Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.07.2022, Síða 12
VIÐTAL
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.7. 2022
Þ
egar Quentin Tarantino drap niður
fæti hér í fásinninu um árið birtist
12 ára gamall drengur óvænt í
lobbíinu á hótelinu, sem hann
dvaldist á, með 50 blaðsíðna bók
eftir sjálfan sig undir hendinni og bað um að fá
að hitta kvikmyndaleikstjórann fræga. Þegar
honum var tjáð að hann væri ekki við sagðist
sá stutti bara ætla að bíða. Það þótti starfs-
fólki hótelsins ekki góð hugmynd en lofaði að
koma bókinni til skila. Við það var staðið því
skömmu síðar barst piltinum tveggja blað-
síðna bréf frá Tarantino, þar sem hann var
hvattur til dáða með setningum á borð við
„sjáumst í bíó“ og „haltu pennanum á
blaðinu“.
Núna, 15 árum síðar, er téður piltur, Heimir
Bjarnason, einmitt að frumsýna sína fyrstu
kvikmynd í fullri lengd, glæpamyndina Þrot.
„Það er magnað að Tarantino hafi haft fyrir
því að svara mér,“ segir hann brosandi. „Það
var mér mikil hvatning.“
Fundum okkar ber saman á kaffihúsi í
miðbæ Reykjavíkur. Tíkin Ripley fylgir hús-
bónda sínum en þar sem hún má ekki koma
inn bíður hún bara stillt og prúð úti á svölum
meðan við spjöllum. Leikstjórar eru auðvitað
réttu týpurnar til að ala upp hunda, hugsa ég
með mér. Tíkin heitir fullu nafni Ellen Ripley,
eftir „bestu kvikmyndapersónu í heimi“ eins
og Heimir orðar það, úr Alien-myndunum.
Þau eru greinilega mjög samrýnd og Heimir
upplýsir að enginn, fyrir utan hann sjálfan,
hafi séð Þrot oftar. „Hún var á öxlinni á mér
gegnum allt klippiferlið.“
Strax eftir viðtalið ætla þau að leggja í hann
norður í land en Heimir hefur verið að forsýna
Þrot á nokkrum stöðum á landsbyggðinni fyrir
hina eiginlegu frumsýningu í Reykjavík á mið-
vikudaginn. „Það hafa allir heyrt um tónleika-
ferðalög og í mínum huga eru kvikmynda-
ferðalög alveg eins sjálfsögð. Ég vil sýna verk
mín sem víðast,“ segir Heimir og bætir við að
viðtökur hafi verið góðar og áhugavert samtal
þegar átt sér stað um myndina.
Myndin er einnig lögð af stað í víking og
hefur verið tekin til sýninga á nokkrum kvik-
myndahátíðum erlendis og unnið til verðlauna.
Dularfullt andlát
Í Þroti er hermt af dularfullu andláti sem
skekur lítið samfélag úti á landi. Ung kona
deyr, að því er virðist með saknæmum hætti,
en í stað þess að fylgjast nákvæmlega með
rannsókn málsins þá hittum við mánuði síðar
fyrir þrjár ólíkar manneskjur sem allar tengj-
ast hinni látnu og takast hver á sinn hátt á við
fráfall hennar. „Þetta er ekki „hver-gerði-það-
mynd“, heldur „hvers-vegna-var-það-gert“,“
upplýsir Heimir. „Þetta eru í raun þrjár sjálf-
stæðar sögur sem á endanum falla saman.“
Myndin var tekin á Hvolsvelli og nágrenni
og staðurinn er hvorki óræður né uppdikt-
aður, eins og er í tísku, heldur gerist sagan
einfaldlega á Hvolsvelli. Ástæðan fyrir því er
sú að Heimir þekkir ágætlega til á svæðinu en
foreldrar hans eiga hestabúgarð skammt frá
Hvolsvelli. „Það er dýrt að gera kvikmynd á
sinn eigin reikning og ætli tökustaðirnir séu
ekki um 50, sem er frekar mikið, þannig að ég
varð að fá vinveitt fólk í lið með mér. Ég lagði
leið mína bara í bæinn og vingaðist við sveit-
arstjórann og aðra íbúa,“ segir hann hlæjandi.
„Maður verður bara að bjarga sér.“
Heimir segir alla hafa tekið sér vel og verið
boðna og búna að aðstoða eftir megni, hvort
sem það var í heimahúsum, á heilsugæslunni,
lögreglustöðinni eða bæjarskrifstofunni sem
breytt var um stund í fyrirtæki fyrir píramí-
dasvindl. Gjörningur sem Heimir hafði mjög
gaman af. Staðaval fór þannig fram að hann
gekk um bæinn ásamt kvikmyndatökustjór-
anum, Nicole Goode, og mældi út hentuga
tökustaði. „Síðan bönkuðum við bara upp á hjá
fólki.“
Ísland í sinni tærustu og fallegustu mynd.
Heimir frum-frumsýndi Þrot á Hvolsvelli
um liðna helgi, ef svo má segja, og segir við-
brögðin hafa verið mjög skemmtileg. „Það
komu 200 manns á sýninguna sem er frábært í
ljósi þess að bæði Landsmót hestamanna og
Símamótið voru í gangi. Það heyrðist vel í fólki
þegar það sá að ég var að „svindla“; til dæmis
ef persóna fór inn í eitt hús en kom út úr öðru.
Nokkuð sem áhorfendur annars staðar fatta
auðvitað ekki.“
Bjór ef þið spottið Garðabæ
Langmest var tekið fyrir austan en þó er í
myndinni sena sem tekin var í gamla grunn-
skólanum hans Heimis, Laugalækjarskóla í
Reykjavík. Þá var ein sena tekin í Garðabæ.
„Ef einhver fattar hvaða sena það er þá skal
ég kaupa bjór handa viðkomandi,“ segir
Heimir sposkur. Alltaf gaman að svona sam-
kvæmisleikjum og um að gera fyrir áhorf-
endur að taka hann á orðinu. „Annars held ég
að ég hafi notað alla tökustaði sem ég þekki;
þannig að ég er alveg tómur fyrir næstu
mynd.“
Hann hlær.
Tökuliðið vakti að vonum óskipta athygli
meðan það var fyrir austan en grúppíustemn-
ing myndaðist þó bara í kringum einn mann,
Pálma Gestsson leikara. „Krakkarnir eltu
hann á röndum, bentu á hann og sögðu: Þarna
er Spaugstofukarlinn!“ rifjar Heimir upp
hlæjandi.
Hugmyndin að Þroti kviknaði meðan Heim-
ir var á lokaári í Verzlunarskóla Íslands, 2014-
15. Hann setti á laggirnar nefnd í skólanum
sem hann kallaði Kínó og hafði að markmiði að
gera kvikmynd í fullri lengd undir heitinu
Þrot. „Þetta voru mjög metnaðarfull áform og
okkur tókst hér um bil að ljúka við myndina.
Raunar eiga þessi mynd og myndin sem ég er
að frumsýna núna fátt sameiginlegt fyrir utan
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Innsýn í sjálfan mig
Þrot, fyrsta kvikmynd Heimis Bjarnasonar í fullri lengd, verður frumsýnd á miðvikudaginn. Myndin hefur verið lengi í vinnslu
og tekið miklum breytingum á leiðinni enda er hún öðrum þræði leit Heimis að sjálfum sér. Hann átti undir högg að sækja sem
barn og unglingur, féll illa að hópum, en lifði og lærði á lífið gegnum kvikmyndir.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Heimir Bjarnason ákvað fimm ára
gamall að hann ætlaði að verða kvik-
myndagerðarmaður. Allt hans líf hef-
ur hverfst um kvikmyndir.
5