Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2016, Side 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2016, Side 8
8 – Sjómannablaðið Víkingur Þ að var ekki auðveld lífsbarátta sem tók á móti pabba fyrstu ár ævinnar á Skálum, í Kumblavík og síðar Þórs- höfn á Langanesi í fátækt og skorti millistríðsáranna. Lífsbaráttan snerist um að lifa af og 18 ára gömul og fljótlega einstæð móðir hans átti erfitt með að sjá sér og sínum far- borða. Það var því ekkert val og börn urðu að byrja að vinna og skaffa til heimilisins um leið og þau höfðu einhverja krafta til þess. Skólaganga kom ekki til umræðu. Átta ára gamall komst pabbi yfir litla skektu á Þórshöfn sem hann nefndi Skutul og hófst þar yfir 70 ára farsæll sjómannsferill. Sýslumaðurinn sagði ekki orð Gamlir menn á Þórshöfn sögðu mér fyrir löngu að hann hefði strax reynst sérlega aflasæll sem kom sér vel því þröngt var í búi og lítið til að borða. Veikindi ungrar móður hans hjálpuðu ekki til. Um ellefu ára aldur fluttu þau mæðginin með yngri systur hans, Guðbjörgu, til Húsavíkur en þar tók sama baslið við og fátæktin mikil. Eitt sinn var hann að reyna að afla í soðið með því að skjóta æðarfugl, sem var og er strangfriðaður, niðri í fjöru. Þegar hann var búinn að skjóta og sneri sér við stóð sjálf- ur sýslumaðurinn Júlíus Havsteen brúnaþungur að baki í full- um embættisskrúða, en sagði ekki orð og gekk burtu. Strák- urinn þurfti ekki meiri leiðsögn eða refsingu. Hann lét sér þögla áminningu sýslumanns að kenningu verða og skaut ekki framar æðarfugl í fjörunni sem hann hafði þó séð frændur sína í Kumblavík gera og salta æðarfugl í heilu ámurnar. Þetta var liður í því að komast af og hann ekki lítill og þaðan var hug- myndin komin. Júlíus sýslumaður þekkti hins vegar til heim- ilisins, vissi að þröngt var í búi og verðlaunaði sjálfsbjargarvið- leitnina með því að líta undan. Til að reyna að hafa eitthvað ofan í þau að éta fór pabbi að róa á árabáti með einsetukarli sem hét Páll Sigurpálsson. Páll reyndist honum vel og þetta skipti sköpum fyrir heimilið. Karl- arnir í fjörunni fóru að kalla strákinn stýrimanninn hjá Palla, í gamansemi, sem svo styttist í stýrsa eða stýssa. Eftir það gekk pabbi alltaf undir þessu nafni á Húsavík og í flotanum. „Siggi stýssi“ er kannski merkilegt uppnefni fyrir mann sem átti eftir að verða með mestu aflaskipstjórum þjóðarinnar, að vera kenndur við stýrimanninn, sem þó er mikil virðingarstaða um borð í fiskiskipi. En á Húsavík var það mikil íþrótt að reyna að finna uppnefni á allt og alla og menn uppnefndu jafnvel hundinn sinn. Bjargaði tveimur skipshöfnum Slarkið hélt á áfram á ýmsum bátum, þangað til nokkrir félagar á Húsavík ákváðu að fara saman í útgerð og keyptu bát sem hét Hrönn TH 36 og þótti nokkuð mikill bátur á þeim tíma. Það var stíft róið á Hrönn og einhverjar ákúrur fengu þeir fyrir að virða ekki daga sem öðrum þóttu heilagir. Eftir nokkur ár á Hrönn þótti pabba kominn tími til að reyna sig á stærri vígvöllum og leiðin lá alltaf á stærri og stærri skip, Eiríkur Sigurðsson Minningarorð um pabba Sigurður Sigurðsson skipstjóri Fæddur 20. desember 1928 – Dáinn 8. febrúar 2016 Háfuð síld í Dagfara ÞH 70 glænýjan sumarið 1967. Mynd: Hreiðar Olgeirsson Sigurður að koma úr róðri. Mynd: Hafþór Hreiðarsson

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.