Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.2016, Síða 46
46 – Sjómannablaðið Víkingur
Vestmannaeyingar spurðu hins sama og keyrði þó fyrst um
þverbak á vetrarvertíðinni 1913. Tugir trollara (allt upp í 40) voru
þá á hverjum degi í álnum á milli lands og eyja og skófu land-
helgina alveg upp í Landeyjasand. Þegar eyjaskeggjar, sem öfluðu
töluvert á lóðir þennan vetur, hittu á fisk voru útlendu skipin
óðara komin og byrjuð að draga „þangað til alt er eyðilagt.“
Bátarnir neyddust því til að sækja stöðugt dýpra sem var tíma-
frekt, þótt mótorar væru í þeim öllum, en líka hættulegt því að
tíðarfarið var rysjótt svo ekki væri dýpra í árinni tekið.3
Í Arnarfirði fyrir vestan glímdu menn við sama vanda. Einar
Bogason í Hringsdal skrifaði um jólaleytið 1913 að sjaldan eða
aldrei hefðu botnvörpungarnir verið ákafari í veiðum sínum á
firðinum en sumarið á undan eða haft betra næði og varð aflaleysi
bátanna eftir því. Vorið hefði þó byrjað ágætlega hjá körlunum en
svo komu erlendu skipin, „og sópuðu í burtu þeim fiski, sem
kominn var“, og sátu síðan um allar fiskivöður sem komu inn á
fjörðinn. Svo voru karlarnir að reyna að leggja lóðir en komu þá
„slippir og lóðalausir“ í land aftur því að erlendu skipin sigldu
óhikað yfir veiðarfæri heimamanna ef þeim bauð svo við að horfa.
Varðskipið sást aldrei.
Þetta er þungur kross fyrir okkur að bera, benti Einar á, lands-
hættir eru ekki þannig í Arnarfirði að menn lifi þar á búskap og
sjálfsagt hefur almættið aldrei ætlast til þess, slík er aflasældin í
Arnarfirði á vorin og sumrin. Þetta vita erlendu skipstjórarnir og
flykkjast því hingað. Kapteinarnir á Islands Falk ganga þessa ekki
heldur duldir og ættu því að fylgja flotanum eftir. Eða borgum við
ekki í landssjóð eins og aðrir og erum þó ekki sýknt og heilagt að
sækja um bitlinga og fá eins og sumir, benti Einar á. Það getur
ekki talist ósanngjarnt þótt við Arnfirðingar biðjum landsstjórn-
ina um varðskip hingað vestur næsta sumar svo þessir lögbrjótar
fái ekki „eins gott næði til að eyðileggja lífsveg okkar eins og þeir
virtust hafa síðastliðið vor.“4
Eyðilagt fyrir Haraldi Böðvarssyni
Á Akranesi lét 17 ára unglingur sig dreyma um að kaupa vélbát
en hafði ekki ráð á nema áraskipi, sexæringi. Þá var féð á þrotum
en fyrir greiðasemi verslunarstjóra Edinborgarverslunar á Akra-
nesi fékk hann lánað garn og manillutó í 16 þorskanet og 400
3 „Heima“, Ægir apríl 1913.
4 Einar Bogason: „Eyðilegging botnvörpunganna ... “, Lögrétta 22. janúar 1913.
netakúlur. Að lokinni netahnýtingunni var farið í fyrsta róðurinn.
Vissulega höfðu menn svolitlar áhyggjur af bresku togurunum en
þeir voru ekki lengur eins þaulsætnir á Faxaflóanum og áður
enda minna orðið um flatfisk sem þeim þótti eftirsóknarverðastur.
Þetta hafði líka haft þau áhrif að verðlag hækkaði töluvert í við-
skiptum Akurnesinga við togarana. Í fyrstunni, á meðan nóg var
af flatfiski, höfðu þeir fyrir aðeins eina viskíflösku fengið fullan
bát af ýsu og þorski. Þegar frá leið, og Bretarnir tóku sjálfir að
hirða allan aflann sem kom í vörpuna – líka þorsk og ýsu – urðu
karlarnir að ferma bátana með áfengi, viskí og brennivíni, vindl-
um og sauðargærum til að eiga fyrir fiskinum. Útgerðarmaðurinn
okkar ungi hafði aldrei hug á slíkum viðskiptum enda mátti segja
að þau væru með öllu úr sögunni þegar hann í fyrsta sinn horfði
á eftir bátnum sínum, Helgu Maríu, róið til fiskjar í mars 1907.
Um það bil fimm sjómílum frá landi voru netin lögð. Þegar vitjað
var um þau aftur fundust ekki nema fáein dufl en ekki slitur af
neti. Rifjaðist þá upp fyrir hinum unga útgerðarmanni að þrír
breskir togarar höfðu verið að dóla í nágrenninu og þurftu menn
ekki frekari vitna við. Ekki var laust við að hlakkaði í sumum við
þessi tíðindi.
Stutt gaman og óskemmtilegt, sagði einn en verslunarmaður-
inn, sem áður lánaði útgerðarmanninum unga, sagði við hann:
„Taktu út það, sem þú þarft.“
Hvað hefði gerst ella, hefði kaupmaðurinn neitað piltinum um
greiðann, er erfitt að segja en þannig var upphafið að ferli eins
umsvifamesta útgerðarmanns Akurnesinga á 20. öld, Haralds
Böðvarssonar. Bretarnir höfðu nærri kæft hann í fæðingu.5
Togað upp í þarabrún
Hinum megin við Faxaflóann, í Gerðahreppi, höfðu menn haldið
til haga netatapi sínu vegna togaranna en þeir sóttu stíft í Garð-
sjóinn, eða Gullkistuna, sem var „eitt hið fiskisælasta pláss“ er
sjómenn þekktu og náði frá Garðskaga og eitthvað inn með
ströndinni (mörkin voru óglögg og líkast til álitamál). Aflavonin
þar var ekki bundin neinum sérstökum árstíma enda sóttu karl-
arnir, sem á annað borð gerðu út við Faxaflóa, þangað á öllum
tímum ársins. Nú voru botnvörpungarnir á góðri leið með að
eyðileggja sjálfa Gullkistuna og voru þó ekki liðin tuttugu ár síð-
5 Guðmundur Gíslason Hagalín: Í fararbroddi, bls. 147-148, 292-299.
Árið 1899 var nýjum togara hleypt af stokk-
um í skipasmíðastöðinni North Shields á
Englandi. Hann var rúmlega 200 rúmlestir,
115 fet á lengd, náði 8 sjómílna hraða og bar
um 70 tonn af kolum (reiknað var með 6
tonna meðal-eyðslu á sólarhring). Skipið var
smíðað fyrir dansk-íslenska verslunar- og
fiskveiðifélagið á Geirseyri við Patreksfjörð.
Útgerðin gekk illa og 1902 keypti danska
landbúnaðarráðuneytið togarann og gerði út
til hafrannsókna sem Johannes Schmidt, sá
hinn sami og Fiskifélagið gerði að heiðursfé-
laga 1926, stjórnaði um skeið. Í fyrra stríði
tók danska flotamálaráðuneytið skipið í sína
þjónustu en 1920 keypti Björgunarfélag Vest-
mannaeyja togarann. Nafni hans var þá
breytt úr Thor í Þór og kom hann til Eyja í
mars sama ár. Ríkissjóður lagði fram þriðj-
ung kaupverðsins. Það var svo í maí 1926 að
Alþingi samþykkti að kaupa skipið af Vest-
mannaeyingum sem settu þó það skilyrði að
Þór væri eftir sem áður við Eyjar drjúgan
hluta vetrarvertíðar. Mynd: Landhelgisgæsla Íslands