Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2016, Síða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2016, Síða 21
Sjómannablaðið Víkingur – 21 ur. Þær voru mikið framfaraspor í sjó- sókn Færeyinga. Svo dró ský fyrir sólu. Ernestine fórst við suðurströnd Íslands 26. mars 1930 og með henni níu menn. Skútan strandar Ernestine var komin á miðin undan Suðurlandi seinni hluta febrúar 1930. Fiskirí var gott þrátt fyrir úrtökur vegna veðurs sem var að vísu hvorki betra né verra þetta vorið en undanfarin ár. Strand Ernestine má rekja til veð- urofsa, strauma, sjóroks, snjókomu og þungrar úthafsöldu. Óhappadaginn var veiðum hætt þá er veður versnaði og var skipinu lagt til drifs. Skipstjórinn taldi skipið vera öðru hvoru megin Selvogstanga. Staðarákvörð- un var á reiki því ekkert sást fyrir sjóroki og hríð. GPS staðsetningarbúnaði var ekki til að dreifa. Kom ekki fyrr mögum áratugum seinna. Engir gervihnettir á lofti. Menn voru á útkikki í stafni og reiða. Dagvaktin vann að umsöltun í lest. Aðrir í koju. Skipið dólaði frá landi á seglum. Tux- ham mótornum var einnig leyft að spreyta sig. Veður fór sífellt versnandi. Skipstjórinn taldi skipið vestan Sel- vogsness. Reyndin var sú að það var austan hans. Hann gaf fyrirmæli um að lóða dýpi á þriggja kortera fresti. Þegar dýpið mældist 50 faðmar ákvað skipstjórinn að venda skipinu og sigla á dýpra vatn. Það gekk ekki án vélarafls. Vélstjórinn var á frívakt og sofandi í koju. Hann er ræstur út og beðinn um að gangsetja vélina tafarlaust. Í þessu kallar vaktmaður í stafni: „Við erum að stranda. Brim á kulborða.“ Þá var klukkan 21,30 að kveldi. Öll áhöfnin stökk upp á þilfar. Sumir létt- klæddir. Enginn sá vitann á Selvogsnes- inu. Átti að vera austan við þá. Var í raun 3 mílum vestar með ströndinni. Vélin hrökk í gang um leið og skipið tók niðri. Næsta alda henti því nær landi. Þar sat skipið fast og fyllti fljótt af sjó. Vélstjórinn bjargaði sér úr vélarúminu um leið og vélin saup sjó og drap á sér. K Ä R C H E R S Ö L U M E N N HáþrýstidælurGufudælur Öflugir vinnuþjarkarHDC Classic Háþrýstistöð fyrir 1-3 notendur HDC Standard Háþrýstistöð fyrir 1-8 notendur HD 9/18-4 ST Háþrýstistöð fyrir 1 notanda Reykjavíkurhöfn.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.