Fréttablaðið - 19.08.2022, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 19.08.2022, Blaðsíða 6
kristinnhaukur@frettabladid.is MENNING Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, kynnti á miðvikudag drög að fyrstu heildarlögunum um tónlist og nýja tónlistarstefnu stjórnvalda til ársins 2030. Samkvæmt stefnunni verður meðal annars komið á fót tónlistar- miðstöð og tónlistarráði. Þá verður styrktarkerfið einfaldað. „Tónlistin er orðin stór hluti af ímynd Íslands, menningarlífi og atvinnulífi. Þess vegna er mikilvægt að hafa skýra stefnu og umgjörð utan um greinina,“ segir Jakob Frí- mann Magnússon, formaður starfs- hóps ráðherra sem skilaði skýrslu um málaflokkinn árið 2021. „Tónlistarmiðstöð skiptir máli til að framfylgja stefnunni og tryggja að það fjármagn sem við leggjum í greinina nýtist sem best,“ segir Jakob. Meðal þeir ra aðgerða sem kynntar eru í stefnunni er að tón- leikastaðir og -haldarar geti sótt um styrki til umbóta á aðstöðu eða tón- leikaraða, efla rekstrarstuðning við tónleikahátíðir, endurskoða reglur um hljóðritunarkostnað, ráðast í kynningarátak á þeim störfum sem tónlistargeirinn býður upp á, efla rannsóknir og mælingar í tón- list og móta staðla um hvernig megi minnka kolefnisspor í greininni. Hvað menntun varðar verður lögð áhersla á að styðja verkefni sem miða að því að auka áhuga og aðgengi barna að tónlist, endur- skoða fyrirkomulag listnáms og auka kynningu á kennaramenntun í tónlistarkennslu. En í stefnunni segir að börn og unglingar á öllum skólastigum eigi að geta haft aðgang að tónlistarnámi óháð bakgrunni og búsetu. Það er ekki staðan í dag. „Það er brýnt að samtvinna tónlistarnám inn í menntastefnu okkar,“ segir Jakob Frímann. „Því miður eru mun fleiri sem vilja kom- ast að í tónlistarnám en hægt er að taka á móti.“ n Stjórn Landspítalans mótar langtímastefnu, gerir starfs- og fjár- hagsáætlanir og tekur ákvarðanir um stór atriði í rekstrinum. Enn fara um 80 pró- sent orkunnar til íslenskra gagnavera í rafmyntagröft. Því miður eru mun fleiri sem vilja komast að í tónlistarnám en hægt er að taka á móti. Jakob Frímann Magnússon, al- þingismaður og formaður starfs- hóps menn- ingarráðherra Orkukreppan hefur leikið rafmyntafyrirtæki grátt. Sífellt fleiri ríkisstjórnir verða afhuga iðnaðinum og virði myntanna hefur lækkað mikið. kristinnhaukur@frettabladid.is VIÐSKIPTI Þeir sem versla með og grafa eftir rafmyntum sjá fram á erfiðan vetur. Sífellt er þrengt að námagreftri og nýir staðir sem opn- ast hafa reynst óstöðugir. Hlutfall bitcoin sem grafið er eftir á Íslandi hefur lækkað úr 8 prósentum niður í innan við 0,2 prósent. Orkukreppan hefur leikið raf- myntaiðnaðinn afar grátt. Mörg orkufyrirtæki hafa tekið þá ákvörð- un, eða verið fyrirskipað, að stöðva orkusölu til rafmyntagraftar eða bæta ekki meira við. Landsvirkjun er eitt þessara fyrir- tækja, en í desember síðastliðnum var tekin ákvörðun um að auka ekki við orkusölu til rafmyntagraftar þrátt fyrir gríðarlega mikla eftir- spurn að utan. Um það leyti var virði rafmynta í hæstu hæðum. Þann 8. nóvember mældist virði bitcoin, langstærstu rafmyntarinnar, tæplega 8,8 millj- ónir. Virðið var byrjað að falla hratt fyrir stríðið í Úkraínu en það hjálp- aði ekki til. Um miðjan júní var virðið komið undir 2,5 milljónir króna en hefur verið nokkuð stöðugt síðan þá. Margir kvíða þó vetrinum þegar þrengt gæti enn frekar að orkunni og rafmyntagröftur er orkufrekur iðnaður svo vægt sé tekið til orða. Enn þá eru nærri 80 prósent af þeirri orku sem fer til íslensku gagnaveranna notuð til að grafa eftir rafmyntum, það er Etix, Atnorth, Reykjavík Data Center og Verne. Stjórnendur eru þó farnir að horfa til þess að skipta þeim út fyrir annars konar gagnageymslu. Til dæmis greindi Dominic Ward, forstjóri Verne, frá því í viðtali við Kjarnann að þegar væri búið að ákveða að framlengja enga samn- inga við bitcoin-grafara. Um árabil var langmest af raf- mynt heimsins grafin í Kína. Kín- versk stjórnvöld hafa hins vegar snúist gegn rafmyntum og bannað eða þrengt verulega að greftrinum. Hefur hlutfall þess bitcoin sem unnið er í Kína lækkað úr 80 pró- sentum í 20 og mun á endanum fara niður í 0. Texasfylki bauð rafmyntum opinn faðminn og eru Bandaríkin því í dag sá staður þar sem mest er grafið. Til að mynda 38 prósent alls bitcoin. Samkvæmt Bloomberg hefur árið 2022 hins vegar leikið námufyrir- tækin í Texas grátt því hitastigið hefur verið hátt og erfitt að halda búnaðinum köldum. Þá hafa reglu- lega komið upp rafmagnstruflanir og þar sem virði bitcoin hefur verið í frjálsu falli eiga fyrirtækin erfitt með að borga sína reikninga. Næstflestir f lúðu til Kasakstan, 13,2 prósent, og þar er ástandið lítið skárra. Afar miklar truflanir hafa verið á bæði raforkudreifingu og netsambandi þar í landi frá ára- mótum. Þarlend stjórnvöld hafa líka snúist gegn rafmyntaiðnaðinum og eru nú sögð íhuga 500 prósenta skatt á allan rafmyntagröft sam- kvæmt Investment Monitor. Ýmsir veltu því fyrir sér hvort Rússar myndu taka við því hlut- verki að grafa eftir rafmyntum fyrir heiminn. Þeir sætu á nægum birgð- um af orku sem færri vilja kaupa af þeim eftir að stríðið í Úkraínu hófst. En svo er ekki því í síðasta mánuði undirritaði Vladímír Pútín lög þar sem öll viðskipti með rafmyntir eru bönnuð. n Rafmyntafyrirtæki óttast orkuskort á komandi vetri Það útheimtir gríðarmikla raforku að grafa eftir rafmyntum og sú orka verður sífellt dýrari. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY kristinnhaukur@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Árlegur kostnaður við stjórn Landspítala er 27.567.540 krónur samkvæmt áætlun spítalans. Er þetta um þriðjungi hærra en heil- brigðisráðuneytið gerði ráð fyrir. Í greinargerð með frumvarpi Will- ums Þórs Þórssonar heilbrigðisráð- herra frá því í janúar kom fram að gert var ráð fyrir kostnaði upp á rúmlega 20 milljónir króna árlega vegna stjórnar Landspítalans. Í svari Landspítalans við fyrir- spurn Fréttablaðsins kemur fram að Björn Zoëga stjórnarformaður sé með 450 þúsund krónur á mánuði í laun og heildarkostnaður við hann sé tæpar 6,5 milljónir króna með launatengdum gjöldum. Fjórir aðrir aðalmenn eru með 225 þúsund og heildarkostnað upp á tæpar 13 milljónir. Þá eru fimm varamenn og áheyrnarfulltrúar með 112.500 krónur í laun sem gerir kostnað upp á rúmlega 8 milljónir. Gert er ráð fyrir einum stjórnar- fundi í mánuði. Ekki hafa f leiri útgjöld verið ákvörðuð, utan minni háttar fundakostnaðar. Willum Þór skipaði fyrstu stjórn Landspítala í júlí en stjórnarmenn eru skipaðir til tveggja ára í senn. Stjórnin á meðal annars að marka spítalanum langtímastefnu, gera bæði starfsáætlun og fjárhagsáætlun og taka ákvarðanir um veigamikil atriði í rekstrinum. n Stjórn spítalans dýrari en áætlað var Willum Þór Þórsson, heil- brigðisráðherra Ráðherra hyggst koma á fót bæði tónlistarmiðstöð og tónlistarráði thorgrimur@frettabladid.is BANDARÍKIN Allen Weisselberg, fyrrverandi fjármálastjóri hjá fyrir- tækjasamsteypu Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, játaði á sig sök vegna brota á skatta- lögum við þingfestingu dómsmáls gegn honum í gær. Weisselberg játaði sig sekan í alls fimmtán ákæruliðum og hefði átt yfir sér allt að fimmtán ára fang- elsisdóm. Líklegt er að dómurinn verði mildaður vegna játningarinnar og vegna samkomulags Weisselbergs um að bera vitni gegn fyrirtækinu. Hann neitar aftur á móti að bera vitni gegn Donald Trump sjálfum. Saksóknarinn á Manhattan, Alvin Bragg, sem lagði fram kærurn- ar í málinu, sagðist hlakka til að fara með mál gegn Trump-stofnuninni fyrir rétt og sagði samkomulagið við Weisselberg sýna ótvírætt fram á brot fyrirtækisins. n Fjármálastjóri Trumps játar sök arnartomas@frettabladid.is JAPAN Ríkisstjórnin í Japan hefur sett af stað keppni þar sem óskað er eftir hugmyndum til að fá fólk til að drekka meira áfengi. Hvatinn að baki keppninni er við- horfsbreyting hjá ungu fólki þegar kemur að áfengi sem hefur leitt til lægri skatttekna. Ungir Japanir eru því hvattir til að koma með tillögur til að endurvekja vinsældir áfengra drykkja. Samkvæmt skattstofu Japans hefur árleg áfengisneysla þar í landi dregist saman úr að meðaltali 100 lítrum á íbúa árlega árið 1995 niður í 75 lítra árið 2020. Þessi samdráttur hefur komið niður á skatttekjum ríkissjóðs sem er þegar rekinn með talsverðum halla. n Japönsk stjórnvöld hvetja til drykkju Dregið hefur úr drykkju Japana. Weisselberg játaði sig sekan í gær og ætlar að bera vitni gegn fyrirtæki Trumps. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 6 Fréttir 19. ágúst 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.