Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2016, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2016, Blaðsíða 28
Jullan Tine er fremst en hún var á sínum tíma notuð til álaveiða í firðin- um. Á árabilinu 1915 til 1925 flykktust danskir bátakarlar af seglbátunum yfir á mótorbáta af þessari tegund. Havhingsten frá írska bænum, Glendalough, er eitt víkingaskipanna fimm sem sökkt var í firðinum til að verjast flotaárásum – og löngu seinna náð upp aftur og komið fyrir eins og myndin sýnir, undir þaki og öllum til sýnis. Þetta var langskip – orrustuskip. Í áhöfn voru 65 til 70 víkingar – sumir segja allt að eitt hundrað – gráir fyrir járnum. Greining á viðum skipsins sannar að það var byggt á Írlandi – nánar tiltekið á Dublinarsvæðinu – árið 1042 eða þar um bil. Það var knúið 60 árum og hefur líkast til náð 12 hnúta hraða undir seglum þegar best lét. Fornleifafræðingum tókst að endurheimta um 25% skipsins. Við bryggjuna liggur Havhingst- en – eigum við að kalla hann Sæhest eða kannski frekar Sæfák – endurgerður og reiðubúinn að hleypa yfir hafið. Endurbyggingin stóð í fjögur ár, frá 2000 til 2004. Notuð var eik og fornt verklag við smíði þessa tæplega 30 metra langa orrustuskips sem sigldi að minnsta kosti einu sinni yfir Norðursjó. 28 – Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.