Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2016, Qupperneq 38
38 – Sjómannablaðið Víkingur
1.
Prúðbúnir gestir stóðu við afgreiðslu-
borðið á Hótel Seli við Mývatn og leit-
uðu upplýsinga hjá móttökustjóranum.
Þeim varð starsýnt á mig þar sem ég stóð
allt í einu inni á miðju gólfi, úfinn og
veðraður eftir morguninn við ána, í
blautum vöðlum og forugum skóm,
klæddur slitinni lopapeysu undir vöðl-
-unum og með svört veiðigleraugu í ól
um hálsinn.
Ég skyggndist um móttökusalinn. Í
hvítum leðursóffa sat roskinn náungi og
starði litlum stingandi augum á mig. Síð-
an lét hann eins og ekkert væri, fór eitt-
hvað að fikta í spjaldtölvunni sinni og
hummaði lítið stef fyrir munni sér, mér
heyrðist það vera suðurríkjasöngurinn
„Oh! Susanna“.
Oh! Susanna, do not cry for me. I come
from Alabama with my Banjo on my knee!
Ég stóð sem fastast á miðju gólfinu og
horfði til skiptis á manninn í sóffanum
og fólkið við afgreiðsluborðið. Þá leit
sá aldraði upp úr spjaldtölvunni sinni,
mældi mig út í hægðum sínum og sagði
stundarhátt með skrækum suðurríkja-
hreimi:
Well boy, either you are my man
or you are NOT dressed right for the
occation.
Ég gekk að honum og kynnti mig.
Blaut og moldug spor mín lágu fram og
aftur um anddyri hótelsins. Móttöku-
stjórinn ræskti sig og gjóaði til mín illu
auga.
Það var um klukkustundar akstur að
Efriá. Ég hafði verið að ljúka veiðum í
Neðriá þegar Stinni frændi bað mig með
stuttum fyrirvara að leiðsegja þessum
Ameríkana við fluguveiðar hálfan dag og
ég tók það að mér þótt ég hefði aldrei
veitt í Efriá áður. Mér var sagt að hún
væri auðlesin og að Kaninn kynni að
veiða, hann væri bara ekki með neinar
græjur, þetta hefði verið skyndihugdetta
hjá honum og fyrst og fremst þyrfti hann
bara að fá lánaða stöng og flugur og láta
skutla sér fram og til baka. Stinni sagði
að þetta væri ekkert mál. Best væri að
byrja að veiða hylinn fyrir neðan veginn
og svo segði þetta sig allt saman sjálft.
Ameríkumaðurinn kynnti sig og sagð-
ist heita George en eftirnafnið man ég
ekki. Hann var ræðinn og sagði margar
sögur, oft dálítið hnyttnar. Hann sagðist
vera frá Montana og að þar væru margar
fínar ár sem hann hafði allar veitt og oft
fengið stóra fiska. Þarna væru heljarmik-
il fljót og minni ár inn á milli. Þarna
hefði bíómyndin „And a River Runs
Through it“ með Brad Pitt verið tekin
upp. Þarna væri algjör paradís fyrir flugu-
veiðimenn sem ég ætti að kynna mér
sem fyrst. Sjálfur hafði hann nýverið selt
búgarðinn sinn og væri bara í heimsreisu
til að gera eitthvað, ætlaði á norðurheim-
skautið með sérútbúnu norsku leiðang-
ursskipi í næstu viku, bara upp á grínið.
Hann hafði ákveðið að verða eftir í Mý-
vatnssveit þegar vonir kviknuðu um að
komast dagpart í veiði en konan hans
biði núna á hóteli inni á Akureyri og
hann hefði mestar áhyggjur af því að
hún væri með Vísakortið þeirra – yrði
búðunum ekki örugglega lokað fljótlega?
Heldurðu að henni takist nokkuð að
eyða miklu á tveimur tímum? Jú, henni
tekst það, svaraði hann sjálfum sér og
svo hneggjaði hann lágt eins og am-
erískur gæðingur.
2.
Við vorum nú að nálgast veiðislóð og ég
hægði ferðina. Hérna átti áin að vera en
það eina sem ég sá var lækur, kannski
dálítið stór lækur en samt bara lækur.
Þegar ég lúsaðist á jeppanum yfir ræsið á
læknum sá ég mér til skelfingar að þetta
var „áin“ okkar, það stóð skrifað skýrum
hvítum stöfum á bláu skilti við lækinn,
Efriá.
Jæja, þá erum við komnir, sagði ég
vandræðalegur og karlinn sneri sér for-
vitinn í allar áttir, skyggndi út í fjarskann
og góndi síðan á mig spurnaraugum.
Já, þetta er ekki stór á en það leynast í
henni vænir fiskar, meira að segja mjög
vænir, laug ég. Besti staðurinn er hylur-
inn hérna fyrir neðan veginn, algjör mat-
arkista.
Karlinn varð enn skrýtnari á svipinn.
Ég lagði bílnum fyrir ofan ræsið og
George steig út, gekk að ánni og horfði
ofan í grjótið.
Komast stórir fiskar upp þennan læk?
Þeir hljóta þá að standa hálfir upp úr,
sagði hann og skyggndi lítinn poll.
Jájá, þeir komast allt, sagði ég. Það er
ótrúlegt hvað þessir stóru fiskar komast.
Komdu nú og taktu stöngina mína. Við
megum engan tíma missa.
Ég fann hvernig ég roðnaði og ég
hugsaði ekki hlýlega til Stinna frænda
Urriðinn í Efriá
Ragnar Hólm Ragnarsson Jafnar hann sig
eða jafnar hann sig ekki?