Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.07.2022, Qupperneq 15
17.7. 2022 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
„Það sem þetta kenndi mér var að maður
verður að hafa eitthvað að segja; að öðrum
kosti er betur heima setið. Maður bombar ekki
bara einhverju út. Að þessari reynslu bjó ég
þegar ég gerði Þrot enda er margt viðkvæmt
þar og vandmeðfarið.“
Eins og fram hefur komið varð fyrsta hand-
ritsútgáfan af Þrot til árið 2014. Þau eru all-
mörg síðan. „Ég hef skrifað rosalega margar
útgáfur og sagan tekið miklum breytingum –
úr miklum hasar yfir í meiri karakterstúdíu.
Nafnið lifði þó alltaf enda var ég búinn að lofa
sjálfum mér að klára þessa mynd,“ segir
Heimir og dregur peysuna upp og sýnir mér
húðfúr undir hægri handarkrika: Þrot. „Ég
ætla ekki að þekja líkama minn með tattúum
en pælingin er að vera með IMDB-lista á síð-
unni.“
Fyrir þá sem ekki þekkja er IMDB kvik-
myndavefur með öllum helstu upplýsingum
um allar mögulegar og ómögulegar kvikmynd-
ir gegnum söguna.
Skrifin voru sálfræðimeðferð
Hann lærði margt á skrifunum. „Handrits-
skrif Þrots var ekki bara vinna fyrir mér held-
ur sálfræðimeðferð sem tók mig fjögur ár að
klára. Ég spegla mig mikið í aðalpersónunum
þremur enda hafa þær alla eiginleika sem ég
ber sjálfur og með því að kryfja þær náði ég
skýrari mynd af sjálfum mér. Samhliða því að
klára handritið áttaði ég mig betur á sjálfum
mér. Ég lagði ekki upp með að gera þetta
svona, það læddist eiginlega bara aftan að
mér. Það er því taugatrekkjandi að afhjúpa
myndina því þótt hún sé bara enn eitt saka-
máladramað á yfirborðinu þá er hún líka inn-
sýn í sjálfan mig.“
Sjálfur á hann margt sameiginlegt með að-
alpersónunni, Rögnu. „Hún á sér ekki stað í
lífinu og festir sig fyrir vikið við bróður sinn
sem verður henni fyrirmynd. Þetta systk-
inasamband vildi ég skoða. Þótt ég byggi
Rögnu mikið á eigin reynslu þá er umhverfið
og sagan allt önnur. Ég flýtti mér til dæmis að
segja við mömmu eftir að hún sá myndina að
mamma Rögnu væri ekki byggð á henni.“
Hann hlær.
Hin aðalkvenpersónan, Arna, er meiri upp-
reisnarseggur og anarkisti. „Ég dett oft í þann
gír sjálfur. Verð stundum þreyttur á regl-
unum og íhaldinu,“ segir Heimir hlæjandi.
Þriðja persónan, Júlíus, glímir svo við for-
dóma. „Það er eitthvað sem við öll þurfum að
horfast í augu við.“
Þó eftir hann liggi einhverjar tíu stutt-
myndir þá er ferlið mun lengra og strengra við
gerð bíómyndar í fullri lengd. Heimir kveðst
hafa notið sín fram í fingurgóma á tökustað.
„Mér finnst ég vera 100% ég á setti. Þar er ég í
elementinu mínu, veit nákvæmlega hvað ég vil
og get svarað öllum spurningum sem fyrir mig
eru lagðar. En þetta var samt alveg erfitt, ég
missti átta kíló á einum mánuði.“
Lærði margt af leikurunum
Heimir gæti ekki verið ánægðari með leik-
arana í myndinni. „Ég kynntist Báru Lind
Þórarinsdóttur í Verzlunarskólanum þegar við
settum upp leikritið Kæra Jelena saman. Ég
var í nefndinni og hún lék í verkinu. Þegar ég
sá frammistöðu hennar þar vissi ég að ég
þyrfti að vinna með henni í framtíðinni. Anna
Hafþórsdóttir og Bjarni Snæbjörnsson sýna
einnig stórleik í myndinni og það var frábært
að vinna með þeim. Þau komu með sína
reynslu og pælingar inn í ferlið og gerðu per-
sónurnar algjörlega að sínum. Svo var auðvit-
að æðislegt að vinna með Guðrúnu S. Gísla-
dóttur og Pálma Gestssyni. Þau stóðu sig
frábærlega og ég lærði helling af því að vinna
með þeim. Ég viðurkenni að það var svolítið
yfirþyrmandi að vera yfirmaðurinn á staðnum
enda flestir með mun meiri reyslu en ég. En
það gekk allt vel .“
Þrot var að mestu tekin upp árið 2018 en
hvers vegna er hún fyrst að koma fyrir sjónir
almennings nú?
„Það er vegna þess að ég hef fjármagnað
hana að fullu sjálfur. Þegar búið var að taka
myndina þurfti ég að vinna í hálft ár til að hafa
efni á litgreiningu, aftur í hálft ár til að hafa
efni á tónlistinni og þar fram eftir götunum.
Ég kláraði að klippa myndina fyrir tveimur
árum en eftirvinnslan tekur sinn tíma. Maður
sleppir þessu ekki frá sér fyrr en maður er
orðinn 100% ánægður.“
Heimir segir að myndin sé nákvæmlega
eins og hann vill hafa hana. „Auðvitað hefði
verið gott að vera með helmingi meira „bud-
get“ en myndin væri samt í grunninn ekkert
öðruvísi. Kannski væru aðeins fleiri aukaleik-
arar og betri matur á setti.“
Hann brosir.
Þá segir annar okkar „Bónus?“
Vinnan sem hann getur um er að sjálfsögðu í
faginu en Heimir hefur starfað sem klippari
undanfarin sex ár. Meðal annars klippt Par-
don My Icelandic, uppistand Ara Eldjárns á
Netflix og sjónvarpsþættina Steindacon sem
sýndir voru á Stöð 2.
Um þessar mundir er hann að klippa sjón-
varpsþættina Storm, sem Sævar Guðmunds-
son og Jóhannes Kr. Kristjánsson eru að gera
en þeir fjalla um heimsfaraldur kórónuveir-
unnar og eru ekki litlir að umfangi. „Þetta
voru 400 tökudagar, sem hlýtur að vera Ís-
landsmet, og ég er búinn að vera að klippa í 18
mánuði; koma þessu fyrir í átta þáttum,“ segir
Heimir en ekki liggur fyrir hvenær Stormur
verður frumsýndur.
Honum líkar vel að vinna með Sævari og
hefur lært margt af honum. „Við eigum líka
ágætlega skap saman, erum báðir mjög róleg-
ir að upplagi. Við sitjum oft saman á skrifstof-
unni heilu dagana og hvorugur segir neitt fyr-
ir en kannski klukkan fjögur. Þá segir annar
okkar „Bónus?“ og ekki er sagt meira þann
daginn.“
Hann hlær.
– Sem nýr maður í faginu, hvað ertu að
koma með að borðinu?
„Ætli það sé ekki fyrst og fremst rödd
þeirra sem eru utanveltu í lífinu og vonandi
ferskt sjónarhorn á ákveðnar hefðir í sam-
félaginu. Annars ætla ég mér ekki að festast í
ákveðnum geira, myndirnir mínar eiga að
verða bræðingur tóna. Planið er til dæmis að
gera mun léttari mynd næst og svo hrollvekju
þar á eftir.“
– Eru þær nú þegar á teikniborðinu?
„Já, ég er kominn langt með hanrit að þeim
báðum. Það fer eftir skapinu hverju sinni hvor
hefur forgang. Ætli gamanmyndin verði ekki
á undan. Hún er með rómantísku ívafi, mun
heita Fínt og sögusviðið er Akureyri. Það er
ákaflega vannýttur staður fyrir kvikmyndir;
við eigum bara eitthvert korter í Með allt á
hreinu. Ef allt gengur upp verð ég að frum-
sýna hana eftir þrjú ár. Þá myndi ég snúa mér
að hrollvekjunni sem mun heita Fórn. Ég held
mig við fjögurra stafa heitin.“
Wilder í mestu uppáhaldi
Quentin Tarantino og Baldvin Z hafa þegar
verið nefndir, enda hafa þeir báðir haft djúp-
stæð áhrif á Heimi og verið honum hvatning,
en þegar hann er spurður um aðra helstu
áhrifavalda nefnir hann fyrst goðsögnina Billy
Wilder. Hann sé í mestu uppáhaldi. „Ég er
líka mjög hrifinn af þýska leikstjóranum Mar-
en Ade, sérstaklega myndinni Toni Erdman.
Ég veit að þriggja tíma þýsk grínmynd lítur
ekkert vel út á pappír en þetta er æðisleg
mynd. Ég nefni líka Danann Thomas Vinter-
berg. Hann er algjör snillingur. Hér heima hef
ég mikið dálæti á Hafsteini Gunnari Sigurðs-
syni sem gerði Á annan veg. Sú mynd gaf mér
sjálfum kraft og þrek til að halda ótrauður
áfram.“
– Stefnirðu á stærri markað í framtíðinni?
„Mig langar alveg út og hef horft til Norð-
urlandanna í því sambandi. Næstu myndir
verða íslenskar, eins og ég hef lýst, en ég er
með sögur sem geta gerst hvar sem er í heim-
inum. Auðvitað heillar Hollywood, ég væri að
skrökva ef ég segði annað. Þar eru tækifærin
og að sjálfsögðu dreymir mig um að gera ein-
hvern tíma alvörupopp og kók-mynd þar.
Kannski verður það bara útgáfan af Þroti sem
ég gerði í Versló – hún myndi ábyggilega
ganga í Hollywood.“
Hann hlær.
Núna þegar nokkrir dagar eru í frumsýn-
ingu viðurkennir Heimir að hann sé í senn
mjög spenntur og mjög stressaður. „Mér líður
eins og að ég sé að bíða eftir einkunn. Flestir
fara í háskóla, ég gerði bíómynd. Það var BS-
námið mitt. Ég er bæði spenntur að heyra
hvað almenningur og gagnrýnendur hafa að
segja og vona að fólk verði heiðarlegt. Ég mun
ekki taka neinu persónulega. Mér finnst
stundum eins og að svona litlar myndir fái
ekki alltaf umfjöllun en vona að gagnrýnendur
fjalli um Þrot. Það skiptir öllu máli fyrir kvik-
myndagerð að fá viðbrögð til að geta lært og
orðið betri.“
Svo þarf vitaskuld að senda myndina sem
leið liggur vestur yfir Atlantsála. „Heldur bet-
ur,“ segir Heimir brosandi. „Ég vona að ég
geti sýnt Quentin Tarantino Þrot á næstunni.“
Heimir fer yfir málin með Silju Rós Ragnarsdóttur
og Báru Lind Þórarinsdóttur við tökur á Þroti.
Heimir og Nicole Goode kvikmynda-
tökustjóri ræðast við á tökustað.
Pálmi Gestsson og Anna Haf-
þórsdóttir fara með hlutverk í
myndinni.
Bára Lind Þórarinsdóttir og
Guðrún S. Gísladóttir í
hlutverkum sínum í Þroti.