Fréttablaðið - 19.08.2022, Blaðsíða 10
Til að birta andláts-, útfarar- eða
þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda
tölvupóst á timamot@frettabladid.is
eða hringja í síma 550 5055 .
Kristinn H. Gunnarsson er sjö-
tugur í dag. Hann ætlar þó ekki
að blása til veislu alveg strax en
hann er að jafna sig eftir veikindi,
þau fyrstu á ævinni. Kristinn var
nauðbeygður látinn hætta
kennslu í Menntaskólanum við
Sund vegna aldurs og það kitlar
afmælisbarnið að skrifa doktors-
ritgerð um kvótakerfið.
benediktboas@frettabladid.is
Fyrrverandi alþingismaðurinn Krist-
inn H. Gunnarsson er sjötugur í dag og
heldur upp á afmælið í faðmi fjölskyld-
unnar. Hann ætlaði að taka félagsheim-
ilið á leigu og halda stóra veislu en það
bíður betri tíma því Kristinn er að jafna
sig eftir veikindi. „Þetta verður með
lágstemmdari hætti að þessu sinni. Ég
ætlaði að gera meira úr afmælinu en ég
er að jafna mig eftir veikindi og er ekki
kominn nógu langt í batanum til að
halda mikla veislu. Ég hafði hugsað
mér að taka félagsheimilið og hafa opið
hús og gera eitthvað skemmtilegt. Það
er alveg á dagskránni en bíður aðeins,“
segir afmælisbarnið.
Hann segir að þrátt fyrir veikindin sé
hljóðið í honum gott og honum lýst vel
á að verða sjötugur. „Ég hef haft góða
heilsu alla tíð. Þetta er eiginlega í fyrsta
skipti á ævinni sem eitthvað kemur upp
á en það er allt að fara vel og útlitið gott.
Ég mun ná góðri heilsu á ný.“
Kristinn hefur kennt að undanförnu
við Menntaskólann við Sund en þarf að
hætta kennslu sökum aldurs, sem hann
viðurkennir að vera frekar ósáttur við.
Þá á hann og rekur fréttavefinn Bæjar-
ins besta eða bb.is sem er einn vin-
sælasti vefur utan höfuðborgarinnar
og segir fréttir af Vestfjörðum. „Ég hef
verið að kenna undanfarin ár, bæði
stærðfræði og hagfræði. Ég er nauð-
beygður að hætta og er ekkert kátur
með það en maður verður að hlýða
lögum. En það er ýmislegt í handrað-
anum og ég sit ekki auðum höndum.“
Kristinn var bæjarfulltrúi í Bolung-
arvík 1982-1998 og í bæjarráði 1986-
1991, 1994-1995 og 1997-1998. Hann
var formaður Verslunarmannafélags
Bolungarvíkur 1982-1992 og Formaður
knattspyrnudeildar UMFB 1984-1988.
Hann spriklar enn með körlunum fyrir
vestan eins og hann segir sjálfur. Þá var
hann í framkvæmdastjórn, landsstjórn
og miðstjórn Framsóknarf lokksins
1999-2007. Hann settist á þing fyrst
árið 1991 og sat til ársins 2009. Hann
var formaður þingflokks Framsóknar-
f lokksins 1999-2003 og formaður þing-
flokks Frjálslynda f lokksins 2007-2008.
Aðspurður hvað sé fram undan segir
Kristinn að það hafi kitlað í töluverðan
tíma að klára doktorsritgerðina sem
hann byrjaði á. „Það gæti verið gaman
að gera það. Ég er með meistaragráðu
í hagfræði og stjórnmálafræði og
hugmyndin er að skrifa um kvóta-
kerf ið. Auðlindanýtingu, stjórnun
og dreifingu auðlindarinnar. Ég hef
skrifað áður um kvótakerfið þegar ég
var í Leeds. Það hefur blundað í mér
að komast lengra með endurbætur á
kvótakerfinu,“ segir Kristinn. n
Sjötugur með mörg járn í eldi
Kristinn H.
Gunnarsson
fagnar sjötíu
ára afmæli
sínu í dag en
það verður
þó með lág-
stemmdum
hætti.
MYND/AÐSEND
Fyrstu íslensku skipin hófu veiðar
í Smugunni þennan dag árið 1993.
Smugan er hafsvæði á milli fiskveiði-
lögsagna Noregs og Rússlands og þau
ríki töldu sig ein eiga rétt á veiðum
þar því fiskurinn kæmi jú úr þeirra lög-
sögu. Úr varð að upp blossuðu strax
deilur og sendi norska strandgæslan
skip á vettvang til að fylgjast gaum-
gæfilega með veiðum Íslendinga.
Á sama tíma blasti deilan þannig
við íslenskum útgerðarmönnum að
Smugan væri alþjóðlegt hafsvæði.
Sumir gengu meira að segja svo
langt að fjárfesta í sérstökum skipum
til að senda á svæðið. Á tímabili voru
á milli sjö og átta hundruð íslenskir
sjómenn við störf í Barentshafi og er
það ágætis vitnisburður um hversu vel
veiðarnar gengu.
Árið 1994 komu um þrjátíu og sjö
þúsund tonn um borð í skipin beint
úr Smugunni og á Svalbarðasvæðinu.
Það þýddi þá fimm milljarða króna í
kassann og upp reiknað voru það 5,5
prósent af útflutningsverðmætum Ís-
lands. En ekki var Adam lengi í Paradís,
því fiskigengd í Smugunni fór síðan ört
minnkandi og árið 1997 skiluðu veið-
arnar litlu öðru en tapi. n
Þetta gerðist: 19. ágúst 1993
Sjómenn flykkjast í Smuguna
1305 Loðvík 10. Frakkakonungur gengur að eiga Klem-
entíu af Ungverjalandi.
1399 Ríkharður 2. Englandskonungur gefst upp fyrir Hin-
riki Bolingbroke og afsalar sér krúnunni.
1561 María Skotadrottning snýr heim frá Frakklandi, þar
sem hún hafði alist upp.
1572 Hinrik 3. af Navarra giftist Margréti af Valois, systur
Karls 9. Frakkakonungs.
1745 Uppreisn Jakobíta hefst í Skotlandi.
1809 Jörundur hundadagakonungur afsalar sér völdum
á Íslandi.
1871 Alþingismenn stofna Hið íslenska þjóðvinafélag til
þess að efla meðvitund Íslendinga um þjóðerni sitt.
1939 Blindrafélagið er stofnað á Íslandi.
1949 Kvikmyndafyrirtækið Edda-Film er stofnað í
Reykjavík.
1956 Á Hólum í Hjaltadal er haldin hátíð í minningu þess
að 850 ár voru liðin frá stofnun biskupsstóls þar.
1959 Fyrstu símsendu myndirnar í íslensku dagblaði
birtast í Morgunblaðinu og eru þær frá landsleik
Danmerkur og Íslands í Kaupmannahöfn daginn
áður. Leiknum lauk með jafntefli.
1963 Sæsímastrengurinn Icecan er tekinn í notkun. Hann
tengir saman Ísland og Kanada.
1993 Shimon Peres, utanríkisráðherra Ísraels, kemur í
opinbera heimsókn til Íslands.
1964 Kvikmynd Bítlanna, A hard days night, er frumsýnd
í Tónabíói. Myndin sló öll sýningarmet.
1996 Netscape Navigator 3.0 kemur út. Þetta er fyrsti
vafrinn með innbyggðan JavaScript-túlk.
Merkisviðburðir
Elskuleg móðir mín,
tengdamóðir og amma,
Ingunn Finnbogadóttir
Álafossi,
lést mánudaginn 1. ágúst.
Útförin fer fram frá Lágafellskirkju,
þriðjudaginn 23. ágúst klukkan 14.
Sigurjón Ásbjörnsson Ingibjörg Sigurðardóttir
Ásbjörn Sigurjónsson
Egill Örn Sigurjónsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Bjarney Kristín Viggósdóttir
Skúlagötu 20,
lést á Landakoti 26. júlí.
Útförin fer fram frá Lindakirkju
mánudaginn 22. ágúst kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Nýrnafélagið
og björgunarsveitina Ársæl.
Viggó Guðmundsson
Gunnar Ingi Guðmundsson Sigríður Kristinsdóttir
Torfi Fannar Gunnarsson Guðbjörg Tómasdóttir
Vala Bjarney Gunnarsdóttir Fjölnir Ólafsson
Eydís Helga Gunnarsdóttir
Bragi, Sigríður Salka og Flóra
Elskuleg móðir okkar,
amma og langamma,
Júlía Einarsdóttir
lést í Perth, Ástralíu, þann 14. ágúst
2022. Útför hennar fer fram í Perth.
Súsan Freydís Kársdóttir
Signý Kársdóttir
Helga Björg Kársdóttir
Benedikt Jóhannes Kársson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elsku eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
Sigurbergur Guðnason
Úthaga 15, Selfossi,
andaðist 6. ágúst 2022 á
Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til starfsfólks
Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.
Elín Lilja Árnadóttir
Guðný Ósk Sigurbergsdóttir Arnlaugur Bergsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Unnur Svandís Magnúsdóttir
Melbæ 7, Reykjavík,
andaðist á Landspítala
mánudaginn 15. ágúst.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni,
fimmtudaginn 8. september kl. 13.
Magnús G. Benediktsson Birgitta Thorsteinson
Hólmfríður Benediktsdóttir Þorgils Ingvarsson
barnabörn og barnabarnabörn.
TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 19. ágúst 2022 FÖSTUDAGUR