Fréttablaðið - 19.08.2022, Blaðsíða 17
Fartölvurnar frá
Lenovo eru auk
þess umhverfisvænar og
uppfylla helstu staðla og
vottanir um takmark-
anir á skaðlegum efnum.
Brynjar Örn Sigurðsson
Það skiptir miklu máli fyrir
nemendur að hafa réttu
græjurnar í upphafi skólaárs.
Origo býður upp á gott úrval
af fartölvum frá Lenovo
sem hjálpa nemendum við
erfið og krefjandi verkefni
vetrarins.
Þessa dagana er kennsla að hefjast
í f lestum framhaldsskólum og
háskólum landsins. Upphaf hvers
skólaárs er alltaf spennandi
tími fyrir nemendur en um leið
krefjandi þegar þeir takast á við
verkefni vetrarins. Brynjar Örn
Sigurðsson, vörustjóri Lenovo
neytendavöru hjá Origo sem er
umboðsaðili Lenovo á Íslandi,
segir skipta miklu máli fyrir nem-
endur að vera með réttu græjurnar
sér við hlið þegar kemur að því að
takast á við námsefni skólaársins.
„Þar skipar rétta fartölvan stóran
sess. Við hjá Origo höfum tekið
saman
fimm mjög flottar fartölvur frá
Lenovo sem eru frábærar fyrir
skólann,“ segir segir Brynjar Örn.
„Lenovo er leiðandi vörumerki í
tölvubúnaði og framúrskarandi
framleiðandi á tölvum og snjall-
tækjum þar sem gæði og gott verð
fara saman.“ Hann segir Lenovo
fartölvurnar vera þekktar fyrir
að vera endingargóðar, vandaðar
og áreiðanlegar. „Fartölvurnar frá
Lenovo eru auk þess umhverfis-
vænar og uppfylla helstu staðla
og vottanir um takmarkanir á
skaðlegum efnum.“ n
Nánar upplýsingar á origo.is.
„Lenovo er leið-
andi vörumerki í
tölvubúnaði og
framúrskarandi
framleiðandi
á tölvum og
snjalltækjum
þar sem gæði
og gott verð
fara saman,“
segir Brynjar
Örn Sigurðs-
son, vöru-
stjóri Lenovo
neytendavöru
hjá Origo sem
er umboðsaðili
Lenovo á Ís-
landi.
Mynd/
HARI
Lenovo Legion 5
Fyrir nemendur sem vantar virkilega kraftmikla
og glæsilega vél sem getur sinnt heimanáminu
og ræður einnig við alla helstu andstæðingana í
leiknum, þá er Legion 5 rétta tölvan!
Helstu eiginleikar:
15,6“ Full High Definition (FHD) hraður og bjartur
skjár fyrir leikina. Öflugur AMD örgjörvi (Zen
3) og kraftmikið skjákort. 16 GB vinnsluminni.
Allt að 7 tíma rafhlöðuending. Aðeins 2,4 kg að
þyngd og plast umgjörð. Öflugt hljóðkerfi fyrir
leikjaspilun og þáttagláp.
Lenovo Yoga 7
Yoga 7 er einstaklega falleg og létt fartölva úr
áli. Þetta er vél er fyrir þau sem eru að leita að
öflugri og stílhreinni vél með góðri rafhlöðu-
endingu. Tölvan er 2-in-1 sem þýðir að hægt er
að breyta henni í spjaldtölvu á augabragði. Hún
er tilvalin fyrir einstaklinga sem eru að fara í
skapandi nám eða bara fyrir sjónvarpsgláp upp í
rúmi eftir heimavinnuna.
Helstu eiginleikar:
14“ Full High Definition (FHD) bjartur snertiskjár
sem snýst í 360°. Öflugur Intel örgjörvi (11.
kynslóð). 16 GB vinnsluminni. Allt að 16 tíma
rafhlöðuending. Álumgjörð og aðeins 1,4 kg að
þyngd. Öflugt Dolby Atmos hljóðkerfi fyrir frá-
bæra kvikmynda- og sjónvarpsupplifun.
Lenovo Yoga Slim 7 Pro
Þessi fartölva er afskaplega þunn og létt og kemur með björtum
og flottum skjá með mikla litadýpt. Hún kemur í mismunandi út-
færslum og hentar því fyrir alla sem vilja fartölvu sem auðvelt er að
ferðast með og koma ofan í tösku.
Helstu eiginleikar:
Glæsilegur 14“ skjár með 2,2 K eða 2,8 K upplausn í 16:10 hlutföllum
og OLED fyrir einstaka litaupplifun. Kraftmikill AMD örgjörvi (Zen
3). 16 GB vinnsluminni. Allt að 12 tíma rafhlöðuending. Álumgjörð
og aðeins 1,4 kg að þyngd. Öflugt Dolby Atmos hljóðkerfi fyrir frá-
bæra kvikmynda- og sjónvarpsupplifun.
Lenovo IdeaPad 5 Pro
Fyrir nemendur sem eru að leita að tölvu á góðu
verði sem er kraftmikil og vel hönnuð, þá er þetta
tölvan fyrir þá. Hún kemur í tveimur stærðum og er
passlega stór fyrir skólatöskuna ásamt því að vera
með góðri rafhlöðuendingu.
Helstu eiginleikar
14“ og 16“ glæsilegir skjáir í 2.8K upplausn. Öflugur
AMD örgjörvi (Zen 3). 16 GB vinnsluminni. Allt að 13
tíma rafhlöðuending. Álumgjörð og þyngd frá 1,38
-1,90 kg. Öflugt Dolby Atmos hljóðkerfi fyrir frábæra
kvikmynda- og sjónvarpsupplifun.
Lenovo IdeaPad Flex 5
Flex 5 er öflug og vel hönnuð vél á afar hag-
stæðu verði. Með 2-in-1 eiginleikanum er hægt
að breyta henni í spjaldtölvu á augabragði sem
gerir hana öðruvísi en aðrar fartölvur. Þetta er
tölva sem nýtist vel í skólanum eða bara heima
uppi í sófa.
Helstu eiginleikar:
14“ Full High Definition (FHD) bjartur snertiskjár
sem snýst í 360°. Öflugur AMD örgjörvi (Zen 3).
8-16 GB vinnsluminni. Allt að 12 tíma rafhlöðu-
ending. Plastumgjörð og aðeins 1,5 kg að þyng.
Dolby Audio hjóðkerfi fyrir þáttaglápið.
Lenovo með
þér í gegnum
allt námið
kynningarblað 3FÖSTUDAGUR 19. ágúst 2022 skóLar og námskeið