Fréttablaðið - 19.08.2022, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 19.08.2022, Blaðsíða 24
100% Black 60% Magenta 100% Yello www.stilvopnid.is | bjorg@stilvopnid.is | s. 899-6917 Námskeið haustannar 2022 SKAPANDI SKRIF helgarnámskeið 30. september – 2. október HETJUFERÐIN – RITLISTARNÁMSKEIÐ fimmtudagskvöld 6. – 27. október SKOÐANA- OG ÞEKKINGARSKRIF helgarnámskeið 21. – 23. október ENDURMINNINGASKRIF mánudagskvöld 31. október – 21. nóvember FÉLAGSÖRVUN – AÐ SKAPA ÖRUGG RÝMI að morgni 2. og 3. nóvember SKÖPUNARSMIÐJA helgarnámskeið 18. – 20. nóvember Björg Árnadóttir, rithöfundur og ritlistarkennari, kennir öll námskeiðin og veitir ráðgjöf um ritun og útgáfu. Opnar hugann, auðgar líf Næsti umsóknarfrestur um samstarfsverkefni er 4. október kl. 10 www.erasmusplus.is Einfaldasta leiðin fyrir skóla og sveitarfélög til að taka þátt í Erasmus+ samstarfi Verkefni með að minnsta kosti einum samstarfsaðila í öðru landi Styður jöfn tækifæri og virka þátttöku í skólum og nærsamfélaginu Skólar landsins eru þessa dagana að taka á móti nemendum eða eru í start- holunum til að hefja skóla- starfið eftir sumarleyfi. gummih@frettabladid.is Hrönn Bergþórsdóttir, skólastjóri Víðistaðaskóla í Hafnarfirði, stendur til að mynda í ströngu en hún ásamt kennurum skólans er að undirbúa skólasetningu sem verður á þriðjudaginn hjá 2.-10. bekk og hjá 1. bekk degi síðar. „Það er allt á fullu hjá okkur hér í Víðistaðaskóla og gengur bara vel. Nú eru sem betur fer engar hömlur vegna Covid og það auð- veldar starfið mikið. Mér sýnist bara allir vera mjög glaðir og til- búnir í haustið og veturinn,“ segir Hrönn, sem hefur gegnt skóla- stjórastarfinu í Víðistaðaskóla frá árinu 2013. Hrönn segir að þrátt fyrir að Covid-tíminn hafi verið krefjandi þá hafi hann verið lær- dómsríkur. „Það er alltaf sem betur fer ákveðinn spenningur og eftir- vænting hjá krökkunum að snúa aftur í skólann eftir sumarfríið. Ég held að mesta spennan sé hjá krökkunum að byrja í 1. bekk. Þau hafa verið á leikjanámskeiði í frístundastarfi hjá skólanum og við finnum að þau eru full eftir- væntingar. Okkur starfsfólkinu líst mjög vel á hópinn,“ segir Hrönn. Börnin eru svo fljót að læra á þessa tækni Er námið ekki sífellt að taka breytingum með endalausum tækninýjungum? „Jú, það er engin spurning. Við í Hafnarfirði erum svo heppin að við erum til dæmis með iPada fyrir nemendur í 5.-10. bekk. Við erum búin vera með þá í nokkur ár þannig að við notum Google- umhverfið óspart og margt fleira. Covid-tíminn ýtti okkur líka áfram í að nýta tæknina meira og reynslan af notkun þessara snjall- tækja hefur verið mjög góð. Þetta hefur opnað fullt af möguleikum í annars konar vinnu í skólanum og það má með sanni segja að krakk- arnir séu oftar en ekki komnir lengra í þessum heimi heldur en kennararnir. Börnin eru svo fljót að læra á þessa tækni og eru áhuga- söm um að takast á við nýjungar,“ segir Hrönn. Stendur til að bjóða upp á eitt- hvað nýtt á komandi skólaári í Víðistaðaskóla? „Við erum alltaf að gera ein- hverja nýja hluti. Núna erum við til að mynda að þróa áhugasviðs- val á miðstigi og geta nemendur valið út frá áhugasviði einu sinni í viku. Það er alltaf spennandi að þróa nýja hluti og nemendur taka þátt í ákvörðunum um hvað verður í boði. Við leggjum áherslu á nemendalýðræði og er það hluti af því að nemendur hafi áhrif á hvað þeir læra. Á unglingastigi erum við að vinna að samþættingu námsgreina í stærri verkefnum en það er á þróunarstigi. Við erum alltaf vakandi fyrir því að bjóða upp á eitthvað nýtt. Ég get líka nefnt að við erum að þróa ákveðna velferðarkennslu og veita fjölskyldum ráðgjöf varðandi velferð barna. Námsráðgjafinn okkar var að koma úr námsleyfi þar sem hún tók þetta svið sérstak- lega fyrir. Þetta er mjög spennandi og þáttur sem kemur til með að styðja vel við nemendur og fjöl- skyldur þeirra. Víðistaðaskóli er annar skóli af tveimur sem buðust að tilraunakenna nýtt námsefni í lífsleikni í 8. bekk sem snýst um að efla félags- og tilfinningafærni ungmenna, setja eigin mörk, virða mörk annarra og eiga í árangurs- ríkum samskiptum við aðra og fleira. Þetta er mjög spennandi efni og tækifæri fyrir skólastarfið hjá okkur. Í skólastarfinu er lögð mikil áhersla á líðan nemenda því ef börnum líður vel þá gengur námið betur. Það hefur orðið mikil breyt- ing í öllu skólastarfi hvað þetta varðar því við vitum mikið meira í dag um þessi fræði. Skilgreining á hegðun nemenda er allt önnur í dag en áður og núna erum við upp- lýstari um margs konar leiðir til að koma til móts við mismunandi þarfir nemenda,“ segir hún. Hrönn segir að nemendafjöldi á komandi skólaári í Víðistaða- skóla verði 485. „Við erum ekki lengur svona stór skóli eftir að Engidalsskólinn varð sjálfstæður.“ Hrönn var einnig skólastjóri Engidalsskóla samhliða skóla- stjórastarfinu í Víðistaðaskóla þar til fyrir tveimur árum en þá varð Engidalsskóli sjálfstæður. „Það eru 85 starfsmenn hjá okkur með öllum skóla- og frístundaliðum. Við hlökkum til að taka á móti krökkunum og vonandi verður þetta gæfuríkt og gott skólaár í alla staði,“ segir Hrönn en leiðarljós Víðistaðaskóla, sem stofnaður var í september árið 1970, eru: Ábyrgð – Virðing – Vinátta. n Ef börnunum líður vel gengur námið betur Skólasetning verður í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði á þriðjudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Við erum alltaf að gera einhverja nýja hluti. Núna erum við til að mynda að þróa áhuga- sviðsval á miðstigi og geta nemendur valið út frá áhugasviði einu sinni í viku. 10 kynningarblað 19. ágúst 2022 FÖSTUDAGURskólar og námskEið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.