Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.07.2022, Síða 32
SUNNUDAGUR 17. JÚLÍ 2022
Bretarnir í hljómsveitinni Rolling Stones eiga víða aðdáendur og
ekki síður á norðanverðum Vestfjörðum en annars staðar í heim-
inum. Nú hafa vestfirskir unnendur sveitarinnar opnað sýningu
um hljómsveitina og er það gert í tilefni þess að Stones á 60 ára
starfsafmæli á árinu.
Sýningin er í Safnahúsinu á Ísafirði en margir kannast við hús-
ið sem teiknað var af Guðjóni Samúelssyni og var áður sjúkrahús.
Sýningin opnaði 9. júlí og stendur til 10. ágúst.
Segja má að við hæfi sé að sýningin sé opin um verslunar-
mannahelgina en það var um verslunarmannahelgina árið 1999
sem Mick Jagger söngvari Stones sást óvænt á Ísafirði. Hjólaði
hann m.a. um bæinn áður en Stones-aðdáendur urðu hans varir
og gáfu sig á tal við Jagger. Munir frá Vestfjarðaheimsókn Jag-
gers verða til sýnis en eftir því sem næst verður komist er hann sá
eini úr sveitinni sem heimsótt hefur Ísland.
Safnahúsið á Eyrartúni.
Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson
Sýning tileinkuð Stones
Mick Jagger komst í hóp hinna umtöluðu Íslands-
vina þegar hann gekk á land á Ísafirði.
AFP
Einni frægustu hljómsveit heims sómi
sýndur í gamla sjúkrahúsinu
Þriðjudaginn 18. mars árið 1986
sagði Morgunblaðið frá því á bls.
26 að úrslitin í söngvakeppni
sjónvarpsins hefðu ráðist í beinni
útsendingu í sjónvarpssal á laug-
ardagskvöldinu. Gleðibankinn,
lag Magnúsar Eiríkssonar, hefði
þar með orðið fyrir valinu sem
framlag Íslendinga til söngva-
keppni evrópskra sjónvarps-
stöðva. Í tveimur fréttum í
blaðinu þennan daginn er orðið
Eurovision hvergi að finna.
„Viðstaddir útsendinguna
voru ýmsir yfirmenn rík-
isútvarpsins, höfundar laganna,
fulltrúar fyrirtækja er þátt munu
taka í gerð myndbanda er sýnd
verða í öllum löndum er senda
lag til keppninnar, blaðamenn og
fleiri gestir,“ segir í blaðinu.
Í annarri frétt blaðsins er sagt
frá því að ekki liggi fyrir hvort
Pálmi Gunnarsson muni flytja
lagið einn í keppninni í Bergen
eins og hann gerði í und-
ankeppninni. Haft er eftir Agli
Eðvarðssyni, sem kom að fram-
kvæmd keppninnar, að mjög lík-
legt sé að fleiri en einni söngvari
muni flytja lagið í Noregi. Svo
fór að Helga Möller og Eiríkur
Hauksson sungu ásamt Pálma.
GAMLA FRÉTTIN
Fær Pálmi
félagsskap?
Hrafn Gunnlaugsson dagskrárstjóri sjónvarpsins og Magnús Eiríksson.
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Fabien Barthez
markvörður
Tolli Morthens
myndlistarmaður
Guðjón Leifur Sigurðsson
lýsingahönnuður