Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2016, Blaðsíða 4
Þ að var algengt hér áður fyrr að
gæludýr væru um borð í togurun-
um. Ég ætla að segja frá þremur
gæludýrum sem ég var samskipa.
Trína
Árið 1962 bjuggum við í Skipasundi 8.
Ég var þá skipstjóri á Þorkatli Mána
þegar strákunum mínum var gefinn tík-
arhvolpur af Thorsaraættinni. Það er að
segja undan tík sem einn af sonum
Thors gamla átti. Hún var hreinræktaður
Íslendingur með upprétt eyru og spora
og var nefnd Trína. Nú koma upp vand-
ræði. Konan mín afsagði að hafa hana á
heimilinu svo það varð úr að ég tók hana
með mér um borð í Mánann og þar
sýndi hún fljótt að hún var mjög greind.
Hún var mest í brúnni en lærði fljótt að
fara aftur í borðsal. Þá fór hún niður
stiga, gang og þaðan niður annan stiga
og gegnum vélarrúmið og upp stiga og
þá var hún komin í ganginn við borð-
salinn.
Trína tók fljótt miklu ástfóstri við
stýrimanninn, Magnús Ingólfsson. Á
hverju kvöldi um kl. 21 gelti hún við
hurðina sem lá að vélarrúminu. Síðan fór
hún sem leið liggur aftur í káetu, stökk
upp á hurðarhúninn á stýrimannsklefan-
um, opnaði hurðina og ræsti Magga og
mætti svo með honum upp í brú. Þegar
Trína þurfti að losa sig eitthvað fór hún
alltaf á sama stað aftast á bátadekkinu og
ef það var bræla var farið með hana í
bandi til öryggis.
Trína og Ása
Nú gerist það haustið 1962 að við erum
að landa í Grimsby að bátsmaðurinn
kemur um borð með kettling sem varla
var orðinn sjáandi. Það varð uppi fótur
og fit að halda lífinu í kettlingnum.
Hann gat ekki lapið og illa gekk að koma
mjólk upp í hann en Maggi stýrimaður
kom með fína lausn. Hann bjó til túttu
úr augndropagræjum.
Trína hafði mikinn áhuga á kettlingn-
um og stundum lá hún tímunum saman
og hringaði sig utan um kettlinginn. Það
má segja að þær urðu miklar vinkonur
en kisan var læða, ákaflega falleg, brönd-
ótt og þrílit, og fékk nafnið Ása í höfuðið
á Ásgrími sem fann hana í kassa á mark-
aðnum í Grimsby.
Það var gaman að sjá hvernig þær
umgengust hvor aðra, Trína og Ása. Þær
sýndu vinahót með því að sleikja hvor
aðra og Trína hringaði sig utan um Ásu.
Svo gerist það að Ása er orðin kyn-
þroska, við erum að koma úr utanlands-
ferð og þegar hafnsögubáturinn kemur
með tollarana stekkur Ása um borð í
bátinn og fer með honum í land. Þegar
við komum að bryggju er Ása þar mætt
með stóran fresskött með sér.
Þegar tími Ásu var kominn var gaman
að fylgjast með þeim vinkonunum. Þegar
fyrsti kettlingurinn fæddist tók Trína á
móti honum og karaði hann með kisu og
síðan koll af kolli en kettlingarnir urðu
alls fjórir.
Það var gaman að fylgjast með upp-
eldinu á kettlingunum. Þegar kisa brá sér
frá var Trína komin í bælið til þeirra og
hringaði sig utan um kettlingana.
Um haustið 1962 flutti kona mín úr
Skipasundinu í Stóragerði 19 sem er rétt
ofan við Borgarspítalann en þá var ég úti
á sjó. Þegar ég kom í land bað ég vakt-
manninn að passa að Trína færi ekki í
land og lofaði hann því. Hann passaði
sig ekki á því að Trína fór upp og niður
rimlastiga svo hún slapp í land.
Ég kom heim um fimmleytið um
morguninn í leigubíl. Um klukkan 7.30
er gelt við dyrnar og þar er Trína komin.
Hvernig hún gat þefað mig uppi er mér
ráðgáta. Svo mikið er víst að hún hafði
aldrei fyrr komið í Stóragerði.
Þau urðu endalok Trínu að hún lenti
undir bíl og slasaðist svo mikið að ég
varð að láta svæfa hana.
Við sáum mikið eftir Trínu. Hún var
einstaklega skynsamt og gott dýr. Af Ásu
Trína tók ástfóstri við stýrimanninn.
Ragnar Franzson
Þrjú gæludýr um borð
4 – Sjómannablaðið Víkingur
Bangsi á vakt.