Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.07.2022, Síða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.07.2022, Síða 4
FRÉTTIR VIKUNNAR 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.7. 2022 Litirnir eru fjölmargir og hægt að fá sérblandaða hjá okkur. HÁGÆÐA VIÐARVÖRN FRÁ SLIPPFÉLAGINU Opið: 8-18 virka daga 10-14 laugardaga Sími 588 8000 slippfelagid.is S telpurnar okkar gerðu jafntefli við Belga í fyrsta leik sínum á EM á Englandi, 1:1. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði mark- ið. Flugfélög og flugvellir í Evrópu og N-Ameríku glíma við manneklu og hefur verið mikið um tafir og afbók- anir ferða af þeim sökum. Síldarvinnslan hf. í Neskaupstað hefur keypt allt hlutafé sjávarút- vegsfyrirtækisins Vísis hf. í Grinda- vík fyrir 20 milljarða króna. Vaxta- berandi skuldir Vísis hf. nema um 11 milljörðum króna og nema viðskiptin því samtals um 31 milljarði króna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra og Bjarni Benediktsson fjár- málaráðherra eru hvort á sinni skoð- uninni um kaupin á Vísi. Hún hefur áhyggjur en hann ekki. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra er mitt þar á milli. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir utanríkisráðherra segir mik- ilvægt að gera grein fyrir þeirri áhættu sem kann að felast í því að stunda viðskipti við ríki þar sem réttarríkið á undir högg að sækja. Aðilum sé þó frjálst að eiga viðskipti þar sem þeir kjósa en ábyrgðina bera þeir sjálfir. Einfættur Ítali, Andrea Devicenzi, ætlar að hjóla hringinn í kringum landið á rúmum þremur vikum. Brögð eru að því að gelt sé á sam- kynhneigða karlmenn á almanna- færi sem þykir til marks um að bak- slag sé komið í réttindabaráttu hinsegin fólks á Íslandi. Þess var minnst í vikunni að hálf öld er síðan Bobby Fischer og Boris Spasskí settust að taflborðinu í ein- vígi aldarinnar og ugglaust allra tíma. Málmhátíðin Eistnaflug var haldin á ný eftir tveggja ára hlé. Sem fyrr fór lítið fyrir fávitum. Rykið var dustað af silfurpeningi Filippusar á Bjólu sem mun ekki hafa verið gömul specia. 3.000 stelpur spiluðu fótbolta á Símamótinu í Kópavogi. landinu. . . . Óánægja er meðal íbúa í Skorradal vegna framkvæmda Skógrækt- arinnar. Þrjú af hverjum fjórum börnum sem smitast höfðu af Covid-19 á Íslandi fyrir haustið 2021 sýndu meðalmikil einkenni en tæplega fjórðungur barna var einkennalaus. Tekist er á um hvort hán Hamlet megi ekki bara vera ólétt en brjóst Guðrúnar Köru Ingudóttur fóru fyrir brjóstið á einhverjum gestum á sýningu Listaháskóla Íslands. Barnshafandi kona hefur víst ekki í annan tíma leikið prinsinn/ prinsessuna í heimssögunni. Laun á Íslandi hafa hækkað á síðasta kjarasamningstímabili og eru því há í alþjóðlegum samanburði, sam- kvæmt nýrri skýrslu. Á móti kemur að óvissan fram undan er mikil. Ökumaður sem slapp ómeiddur úr banaslysi á Meðallandsvegi er grunaður um ölvun. Regína Ásvaldsdóttir hefur verið ráðin í starf bæjarstjóra í Mos- fellsbæ. Mikil þörf er fyrir aukna sjúkra- flutninga með nýrri gerð sjúkra- þyrlna og þarf tafarlaust á frum- kvæði stjórnvalda að halda til að tryggja það, að mati Sveins Hjalta Guðmundssonar, þjálfunarflugs- tjóra hjá Air Atlanta Icelandic. Fyrrverandi stjórnandi Uber lak 124.000 skjölum í fjölmiðla. . . . Skemmtiferðaskip eru dagleg sjón í Reykjavíkurhöfn um þessar mund- ir. Erlendur karlmaður starfaði í heil- an mánuð hjá hóteli í Reykjanesbæ án þess að fá nokkuð greitt. Guðlaugur Þór Þórðarson, um- hverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp til að gera til- lögur til ríkisstjórnarinnar um nýt- ingu vindorku. Staðan á spítölum landsins er enn þung og kórónuveirusmitum fer fjölgandi. Ríki og sveitarfélög hafa undirritað samkomulag um uppbyggingu rúm- lega 35 þúsund íbúða næstu tíu árin. Það snjóar í júlí. Um er að ræða fræ af hinum fjölséðu alaskaöspum sem finna má víða um land. 2022 gæti orðið metár í umferðinni en landinn er á faraldsfæti sem aldr- ei fyrr, þrátt fyrir svimhátt verð á eldsneyti. Björn Bjarki Þorsteinsson hefur verið ráðinn nýr sveitarstjóri Dala- byggðar. Hann sótti ekki um starfið. Jón G. Valgeirsson hefur verið ráð- inn sveitarstjóri Rangárþings ytra. Hann sótti um starfið. Símar eru stranglega bannaðir á tónleikum Bobs Dylans og verða að vera í lokuðum pokum. Hljómar ábyggilega í eyrum sumra eins og pyntingaraðferð gagnvart stríðs- föngum. . . . Munnkvillar eru algengir á hjúkr- unarheimilum. Björn Zoëga, nýskipaður stjórn- arformaður Landspítalans, segir að fækka þurfi stjórnlögum á spít- alanum og einfalda hlutina. Vínbúðin hefur hert á skilareglum. Engin lúxussnekkja hefur komið til Reykjavíkur í sumar. Mannbjörg varð þegar feðgum á strandveiðum var bjargað úr bát á Breiðafirði sem tekinn var að leka. Erfitt er að fá hótelgistingu á Ís- landi í sumar. Mánaðabið er eftir sérgreinalækn- um. Lóð sem nýtt hefur verið undir bíla- stæði seldist á 5,5 milljónir króna. Fjölskylda Johns Snorra Sigur- jónssonar biðlar til fjallgöngufólks að taka ekki myndir af líki hans þar sem það liggur á fjallinu K2 í Pak- istan. Simone Biles, fremstu fimleikakonu sögunnar, var boðin litabók um borð í flugvél. Hún afþakkaði enda orðin 25 ára. . . . Stelpurnar okkar gerðu aftur 1:1- jafntefli í öðrum leik sínum á EM á Englandi, gegn Ítölum. Liðið á enn möguleika á að komast áfram í átta liða úrslit mótsins en þarf helst að vinna ógnarsterkt lið Frakka á morgun, mánudag, til að láta draum- inn rætast. Landeigendur í Hvammsvík hafa kynnt áform um að bæta við 25 lóð- um undir heilsárshús. Það ku vera gert vegna mikillar eftirspurnar. Bandaríski flugherinn hefur óskað eftir 94 milljóna bandaríkjadala framlagi vegna framkvæmda á Keflavíkurflugvelli. Guðjón Reynisson var endur- kjörinn stjórnarformaður Festar. Honum líst vel á nýkjörna stjórn og vill sjá frið umhverfis félagið en gustað hefur um það að undanförnu eftir að forstjóranum var sagt upp. Skemmtiferðaskip sigldi inn Skagafjörð í fyrsta sinn í 45 ár. Mikið er byggt í Hafnarfirði. Smiðjan í Vík í Mýrdal var fyrsta brugghús landsins sem fékk í hend- urnar leyfi til þess að selja bjór á framleiðslustað í samræmi við breytt lög um smásölu áfengis. Heildartekjur einstaklinga á Íslandi námu 640 þúsund krónum í fyrra, samkvæmt skattframtölum, og hækkuðu því um 49 þúsund krónur á milli ára. Karlalið Breiðabliks er komið áfram í Sambandsdeild Evrópu í knatt- spyrnu. Erlendur ferðamaður sofnaði á sal- erni rútu og missti fyrir vikið af flugi. Hann ku hafa verið við skál. Lögregla ræsti manninn sem gekk sína leið. Siggi stormur segir að ekki sé öll von úti fyrir sumarið í ár. Ekki öll von úti fyrir sumarið Stelpurnar okkar hafa gert sitt allra besta á EM á Englandi til að færa okkur smá sumar heim í stofu. Morgunblaðið/Eggert 09.07.-15.07. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.