Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.07.2022, Qupperneq 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.07.2022, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.7. 2022 LESBÓK Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is KAFFIVÉLAR SEM HENTA ÞÍNUM REKSTRI GOTT KAFFI KÆTIR Bravilor TH Frábær uppáhellingarvél með vatnstanki. Bravilor THa Frábær uppáhellingarvél með vatnstengi. Bravilor Sprso Handhæg og öflug baunavél sem hentar smærri fyrirtækjum. Nánari upplýsingar veitir sölufólk okkar í síma 580 3900 SÁPUÓPERA Senn líður að því að framleiðendur ástr- ölsku sjónvarpsþáttanna Neighbours eða Nágranna láti staðar numið. Þættirnir hafa reynst lífseigir svo ekki sé dýpra í árinni tekið og hafa verið á skjánum í 37 ár. Um tíma var áhorfið á þættina líklega talsvert hérlendis, sérstaklega á tíunda áratugnum. Hvernig höfundunum hefur tekist að halda sápuóper- unni gangandi í nærri fjóra áratugi er ef til vill rann- sóknarefni en til stendur að ljúka þáttunum með stæl. Söngkonan Kylie Minogue lék í þáttunum um tíma og hún snýr aftur og leikur í lokaþættinum. Minogue er frá Melbourne og í þáttunum vakti hún fyrst athygli. Birti hún myndir frá tökustaðnum á samfélagsmiðlum í vik- unni en lokaþátturinn verður sýndur 29. júlí. Láta staðar numið Kylie Minogue á kvikmyndahátíð- inni í Cannes. AFP/Christophe Simon KVIKMYND Eftir velgengni kvikmyndar- innar Top Gun: Maverick á þessu ári virðist sem þreifingar séu hafnar um að gera aðra mynd og í raun þá þriðju en fyrsta Top Gun- myndin var sýnd árið 1986. Miles Teller, einn leikaranna í Top Gun: Maverick, sagðist vera til í slaginn í viðtali. Var hann að leika golf á góðgerðarmóti þeg- ar Entertainment Tonight kastaði á hann spurningu um hvort fleiri Top Gun-myndir yrðu gerðar. Sagðist Teller vera hlynntur hugmyndinni og hafa rætt það við Tom Cruise en það sé alfarið undir Cruise komið hvort fleiri myndir verði gerðar. Verður þriðja myndin gerð? Leikarinn Miles Teller á golfmótinu í Nevada. AFP/Isaiah Vazquez Beyoncé er búin að taka upp plötu. Von á nýju efni SAMFÉLAGSMIÐLAR Tónlist- arkonan Beyoncé er gengin til liðs við samfélagsmiðilinn TikTok. CNN segir frá þessum tíðindum en Beyoncé er án efa ein skærasta stjarnan í popptónlistinni á öldinni. Beyoncé birti fyrstu færsluna í vikunni og þakkaði fyrir þær við- tökur sem nýjasta lag hennar Break My Soul hefur fengið. Tæp- ast er það tilviljun að Beyoncé bæti við samfélagsmiðlareikningi á þess- um tímapunkti því von er á nýrri plötu frá henni hinn 29. júlí. Platan heitir Renaissance og er sjöunda stúdíóplatan á sólóferli Beyoncé en sú fyrsta kom út árið 2003. Sex ár eru liðin síðan Beyoncé sendi frá sér plötuna Lemonade. C aan var eftirminnilegur í hlutverki Sonny Corleone í Guðföðurnum. Er Caan helst minnst fyrir þá frammistöðu sem er skiljanlegt í ljósi þess að The Godfather er ein umtalaðasta mynd kvikmyndasögunnar. Caan fæddist í Bronx-hverfinu í New York hinn 26. mars árið 1940. Foreldrar hans fluttu til Bandaríkj- anna frá Þýskalandi og voru af gyð- ingaættum. Þau fluttu innan borg- arinnar til Queens og þar ólst Caan upp. Eflaust kemur þetta fáum á óvart því taktarnir og talandinn á hvíta tjaldinu voru iðulega mjög New York-legir ef þannig má að orði komast. Caan hélt þó til Michigan og lærði í Michigan State. Þar hugðist hann leika með skólaliðinu í amer- ískum fótbolta en komst ekki í leik- mannahópinn. Hann kom aftur til New York og gekk í Hofstra- háskólann. Reyndist það gæfa fyrir Caan í ljósi þess að þar kynntist hann Francis Ford Coppola. Að námi loknu hófst leikaraferill- inn á fjölunum. Fljótlega var Caan kominn á Broadway en hans fyrsta hlutverk þar var í leikritinu Blood, Sweat and Stanley Poole. Á sjöunda áratugnum skapaði Caan sér smám saman stærra nafn í bransanum og fékk tækifæri í sjónvarpi og kvik- myndum. Árið 1966 fékk hann til dæmis tækifæri til að leika með John Wayne í myndinni El Dorado. Kynnin af Coppola komu sér vel snemma á ferlinum því Caan lék í James Caan og Sheila Ryan ásamt hinni frönsku Lilyan Chauvin árið 1975. Gekk í skóla með Coppola Leikarinn James Caan lést í Los Angeles í Kaliforníu fyrr í mánuðinum 82 ára að aldri. Kristján Jónsson, kris@mbl.is Francis Ford Coppola og James Caan á 50 ára afmæli The Godfather. AFP/Frazer Harrison Eftir erfið ár á níunda áratugnum, sem lituðust af sorg og kók- aínneyslu hjá James Caan, má segja að Rob Reiner hafi komið til hans líflínu. Alla vega hvað varðar leikaraferilinn. Stephen King sendi árið 1987 frá sér bókina Misery og kvikmynd í leikstjórn Robs Reiners fór á hvíta tjaldið árið 1990. Reiner fékk Caan til að leika stærsta karl- hlutverkið en Kathy Bates fór ham- förum í aðalhlutverki mynd- arinnar. Bates hlaut Óskarinn sem besta leikkona í aðahlut- verki og ferill Caans komst aft- ur á skrið. Bates og Reiner minntust Ca- an bæði eftir andlátið. Reiner minntist hans með hlýju og Bates sagði það hafa verið eina almerki- legustu reynslu á sínum ferli að leika á móti Caan í Misery. Skelfing mannsins hafi verið jafn raunveruleg og ef hann hefði verið með eitraðan snák í höndunum. Misery kom Caan aftur í gang Kathy Bates

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.