Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2016, Síða 33
Sjómannablaðið Víkingur – 33
A
th
yg
li
- E
ffe
kt
-
Si
gu
rg
ei
r J
ón
as
so
n
ljó
sm
yn
da
ri
Gildi stjórnenda og starfsmanna Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum eru að hafa virðingu,
sjálfbærni og sanngirni að leiðarljósi í starfsemi sinni til að skapa félaginu og samfélaginu velferð og
farsæld. Það gerist meðal annars með því að
• umgangast og nýta auðlindir hafsins með virðingu og skynsamlegri sókn.
• stjórna ferli veiða, vinnslu og markaðsmála allt til neytandans þannig
að saman fari kröfur um gæði, ábyrgð og afrakstur í starfseminni.
• stuðla að sjálfbærni auðlinda og samfélags, styrkja innviði byggðarlags síns
og velferð þjóðarinnar allrar.
• leitast við að láta gagnkvæma sanngirni ríkja í samskiptum, jafnt inn á við sem út á við.
• stuðla að arðsömum rekstri svo menn njóti ávöxtunar af vinnuframlagi sínu
og skapi um leið forsendur þess að félagið fái staðið undir samfélagslegri ábyrgð sinni.
• bera virðingu fyrir neytendum sjávarfangs og leitast ætíð við að tryggja að vörumerkið
VSV sé öruggt tákn um góðar og hollar afurðir.
• virða hvert annað, einnig þá sem starfa í sjávarútvegi og í þjónustu- og
viðskiptagreinum sjávarútvegsins.
Sendum sjómönnum og öllum öðrum,
sem starfa við íslenskan sjávarútveg,
kveðjur í tilefni sjómannadagsins!
Hafnargata 2 | 900 Vestmannaeyjar | sími 488 8000 | vsv@vsv.is | www.vsv.is
Það var á Norðurlandi, fyrir um einni öld eða svo, að á bæ
einum úr alfaraleið, bjuggu ung hjón heldur snotru búi. Það
eina, sem skyggði á gleði þeirra var, að þeim hafði ekki orðið
barna auðið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Þá gerist haust eitt, að þau taka að sér stúlku eina komna
nokkuð yfir fermingu, en hún var af fátæku sómafólki. Stúlk-
an var rösk til vinnu, bæði utan húss sem innan. Líður nú
fram tíminn og er komið var fram á miðja jólaföstu ákvað
húsmóðirin að fara í kaupstað og kaupa til búsins og ekki
síst til jólanna. Þegar hún er komin í kaupstaðinn, skellur á
heiftarleg stórhríð svo menn komust hvorki lönd né strönd
vegna veðurs. Varði veður þetta í þrjá daga, en slotaði þá og
komst húsfreyja til síns heima.
Er líður að vori fer unga stúlkan að gildna og sér hús-
freyja, að hún muni barni aukin. Ekkert mundi hún til þess,
að nokkur karlmaður hefði komið í heimsókn um veturinn
og bárust því böndin að bóndanum. Hann varðist spurning-
um konu sinnar vasklega, en hún gekk svo hart að honum,
að hann varð að játa upp á sig skömmina. Vildi húsfreyja vita
hvenær barnið hefði komið undir og sagði hann, að það
hefði gerst í jólaföstustórhríðinni og bætti við játninguna sér
til málsbóta: „Þú gast þá bara verið heima!“
Um miðjan september fæddi unga stúlkan sveinbarn.
Hjónin tóku barnið að sér og ólu upp, enda bónda málið
skylt. Sveinn óx og fullorðinn tók hann við búinu, kvæntist
og varð afkomenda margur.
Móðir barnsins var flutt á annan bæ, giftist nokkru síðar
og bjó lengi.
„Þú gast þá bara verið heima!“
Karl og kona binda hey.
Myndin er tekin um aldamót 1900 en sýnir
þó hvorki vinnukonuna né hina skilningsríku
eiginkonu.
Mynd: Frederick W.W. Howell, Cornell University Library