Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.07.2022, Side 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.07.2022, Side 14
VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.7. 2022 nafnið. Það var meiri aksjón í gömlu myndinni sem fjallaði um mann sem vaknaði með sprengju grædda í höndina og hún átti að springa eftir 90 mínútur. Myndin gerðist í rauntíma.“ – Hvers vegna kláraðirðu ekki þá mynd? „Tja, maður þarf að útskrifast,“ svarar hann hlæjandi. „Og svo var ég líka að vinna með náminu.“ Aðdragandinn er þó mun lengri en Heimir ákvað strax fimm ára gamall að hann ætlaði að verða kvikmyndagerðarmaður. „Það var þeg- ar ég sá fyrstu Indiana Jones-myndina. Hún er allt í lagi fyrir fimm ára börn sem mynd númer tvö er ekki,“ segir hann hlæjandi. „Kvikmyndir hafa alla tíð mótað mig og opnað heiminn fyrir mér.“ Amma og langamma í myndinni Lengi vel vissi Heimir þó lítið sem ekkert um kvikmyndagerð enda eru foreldrar hans bæði tannlæknar, Kristín Heimisdóttir og Bjarni Elvar Pétursson, og engir kvikmyndagerð- armenn í ættinni. „Langamma mín, Sigríður heitin Helgadóttir, var að vísu áhugaleikkona sem kom fram í Spaugstofunni, Fóstbræðrum, 101 Reykjavík og Opinberun Hannesar, þar sem hún er skotin með haglabyssu, og fleiru. Ég man eftir að hafa rætt þessi mál við hana og svo skemmtilega vill til að hún fer með lítið hlutverk í Þroti. Þá var hún orðin háöldruð og komin á Grund og vissi í raun ekki hver ég var. En þegar við stilltum upp fyrir tökuna vissi hún upp á hár hvað hún átti að gera. Hljóð- maðurinn var ekki með í för daginn sem við tókum atriðið upp og við ætluðum bara að koma seinna og taka upp hljóðið. Í millitíðinni dó langamma hins vegar, þannig að ég varð að fá föðurömmu mína, Grétu Guðlaugu Bjarna- dóttur, til að döbba hana. Þær eru því báðar í myndinni.“ Ást Heimis á kvikmyndum óx bara og óx og meðan hann bjó í Sviss frá fjögurra til 11 ára aldurs, þar sem foreldrar hans voru við nám og síðar störf, urðu þær hans besti vinur. „Mér gekk illa að aðlagast umhverfinu í Sviss, átti ekki marga vini og var satt best að segja lagð- ur í mikið einelti. Mállýskan sem töluð er á svæðinu sem við bjuggum kallast svissneska og er talsvert frábrugðin þýskunni og ég náði aldrei nógu góðu valdi á henni. Ég hef heldur aldrei verið góður í hópíþróttum sem er oft leið inn í hópinn. Eins og þú heyrir þá á ég ekkert allt of góðar minningar frá Sviss og er ekkert sérstaklega hrifinn af landinu. En það er frábært að fara þar á skíði; ég mæli ein- dregið með því.“ Hefði hann ekki haft bíómyndirnar þá hefði Heimir, að eigin sögn, ábyggilega orðið mjög seinþroska. „Ég kynntist lífinu út frá þeim og þær hafa alltaf verið mitt bakland. Ég kynnt- ist dauðanum þegar ég sá My Girl, ástinni í You’ve Got Mail og, alls ekki síst, risaeðlunum í Jurassic Park.“ Metnaðurinn frá foreldrunum Hann segir foreldra sína hafa sýnt þessum mikla kvikmyndaáhuga skilning og stutt hann alla tíð. „Annars hefði það engu breytt. Þau hefðu alveg getað verið hart á móti þessu en ég myndi samt sem áður sitja hérna með mína fyrstu bíómynd. Mamma og pabbi tengja við og skilja ástríðuna enda eru þau bæði mjög metnaðarfull í sínu fagi. Ég hef fengið þann eiginlega frá þeim.“ Það virðist enn vera framandi konsept í hugum sumra að menn fáist alfarið við kvik- myndagerð; í öllu falli fær Heimir alltaf annað slagið spurninguna: „Það er fínt hobbí en hvað ætlarðu í alvöru að gera?“ Hann hlær. Afi hans og nafni, Heimir Sindrason, er einnig tannlæknir, auk þess að hafa lengi fengist við tónlist. Heimir segir þó enga pressu hafa verið á sér að leggja fyrir sig tannlækningar. „Gréta Rut, systir mín, sem er einu ári eldri en ég, tók það að sér,“ segir hann brosandi. „Það gaf mér ábyggilega frelsi til að vera ég. Annars held ég að mömmmu og pabba sé slétt sama hvað við systkinin gerum svo lengi sem við blómstrum og erum ham- ingjusöm.“ Heimir á einnig bróðurinn Tryggva, sem er níu árum yngri. „Við erum öll mjög ólíkir ein- staklingar sem er mjög skemmtilegt.“ – Varstu skrýtið barn? „Já, ég held það. Um tíma var ég hálfgert partítrikk. „Spurðu hann um einhverja bíó- mynd! Hann veit allt um leikarana, leikstjór- ana og lengdina,“,“ rifjar Heimir upp hlæj- andi. „Það hefur svo sem lítið breyst – nema hvað ég er ekki lengur eins upptekinn af lengd myndanna. Ég hef safnað kvikmyndum á DVD síðan ég var krakki og á ábyggilega yfir 2.000 stykki. Umslögin heilluðu mig snemma og stundum fékk ég að kaupa myndir, sem ég mátti ekki horfa á fyrr en seinna, og sat þá tímunum saman og dáðist að umslögunum.“ – Er enn þá hægt að fá bíómyndir á DVD? „Já, heldur betur, og ég er fastagestur í búð á Hverfisgötunni sem selur þær. Menn eru löngu farnir að heilsa mér þar með nafni. Sum- ir safna málverkum, ég safna bíómyndum – sem er miklu ódýrara hobbí.“ Eftir flutninginn heim til Íslands árið 2006 styrktist félagsleg staða Heimis aðeins en sama vandamál angraði hann eftir sem áður. „Ég gat ekki samsamað mig neinum hópi. Ég var allt of ágengur í að reyna að aðlagast og breyta hegðun minni og skoðunum. Ég vissi í raun og veru ekkert hver ÉG var.“ Trúður og „crazy“-gaur Tíminn í Versló var blendinn. Hann lærði margt og eignaðist góða vini en óöryggið var samt sem áður leiðarstef gegnum mestalla skólagönguna. „Í efri bekkjum grunnskóla reyndi ég að vera trúðurinn til að uppskera hláturinn en í Versló tók við of mikið djamm og drykkja. Ég gekkst upp í því að vera „crazy“-gaurinn til að fá athygli. Það getur aldrei endað vel. Ég var dálítil þversögn á þessum tíma, hafði komplexa út af því að ég hélt alltaf að ég þyrfti að vera einhver ákveðin týpa.“ Með tímanum náði Heimir betri tökum á lífi sínu og það að var stór varða á vegferð hans þegar hann kom út úr skápnum 15 ára gamall. Það var að sjálfsögðu eftir að hafa horft á bíó- mynd, Óróa eftir Baldvin Z. „Það var algjör hugljómun og ég hugsaði með mér: Svona er ég! Það er dásamlegt að til sé íslensk kvik- mynd sem talar svona sterkt til manns. Til að byrja með kom ég að vísu bara út fyrir systur minni. Það liðu tvö ár þangað til ég kom út gagnvart öllum öðrum.“ – Hvernig stóð á því? „Það var eitthvað óöryggi; ég var bara ekki 100% viss. Um tíma var ég eins og milli svefns og vöku. Ég var alls ekki týpan sem var líkleg til að koma út úr skápnum; var þekktur sem hálfgerður „hustler“, sem eftir á að hyggja var bara óöryggi, og það voru bara strákar í vina- hópnum.“ – Kom þetta fólki þá á óvart? „Já, mjög svo. Ég sagði einum vini mínum frá þessu á Stjörnutorgi [í Kringlunni] og hann hélt að það væri falin myndavél.“ Hann hlær. „Annars sló ég bara 1.400 flugur í einu höggi og skrifaði grein í Verslóblaðið. Mér hefur alltaf þótt þægilegast að skrifa – er góð- ur með pennann.“ Hann segir foreldra sína og aðra nánustu aðstandendur hafa tekið fréttunum vel. „Ég hef að vísu aldrei spurt hvaða samtöl fóru fram bak við tjöldin,“ segir hann glottandi. „Nei, nei, mér hefur bara verið vel tekið af fjölskyldu og vinum. Fólk tekur mér eins og ég er.“ Spurður hvort hann sé í sambandi svarar Heimir játandi. „Auðvitað dreymdi mig um að rekast bara á þann eina rétta úti í búð, eins og í kvikmyndunum, en því miður er það ekki þannig í veruleikanum,“ segir hann hlæjandi. „Eftir að hafa gefist upp á öllum þessum stefnumótaöppum skráði ég mig í sjónvarps- þáttinn Fyrsta blikið á Stöð 2 í vetur sem leið og það gekk svona líka ljómandi vel. Þar kynntist ég kærastanum mínum, Úlfari Vikt- ori Björnssyni, og við erum búnir að vera sam- an í fimm mánuði. Það er kannski ekki langur tími en samt með þeim lengstu samböndum sem ég hef verið í.“ Góður skóli í Prag Sumarið eftir útskrift úr Versló tók Heimir þátt í gerð sinnar fyrstu kvikmyndar, hroll- vekjunnar It Hatched eftir Elvar Gunnarsson og segir það hafa verið mikinn og góðan skóla. Þaðan lá leiðin í kvikmyndaskóla í Prag. Vinir hans, tvíburabræðurnir Jónas Bragi og Jakob Gabríel Þorvaldssynir, höfðu sótt þar sum- arnámskeið og mæltu eindregið með skól- anum. Það reyndist gæfuspor. „Skólinn var mjög verklegur og á einu ári kom ég að gerð um 40 stuttmynda. Maður hafði aðgang að búnaði og leikurum og gat prófað sig áfram með hvað sem er. Sjálfur þurfti ég að gera sex stuttmyndir sem eru mis- jafnar að gæðum. Ég myndi til dæmis aldrei sýna eina þeirra opinberlega. Sennilega lærði ég þó mest af henni. Hún fjallar um skotárás í skóla og gerist meðan árásarmennirnir eru að leggja á ráðin. Hugmyndin var mjög óskýr og ég vissi ekki hverju ég ætlaði að ná fram með myndinni enda voru viðbrögðin eftir því. Fólk kom upp að mér eftir sýningu og spurði ein- faldlega: Hvað var þetta?“ Hann hlær að þessari minningu. Kært er með Heimi og tíkinni Rip- ley sem fylgir húsbónda sínum hvert fótmál og var á öxlinni á hon- um meðan hann klippti Þrot. Morgunblaðið/Árni Sæberg Snemma beygðist krókurinn. Heimir ungur að árum með eigin teikningu af kvikmynda- hetjunni Shrek. ’ Handritsskrif Þrot var ekki bara vinna fyrir mér heldur sálfræði- meðferð sem tók mig fjögur ár að klára. Ég spegla mig mikið í aðal- persónunum þremur enda hafa þær alla eiginleika sem ég ber sjálfur og með því að kryfja þær náði ég skýrari mynd af sjálfum mér. Sam- hliða því að klára handritið áttaði ég mig betur á sjálfum mér.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.