Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2016, Síða 22
Menn sem voru að umsalta í lest áttu
fótum fjör að launa áður en hana fyllti af
sjó.
Flugeldar fóru ekki á loft. Allir blaut-
ir. Reynt var að setja út skipsbátinn.
Brimið reif hann úr höndum mannanna.
Sjóirnir gengu yfir skipið þar sem það
veltist um á hleininni með öll segl uppi.
Menn héldu sér dauðahaldi í allt nagl-
fast. Hluti áhafnar klifraði upp í reiðann.
Aðrir staðsettu sig fremst á skipinu og á
sjálfu bugspjótinu.
Seglin fönguðu hvassviðrið og hentu
skipinu til og frá. Hætta var á að það
færi alveg á hliðina. Þá væri leik lokið.
Mönnunum tókst að skera frá sér
stórseglið. Veltingur minnkaði til muna
við það. Að skonnortusegli varð ekki
komist. Brotin riðu stanslaust yfir skipið
að aftan.
Einn þeirra sem kom úr lestinni var
Ziska Jacobsen. Hann var sundmaður
góður. Skipstjórinn, Dávur Joensen,
spurði Ziska hvort hann treysti sér að
synda í land.
Menn sáu þó fljótt að landtaka var
útilokuð. Sjórinn gekk í bergið. Enga fót-
festu að fá í fjöru. Þeir urðu að bíða eftir
útfallinu.
Hún var löng og ömurleg nóttin sem í
hönd fór. Svartamyrkur, sextán stiga frost
með sjóroki og kafaldi.
Einn af öðrum tíndust mennirnir fyrir
borð. Flestir af bugspjóti og úr stafni.
Enginn megnaði að rétta öðrum hjálp-
arhönd. Hver og einn hafði nóg með að
halda sér föstum.
Er ungum manni skolaði fyrir borð
hrópaði hann. „Hjálpaðu mér pabbi.“
„Ég kem á eftir,“ kallaði faðirinn.
Næsta brot sá um að svo varð.
Skipstjórinn var húfulaus og illa
klæddur. Það hjálpaði að stinga höfðinu
undir sjóstakk þess sem fyrir ofan var í
reiðanum.
Synti í land
Um klukkan sex fór að skíma að morgni.
Þá var ljóst að átta mönnum hafði skolað
fyrir borð um nóttina. Leitað var eftir
því við Ziska hvort hann vildi reyna að
synda með línu í land. Eina von um
björgun væri að það tækist. Lína var
bundin um Ziska og hann steypti sér í
sjóinn. Línan var þung og dró hann nið-
ur. Tvisvar var reynt en fór á sömu leið.
Ziska losaði sig þá við línuna og synti
baksund að landi. Stórt brot henti hon-
um á land. Útsogið náði honum ekki.
Um borð í Ernestine bundu menn bjarg-
hring á línu og létu reka að landi. Hr-
ingurinn kom aldrei svo nálægt Ziska að
hann næði tökum á honum. Honum
vildi þá til happs að finna krókstjaka úr
skipinu sem rekið hafði á land. Með
krókstjakanum krækti hann í bjarghring-
inn. Hann setti fast um stein í fjörunni.
Líflína var kominn á milli skips og lands.
Hver af öðrum fikruðu menn sig eftir
línunni upp í fjöru. Kraftarnir voru á
þrotum. Suma þurfti að draga í land.
Útlitið var ekki gott þó að land væri
komið. Eftir var bjargið ofan fjörunnar
15 til 20 metra hátt. Klístrað snjó og
flughált.
Þegar fyrstu menn náðu fjöru fór
Ziska ásamt fjórum öðrum að leita upp-
göngu. Mennirnir hjuggu spor í snjóinn
í bjarginu og fikruðu sig upp. Seinustu
metrana á bjargbrún studdu menn
Ziska með fjölum sem rekið höfðu úr
skipinu.
Einn steinn var á bjargbrún. Við hann
batt Ziska vaðinn. Skipbrotsmenn hand-
styrktu sig upp á brúnina. Suma varð að
hífa upp. Djúpur snjór var á jörðu. Menn
fóru að leita byggða. Engin hús voru
sjáanleg. Það tognaði úr hópnum á göng-
unni. Menn voru misvel gangfærir.
Þeir fylgdu vörðum og símalínum. Um
klukkan tólf rákust þeir á bæ. Það var
tekið vel á móti mönnunum. Þeir færðir
í þurr klæði og gefinn matur. Heima-
menn fóru ríðandi til aðstoðar þeim sem
ókomnir voru. Fundu einn látinn og
Færeysku strandmennirnir af
„Ernestine“ komu hingað til bæjarins
kl. 10 í gærkveldi. Hafði færeysk
skúta, „Verðandi“, sem lá í Þorláks-
höfn í óveðrinu, tekið þá um borð í
Selvogi og flutt þá til Grindavíkur, en
þangað voru þeir sóttir á bifreiðum í
gær. Skipverjunum líður öllum vel og
hafa þeir allir ferlivist. Munu þeir fara
til Færeyja með Dr. Alexandrine á
miðvikudagskveld. –
Sjópróf verður haldið á morgun.
Vísir 31. mars 1930
Látið í haf. Reykjavík að baki. Alls voru 26 karlar í áhöfn Ernestine.
22 – Sjómannablaðið Víkingur