Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2016, Qupperneq 6
6 – Sjómannablaðið Víkingur
Í mars 1941 bar þá atburði nánast
saman að þrjú íslensk skip urðu fyrir
fólskulegum árásum þýskra kafbáta.
Hinn 10. mars var stærsti togari flotans,
Reykjaborg alls 685 smálestir, á sigl-
ingu í góðu veðri norður af Barra Head
á Skotlandi þegar hann varð fyrir árás
sem stóð í á annan klukkutíma. Þrettán
sjómenn fórust en enskt herskip bjarg-
aði tveimur.
Sama dag hélt línuveiðarinn Pétursey
til Englands, hlaðinn fiski. Báturinn
hvarf í hafi og spurðist ekkert til hans
fyrr en um haustið en þá fannst rekald
sem reyndist við nánari athugun vera
þakið af stýrishúsi Péturseyjar og bar
greinileg merki skotárásar. Tíu menn
voru í áhöfn.
Hinn 11. mars var línuveiðarinn Fróði
á útleið, hlaðinn fiski handa enskri þjóð,
þegar hann varð á vegi þýsks kafbáts. Og
er þá komið að leiðréttingunni sem er
vert að undirstrika rækilega. Í 3. tölu-
blaði Víkings 2015 slæddist nefnilega sú
meinlega villa inn í myndatexta að Fróði
hefði hlotið sömu örlög og bæði Reykja-
borg og Pétursey sem ekki er rétt. Vissu-
lega var gerð árás á bátinn en honum var
ekki sökkt. Fimm af ellefu skipverjum
féllu í skothríð Þjóðverjanna. Báturinn
laskaðist mikið. Engu að síður tókst
skipverjum að ná til Vestmannaeyja þar
sem mannfjöldi tók á móti þeim. Fáein-
um dögum seinna var Fróða siglt til
Reykjavíkur þar sem þúsundir stóðu
heiðursvörð þegar kistur hinna látnu
voru teknar frá borði.
er það að segja að hún fór í land í Brem-
erhaven og skilaði sér ekki um borð
aftur.
Bangsi
Árið 1969 er ég skipstjóri á B/v Jóni Þor-
lákssyni, þá gerist það að einn af háset-
unum kemur með hvolp í vasanum, sem
hann segist hafa fengið hjá Carlsen
minkabana. Hvolpurinn fékk nafnið
Bangsi.
Bangsi ólst upp með hásetunum og
hafði sér-koju frammi í lúkar.
Þegar Bangsi er um það bil tveggja ára
erum við á Halanum. Það er snarvitlaust
veður og strákarnir nýbúnir að gera sjó-
klárt. Ég er í þann veginn að setja á ferð.
Verður mér þá litið út um stjórnborðs-
gluggann og sé hvar Bangsi er á sundi
við síðuna. Ég stökk niður á dekk og gat
gripið í Bangsa þegar dallurinn deif sér í.
Ég fór með hann upp í brú og hlúði að
honum. Hann var mjög aumur, skalf og
gat ekki staðið í lappirnar en hann jafn-
aði sig fljótt.
Eftir þetta var ég húsbóndi hans og
mátti hann ekki af mér sjá. Hann fylgdi
mér af Jóni Þorlákssyni á Karlsefni, Dag-
stjörnuna og Ásbjörn. Ef ég fór í frí þá lá
hann við dyrnar á skipstjóraklefanum og
gegndi engum. Svo gerist það að við
Bangsi erum í fríi. Þá var verið að sýna
Góða dátann Svæk í Iðnó. Þá kemur
systurdóttir mín og biður mig að lána
Bangsa til þess að leika í Iðnó. Ég fór
með Bangsa á fyrstu sýninguna og sagði
honum að fylgja Svæk sem Árni Tryggva-
son lék. Skemmst er frá því að segja að
Bangsi stóð sig með mikilli prýði á leik-
sviði.
Fiskimið suðvestur af landinu var
skírt í höfuðið á honum og nú munu all-
ir togaramenn þekkja fiskimiðið Bangsa.
Sennileg er enginn hundur á Íslandi eins
frægur og Bangsi, bæði leikari og nafn á
fiskimiði.
Bangsi varð 16 ára og var hans sárt
saknað.
Bangsi í landi.
árásin á FRÓÐA – Missögn leiðrétt
Fróði var smíðaður 1922, alls 123 smálestir og var nýlega búið að lengja hann þegar árásin var gerð.