Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2016, Blaðsíða 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2016, Blaðsíða 39
Sjómannablaðið Víkingur – 39 sem hafði beðið mig að aðstoða þennan útlending fyrir smágreiðslu. Smá- greiðslu? Jú, ég fengi eitthvað upp í bensínkostnað en George hafði sagt mér á leiðinni að hann hafi borgað Stinna 400 dollara fyrir túrinn eða tæpan 60.000 kall! Til að komast í þetta ræsi við veginn í þessari sprænu sem varla rann? Svei attan! Stinni alltaf samur við sig að féfletta útlendinga. Við horfðum ofan í pollinn fyrir neð- an veginn og ég reyndi að sýnast kátur og spenntur. Nei sérðu! Þarna er einn! Þetta er tittur, muldraði Kaninn og hengdi haus. En þeir eru stórir þarna undir hvít- fyssinu. Það eru bara þessir litlu sem fljóta svona upp af því að þeir eru ekki nógu þungir til að halda sér við botninn. Það geta bara risarnir. Sjáðu! Þarna glytt- ir í bakið á einum þeirra! Og svei mér ef það lá ekki risavaxinn urriði beint undir rörinu í gegnum veginn, rétt fyrir ofan hvítfyssið. George greip nú stöngina mína og virtist hafa tekið trúna. Kannski væri hægt að fá hér almennilegan fisk. Ég sagði honum að reyna að koma flugunni upp undir rörið og láta hana fljóta yfir þann stóra en það var auðvitað gjörsamlega vonlaust því hringstreymið í pyttinum var alls konar, það virtist engin leið að spá fyrir um það hvert flugan myndi berast næst. Ég gaf kallinum sig- urmerki og þóttist vera mjög spenntur. Sagði honum síðan að ég þyrfti að skjót- ast upp í bíl að sækja hina stöngina Þegar upp í bíl var komið hringdi ég beinustu leið í Stinna frænda og sagði farir mínar ekki sléttar. Hvernig dettur þér í hug að senda mig með alvanan bandarískan milljarðamær- ing í þessa sprænu? spurði ég. Hvers lags „rip off“ er þetta eiginlega?! Sprænu? Þetta er mjög skemmtileg á og yfirleitt full af boltafiski, svaraði Stinni. Það er hægt að stika yfir hana. Það komast engir boltar fyrir í þessum drullu- polli. Hún rennur á grjóti, er varla neitt neitt, sagði ég hneykslaður og leyndi því ekkert að mér var misboðið. Æ, hættu þessu væli, maður. En ef þú ert alveg gjörsamlega trúlaus á ágæti efri árinnar og ef þér er fyrirmunað að láta karlinn krækja í stóru urriðana undir ræsinu þá máttu svo sem koma með hann niður á laxasvæðið í kvöld. Þeir sem áttu að vera hérna í dag forfölluðust og koma einhvern tímann í nótt til að veiða á morgun og hinn. Hann má veiða niður frá síðasta klukkutímann eða svo ef þú lofar að hann fái ekki lax, sagði Stinni og dró seiminn. Andskotinn, tautaði ég í símann og lagði á. 3. George var með hann á þegar ég kom til baka niður fyrir veginn. Hann brosti út að eyrum en varð síðan frekar súr á svip- inn þegar hann sá að á enda línunnar var um 250 gr. bleikja frekar horuð og slöpp, líklega þreytt eftir að berjast um í hvít- fyssinu við ræsið. Þannig gekk þetta í tæpa tvo tíma. Karlinn vappaði um í kringum pollinn við ræsið, vöðlaði línunni einhvern veg- inn út í hringiðurnar, dró annað slagið bleikjuputta að landi og varð sífellt þreytulegri á að líta. Það var nokkuð ljóst að honum þótti þetta ekkert sérlega spennandi og líklega ekki peninganna virði. Allt í einu varð allt fast og George kipptist við. Var þetta einn af urriða- boltunum sem kváðu leynast djúpt í pollinum? Hann rykkti nokkrum sinn- um í stöngina en ekkert gerðist. Og þegar ég ætlaði að bjóðast til þess að vaða út í til að losa festuna þá sá ég að karlinn ætlaði að gera það sjálfur, steig út á hálan stein og endastakkst ofan í pollinn. Almáttugur, hugsaði ég og böðlaði Goerge aftur upp á bakkann. Háaldraður Ameríkaninn var búinn að borga for- múgu fyrir að veiða í þessum ræsispolli, fékk bara kóð og hafði nú kannski stórslasað sig að auki. Það getur verið stökkt í þessu gamla fólki. En George bar sig vel. Hann reis strax á fætur, hristi sig eins og blautur hundur, reif upp stöngina og sagðist vilja færa sig í næsta hyl. Ég leit niður eftir læknum. Næsta hyl? Það var ekki að sjá fleiri polla þarna niður frá, bara lítinn læk sem tifaði létt um máða steina. Jæja, George, nú var heppnin með okkur! sagði ég yfirmáta hress. Vinur minn hringdi í mig áðan á meðan ég var uppi í bíl og bauð okkur að koma niður á laxasvæðið og klára þar. Líst þér ekki vel á það? Brúnin á mínum manni lyftist ofur- lítið og hann staulaðist af stað í áttina að bílnum, virtist ekki alveg heill eftir byltuna í læknum. Ertu nokkuð brotinn? spurði ég þegar við vorum lagðir af stað. Nei, í mesta lagi úr lið, svaraði hann. Ég steig laust á bremsuna. Ertu ekki að grínast? Jú, svaraði George og ók sér til í sætinu. En einn veiðifélagi minn var alltaf að fara úr lið. Hann mátti varla hreyfa sig eða kasta flugu án þess að fara úr axlarlið. Það var ekki gott, sagði ég til að segja eitthvað. Laxinn kominn á hliðina og að gefa upp öndina.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.