Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2016, Qupperneq 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2016, Qupperneq 34
Þreyta segir til sín Meðal skipaútgerða um allan heim eru vaxandi áhyggjur varðandi þreytu meðal sjómanna og þá sérstaklega skipstjórnarmanna. Sjó- menn hafa einnig vakið athygli á þessum vanda og er áhyggjunum sérstaklega beint að tveggja vakta brúarvaktarkerfi þar sem skip- stjóri og yfirstýrimaður ganga vaktirnar. Bent hefur verið á að með þessu vaktafyrirkomulagi sé nánast ómögulegt fyrir þessa menn að sinna öllum sínum skyldum gagnvart öruggri stjórnun skipsins. Í ljósi þess mikils fjölda atvika og slysa sem tengjast þessu vakta- fyrirkomulagi er kominn tími til að hætta með það og taka skip- stjóra úr vaktaskipan skipa. Með slíkri innleiðingu myndi áhætta á þreytu skipstjórnarmanna minnka til mikilla muna og auka þar með öryggi skipanna. MAYDAY Nýlega var 27 ára Bandaríkjamaður, Charles Robert Dowd að nafni, dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar og til að sæta eftirliti í þrjú ár eftir að fangelsisvist lýkur. Þá var hann dæmdur til að greiða 2,4 milljónir í skaðabætur en Charles var fundinn sekur um að hafa sent út falskt neyðarkall þann 20. október 2013. Sendi hann út Mayday neyðarkall þar sem hann sagðist vera um borð í skipi sem væri að sökkva en um borð væru fimm fullorðnir og tvö börn. Gaf hann upp stað auk þess að gefa í skyn að eitt barn væri enn um borð og að hann gæti ekki séð til þess. Strandgæslan sendi litla báta frá Fort Macon í Norður Karólínu, þyrlu og dráttarbát frá björgunarfyrirtæki á svæðinu á vettvang. Þá var fulltrúi lögregl- unnar og tveir frá slökkviliði fengnir til að taka þátt í leitinni. Ekkert skip fannst né nokkrir skipbrotsmenn á staðnum sem upp hafði verið gefinn. Það tók Strandgæsluna vinnu og kostnað upp á 2,4 milljónir að hafa upp á Charles og draga hann fyrir dóm- stóla. Stuðningur við útgerðir Það hefur vart farið framhjá okkur Íslendingum að erfiðleikar séu í norska olíuiðnaðinum. Útgerðir hafa í unnvörpum lagt skipum sín- um sökum verkefnaskorts og íslenska nýsmíðin Fáfnir Víking verð- ur að öllum líkindum aðeins minnisvarði um þátttöku Íslendinga í norska ævintýrinu. En norsk yfirvöld hafa ávallt stutt útgerð og siglingar sem hafa gert þá að stórveldi á heimshöfunum ólíkt því hvernig komið er fyrir íslenskri kaupskipaútgerð. Nýjasta útspil þeirra er að draga úr kostnaði við útgerð þjónustuskipa í olíu- iðnaðinum með því að fella niður öll gjöld af skipum sem búið er að leggja. Skráningargjöld fyrir skip kostar um 530 þúsund á ári og mun þessi niðurfelling spara útgerðum um 35 milljónir á ári. Erfiðleikar framundan Lágt olíuverð kemur ekki öllum í flutningageiranum til hagsbóta. Nú eru stjórnendur Panama- og Súesskurðar farnir að finna fyrir kreppunni sem ríkir í rekstri gámaskipa. Offramboð á gámapláss- um og olíuverð í lægstu lægðum nokkru sinni hefur orsakað að gámaskipum er siglt framhjá þessum tveimur mikilvægustu skipa- skurðum heims og látin sigla lengri leiðir milli hafna. Nýleg skýr- sla um flutningaárið 2015 sýndi að frá lokum október til áramóta var 115 skipum sem voru á siglingaleiðum frá Asíu til austur- strandar Bandaríkjanna og frá Asíu til Norður Evrópu snúið frá Sú- esskurðinum og látin sigla suður fyrir Góðrarvonarhöfða. Venju- lega hefðu 78 þessara skipa farið í gegnum Súesskurðinn en spár gerðu ráð fyrir 1,9% fækkun skipa á þessu tímabili en raunin varð 2,8%. Hin 37 skipin hefðu að öllu jöfnu einnig siglt um Panama- skurðinn. Brælan kærð Royal Caribbean Cruises stendur frammi fyrir að minnsta kosti tveimur lögsóknum frá farþegum sem saka fyrirtækið um að hafa ógnað lífi þeirra með því að leyfa skemmtiferðaskipinu Anthem of the Seas að fara í ferð út á Atlantshafið meðan stormur geisaði í febrúar s.l. Halda lögmenn þeirra því fram að útgerðin hafi vitað, eða ætti að vita, að stormur á fellibylsstyrk myndi verða á sigl- ingaleið skipsins í sjö daga skemmtiferð þess til Bahama eyja. Um borð voru um 4.500 farþegar og 1.600 manna áhöfn. Útgerðin hef- ur bent á að veðrið varð verra en veðurspár gáfu til kynna en að öðru leyti vill útgerðin ekki ræða ásakanirnar á hendur henni. Skipinu var snúið aftur til hafnar á öðrum degi ferðarinnar og er til hafnar var komið í New Jersey var öllum farþegum boðin full endurgreiðsla auk afsláttar á nýrri ferð. Drukkinn og þversum Hann var töluvert skakkur skipstjórinn sem var að sigla á ánni Lohr am Main í Þýskalandi í lok febrúar. Skip hans, Elsava, er 105 metra langt og var skipstjórinn svo illa fyrir kallaður í áfengisvímu sinni að hann sigldi með ráðnum hug á brúarstólpa en þaðan hélt skipið þvert yfir ána og á land. Stefni skipsins stóð marga metra upp á árbakkann þegar lögreglan kom á staðinn. Þegar um borð var komið fundu þeir skipstjórann sauðdrukkinn reykjandi síga- rettu og drekkandi áfengi. Joe fiskur Það er ekki á hverju degi sem hafnsögumaður klifrar upp á brúar- vænginn og lætur sig vaða fyrir borð eftir að hafa veitt skipi leið- sögn. Hafnsögumaðurinn José Martins Ribeiro Nunes var sannar- lega goðsögn í lifanda lífi en hann var hafnsögumaður í höfninni Aracaju í Brasilíu. Hann gekk gjarnan undir nafninu syndandi hafnsögumaðurinn eða Joe fiskur. Hann var mikill sundmaður og Utan úr heimi Hilmar Snorrason skipstjóri Syndandi hafnsögumaðurinn sem er goðsögn í sínu landi. 34 – Sjómannablaðið Víkingur Elsada þversum í ánni.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.