Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2016, Page 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2016, Page 17
Framleiðsluhættir, einkum við Ísa- fjarðardjúp, hafa á undanförnum árum breyst í það horf, að þörf er á tíðum samgöngum við Ísafjarðarkaup- stað. Héruð þau, sem hafa sambæri- lega framleiðslu- og samgönguþörf við markaðsstað sinn, hafa nú flest eða öll fengið sínar samgöngur kostaðar og viðhaldið af ríkinu. ... Þar sem það er útilokað, að samgöngur Ísafjarðar- byggða verði leystar með landvegum, virðist eigi að síður sanngjarnt, að rík- ið láti þessi samgöngumál til sín taka, hliðstætt og í öðrum héruðum. Í stað vegalagningar þurfum við hæfilega stóran og hraðskreiðan og þartilgerð- an bát, í stað viðhalds vega, nokkurn árlegan styrk til rekstursins.“ Svo mörg voru þau orð og er þessi greinargerð fróðleg heimild um sam- göngumál við Ísafjarðardjúp á því Herr- ans ári 1941 og hugmyndir heimamanna um úrbætur á þeim. Kann þá mörgum nútímamanninum að þykja athyglisvert að um 1940 töldu Vestfirðingar afar ólík- legt og jafnvel útilokað að akfærir vegir á landi gætu orðið nothæfar samgöngu- leiðir í fjórðungnum. Næstu mánuði hélt undirbúnings- nefndin fjölmarga fundi og skrifaði auk þess sveitastjórnum og ýmsum hags- munaaðilum heima í héraði um málið. Hinn 2. júlí 1941 var svo boðað til al- menns héraðsfundar á Ísafirði og kom þar fram að alþingi hefði lofað að veita 150 þúsund krónum til smíði nýs Djúp- báts, Ísafjarðarsýslur og Ísafjarðarkaup- staður tíu þúsund krónum hvor aðili, ýmsir einstaklingar samtals um tíu þús- und og að auki hefðu nokkrir hreppar lofað framlögum. Í fundarlok var sam- þykkt að stofna félag er sæi um undir- búning að smíði væntanlegs Djúpbáts, en framlag ríksins var háð því skilyrði að Ísafjarðarsýslur og Ísafjarðarkaupstaður kysu meirihluta stjórnar í slíku félagi. Fundarmenn kusu fulltrúa minnihluta í stjórnina og nokkru síðar kusu sýslurnar og bæjarstjórn sína fulltrúa. Félagsstjórnin kom saman til fyrsta fundar síns 3. september 1941, og var þar samþykkt að leita tilboða í smíði skipsins og hina ýmsu hluta þess. Þá var stefnt að því að smíðinni yrði lokið á ár- inu 1942 en heimsstyrjöldin olli því að þær áætlanir gengu ekki eftir. Sumarið 1942 skýrði hins vegar Torfi Hjartarson sýslumaður, formaður stjórnarinnar, frá því að vélskipið Fagranes frá Akranesi myndi fáanlegt til kaups og var honum falið að kanna málið nánar og halda suð- ur á Akranes ásamt Hannibal Valdimars- syni til að skoða skipið. Höfðu þeir með- ferðis umboð sýslunefndar og bæjar- stjórnar Ísafjarðar til að binda kaupin fastmælum ef þeim litist á skipið. Er nú skemmst frá því að segja að kaupin gengu eftir, nýtt félag var stofnað um rekstur hins nýja Djúpbáts og árið eftir, 1943, kom Fagranesið til Ísafjarðar og hóf áætlunarsiglingar um Ísafjarðardjúp og til nálægra fjarða. Það reyndist mikil happafleyta og hélt siglingunum áfram næstu tvo áratugi. Sú saga verður sögð í síðari grein. Sjómannablaðið Víkingur – 17 Ásgeir litli, fyrsta gufuskipið í íslenska flotanum. Hvaleyrarbraut 27 220 Hafnarfirði Sími: 564 3338

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.