Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2016, Page 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2016, Page 14
I. Þrítugasti júlí árið 1890 er merkur dagur í íslenskri samgöngusögu. Þann dag kom til Ísafjarðar „norðan um land“ 36 rúm- lesta gufuskip, hið fyrsta sem íslenskur maður eignaðist. Skipið, sem bar hið skemmtilega nafn Ásgeir litli, var smíðað í Gautaborg í Svíþjóð einhverntíma á síðara helmingi 19. aldar og hafði verið notað sem fljótabátur í Þýskalandi. Þar keypti Ásgeir G. Ásgeirsson, stórkaup- maður og forstjóri Ásgeirsverslunar á Ísafirði, skipið árið 1889, lét skrá það í Kaupmannahöfn (þar sem það átti ávallt heimahöfn eftir þetta), skírði það síðan í höfuðið á ungum frænda sínum og sendi af stað áleiðis til Íslands. Ásgeir litli var ekki byggður til úthafssiglinga og ekki sérlega mikið sjóskip og þar sem liðið var á sumar þegar hann lagði upp frá Kaupmannahöfn höfðu skipverjar við- komu í Færeyjum þar sem skipið lá um veturinn. Vorið eftir var ferðinni haldið áfram og siglt norður um land til Ísa- fjarðar. Ásgeirsverslun var, er hér var komið sögu, eitt stærsta útgerðar- og verslunar- fyrirtæki á Íslandi og hið langstærsta á Vestfjörðum. Höfuðstöðvar þess voru í Neðstakaupstað á Ísafirði en að auki hafði verslunin útibú og fiskmóttöku- stöðvar á nokkrum stöðum við Ísafjarð- ardjúp, þar á meðal í Bolungarvík, á Hesteyri í Jökulfjörðum, í Höfn í Horn- vík, á Suðureyri við Súgandafjörð og á Flateyri í Önundarfirði. Umhendis var að flytja allar vörur, og ekki síst saltfisk, frá öllum þessum stöðum til Ísafjarðar og útilokað að senda millilandaskip til allra útibúanna. Hugmynd Ásgeirs með kaup- unum á þýska gufubátnum var að þjón- usta útibúin, flytja til þeirra varning frá Ísafirði og fisk til baka. Í því hlaut að felast mikið hagræði fyrir verslunina og viðskiptavini hennar. Fréttin um komu Ásgeirs litla fór eins og eldur í sinu um Vestfirði. Víða varð uppi fótur og fit og sýslunefndarmenn í Ísafjarðarsýslu sáu sér leik á borði. Þeir höfðu undanfarna mánuði átt í bréfa- skriftum og lauslegum viðræðum við starfsbræður sína í Gullbringu- og Kjós- arsýslu um sameiginleg kaup á litlu gufuskipi til strandsiglinga á Faxaflóa og við Vestfirði. Þau samskipti voru þó skammt á veg komin, varla annað en bollaleggingar, og þegar Ásgeir litli sigldi inn Sundin og inn á pollinn blasti skyndilega við önnur og hagkvæmari leið til að stórbæta samgöngur á norðan- verðum Vestfjörðum. Fljótlega eftir komu skipsins voru þeir Gunnar Hall- dórsson í Skálavík í Djúpi, séra Sigurður Stefánsson í Vigur og Skúli Thoroddsen sýslumaður á Ísafirði kosnir í nefnd til að semja við Ásgeir G. Ásgeirsson um að Ásgeir litli tæki upp áætlunarferðir um Ísafjarðardjúp og til nokkurra fleiri staða á norðanverðum Vestfjarðakjálkanum. Ásgeir var vitaskuld ánægður með að fá fleiri verkefni fyrir skipið og snemma í ágúst lýsti blaðið Þjóðviljinn á Ísafirði, sem Skúli Thoroddsen ritstýrði, niður- stöðum samningaviðræðnanna þannig: „Skal gufubáturinn „Ásgeir litli“... fara í ágúst- og septembermánuðum þ.á. 14 ferðir um Djúpið og eina ferð vestur á Önundarfjörð, og koma þá við á Suður- eyri í Súgandafirði báðar leiðir. Milli Ísafjarðar og Arngerðareyrar fer báturinn 10 ferðir, og eru viðkomustaðir: Súðavík, Folafótur, Vigur, Skarðseyri, Ögur, Æðey og Skálavík; brottfarardag- arnir frá Ísafirði eru 7. ág., 10. ág., 18. ág., 21. ág., 28. ág., og 30. ág.; 8. sept., 11. sept., 23. sept., og 26. sept., og fer báturinn jafnan af stað kl. 6 að morgni, en frá Arngerðareyri fer báturinn dag- inn eptir brottförina frá Ísafirði kl. 6 að morgni. Milli Ísafjarðar og Hesteyrar fer bátur- inn 4 ferðir, og eru viðkomustaðirnir: Bolungarvík, Hesteyri, Grunnavík og Jón Þ. Þór Fyrir vestan - Ásgeir litli Íslenskir flóabátar II. grein Ísafjörður um aldamótin 1900. Ljósmynd: Frederick W.W. Howell/Cornell University Library 14 – Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.