Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2016, Side 18
Oftast er betra að menn tali tæpitungulaust, ekki síst
þegar aðstæður eru eins og myndin sýnir. Á það leggur
Jónas Haraldsson áherslu. Mynd: Þröstur Njálsson
Jónas Haraldsson
Að tala tungumálið
sem skilst
Þ ann tíma sem ég var til sjós í
gamla daga lærði maður að ekki
var talað eða dugði að tala ein-
hverja tæpitungu til að gera sig skiljan-
lega, hvað þá að verið væri oft að hlífa
mönnum með því að tala við þá eitt-
hvert rósamál. Þetta hefur fylgt manni
eftir að maður hætti til sjós og ekki
hefur maður alltaf fengið prik fyrir tján-
ingarformið. Ætla ég hér á eftir að segja
frá nokkrum tilvikum. Að sumum átti
ég hlut sjálfur, önnur heyrði ég eða las
um en allar eiga þessar frásagnir það
sammerkt að vera góðar dæmisögur um
það hvernig menn eiga að tala tungu-
málið svo skiljist, þótt einhverjum þyki
kannski ekki slíkt passa meðal siðaðra
manna og kannski líka meðal lesenda
Víkings, sem ég gef mér að flestir,
kannski allir, hafi alið hluta ævinnar
á sjó.
Guffi! Áttu eitthvað?
Um sumarið 1963 var ég háseti á Röðli
GK – 518, sem átti að fara á ufsaveiðar
og sigla með aflann til Þýskalands í beit-
túr. Margir hásetarnir voru svaðblautir.
Fljótlega eftir brottför var mér falið að
ræsa hina vaktina. Gekk það sæmilega
nema ekki var nokkur leið að ræsa einn,
sem kallaður var Guffi. Reyndi ég kalla
ræs og æpa og hrista hann þar sem hann
snéri baki í mig í efri koju. Var ég búinn
að reyna allt og var að því kominn að
gefast upp og fara, þegar ég mundi eftir
því að Guffi var að lengi að spyrja hina,
sem fullir höfðu komið um borð: Áttu
eitthvað? Var með því verið að kalla eftir
síðustu dropunum af áfengi í skipinu, ef
einhver ætti þá eitthvað eftir af guðaveig-
unum. Gekk ég að kojunni aftur með
þetta í huga og hvíslaði. „Guffi áttu eitt-
hvað?“ Það var eins og við manninn
mælt. Eins og byssubrandur slæmdi
Guffi hendinni til mín, en ég vék mér
undan og lét mig hverfa upp stigann.
Guffi mætti á réttum tíma á vaktina.
Þarna sannaðist fyrir mér rækilega, að
maður þarf að tala tungumálið sem skilst
og þarf ekki alltaf hávaða og læti til og
dugar jafnvel stundum að hvísla til að
hitta rétta tóninn.
Finnski liðþjálfinn
Um finnska liðþjálfann las ég einhvers
staðar og hef oft hugsað til hans af ýms-
um ástæðum. Sagan segir að liðþjálfi
þessi hafi verið á göngu með herflokk
sinn út í sveit, en þegar þeir eru að fara
framhjá geðsjúkrahúsi, sjá þeir tilsýndar
að eitthvað er í gangi og færa sig nær.
Sjá þeir þá að uppi á þakinu á þessu
fimm hæða húsi stendur einn sjúklingur
og æpir og ullar á starfsmenn geðsjúkra-
hússins, lækna og hjúkrunarfólk, sem
standa á jörðinni og lætur öllum illum
látum. Reyna þeir með öllum ráðum,
blíðmælgi sem hótunum að fá sjúkling-
inn til að koma niður, en án nokkurs
árangurs. Liðþjálfanum blöskrar þetta
árangursleysi og tekur til sinna ráða.
Gengur hann að húsveggnum og leggur
báða lófana á vegginn og spyrnir í og
lítur síðan upp og kallar til geðsjúklings-
ins: „Ef þú kemur ekki strax niður, þá
velti ég húsinu um koll.“
Hafði þetta strax þau áhrif, að maður-
inn kom í hvellinum niður, enda talaði
liðþjálfinn tungumálið sem skildist, sem
hinum hafði ekki tekist.
Það getur verið að þið lesendur góðir
hlægið að þessu. Reynið samt að setja
ykkur í spor hins geðsjúka. Málið er að
sjá hina hliðina á teningnum en ekki
aðeins þá sem að ykkur snýr. Haldið þið
virkilega að það sé eitthvað þægilegt að
láta velta undan sér fimm hæða húsi og
falla á steypta stéttina fyrir neðan og vera
svo með hálsríg í marga daga á eftir?
Rekið við í baði
Eitt sinn hitti ég mann á götu, sem starf-
aði í utanríkisþjónustunni, sem sagði við
18 – Sjómannablaðið Víkingur