki rannsakað málið sérstaklega. En því er ekki að neita að sumarið 2022 er Top Gun með Tom Cruise ein vinsælasta kvikmyndin í kvikmyndahúsum. Lagið Running Up That Hill með Kate Bush náði efsta sæti á vinsældalistum og Master of Puppets með Metallica sækir hratt í sig veðrið. Ástr- alska sápuóperan Neighbours er í loft- inu og þar er beðið eftir þætti með Ky- lie Minogue. Hér heima er Bubbi Morthens að senda frá sér lag og Stuðmenn tróðu upp í síðustu viku. Fólk sést víða spíg- spora í skóm sem Michael Jordan lék körfubolta í fyrir Chicago Bulls þegar hann var nýliði í NBA-deildinni árið 1984. Ríkið rekur ennþá fjölmiðla og Bogi Ágústsson sést á skjánum. Í póli- tíkinni er rifist um hvort mögulega sé hægt að treysta öðrum en ríkisstarfs- mönnum til að selja áfengi í verslunum. Bankaráðsfólk Blóðbankans telur að strákar sem vilja knúsa aðra stráka séu stór- hættulegir menn og ótreystandi með öllu. Ríki á Vesturlöndum eru í köldu stríði eða óbeinu stríði við Rússa og hvalavinir erlendis hneykslast á því að Íslendingar veiði hvalategund sem ekki er í útrýming- arhættu. Allt hljómar þetta nú frekar kunnuglega. Engu líkara en að maður hafi farið um borð í silfurlitaðan DeLorean en ekki silfurlitaða Toyotu. Níundi áratugurinn var að mörgu leyti mjög skemmtilegur myndi ég halda. Þá var ég bara barn og ekki kominn á sokkabandsárin en heyrist það á systkinum mínum. Líklega væri bara hressandi ef Ultravox myndi senda frá sér slagara eða Kim Basinger myndi leika í nýrri bíómynd. Í afþreyingunni og íþróttum var níundi áratugurinn því fínn en síður áhugaverð- ur í stjórnmálunum hér heima. Ég kæri mig alla vega ekki um að þurfa að þræla í mig bjórlíki ef stjórnmálamenn skyldu ákveða að vantreysta þeim til að kaupa sér bjórglas sem veita stjórnmálamönnum umboðið. Þannig var nú staðan á níunda áratugnum og öll umræða um áfengissölu í dag er keimlík þeirri umræðu sem var um hvort leyfa ætti bjór á Íslandi eða ekki. Hvort sem fólk trúir því eða ekki. Lífið um borð í hringekjunni Pistill Kristján Jónsson kris@mbl.is ’ Allt hljómar þetta nú frekar kunnuglega. Engu líkara en að maður hafi farið um borð í silf- urlitaðan DeLorean en ekki silfurlitaða Toyotu. Svala Guðrún Þormóðsdóttir Ég hef fulla trú á því að þær komist áfram. SPURNING DAGSINS Heldurðu að íslenska liðið kom- ist áfram á EM kvenna í knatt- spyrnu? Brynjar Már Sigurgeirsson Já ég held að þær komist áfram. Sigurveig Árnadóttir Ég hef fulla trú á þeim. Mér finnst þær standa sig vel. Jóhann Ólafsson Já. Íslensk landslið spila best þegar allt er undir. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Morgunblaðið/Árni Sæberg STEINEY SIGURÐARDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Ber taugar til Brahms Forsíðumyndina tók Árni Sæberg Skoðið fleiri innréttingar á innlifun.is Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700 Opið 11-18 virka daga innlifun.is Hvað er Velkomin heim? Velkomin heim er tónleikaröð í Hörpu sem Hallveig Rúnarsdóttir óperusöngkona sér um. Þar er fólki sem verið hefur í tónlistarnámi erlendis tekið opnum örm- um við komuna heim og fólki gefst tækifæri til að spila sólótónleika. Tónleikaröðin hefur verið á sumrin á undanförnum árum og hafa margir þá haldið sína fyrstu tónleika hér heima eftir nám. Hvernig tónlist verður á boðstólum? Tónleikarnir verða í tveimur hlutum. Fyrst er einleiks- hluti þar sem ég spila Bach-svítu í d-moll. Er það eitt af uppáhaldsverkum mínum og örugglega allra sellóleikara enda dásamleg svíta. Eftir það kemur annað einleiks- verk sem er nútímaverk eftir Hafliða Hallgrímsson. Það er í fimm köflum og heitir Solitaire. Er það fyrri hluti tónleikanna. Í síðari hlutanum er Tríó fyrir klarínett, selló og píanó eftir Brahms. Er það einnig eitt af mínum uppáhalds- verkum en ég kynntist kærastanum mínum þegar við spiluðum það verk í námi í Þýskalandi. Verkið á því sér- stakan stað í hjörtum okkar en hann er frá Nýja- Sjálandi. Hvað er framundan? Ég spila á öðrum tónleikum á þriðjudag áður en ég fer í smá sumarfrí. Spila þá með vinkonu minni Veru Panitch í Lista- safni Sigurjóns Ólafssonar. Næsta haust verður nóg að gera með Sinfóníuhljómsveitinni og í nóvember er von á barni. Von- andi get ég spilað fram eftir hausti en sellóið er ekki hent- ugasta hljóðfærið þegar bumban stækkar. Steiney Sigurðardóttir leikur á tónleikum í Hörpu 17. júlí klukkan 16. Tónleik- arnir tilheyra tónleikaröðinni Velkomin heim sem FÍT, FÍH og Harpa standa að.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.