Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.07.2022, Síða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.07.2022, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.7. 2022 LÍFSSTÍLL Kópavogur – Smiðjuvegur 76 Akureyri – Baldursnes 6a Selfoss – Austurvegur 69 414 1000 414 1050 414 1040 BAÐAÐU ÞIG Í GÆÐUNUM A nthony Karl var þekktur knattspyrnumaður hér heima á sínum tíma og varð bæði Íslands- og bikarmeistari í íþróttinni. Anthony lagði takkaskóna á hilluna árið 1998. Anthony er mörgum eft- irminnilegur enda sá eini sem skorað hefur þrennu í bikarúrslitaleik og var lykilmaður í liði KA sem sigraði óvænt á Íslandsmótinu árið 1989. Árin hafa liðið og knattspyrnan er ekki endilega fyrirferðamikil í lífi Anthony í dag í þeim skilningi að hann fór ekki út í þjálfun eða störf tengd sparkinu. Anthony var við vinnu sína í Landsbankanum þegar hann fór að fá símtöl utan úr heimi. Hann sinnti því ekki í fyrstu enda þekkjum við flest að fá alls kyns und- arleg símtöl utan úr heimi frá óheið- arlegum lukkuriddurum. Anthony áttaði sig þó smám saman á því að ítölskum manni var mjög um- hugað um að komast í samband við hann. Í ljós kom að sá safnar knatt- spyrnutreyjum og hafði augastað á treyju Juventus frá keppn- istímabilinu 1986-1987. Þá mættust Valur og Juventus í 1. umferð Evr- ópukeppni meistaraliða. „Hann sendi mér skilaboð og út- skýrði málið. Ég sá strax að þetta var ekki venjulegt erindi og þarna væri alvörusafnari á ferðinni. Ég skynjaði það strax. Við höfum verið í sam- skiptum í nokkrar vikur og hann sagðist vera á leið til Íslands í frí með fjölskyldunni,“ segir Anthony í sam- tali við Sunnudagsblaðið. Sá ítalski heitir Nino Spampinato og á yfirgripsmikið safn af knatt- spyrnutreyjum ásamt bróður sínum Angelo. Spurði hann Anthony Karl hvort hann hefði ekki örugglega spil- að á móti Juventus og skiptst á treyj- um við andstæðing. Anthony var ein- ungis tvítugur en var að vinna sig inn í sterkt lið Vals og kom inn á í heima- leiknum á móti Juventus. Ástríðan leynir sér ekki Svo vildi til að Anthony hafði fengið Juventus-treyjur eftir báðar við- ureignirnar haustið 1986. Aðra hafði hann gefið Halldóri Einarssyni í Henson í afmælisgjöf. Sú var úr leiknum á Laugardalsvelli en svo vel vildi til að Spampinato hafði meiri áhuga á treyjunni úr leiknum í Tór- ínó. Juventus var víst með tvær örlít- ið mismunandi útgáfur af aðalbúningi liðsins og bræðurna vantaði treyju eins og þá sem Juventus klæddist í fyrri leiknum gegn Val. Nú var Nino Spampinato kominn í samband við leikmann úr Val sem átti slíka treyju og hamraði járnið á með- an það var heitt. Tók hann smá krók í fríi sínu á Íslandi og hélt til fundar við Anthony á heimili hans í Hlíðunum. Þar fékk hann treyjuna góðu og Ant- hony sagði Ítalann hafa ljómað eins og sól í heiði. „Maður fann alveg ástríðuna. Hann settist hérna og fékk kaffi en þegar ég kom fram með treyjuna þá nötraði hann bara. Þetta er greini- lega dýrgripur í hans huga og maður sá það bara á því hvernig hann hand- fjatlaði treyjuna,“ lýsir Anthony. Treyjan er númer 14 og blaðamanni sýnist að Roberto Soldá hafi leikið í henni í fyrri leik Juventus og Vals í Tórínó. Var þetta eina tímabil Soldá hjá Juventus en hann lék einnig með- al annars með Lazio og Atalanta á löngum ferli. Eiga um 700 treyjur Þegar Morgunblaðið bar að garði í Hlíðunum var Spampinato enn með breitt bros á vor. Í ljós kemur að safnið er geysilega umfangsmikið en þar eru treyjur frá Juventus fyr- irferðarmiklar. „Þetta er okkar ástríða og söfnunin hófst fyrir átján árum síðan. Frá barnsaldri hefur knattspyrnan verið mikið áhugamál hjá okkur og ítalska knattspyrnan hefur aldrei verið sterkari heldur en á níunda áratugn- um þegar við vorum að alast upp. Við höfum alltaf verið stuðningsmenn Ju- ventus eins og fleiri í okkar fjöl- skyldu. Við söfnum alls konar knatt- spyrnutreyjum en Juventustreyjur eru þungamiðjan í safninu,“ segir Nino Spampinato og upp úr krafsinu kemur að þeir bræður safna einungis treyjum sem notaðar hafa verið í leikjum. Ekki er um að ræða treyjur úr verslunum og þeir sem gefa, eða selja bræðrunum treyju, votta skrif- lega að treyjan hafi verið notuð í leik. „Nánast allar treyjurnar höfum við fengið í gegnum fyrrverandi leik- menn, fyrrverandi þjálfara eða starfsfólk í kringum liðin eins og sjúkraþjálfara. Þessi treyja er frá- brugðin þeirri treyju sem Juventus notaði mest vegna þess að í miðjunni er svört rönd en ekki hvít. Þessi treyja var einungis notuð fjórum eða fimm sinnum keppnistímabilið 1986- 1987. Er það ástæða þess að ég leitaði lengi að treyju sem þessari. Þegar við fjölskyldan ákváðum að fara til Ís- lands í frí þá setti ég mig í samband við herra Anthony en ég tók eftir því að hann var í leikmannahópi Vals í báðum leikjunum,“ útskýrir Spamp- inato sem kemur frá Catania á Sikil- ey. Hann hefur síðustu árin búið í Mílanó en bjó í höfuðborginni Róm í aldarfjórðung. Hann tekur ekki ann- að í mál en að fá að sýna Anthony Karli og hans fjölskyldu allt það helsta í Mílanó ef þau skyldu ein- hvern tíma vera stödd í túnfætinum hjá honum. Í safni þeirra bræðra eru um 700 treyjur. Þar má finna treyju sem Michael Platini spilaði undanúrslita- leik Evrópukeppninnar í árið áður þegar Juventus vann keppnina. Verð- mætustu treyjuna í safninu telur Spampinato vera ítalska lands- liðstreyju sem Claudio Gentile lék í í úrslitaleiknum gegn V-Þýskalandi á HM 1982 þegar Ítalía varð heims- meistari. Einnig eiga þeir treyju sem markakóngur HM 1982 Paolo Rossi lék í í keppninni. Treyjurnar í geymslunni Anthony Karl hefur aldrei gert mikið við treyjurnar sem hann eignaðist á ferlinum. Hann hafði það hins vegar aldrei í sér að fara með þær í Sorpu. Fannst ekki rétt að gera það og því hafa þær verið í poka í geymslunni. Anthony bendir á að hann hafi flutt margsinnis á þeim þrjátíu og sex ár- um sem liðin eru frá því hann spilaði á móti Juventus en treyjan hafi samt verið til. Þurfti hann að hugsa sig um áður en hann lét treyjuna frá sér? „Það var ekkert sjálfsagt að gefa hana frá sér. Þegar ég skynjaði áhug- ann hjá Ítalanum þá hugsaði ég með mér að það væri kannski betra að hann fengi þessi treyju frekar en að hún væri ofan í poka í geymslunni hjá mér. Það er virkilega gaman að rifja upp þessa leiki. Þótt treyjan hafi til- finningalegt gildi fyrir mig þá er ég einhvern veginn svo glaður í hjart- anum eftir að hafa hitt hann og séð ánægjuna í hans augum. Þetta var sérstakt augnablik og ég hafði gaman að þessu. Þegar ég fór í pokann þá kannaði ég hvort ég ætti fleiri treyjur sem ég væri til í að láta hann hafa. Ég gaf honum eina Valstreyju og treyju Tékkóslóvakíu frá landsleik árið 1990. Það ríki er ekki lengur til og kannski hefur það eitthvert söfn- unargildi fyrir hann,“ segir Anthony og kannast við að af og til fái hann einhvers konar fyrirspurnir sem tengist knattspyrnuferlinum. Í fyrra var Anthony Karl til að mynda í opnuviðtali hjá staðarblaði í Bodö þegar norsku meistararnir Bodö/ Glimt mætti Val. Anthony var fyrsti erlendi leikmaður sem lék með Bodö/ Glimt en þar var hann 1994. Þegar Anthony lítur um öxl þá segir hann Juventusleikina hafa verið ævintýri fyrir áhugamennina í Val. „Svona lagað gerist ekki í dag. Þarna voru öll liðin í keppninni sam- an í potti fyrir 1. umferð og við dróg- umst á móti liðinu sem vann keppnina árið áður. Þetta var því rosalega stórt fyrir okkur enda hafði Juventus verið besta félagslið í heimi. Það gerði okk- ur svolítið stóra að fara til Tórínó þar sem allur aðbúnaður var eins og best gerist. Þar var knattspyrnuáhuginn miklu meiri en við höfðum nokkurn tíma kynnst. Þegar við æfðum úti í Tórínó fyrir leikinn þá voru 500 áhorfendur á æfingunni en við vorum nokkuð sáttir ef það komu 500 manns á leiki hjá okkur hér heima. Við vor- um áhugamenn og áttum auðvitað ekki möguleika gegn besta liði í heimi. Það segir sig sjálft en þetta var mikil upplifun.“ Gimsteinn í treyjusafnið Anthony Karl Gregory fékk óvenjulega heimsókn á dögunum. Ítalskur treyjusafnari sætti færis í sumarfríinu á Íslandi og nældi í keppnistreyju sem hann hefur lengi leitað að. Kristján Jónsson kris@mbl.is Nino og Ant- hony Karl með treyjuna góðu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Anthony Karl Gregory sækir að marki Juventus á Laugardalsvellinum. Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.