Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.07.2022, Side 19
17.7. 2022 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19
Sumarið er að koma í Vín þegar listmálarinn
Bergur Nordal tekur á móti blaðamanni.
Borgarbúar njóta matar og drykkjar í fagur-
grænum görðum eða lesa bók í sólinni. Torgin
aftur iðandi af lífi eftir samkomutakmarkanir í
faraldrinum.
Bergur útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands
árið 2019. Hann var eina önn skiptinemi við
Listaakademíuna í Vín og líkaði skólavistin svo
vel að hann sótti um inngöngu í akademíuna.
„Ég fór til Vínar af því að Listaakademían
hefur sérstöðu sem listaháskóli. Hér fær mað-
ur þann tíma sem maður þarf til að búa til
handbragð. Ef ég færi til dæmis í meist-
aranám í Norður-Evrópu fengi ég ekki þennan
mikilvæga tíma til þess að sökkva mér í mál-
verkið,“ segir Bergur sem hefur náð góðu
valdi á list sinni og mótað sinn eigin mynd-
heim.
Höfðu listir í hávegum
Listaakademían í Vín er við Schillerplatz í
miðborginni. Vinnustofur nemenda snúa til
norðurs og þar er hátt til lofts. Fulltrúi skól-
ans sýndi okkur bygginguna sem er með
stórum sölum og inngarði. Á þriðju hæð stóð
yfir sýning á verkum nemenda en á sömu hæð
var sýning á verkum í eigu akademíunnar.
Mátti þar meðal annars sjá verk eftir
Hieronymus Bosch og Sandro Botticelli í
bland við nútímalist.
Miklu var til kostað til byggingar akademí-
unnar sem reist var í tíð Frans Jósefs 1. keis-
ara á ofanverðri 19. öld. Voru þá meðal annars
einnig reist óperuhúsin í Vínarborg og í Búda-
pest en hin ráðandi stétt hafði listir þá í háveg-
um.
Geta boðið upp á það besta
Bergur sýnir blaðamanni svo miðborgina og
nokkur af helstu listasöfnunum. Athygli vekur
að svo mörg góð verk eftir gamla meistara
skuli vera til sýnis samtímis á litlum bletti í
borginni. Bergur útskýrir þá að söfnin í Vín
eigi gríðarlegt magn listaverka og geti því
skipst á verkum við listasöfn í Evrópu. Með
því fái Vínarbúar reglulega að sjá verk í hæsta
gæðaflokki eftir þekkta listamenn.
Hann hefur þrátt fyrir ungan aldur tekið
þátt í mörgum sýningum. Listunnendur geta
séð tvö stór málverk eftir hann á Hrafnseyri í
sumar en sýningin er hluti af sýningaröðinni
Umhverfingu á Vestfjörðum.
Tvö af verkum Bergs í
vinnslu. Verkið hægra
megin verður til sýnis á
Hrafnseyri í sumar.
Tími til að sökkva sér í málverkið
Þrátt fyrir að vera ungur að
árum hefur Bergur Nordal
þegar þróað einkennandi
myndheim.
Bergur Nordal við tvö
af verkum sínum.
Morgunblaðið/Baldur
Bergur við
akademíuna.
Hallgrímur Árnason hóf nám í arkitektúr við
Listaakademíuna í Vín árið 2014.
„Ég elti þáverandi kærustu mína sem var að
fara í óperunám og kolféll svo fyrir borginni að
ég er hér enn átta árum síðar. Ég hætti eftir
eina önn í akademíunni og skipti yfir í Nýja
hönnunarháskólann, eða New Design Univers-
ity eins og hann heitir á ensku, og lauk þaðan
BA-námi í vöruhönnun. Síðastliðin tvö ár hef
ég svo stundað nám við myndlistardeild Lista-
akademíunnar og verð komandi vetur gestur í
bekk Daniels Richter við sömu stofnun,“ segir
Hallgrímur en leiðbeinandi hans, Richter, er
þekktur listmálari í Evrópu.
„Sem myndlistarmaður er ég einhvers kon-
ar afsprengi af kórónuveirufaraldrinum en ég
byrjaði að mála í rúmlega þriggja mánaða ein-
angrun í Þýskalandi og kolféll þá fyrir mál-
verkinu og hef ekki hætt að mála síðan,“ segir
Hallgrímur og sýnir blaðamanni stór og kraft-
mikil abstraktverk í íbúð sinni við Kranzgasse
í fimmtánda hverfi Vínar. Þar býr hann ásamt
þýskri sambýliskonu sinni sem lýkur innan
skamms sérfræðinámi í heimilislækningum.
Fyrsta sýningin sem Hallgrímur tók þátt í
var listamessan PARALLEL VIENNA árið
2020. Önnur sýningin var samsýning í Wol-
kersdorf, í útjaðri Vínar, í vor en þar sýndi
hann verk ásamt kennaranum Franz Wiebmer
og tveimur öðrum nemendum við akademíuna.
Þar áður hafði Hallgrímur tekið þátt í hönn-
unarsýningum í Austurríki og nágrannalönd-
um og m.a. verið einn fulltrúa Austurríkis á
Hönnunarvikunni í Zagreb, ásamt því að hafa
sýnt stólahönnun í MAK-safninu í Vín, einu
virtasta hönnunarsafni Evrópu. „Nú hef ég
lagt hönnun á hilluna og er eingöngu að mála,“
segir Hallgrímur sem hyggst sýna á Íslandi.
Hallgrímur Árnason við
eitt af verkum sínum.
Morgunblaðið/Baldur
Aftur í akademíuna
Hallgrímur Árnason var á uppleið sem hönnuður í Austurríki
þegar myndlistargyðjan knúði dyra í faraldrinum.